Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur5. nóvember 1998 C^jaUalamb úr TórimakldlL Gísli Óskarsson nærði bragðlauka lesenda í síðustu viku með blóðmör og lifrarpylsu og skoraði á Guðjón Jónsson, frá Látrum, að taka við. „Ekki get ég nú sagt að mér sé sérstakt þakklæti í huga yfir þessari áskorun. En auðvitað hlaupast menn ekki undan merkjum og auk þess á ég góðan hauk í homi þar sem eiginkonan er. Hún á raunar stærstan heiðurinn af þessum þremur réttum, a.m.k. forréttinum og eftirréttinum. En ég tek á mig ábyrgðina af lambalærinu enda er sú aðíerð bæði gömul, góð og einföld. Forréttur: Villigæsabringur: gæsabringur villijurtakrydd frá pottagöldrum pipar 60 g smjör til steikingar lOsveppir 1 peli rjómi 50 g gráðaostur 2 tsk. rifsberjasulta '/2 tsk. salt 0 r ð s - Gæludýraeigendur eru froðufellandi yfir þeirri aðstöðu, eða frekar að- stöðuleysi sem þeim er boðið upp á ef þeim dettur í hug að bregða sér upp á land. Hjáflugfélögunum býðst þeim að setja dýrin í farangursrými í búr og borga fyrir eins og um fullorðinn einstakling í sæti væri að ræða. Um borð í Herjólfi er ekki boðið upp á neina aðstöðu. Ja, nema ef vera skyldi búr á bíladekki. Gæludýraeigendum þykir vænt um dýrin sín og því vilja margir þeirra ekki skilja þau eftir á köldu, stundum blautu, og mögulega hættu- legu bíladekki. Það væri kannski möguleiki að bjóða upp á eins og tvo klefa í skipinu, þar sem gæludýra- eigendum væri leyft að vera með sín Guðjón Jónsson er sælkeri þessarar viku p o r____________________________ dýr á meðan á siglingu stendur. Þó einhverjir hafi sjálfsagt ofnæmi þá er nóg af öðrum klefum fyrir þá. Þess utan eru klefarnir þrifnir minnst daglega þannig að þetta ætti ekki að vera stórvandamál, heldur bara bætt þjónusta, því þetta er nú þjóðvegurinn okkar. ÍBV, þ.e.a,§. ellideildin, keppti í síðustu viku við Ögra,.sem mun vera félag heyrnarskertra. í byrjun leiks var kastað upp á hvorj liðið mætti byrja. Dómari tjlkynnti að ÍBV fengi boltann en fyrirliði Ogra heyrði ekki dóminn sem vonlegt var. Hann ætlaði að fara með boltann þegar sjálfskipaður fyrirliði okkar manna sagði; „We’ve got the ball“. Hjúpið bringumar í kryddinu og steikið þær vel á pönnu. Setjið í eldfast mót og hellið ijómanum yfir. Saxið sveppina fínt og stráið þeim yfir. Hellið einnig því sem eftir var á pönnunni yfir. Bakið í 20 mínútur við 175°C. Takið steikina úr ofninum og pakkið henni í álpappír en notið soðið í sósuna, ásamt gráðaosti, rifsberjahlaupi og salti. Sjóðið sósuna vel upp. Berið bringumar fram í mjög þunnum sneiðum. Aðalrcttur: Eg er roliubóndi og er stoltur af. Það væri betur að hér væm fleiri rollur en færri kerfiskarlar. I þennan rétt er best að nota séralið ijallalamb, helst eftir sumargöngu í Heimakletti þar sem brekkur em nógar. Þaðan kemur féð vöðvamikið og fitulítið. Gamaldags lambalæri: Stórt læri, 2,8 - 3 kg pipar salt pipar mix I laukur Kryddið lærið og steikið í steikarpotti í 2 - 2 ‘/2 tíma við 200°C. Setjið einn lauk með í pottinn. Sósan er búin til á venjulegan gamaldags hátt og allt meðlæti er líka á venjulegum nótum. Sem sagt ekta og gamalgróin sunnudagssteik. Eftirrcttur: Sherrytcrta: 4 stórar eggjahvítur 200 g flórsykur Þeytið þetta saman, setjið í tvö hringform. og bakið í 60 mínútur við 150°C. A milli þessara tveggja botna setjum við hálfan Íítra af þeyttum rjóma, 100 g af suðusúkkulaði og 100 g af döðlum, hvort tveggja brytjað smátt. Hellið svo vel yfir þetta af Bristol Cream Sherry. Skreytið tertuna með ferskum jarðarbeijum og berið hana fram kalda. Eg ætla að skora á vin minn, Sigur- mund Einarsson, rollubónda og fram- kvæmdastjóra hjá ÚV. Hann hlýtur að geta gefið sér tíma frá útgerðarönnum til að