Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Fremurrólegt Alls voru 166 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem er svipað og í vikunni þar á undan. Þrátt fyrir svipaðan f]ölda af færslum var ekki eins mikill erill hjá lögreglu um helgina og var helgina þar a undan. Verkefni dreifðust jafnar yfir vikuna. Réðstádyraverði Ein líkamsárás var kærð og átti hún sér stað um helgina. Gestur á skemmtistað veittist þá að tveimur dyravörðum á staðnum. Meiðsl þeirra vom minniháttar en engu að síður kærðu þeir atvikið. Tueir Djófnaðir Tvívegis var kært til lögreglu vegna þjófnaða í vikunni. í annað skiptið var stolið úr verslun en í hinu tilvikinu var hátölurum stolið úr bfl. Bæði þessi mál eru talin upplýst. Bifreiðum stolíð Síðustu vikur hefur talsvert borið á því að bflum hefur verið stolið. Aðfaranótt laugardags var bifreið stolið við Pizza 67 og fannst hún skömmu síðar óskemmd. Að undanförnu hefur nokkuð verið um að unglingar hafi stolið bflum á nóttinni, ekið þeim um bæinn og skilað þeim síðan. Lögregla vill minna fólk á að ganga þannig frá bifreiðum sínum að enginn óvið- komandi komist inn í þær enda er það skylda hvers bifreiðaeiganda samkvæmt umferðarlögum. Tveir stútar I sfðustu viku komu upp þrjú um- ferðarlagabrot. Eitt þeirra var vegna brots á stöðvunarskyldu en tvö þar sem ökumenn voru grun- aðir um ölvun við akstur. inn afskrifað A fundi bæjarráðs á mánudag var samþykkt að afskrifa óinnheimt- anleg gjöld, að upphæð kr. 1.759.494, samkvæmt lista hjá sýslumanni, vegna gjaldþrota, á- rangurslausra tjámáma o.fl. Félómeðheimasíðu Ágætu viðtakendur. Okkur í Féló langar til að upplýsa ykkur um að félagsmiðstöðin okkar „Féló“ er komin með heimasíðu á Netinu. Við erum á www.eyjar.is/~felo/ Með bestu kveðjum. Við í Féló. Hafíó kueiktá útidyraliósum fyrír blaðburðarfðlkið Nú þegar svartasta skammdegið gengur í garð er erfiðara fyrir fólk að feta sig um götur bæjarins þó að götulýsing sé til staðar. Enn erftðara er þegar fólk þarf að bregða sér út af götunum og inn í húsgarða og húsasund. Þessu fær blaðburðarfólk Frétta að kynnast. Þeirra hlutverk er að koma blaðinu til áskrifenda fyrir klukkan 8 á fimmtudagsmorgnum, sama hvem- ig viðrar. Það eru vinsamleg tilmæli þessa fólks að húseigendur skilji útidyra- ljósin eftir kveikt á miðviku- dagskvöldum. Það léttir blað- burðarfólki útburðinn morguninn eftir. Umframorka loðnubræðslu Ísfélagsíns nýit af Bæjarueitum -Fyrstu samningar þessarar tegundar á landinu Samningar hafa tekist milli hinnar nýju loðnubræðsiu íslélagsins og Bæjarveitna um kaup veitnanna á umframorku loðnubræðslunnar til upphitunar. Þetta eru fyrstu samningar þessarar tegundar á landinu að sögn Ivars Atlasonar, tæknifræðings hjá Bæjarveitunum, og gerir hann ráð fyrir að skrifað verði undir samningana á næstu dögum. Páll Sigurðsson, vélaverkfræðingur við loðnubræðsluna, segir að farið sé að huga að því að koma búnaðinum upp og verði hann væntanlega tilbúinn fyrri part næsta árs. Friðrik Frið- riksson, veitustjóri, segir að enn sé verið að reikna út áhrifin á dreifikerflð en búið sé að handsala samninga með þeim fyrirvara að dreifikerfi hitaveit- unnar þoli álagið. Samningurinn hefur verið nokkum tíma í vinnslu en hugmyndin kom fyrst upp í vor að sögn ívars. Frumhönnun hafi verið komin fram í júlí en nú í haust megi segja að komið hafi í ljós að þetta var fram- kvæmanlegt. ívar segir marga bíða spennta eftir að sjá hvort þessi samvinna heppnist þar sem þetta er nýlunda hérálandi. Að sögn Páls Sigurðssonar em umhverfissjónarmið nokkuð ráðandi við þessa ákvörðun, þar sem unnt er að nýta þá orku er ella hefði farið spillis. „Kælivatn loðnubræðslunnar, sem er lágþrýst gufa, er það heitt að við getum notað það,“ segir Ivar. Framkvæmdin fari þannig fram að hitaveitulögn tengir loðnubræðsluna við kerfi hitaveitunnar. Hitaveitu- kerfið í Vestmannaeyjum byggist á endurnýtingu vatnsins sem er dælt heitu inn í framrás hitaveitunnar en tekið svo aftur úr