Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1998 Landa- KIRKJA Vegna bruna sem varð í Landakirkju síðdegis á sunnudag fer allt starfið í kirkjunni fram í Safnaðarheimilinu þar til kirkjan verður komin í messufært hoif. Er þá gengið inn frá Skólavegi. Beðist er velvirðingar á öllum óþægindum sem óhappið veldur sóknarbömum Landakirkju. Er það von okkar að það valdi sem minnstri röskun á trúariðkun og kirkjusókn. Mikil mildi var að ekki fór illa vegna þessa og þökkum við Drottni fyrir þá forsjón. Forsvarsmenn Landakirkju. Fimmtudagur 5. nóvember Kl. 11.00 Helgistund í Hraun- búðum. Öllum opin. Kl. 17.00 TTT - kirkjustarf 10 - 12 ára bama í Safnaðarheimilinu. Kl. 20:30. Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. Gott sam- félag, leikurog spjall. Föstudagur 6. nóvember Kl. 9.00 árdegis. Fermingaibama- mót í Safnaðarheintilinu. Mótinu lýkur með kvöldvöku. Mótsstjóri er Hreiðar Örn Stefánsson. Sunnudagur 8. nóvember Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta í Safnaðarheimilinu. Ath. að geng- ið er inn frá Skólavegi að þessu sinni. Mikill söngur, leikur, sögur og lofgjörð. Kl. 14. Almenn guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 9. nóvember Kl. 20. Saumafundur hjá Kven- félagi Landakirkju. Þriðjudagur 10. nóvember Kl. 16.00 Kirkjuprakkarar. Kirkjustarf 7-9 ára krakka. Kl. 17. Kóræfingar hjá Litlum lærisveinum. Miðvikudagur 11. nóvember Kl. 10.(X) Mömmumorgnar. Sam- verustund foreldra ungra bama. Kl. 12:05. Kyrrðarstund í hádegi. Léttur málsverður. Kl. 20:30. Aglow-fundur. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Föstudagur Kl. 17.30 Bamastarfið 10-12 ára. Kl. 20.30 Unglingarnir. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma - Fyrir- bæn fyrir stjóm Leikskólans.. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma - Ræða: Hvað eiga menn að heyra og sjá áður en Jesús kemur? Þriðjudagur Kl. 17.30 Bamastarfið fyrir 3-9 ára. Ath. breyttan tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 7. nóvember Kl. 10. Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Baháísam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heittákönnunni. Osýnilega útgáfan Hver er sá þriðji sem gengur með þér? Vestmannaeyingum þykir vænt um óháða blaðið sitt eða háða eftir því hvoum megin hryggjar geðið liggur í það og það skiptið. Þetta marka ég af því að allir hafa skoðun á því sem þar birtist, hvort heldur jákvætt eða neikvætt, fagurt eða ljótt, pólitískt eða ópólitískt. Hins vegar er þetta jákvæða og neikvæða á dálítið gráu svæði, því það sem einum þykir jákvætt er neikvætt fyrir öðrum. Þess vegna er líklega undirliggjandi leynd krafa lesenda blaðsins sú að allt sé inni, en ekkert úti. -Það sagði við mig maður á dögunum, sem hefur skoðanir á öllu og líka blaðinu sínu, að það merkilegasta við blaðið sitt væri það sem ekki birtist í því, samanber nafn þessa ágæta manns sem er haldið leyndu og nota bene ekki nefnt í blaðinu sem þú lesandi góður ert að lesa nú. -Og hvað birtist ekki í blaðinu þínu, sagði ég. -Ja það er svo margt, sagði hann. -Eins og hvað, sagði ég -Ég veit það ekki, sagði hann. -Þá er ekki von að ég viti það, ef þú veist það ekki, þvf einhver þarf að segja mér það sem ég veit ekki, eða ég að lesa mér til um það Og finnst mér þú ekki í of góðum málum að vilja eitthvað í blaðið, sem þú veist ekki hvað er. Það var fátt um svör hjá þessum ágæta manni, sem hefur töluverða reynslu af skrifum og ekki allt fyrir skúffuna. Þess má og geta að maður þessi hefur fallega rithönd og er ágætasti stílisti. í framhaldi af þessu spurði ég hann að því hvort hann væri kannski ekki að rugla sarnan þeim sem lesa blaðið sitt og blaðinu sjálfu, það er lesendum og blaðinu