ritja upp eitthvað úr eldhúsinu, nú eða þá látið eiginkonuna koma með eitthvað sem væri sennilega bara betra. Þetta lofar göðu Fyrir ekki löngu tók Jón tngi Guðjónsson við rekstri á veitingastaðnum Lundanum. Nú hefurJóni Ingi verið kunnari fyrir annars konar rekstur tii þessa, hefur stundað sjó á eigin útgerð en hefur sem sagt söðiað um í rekstri. í síðasta blaði sagðist hann m.a. hafa áhuga á að fá Vestmannaeyinga fyrr út á iífið um helgar. Jón Ingi er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Jón Ingi Guðjónsson. Fæðingardagur og ár? 5. febrúar 1946. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý einsamall, ásamt 18 ára syni mínum. Menntun og starf? Lærður rennismiður. Framkvæmda- stjóri á Lundanum. Laun? Jahá! Helsti galli? Of vinnusamur. Helsti kostur? Mjög vinnu- samur. Uppáhaldsmatur? Hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi. Versti matur? Mér finnst enginn matur vondur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að veiða á stöng í fallegri á. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að gera ekki neitt. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ferðast. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Árni Johnsen, eru ekki að koma kosningar? Uppáhaldsíþróttamaður? ÍBV í heild sinni. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Sjóstang- veiðifélagi Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir og fræðslumyndir. Uppáhaldsbók? Engin sérstök en bækur um dulræn efni og furðuleg fyrirbæri höfða til mín. Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvæðni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Neikvæðni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Hvernig datt þér í hug að fara út í veitingarekstur? Ég var byrjaður að leita mér að einhverju öðru en sjósókn, var á leiðinni í land, og þá barst þetta upp í hendurnar á mér. Er þetta eitthvað svipað og að vera í útgerð? Já og nei. Að sumu leyti og sumu ekki. Hvernig gengur að fá fólk fyrr út á lífið? Þetta er langtímaverkefni en síðasti laugardagur lofaði góðu. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Lundinn? Skemmtilegt starfsfólk. Tvöfaldur vodka í kók? Kátt fólk. Gaui gamli? Faðir minn, sem mér þykir mjög vænt um og svo góður bátur. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka fyrir góðar viðtökur í nýju starfi. Drengur Þann 30. ágúst eignuðust Matthildur Gunnarsdóttir og Jón Gunnar Hilmarsson son. Hann vó 13 merkur og var 50 sm að lengd. Hann hefur verið skírður Gunnar Bjarki. Á myndinni er hann með stóra bróður sínum Hilmari Smára. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Herjólfl seinkar Vegna óviðráðanlegra ráðstafana siglingar hefjist á sunnudag en seinkar komu Herjólfs úr slipp í farþegareruþóbeðniraðfylgjastmeð Danmörku og er hann væntanlegur framvindunni og verða upplýsingar hingað til Eyja nú um helgina.. lesnar inn á símsvarann í síma 481 Því er gert ráð fyrir að áætlunar- 2800. Innköllun _ afruglara Þeir áskrifendur Fjölsýnar sem ekki hafa greitt áskrift síðustu 3 mánuði eru vinsamlega beðnir um að skila afruglurum inn til Raftækjavinnustofunnar Geisla. Ástæðan er mikil eftirspurn eftir áskrift og afruglarar fyrirtækisins á þrotum nú um nokkurn tíma. • •• i y jolsyn Vestmannaeyjum A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heima- götu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Spora- fundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 19:00 og 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. 8. nóvember Herjólfur vœntanlegur qftur fró Danmörku 15. nóvember Tónleikar Ný Dönsk í Iþróttamiðstöð cí vegum Framhaldsskólans

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.