bakrás hennar, hitað upp og dælt aftur í framrásina. Þannig mun bakrásarvatn hitaveitunnar fara gegnum varmaskipta loðnubræðsl- unnar þar sem umframorkan er notuð til að hita vatnið upp í óskgildi hitaveitunnar. Vatninu er síðan dælt inn í framrás hitaveitunnar en þaðan fer það út í húsin. Áð sögn Friðriks hefur hitaveitan hingað til notað afgangsorku frá Landsvirkjun. Undanfarið hefur þó verið notuð svartolía því verð orku frá Landsvirkjun hefur hækkað vegna lélegs vatnsbúskapar. Friðrik segir að áfram verði haldið að notast við Landsvirkjun þegar verðið verði hagstæðara. Samningamir muni ekki hafa bein áhrif á orkuverð til neytenda enda hafi gjaldskráin verið lækkuð um 25% í fyrra. Aðeins sé um að ræða sjö og hálfa gígavattstund á ári af 66 gígavattstunda heildamotkun. Þetta anni því aðeins litlu broti af orkunotkun bæjarfélagsins en allt hjálpist að til að létta róðurinn. Lækkunin í fyrra hafi sniðið rekstrinum þröngan stakk og þetta veiti örlítið meira svigrúm. BreytingaráEmmuVE í Póllandi ganga samkvæmt áædun Framkvæmdir við lenginguna á Emmu VE í Póllandi eru á áætlun. Báturinn var tekinn í tvennt fyrir helgi og á mánudaginn var búturinn kominn á sinn stað. Emma Pálsdóttir útgerðarstjóri, sem stödd er í Stettin í Póllandi þar sem breytingin fer fram, segir að báturinn hafi verið tekinn í sundur á föstudaginn. „Á laugardaginn var fenginn 200 tonna krani til að hífa framhlutann frá en liann vó 137 tonn," sagði Emma. Á sunnudaginn var búturinn settur í og efra dekkið sett á hann. „Frampartur- inn var svo hífður að á mánudaginn. Pólverjarnir segja að framkvæmdin sé á áætlun og vona að báturinn fari niður á fóstudaginn. Áætla þeir að breytingunum verði lokið 10. desember en það gæti þó dregist til 12." Umboðsaðili þeirra í Póllandi er MR. Mate en fyrirtækið, sem sér um framkvæmdina, heitir Inter Marico Limited. Álagning lögaðila 1998: Ufsaberg trónir á toppnum í teklu- og eignaskatti Nú liggur fyrir álagning lögaðila í Vestmannaeyjum fyrir árið 1998. Alls greiða 157 lögaðilar 105 milljónir króna til hins opinbera. Tekjuskattur þeirra er 74 millj- ónir, eignaskattur 22 milljónir og önnur gjöld samtals 9 milljónir. Fimm hæstu gjaldendur lögaðila í Eyjum eru Ufsaberg ehf. 16,5 milljónir, Isleifur ehf. 15 milljónir, Sparisjóðurinn 13,6 milljónir, Net ehf. 3,2 milljónir og Eyjaís ehf. 2,8 milljónir. Hafa verður í huga að í þessum tölum er ekki tekið tillit til tryggingagjalds sem var álagt þann 31. júlf sl. Sé sá listi skoðaður eru það fjölmennustu vinnustaðimar sem greiða hæst tryggingagjald. Hæst trónir Vinnslustöðin með 44,7 milljónir, Isfélagið með 38 milljónir og Vestmannaeyjabær 36,3 milljónir króna. Tekjuskattur hækkar um 33,5% milli ára sem er vísbending um betri afkomu fyrirtækja í bænum á árinu 1998. Eignaskattur hækkar um 60,7% sem gefur til kynna lækkun skulda. Markaðsgjald lækkar um 9,7% sem sennilega má rekja til minni veltu hjá fiskvinnslu- fyrirtækjunum. Sfldarveisla í Vinnslustöðinni Á laugardagskvöldið var haldið síldarréttakvöld í Vinnslustöðinni fyrir starfsfólk stöðvarinnar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkur fagnaður er haldinn fyrir starfsfólk Vinnslustöðvarinnar. Mikil og góð aðsókn var og skemmti fólk sér hið besta. Veislan hófst í matsalnum þar sem boðið var upp á samlokur og drykkjarföng að væta kverkamar, en að því loknu var haldið inn í vinnslusal þar sem gestum var boðið að smakka sfldarrétti og hafa með sér heim, þeir sem vildu. Þorbergur Aðalsteinsson markaðs- stjóri og Halldór Amarsson fram- leiðslustjóri munu hafa átt hug- myndina að þessari uppákomu og féll hún mjög í kramið og ákveðið að drífa í að framkvæma hana, en að öðm leyti mótaðist þetta í spjallinu. Að sögn mun þessi uppákoma hafa verið hugsuð sem léttur undirbúningur og upphitun fyrir árshátíð Vinnslu- stöðvarinnar sem haldin verður um næstu helgi. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn,_Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.