þeirra, því við vorum jú sammála um að blaðið væri blaðið þeirra og þeir væru Vestmannaeyingar. Hann hugsaði sig um nokkra stund og þvertók ekki fyrir að svo gæti verið. Svo ljómaði hann eins og tungl í fyllingu. Kannski ekki tungl. en einlægni einkenndi að minnsta kosti svipinn. -Og hvorugt getur án hins verið. A hverju sem gengur, sagði hann. - Já, á hverju sem gengur, endurtók ég og bætti við: Af hverju heldur þú að þetta stafi. Þetta haltu mér, slepptu mér, eða hataðu mig, elskaðu mig einkenni? Hann velti þessu dálítið fyrir sér og sagði svo: Blað í Eyjunt er ekki bara eitthvert blað. Heldur hluti af stærra fyrirbæri sem skapar sjálfsmynd þeirra. Þess vegna skiptir máli hvað er í því, hvernig sagt er frá og hverju er sleppt. Vandamálið hins vegar, sem allir samþykkja, er að það sem ekki er í því er nákvæmlega það sem allir vita og (en) enginn þorir að setja á prent. Þetta skiptir ekki stóru máli á landsvísu, en getur liaft afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjálfsmyndina í smærri samfélögum. Og þetta sem ekki stendur í blaðinu okkar er sjálfsmyndin í sinni nöktustu mynd og hver vill standa frammi fyrir henni á prenti, að ég tali nú ekki um ef hún er neikvæð. Mér þótti þetta harla góð „ræða“. Kannski ekki ræða, en skilgreining á samfélagi sem býr við einhvers konar valta sjálfsmynd. Valta sjálfsmynd vegna þess hversu nálæg hún er í tíma og rúmi, því fólki sem skapar hana og reynir að brjóta hana af sér um leið. Þess vegna nefndi ég þetta sjónarmið við hann, hvort rétt gæti verið. -Þú ert kominn í mótsagnimar aftur, sagði hann. Það er með ólíkindum hversu gaman þú hefur af þessum mótsagnaheimi þínum. Ertu að tala um einhverja fjötra hugarfarsins? -Þú mátt kalla það slíku nafni en ég held að það mætti frekar tala um skort á hreinskilni, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá er einhver búkki í sálrtötrinu, hvar á stendur hingað og ekki lengra. Það sem er handan þessa búkka er nákvæmlega það sem ekki birtist í blaðinu þínu. Og eins og þú heyrir þá hefur þetta samtal okkar skilað nokkru, nefnilega að orð eru til alls fyrst og þú hefur vissulega opnað huga minn fyrir þessu „ekkerti" sem birtist í blaðinu þínu. En það er nú svo merkilegt að um leið og það sem ekki birtist í blaðinu, birtist í því samt sem áður. vegna þess að í hverri viku fylgir ósýnileg útgáfa af blaðinu, sem er hugarfar fólksins sem les blaðið sitt af gaumgæfni. Þannig er hugur Vestmannaeyinga eins og lítils bams, senr vill tjá allan sinn hug, en það eina sem skilst, er réttu mér dúsuna mína. -Er það blaðið okkar, spyr minn ágæti viðmælandi. -Með þeim formerkjum að um leið og dúsan er komin. þá hættir bamið ekki að hrina, sagði ég. Og það er dúsa full af mótsögnum. -Þegiðu, sagði hann. -Ég vona ekki, sagði ég. En það sést og heyrist, og allir sem vilja vita, vita, um þögnina sem umlykur ósýnilegu og óheyranlegu útgáfuna af blaðinu þínu. Blað sem er upplýsandi birtir að sjálfsögðu ekki það sem allir vita, einfaldlega vegna þess að það vita það allir, ef það væri birt á prenti færu lesendur að tala um grátt svæði sem yrði sýnilegt og þá yrði ekki lengur gaman í spjallinu. -Þú rneinar að stærsta og öflugasta vettvangi dagsins yrði þar með kippt undan tilveru Eyjamanna, sagði hann. -Að minnsta kosti veigamiklum máttarstólpa, sagði ég. Þannig er að þegar öllu er á botninn hvolft stendur blaðið sína plikt og heldur þessu samfélagi gangandi hvort sem sagt er frá því eða ekki. Blaðið gárar aldrei nema yfirborðið en heldur samfélaginu gangandi með ósýnilegu útgáfunni. Þetta sýnir saga blaðaútgáfu, þó vfðar væri leitað. Tilvist blaðsins og lesenda þess byggist því á því sem ekki birtist þar. Minn góði viðmælandi