Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 1. október 1998 -þegar ferjuflugmanninum var bjargað um borð í togarann Harald Böðvarsson AK Sigurgeir Jónsson skrifar deqi Af Keikó og öðrum afreksmönnum F’étu r Sigurðsson, sem bjó í Vest- mannaeyjum í árabil og stundaði nám hér við Stýrimannaskólann, er stýrimaður á togaranum Haraldi Böðvarssyni AK sem bjargaði ferjuflugmanninum eftir að flugvél hans fór í sjóinn 100 mílur suð- vestur af landinu á mánudags- morguninn. Pétur var á vakt þegar þetta gerðist og segir hann að fjöldi tilviljana hafí valdið því hvað vel tókst til. Björgvinsbeltið var notað við björgunina og segir Pétur að það hafi reynst sannkallaður töfrabúnaður við þessar aðstæður. Pétur var nýbúinn að hífa rétt fyrir klukkan sjö á mánudagsmorguninn og var togarinn á siglingu. Hann var nýbúinn að sjá skeyti sem komið hafði um gerfihnött þar sem sagt var frá flugvél sem hugsanlega væri í vandræðum og átti að vera á þessum slóðum. „Allt í einu fæ ég sterkt merki inn á radarinn og sé um leið Ijós í um 4 mílna fjarlægð. Um leið kalla ég niður og þegar ég lft út aftur sé ég græna hliðarljósið á vélinni og geri mér þá grein fyrir hvað hún er stutt frá okkur," segir Pétur sem strax beygði 90 gráður í átt að vélinni. „Strákamir koma upp og sendi ég þá upp á brúarþak með kíki og fer sjálfur upp og sé þá hvítan dfl á sjónum sem við stefnum á.“ Þetta reyndist vera flugvélin sem þarna stóð upp á endann í sjónum með framendann niður. Pétur fór í vinnuflotgalla, leiðari var gerður klár, náð var í Björgvinsbeltin sem bæði eru í bní og aftur í skutrennu á Haraldi Böðvarssyni. „Við vissum ekki hvort það voru einn eða fleiri um borð en þegar við komum nær sáum við einn mann sem hékk á væng vélarinnar. Þegar við áttum 20 metra eftir að vélinni hentum við til hans Björgvinsbeltinu. Hann smeygði því utan um sig og drógum við hann að skipshliðinni. Um leið sökk vélin,“ segir Pétur. Þegar maðurinn kom að leiðaranum tók hann af sér Björgvinsbeltið og ætlaði að klifra upp leiðarann. Hann hafði orku til þess og bátsmaðuinn, sem var kominn í sjóinn, setti beltið á liann aftur. Pétur fór niður í leiðarann og aðstoðaði við að korna flug- manninum upp. Síðan fengu hann og bátsmaðurinn Björgvinsbeltin niður aftur og var hjálpað þannig um borð. Pétur er ekki í vafa um að Björgvinsbeltið hafi skipt sköpum við þessar aðstæður. „Björgvinshfiiiin eru eini staðalbúnaðurinn um borð í skipum sem kemur að notum við björgun við þessar aðstæður. Við erum ekki með neitt sem kemur að sömu notum. Beltið er alveg toppgræja.“ Flugmaöurinn var fljótur að jafna sig en hann sagði áhöfninni að þama hefði hann upplifað sínar erfiðustu mínútur og hann átti alls ekki von á að sjá skip á þessum slóðurn. Pétur segir að hann hafi verið í einhvers konar flotbúningi en munurinn á honum og flotgöllum sem íslenskir sjómenn nota sé eins og á skinnbrók og geim- ferðabúningi. Eins hafi hann verið með gamaldags björgunarbelti. „Þegar við klæddum hann úr gallanum komu 25 til 30 lítrar úr hvorri skálm og var hann bæði blautur og kaldur. Hann hefur því ekki átt mikla möguleika eftir að vélin sökk. En þetta fór allt vel og gekk eins og í sögu,“ sagði Pétur að lokum. 