Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1998 Skemmdir í Landakirkju afsóti og reyk: Litlu mátu muna að illa færi GáskigenyuríLH Helgina 24. til 25. október var landsþing Landssambands liesta- mannafélaga haldið á Akureyri. Eins og kunnugt er hefur verið stofnað hestamannafélag í Vest- mannaeyjum sem ber það fjöruga nafn Gáski. Valur Öm Gíslason, formaður Gáska, sótti þingið sem áheyrnarfulltrúi. Hann sagði að þingið hefði verið mjög upplýsandi og að Hestamannafélagið Gáski hefði verið tekið inn í Lands- sambandið á þinginu en nú eru 56 félög innan LH. Kippur í dagbóklnni Eftir tiltölulega rólegar helgar að undanförnu kom loks ein sem kalla má nokkuð erilsama hjá lögreglu. Alls voru 160 færslur í dagbók lögreglunnar í síðustu viku sem er nokkuð meira en verið hefur. Litlu hefur mátt muna að illa færi þegar eldur varð laus í bakka og borði sem stóð framan við altarið í Landakirkju. Staðarhaldari var fyrir tilviljun staddur í grennd við kirkjuna þegar hann heyrði í brunaboða utan á kirkjunni. Brá hann skjótt við og tókst með snarræði að slökkva eldinn og koma með því í veg fyrir að hann næði að breiðast út. Skemmdir af eldi urðu litlar nema af sóti og slökkvidufti sem er um alla kirkju. Halldór Hallgrímsson, staðarhaldari Landakirkju, segist hafa verið staddur við heimili foreldra sinna að Heiðar- vegi 56 þegar hann heyrði í bruna- boða sem er norðan á kirkjunni. „Eg rauk strax af stað því ég þekkti hljóðið í brunaboðanum," segir Halldór. „Ég fór strax inn og um leið og ég opnaði innri dymar var kirkjan orðin full af reyk. Ég sá hvar eldur stóð hátt til lofts af borði sem stóð fyrir miðju altarinu. Ég greip slökkvitæki og réðst gegn eldinum sem slokknaði strax.“ Halldór er sannfærður um að þama hafi ekki mátt muna nema nokkrum mínútum að eldurinn næði að læsa sig í teppi á gólfinu og síðan í bekkina. Upptök eldsins voru að tréborði hafði verið stillt upp framan við altarið. I tilefni af Allra heilagra messu á sunnudaginn var raðað sprittkertum á bakka á borðið og þau látin loga eftir að messu lauk. Við hitann frá kertunum hefur kviknað í bakkanum og var byrjað að loga í borðinu þegar Halldór kom að. Hefði hann komið nokkrum mínútum seinna hefði næst kviknað í teppinu og næstu bekkjum og þá hefði eldurinn orðið ill- viðráðanlegur því mikill eldsmatur er í kirkjubyggingunni sem sjálf er úr steini. Brunavamakerfið í Landakirkju er tengt við lögreglustöðina en Halldór segir að það hafi ekki virkað. Var lögreglan mætt á staðinn vegna sím- hringinga frá fólki í nágrenninu sem heyrði f brunaboðanum. Slökkviliðið var fengið til að reykhreinsa kirkjuna en ljóst er að mikið verk er fyrir höndum við að hreinsa þar sem slökkviduft og sót hefur farið um alla kirkjuna. Fréttir höfðu samband við lögreglu vegna þessa máls og sagði Agnar Angantýsson. yfirlögregluþjónn. að ekki væri ljóst hvers vegna að- vörunarkerfið hefði ekki farið í gang þegar kviknaði í Landakirkju. „Við látum skoða kerfið og athuga hvað veldur þessu,“ sagði Agnar. Landakirkja er meðal nokkurra stofnana og fyrirtækja í bænum sem tengd eru viðvörunarkerfi lögreglu- stöðvarinnar. Sagði Agnar að óljóst væri hvaða framhald yrði á þessari þjónustu lögreglunnar. „Það stendur til að leggja þetta niður en það er ekki ennþá búið að aftengja kerfið. Það eina sem við vitum er að kerfið verður tengt til áramóta.” Sami aðilí ákæróur í tveimurmálum Tvær líkamsárásir voru kærðar um helgina og áttu báðar sér stað aðfaranótt laugíirdags. Var sami maður að verki í bæði skiptin og hefur hann greinilega verið í mikilli líkamlegri tjáningarþörf. Báðar þessar árásir hafa verið kærðar. Ekki er Ijóst hve alvarleg önnur árásin er en í hinni nefbrotnaði sá sem ráðist var á. Bifreió stolið Á sunnudag var lögreglu tilkynnt að bifreið hefði verið stolið. Stuttu síðar fannst bifreiðin á hitaveitu- svæðinu austur á Nýjahrauni, lítið skemmd. Ekki er vitað hver eða hverjir þama voru á ferð en lög- reglan óskar eftir upplýsingum frá þeim sem sáu til ferða grárrar Toyotu Tercel eftir kl. 21 á sunnudagskvöld. HaUatókmyntlina í síðustu Fréttum var sagt frá því framtaki Reynis H. Pálssonar að koma sér á framfæri í Séð og heyrt. Með greininni var mynd sem Halla Einarsdóttir Ijósmyndari tók en eins og allir vita starfar Halla í Eyjum. Fræðslufundur SPOEX SPOEX -Samtök psoriasis- og exemsjúklinga halda fræðslufund í Ásgarði föstudaginn 6. nóvember nk. kl. 20.30. Fulltrúi frá stjóm samtakanna mun mæta á fundinn auk þess sem Birkir Sveinsson húðsjúkdóma- læknir og Árný Helgadóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri Bláa lóns- ins. Slysavamafélagið mun aíhenda psoriasisdeildinni í Vestmanna- eyjum UVB Ijósaskáp að gjöf. Kaffiveitingar. Félagsmenn og annað áhugafólk velkomið. f' " Þessidúlla komsfá f fertugsaldurinn þann 2/ nóyember. Innilegar hamingjuóskir. Systkynin. landnámsbærinn í Herjólfsdal gæd orðið merkilegt sýningarsvæði Landnámsbær Herjólfs Bárðar- sonar í Herjólfsdal hefur hefur nú í nokkur ár verið hulinn vikri og torfi. Bærinn var grafinn upp á árunum 1971 til 1983 en þá var ákveðið að hylja rústirnar aftur. Margrét Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur sem hafði yfir- umsjón með uppgreftrinum á sínum tíma, segir landnámsbæinn í Herj- ólfsdal auðveldlega geta orðið eitt merkilegasta sýningarsvæði fomminja á íslandi ef fjármagn fæst til endur- byggingar gamla landnámsbæjarins. Arni Johnsen. alþingismaður og for- maður Herjólfsdalsnefndar, segir að grunnvinna vegna verkefnisins muni hefjast á næstu mánuðum, þrjú hús verði valin úr rústunum og endur- byggð á öðrum stað. Margrét segir uppgraftarsvæðið í Herjólfsdal hafa alla möguleika til að verða eitt merkilegasta sýningarsvæði fomminja frá landnámsöld hér á landi ef tjármagn fæst til endurbyggingar gamla landnámsbæjarins. Margrét stóð fyrir uppgreftrinum, sem hófst árið 1971 og lauk um tólf árum síðar, og segir minjamar mjög merkilegar og vel varðveittar. Hún hefur alloft vakið máls á möguleikanum á endur- byggingu húsanna en segir að áhugi fyrir minjunum mætti að ósekju vera meiri í Eyjum. Margrét telur að end- urbygging landnámsbæjarins muni laða bæði ferðamenn og fræðimenn í auknum mæli til Eyja en upp- graftarsvæðið liggur nú undir vikurlagi og bíður þess að áhugi vakni og Ijármagn finnist til verkefnisins. Ámi Johnsen segir Herjólfsdals- nefnd vera að undirbúa hugmynda- vinnu vegna endurbyggingar hluta landnámsbæjarins. Á næstu mán- uðum verði einhver þrjú húsanna valin, þau teiknuð upp af sér- fræðingum og valinn hentugur staður til endurbyggingar. Ámi segir kostnaðaráætlun ekki enn hafa verið gerða vegna verkefnisins og vill ekki gefa upp á hvaða hátt nefndin hyggst fá fjármagn til verkefnisins. Hann kveðst þó bjartsýnn á að grunnvinnan verði að miklu leyti unnin innan nokkurra rnánaða. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður menning- armálanefndar V estmannaeyj abæjar, segir bæjarstjóm ekki hafa í hyggju að hefja endurbyggingu bæjarins eins og málin standi í dag. Hún hafi séð erindi Margrétar um málið en það hafi ekki verið lagt formlega fyrir bæjarstjóm. Sigrún tekur undir það álit Margrétar að endurbygging landnámsbæjarins yrði Vestmannaeyjabæ til heilla en segir skort á fjármagni hamla fram- kvæmdum. Éorgangsröðun bæjar- sjóðs sé ströng og nú standi viðgerðir á skólahúsnæði bæjarins fyrir dyrum. Endurbygging í Herjólfsdal sé því ekki áætluð af bæjaryfirvöldum í nánustu framtíð. Fomleifauppgröfturinn 1971-1983 ieiddi í ljós ellefu vel varðveittar húsarústir frá þvf á landnámsöld ásamt ýmsum öðrum mannvistarleifum. Fomleifarannsóknir Margrétar í Herjólfsdal bentu til að byggð nor- rænna manna hefði hafist þar á 7. öld eða tveimur öldum áður en Landnáma segir til um landnám Ingólfs Amar- sonar á íslandi. Þessar niðurstöður oliu hörðum deilum meðal íslenskra fræðimanna um aldursgreiningu fomminja, sem hafa í raun staðið til dagsins í dag. Höfundur er Sigríður Hagalín Bjömsdóttir, nemi í hagnýtri fjölmiðlun. í gær fór fram afhending viður- kenninga til þeirra krakka seni sigur báru úr býtum í teikni- samkeppni Islandsbanka. Teikni- samkeppnin var haldin fyrir leikskóla- og grunnskólabörn í Eyjum í tengslum við ferðir sem Islandsbanki bauð bauð þeim í að kví Keikós. Alls bámst nálægt 300 myndir í keppnina, hver annarri skemmtilegri. Veitt vom níu verðlaun, ein verðlaun í hverjum árgangi. Yngstu börnin sem tóku þátt í keppninni eru fædd 1994 og þau elstu 1986. íslandsbanki vill að lokum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í keppninni. Þeir sem viðurkenningar hlutu vom Selma Jónsdóttir. Jenný Guðnadóttir, Sveinn Sigurðsson, Anton Jarl Jóhannsson, Svandís Ósk Sveinsdóttir, Louisa Kristín Martinsdóttir á Kósini. Helena Sif Magnúsdóttir, Jens Guðmundur Hjörleifsson og Steinunn Hödd Harðardóttir. Dómnefnd skipuðu Benedikt Gestsson blaðamaður á Fréttum og Steinunn Einarsdóttir myndlistar- maður. (FRÉTTIR) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. haeð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar 12000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.