sagðist ekki vera sáttur við þessa niðurstöðu, þvf að blöð hefðu þvert á móti haft þann nretnað að gagnrýna samfélagið með því að segja það sem ekki mætti segja og koma þess vegna til leiðar góðum málum öllum til farsældar. -Ég þekki líka menn sem telja sig hafa staðið ærulausa eftir slfka gagnrýni, sagði ég. Og öllum þykir gott að vera lausir við þá kviðristu, sem því fylgir, nema þeir sem geta verið saklausir áhorfendur, en undantekningalaust eru það þeir sem elska ósýnilegu útgáfuna og em kannski ekki svo saklausir þegar upp er staðið. Þetta heitir að fara í hring. Benedikt Gestsson A þriðjudagjnn í síðustu viku var rekstrarstyrkjum íþrótta- og æsklýðsráðs fyrir árið 1998 úthlutað tíl íþróttafélaga í Vestmannaeyjum. Styrkjunum er úthlutað að tillögu íþróttabandalags Vestmannaeyja, héraðssambands. Sigurður Einarsson bæjarfulltrúi sem sæti á í íþrótta- og æskulýðsráði afhenti fulltrúum félaganna styrkina og sagði við það tækifæri að sérstakt tillit hefði verið tekið til barna- og unglingastarfs við úthlutunina en það er í samræmi við samstarfssamning þar að lútandi milli Vestmannaeyjabæjar og íþróttahreyfingarinnar í bænum. Samtals var úthlutað 1,7 milljón og fengu eftirtalin íþróttafélög styrki: ÍBV - íþróttafélag 800.000, Golfklúbbur Vestmannaeyja 150.000, Sundfélag ÍBV 150.000, Fimleikafélagið Rán 150.000, UMF Óðinn 150.000, íþróttafélagið Ægir 100.000, íþróttafélag Vestmannaeyja 100.000, Knattspyrnufélagið Framherjar - Smástund 100.000. A myndinni eru forráðamenn bæjarins og íþróttahreyfingarinnar. Lítur út fyrír harða keppni Önnur vika hópaleiks ÍBV og Frétta var háð um síðustu helgi. Nokkur „óvænt“ úrslit urðu og þá sérstaklega úrslitin í leik Leicester og Liverpool, sem Leicester vann l - 0. Flestir hópar náðu kringum 6 réttum en tveir hópar náðu 9 réttum. Þetta voru hópamir Bláa- Ladan og Mamnt'ans Drésa. Staðan er nokkuð jöfn í riðlunum og lítur út fyrir mjög harða keppni um efstu sætin. Staðan er annars þannig: A-riðill: Mandarínugott I8, Einar Jaxl og Mamm’ans Drésa 15, Austurbæjargengið og Rauðu Djöflamir 14, Flug-eldur 13, Hænumar og Refimir 12, Munda og VSV 11 og H 50 10 B-riðill: Vinstri bræðingur 17, Hrossagaukamir, JóJó og Rúblan 14. E.R. og Rauða-gengið 13, Bæjarins bestu og Gleraugna- glámar 12, Heba og Allra bestu vinir Ottós 11, Baukamir og Doddamir 10 C-riðill: Bláa-Ladan 17, Scrabbl- arar 16, Kóngamir og Reynistaður 15, Mariner og Stína og Tóta 13, Klapparar 12, Bing-Brothers, Gaukshreiðrið og Klaki 11. Pöru- piltar og Staukamir 9 D-riðill: Dumb and Dumber 13. Hanarnir. H.H.-Flokkur, Klúsó, Tottaramir og Veltingurinn 12, Don Revie, Skódinn og Villta- Vestrið 11, Húskross og Sein-Heppnir 10. I framhjáhlaupi Októberhraðskákmótið fór fram í félagsheimilinu 28 október sl. Til keppni voru mættir nokkrir hressir keppendur og var tefld tvöföld umferð með skiptum litum í 5 mínútur. Fljótlega kom í ljós að tveir börðust um toppinn, þeir Einar Sig. og Björn Ivar. Einnig blandaði formaðurinn sér í bardagann. Enda fór að lokum svo að þeir urðu í efstu sætunum. Efstur var Einar Sigurðsson með 8 vinninga af 10 mögulegum, Bjöm ívar Karlsson og Agúst Öm Gíslason vom í 2. og 3. sæti með 7 vinninga og aðrir minna. Næst verður svo byrjað á atskákmótum sem verða einu sinni í mánuði í vetur og eru reiknuð atskákstig úr hven i umferð. Enda em þetta tímaskákir, sem aliir ættu að geta tekið þátt í og vil ég nú hvetja menn til að mæta og liðka finguma. Með skákkveðju. STEBBI GILLA. Líknarkonur Okkar árlega vinnu- helgi verður 6. og 7. nóvember nk. Þær sem geta komið með saumavélar vinsam- legast geri það. Mætum hressar. Heitt á könnunni. Kvenfélagið Líkn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.