28. september 1983 er sennilega sá dagur sem flestir knattspyrnuunnendur í Uestmannaeyjum uilja gleyma. Þá uar ÍBV, sem í dag hampar bæði bikar- og íslandsmeistaratitli. rekíð úr 1. deildinni sem bá uar efsta deild íslandsmótsins. Forsaga máisins er sú að sumarið 1983 barðist ÍBV fyrir lífi sínu í deildinni og burfti jafntefli í síðasta leik sem uar gegn Breíðabliki. Leikurinn fór fram á Hásteinsuelli og uar Breiðablik 1 - 2 yfír begar skammt uar til leiksloka. Þá kom til bjargar ungur maður sem barna uar að leika sitt fyrsta sumar í meistaraflokUi, Hlynur Stef ánsson. Náði hann að skalla í mark eftir fyrirgjöf f rá Viðari Elíassyni. Þar með átti björninn að uera unninn en í Ijós kom að fyrirliðinn, Þórður Hallgrímsson, uar ólöglegur. Hann hafði uerið dæmdur í briggja leikja bann og hafði tekið út einn leik en buí miður höfðu knattspyrnuráðsmenn ekki lesið inargfrægt skeyti til enda og héldu inenn aö Þórður uæri löglegur. Kefluíkingar kærðu leikinn og sáu til bess að ÍBV uar rekið niður í 2. deild. Björgvin Sigurjónsson með beltið góða. Það hefur í dag verið notað við björgun 14 eða 15 manna og hefur því fyrir löngu sannað gildi sitt. Hann barðist lengi fyrir því að fá Björgvinsbeltið viðurkennt og sér nú að sú barátta var ekki til einskis. Oddur Júlíusson skrifar: Er þér hlátur í hug? Undirritaður hefur á undanfömum vikum og mánuðum verið iðinn við þann kola að spyrja bæjaryfirvöld út úr um hin ýmsu málefni sem varða rekstur á því apparati sem við eigum öll, bæjarsjóði Vestmannaeyja. Því miður er rekin hér í bæ þessi dæmigerða „kemur þér ekki við“ stefna og svör til undirritaðs hafa oft verið hálf furðuleg. Bæjaryfirvöld líta svo á að þau séu kosin til tjögurra ára og þess á milli þurfi þau engunt að standa reikningssskil gerða sinna. Þann 21. júlí sl. óskaði undir- ritaður eftir stefnumótun félagsmála- ráðs til næstu þriggja ára. Svar barst seint og um síðir þrátt fyrir 11. grein upplýsingalaga nr. 50/1996. Svarið hljóðaði svo: „Skjal erekki til.“ Þetta svar leiðir hugann að sveitar- stjómarlögum þar sent segir: „A fyrsta ári hvers kjörtímabils skal sveitarstjóm semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitar- félagsins. Aætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitar- félagsins og endurskoða skal hana hverju sinni í tengslum við fjár- hagsáætlun. Getur verið að bæjarstjóm öll án athugasemda nokkurs bæjaifulltrúa þverbrjóti bæði upplýsinga- og s veitarstj óm arlög ? Kær kveðja, Oddur. Biörgvinsbeltið réði úr- slitum um farsæla biörgun Þá er tekið að hausta, október genginn í garð. Að vísu hefur veðrið leikið við okkur undanfarnar vikur, rétt eins og í allt sumar og fátt sem bendir til þess að vetur sé á næsta leiti. Skrifari hefur ákveðið að dusta rykið af pennanum eins og undanfarin ár og reyna á þolrif lesenda Frétta á fimmtudögum eitthvað fram eftir árinu að minnsta kosti. Fáir landshlutar hafa verið jafnmikið í fréttum í sumar og Vestmannaeyjar. Skrifari heldur, eftir góðafliugun, að enginn einn staður á landinu hafi fengið jafnmikið pláss í tjölmiðlum og Vest- mannaeyjar ef höfuðborgarsvæðið er undanskilið. Hér hefur Itver