Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 12. nóvember 1998 • 46. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax: 481 1293 Kynningardagur hjá Rannsóknasetrinu: Veðrið drð úr aðsðkn Síðastliðinn laugardag var opið hús í Rannsóknasetri Háskólans í Vest- mannaeyjum. Tilgangurinn var að kynna starfsemi setursins og stofnanir þess fyrir Vestmanna- eyingum. Mikil starfsemi fer fram í setrinu, en eins og kunnugt er, eru starfræktar þar ýmsar stofnanir, eins og Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofa Suðurlands, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Þróunarfélag Vestmannaeyja. Von var á fyrirlesurum frá Reykja- vík. en ekki varð af því sökum þess að ekki var flugfært milli lands og Eyja sökum rigningar og roks. Setti því veðrið nokkum svip á opna húsið Elfar Bragi var meðal gesta í Setrinu og er upprennandi vísinda- maður eins og sjá má. og ekki mikið fjölmenni sem nýtti sér þá kynningu sem fór á setrinu. Páll Marvin Jónsson, segir að líklega hafi um tugur manna mætt þennan laugardag. „Þetta er auðvitað hrika- lega dræmt, en veðrið hafði sitt að segja. Það bætti heldur ekki úr skák að fyrirlesararnir sem áttu að koma voru veðurtepptir upp á landi. Sér- staklega var leiðinlegt að Jóhann Sigurjónsson gat ekki komið, en hann ætlaði að halda erindi um hvali við Island. Viðstefnumsamtaðþvíaðfá hann síðar til þess að halda erindi sitt.“ Páll Marvin segir að þrátt fyrir að þetta opna hús hafi farið fyrir ofan garð og neðan muni Rannsóknasetrið halda velli. „Setrið verður fímm ára í október á næsta ári og þá mun verða mikið um dýrðir. Einnig getur fólk alltaf komið í setrið til þess að sjá hvaða starfsemi er í gangi hjá okkur,“ sagði Páll Marvin að lokurn. Svarfolía í stað rafmagns hjá Bæjarveitum eykur kostnað: Marý í Mozart: Kostar 140 þúsund ádag Friðrik Friðriksson veitustjóri segir að Bæjarveitur Vestmannaeyja brenni nú uni 25 tonnum af svart- olíu á sólarhring til þess að hita bæinn, en það kostar Bæjarveitur kr. 365.000 á sólarhring. Kostnaður vegna afgangsorkukaupa frá Landsvirkjun væri 225.000 á sólarhring, ef allt væri með felldu, þannig að það kostar Bæjarveitur um 140.000 aukalega á sólarhring að brenna svartolíunni. „Þessi skerðing, sem við áttum reyndar von á vegna lélegs vatnsbúskapar á hálendinu í sumar. er nú komin til framkvæmda. Það er ódýrara að brenna svartolíu heldur en að kaupa afgangsorkuna sem nú hefur verið hækkuð í þriðja þrep samkvæmt gjaldskrá Landsvirkj- unnar.“ Friðrik segir að Bæjarveitur hafi verið í aðgerðum til þess að bregðast við þessu ástandi. „Það sem við stöndum frammi fyrir er að auka tíma- bundið niðurgreiðslur frá ríkissjóði og ef satt skal segja erum við ekki bjartsýnir á að það gangi. I annan stað gætum við aukið lántökur, en það er mjög slæmur kostur vegna skulda- stöðu fyrirtækisins nú. I þriðja lagi er möguleiki að hækka gjaldskrána, sem er ekki neinn kostur í sjálfu sér vegna þess að okkur hefur gengið vel að lækka hana á undanfömum miss- erum.“ Friðrik segir að þrátt fyrir þessa stöðu sé betra að brenna svartolíu heldur en að kaupa afgangsorkuna á því verði sem hún býðst núna. „Þetta munar um 60 aurum á kílóvattstundina. Hins vegar vil ég leggja áherslu á það hvort að stjórnvöld ætli ekki að framfylgja stefnu sinni um jöfnun orkukaupa til landsmanna. Vestmannaeyjarásamt Orkubúi Vesttjarða og Rarik eru líka með hitaveitur sem verða fyrir skerðingu vegna þessa. Þetta hefur bara ekki jafn mikil áhrif á þær veitur þar sem þær eru miklu stærri en við, en hjá okkur er þetta hlutfallslega þungur biti. Þess vegna gerum við þær kröfur að niðurgreiðslur verði auknar á meðan þetta ástand varir.“ Oddur kostar bæinn 100 húsunda Á fundi bæjarráðs á niánudag var niikið um bókanir í ntáli núnier átta á dagskrá. Þorgerður Jáhannsdótti> (V) Iagði fram bókun þar sem hún óskaði eftir að afrit af skriflegum beiðnum um upplýsingar og s' sem berast bænum og varða stjórnsýslu og rek< bæjarins. Meirihluti bæjarins lét þá bóka vegna þessa: „Bærinn hefur fengið á annað hundrað fyrirspumir um stjómsýslu bæjarins frá sama aðila frá miðju þessu ári. Kostnaður við að svara þessum fyrirspumum er sennilega nokkur hundmð þúsund á ársgrundvelli. Verði gögnin einnig send til bæjarfulltrúa V-listans, eykst sá kostnaður. Við fömm því fram á við fulltrúa V-listans að hann lesi svörin hjá Oddi Júlíussyni til að draga úr kostnaði en yflr 99% spuminganna em frá honum." Ekki sætti Þorgerður sig við þessa málsmeðferð því að ún lét bóka eftirfarandi: „Með vísan í 41. grein sam- kktar um stjóm Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp arstjómar ítreka ég fyrri beiðni mína. jafnframt minni . , á upplýsingaskyldu bæjaryfirvalda." Samkvæmt þessu virðast talsverð fjárútlát fylgja upplýsingaskyldu stjómvalda þegar kostnaður vegna svara til eins aðila nemur hundmðum þúsunda á ári. Ef fleiri bætast í þann hóp verður sennilega að reikna sérstaklega með þessum lið í fjárhagsáætlun bæjarins. Vil breyta til eftir 25 ár Marý í Mozart, tekur þátt í Sprönguskelli með öörum kaupmönnum í bænum þessa dagana. Þrátt fyrir að vera enn að af fullum krafti vill hún fara að breyta til og hefur í hyggju að selja verslunina. Sjá bls. 8. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉWNGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ. Græðisbraut 1 - sími48132, mnz Vetraráœtlun Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Mán - lau kl. 08:15 kl. 12.00 Sunnudaga kl. 14.00 kl. 18.00 Aukaferðir föstudaga kl. 15.30 kl. 19.00 / : y-ryrtp Heriólfur Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.