stóratburðurinn á fætur öðrum gengið yfir og varla sú vika sem ekki hefur mátt fíta fréttir frá Vestmannaeyjum í fremstu röð hjá fjölmiðlum. Goslokaafmæli, þjóðhátíð, Keikó og gott gengi í knattspyrnu hafa átt hvað stærstan þáttinn í því að gera Vestmannaeyjar að eins konar nafla landsins. Þessa dagana er mönnum líkast til efst í huga frábær frammistaða okkar manna á knatt- spyrnusviðinu. Það fer ekkeit á milli mála hvaða lið er best í dag, lið sem vinnur bæði bikar og íslandsmót hlýtur að vera vel að slfku komið og til hamingju með það. Líklega hefur þó ekkert komið Vest- mannaeyjum jafn rækilega inn á kortið og koma Keikós í sumar. I öllu því tjölmiðlafári fannst þó skrifara eins og það væru Vestmannaeyingar sem héldu sinni rósemi hvað best, flestir aðrir voru hreinlega að springa, tjölmiðlar hvað helst og svo þeir sem sáu ofsjónum yfir því livað Vest- mannaeyingar myndu græða ofboðslega á öllu saman. Nú býður skrifara í grun að sá gróði sé minni en margir vilja vera láta, a.m.k. minni en margir gerðu ráð fyrir. Það væri og enda eitthvað nýtl et’ Vestmannaeyingar færu að setja gróða- sjónarmið í efsta sæti. I huga skrifara hafa Vestmannaeyingar yfirleitt sett eitthvað annað á toppinn fram til þessa og hann á ekki von á öðm en að þannig verði það áfram. Nú var langur vegur frá að menn væm sammála um komu þessa heimsfræga háhymings hingað, margir settu sig alfarið á móti því. Einn var meira að segja svo djarfur að reikna út hve margar kjötbollur hægt væri að búa til úr skepnunni handa hungruðum heimi og skrifara minnir að sú tala hati verið nálægt 60 þúsundum. Innst inni var skrifari hjartanlega sammála þeim reikni- meistara, ekkert endilega í því að útbúa kjötbollur úr þessunt sérstaka hval heldur alveg eins einhverjum öðrum og jafnvel fleiri en einum og fleiri en tveimur. Skrifari er líka hjartanlega sammála því sem utanríkisráðherra sagði í sumar (og er hann þó alla jafna ekki sammála framsóknarmönnum) þegar hann sagði það ákveðið áhyggjuefni að fólk hefði orðið meiri áhuga á velferð hvala en manna. Þó svo að það sé hið besta mál að hafa hval sem gæludýr á bæjarhlaðinu og ekkert við honum að amast sem slíkum, þá óttast skrifari að vera hans hér muni virka letjandi á það að íslendingar taki upp hvalveiðar á nýjan leik. Nú mætti ætla að önnur eins umtjöllun um einn stað og átt hefur sér stað í sumar, hljóti að virka hvetjandi og jákvætt til búsetu. Fólk hlýtur að álykta sem svo að einkar gott sé að búa á stað sem er sífellt á forsíðum blaða og framarlega í fréttatímum. Því miður hefur þó ekki orðið breyt- ing á þeini þróun sem verið hefur ríkjandi undanfarin misseri, íbúum er enn að fækka hér. Samkvæmt nokkuð ábyrgum tölum, sem skrifari hefúr undir hendi, hefur íbúum fækkað hér um 60 til 70 fiá 1. desember sl. Tilfellið er að þótt Keikó og strákamir í IBV liafi mikið og gott aðdráttarafl þá hefur höfuðborgarsvæðið bara enn meira aðdráttarafl, a.m.k. enn sem komið er. Þó hefur skrifari um það grun að íbúum hér hefði fækkað enn meir hefði ekki komið til góð frammistaða Keikós og strákanna í IBV í sumar. Hafi þeir allir þökk fyrir það. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.