Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 8
8 Sprönguskeluir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Marý og Kolli í Mozart hafa hug á að breyta til eftir 25 ára verslunarrekstur: Tryggir viðskiptavinir og frábært starfsfólk eru kjölfestan -segir Marý í viðtali við Fréttir vegna sprönguskells I>að eru ekki margir í Vest- niannaeyjum sem kveikja á perunni þegar minnst er á Maríu Jóhönnu Njálsdóttur en allir vita hver Marý í Mozart er. Marý hefur alla sína starfsævi verið við verslunarstörf, þar af í 31 ár í eigin verslun og 25 ár í Mozart sem hún er almennt kennd við. Mozart á hún með Kolbeini Ólafssyni ciginmanni sínum sem hefur staðið með henni í rekstrinum frá upphafi. Nú hafa Marý og Kolli hug á að söðla um og er Mozart til sölu en hún er sátt þcgar hún lítur til baka og segist ekki sjá annað en að ungt fólk eigi alla möguleika á að að reka verslun með svipuðu sniði og þau hafa gert í 25 ár. Marý og Kolli opnuðu verslunina Mozart að Bámstíg 15 þann 21. október 1973 þegar bærinn var enn í sámm eftir gosið. Fyrir höfðu þau nokkra reynslu af verslunarrekstri því Kolli rak Bensínsöluna Klett fram að gosi. Þá var hann kallaður Kolli á Kletti. „Kolli sá einn um reksturinn á Kletti enda hafði ég nóg að gera með fullt hús af bömum. Eftir gosið vildu krakkamir okkar strax flytja til Eyja en mig langaði ekki í sjoppurekstur. Við fómm því í að leita að einhverju að gera. Fyrst var talað við Björgvin og Hallberg í Borg um að við keyptum Litlu Borg. Ekki náðust samningar en í þessari ferð hitti Kolli Magnús Kristjánsson sem átti og rak ásamt konu sinni Verslun Sigurbjargar Ólafsdóttur að Bárustíg 15. Þeir fara að spjalla saman og Kolli segir honum hvað við séum að hugsa. Magnús spyr hvort Kolli sé ekki til í að leigja af þeim búðina og leigan færi upp í útborgun ef við keyptum búðina. Áhættan var því í lágmarki fyrir okkur.“ Til að gera langa sögu stuttu þá lét Kolli það verða sitt fyrsta verk að hringja í Marý og þau slógu til. Gengu þau inn í verslunina eins og hún var en nafninu breyttu þau í Mozart. Það var öðm vísi umhorfs í Vest- mannaeyjum þegar Mozart varð til en við þekkjum í dag. Allt svart yfir að líta og sá bær sem við þekkjum í dag var enn undir vikri. Verslun var í lágmarki, aðeins tvær matvöruversl- anir og Mozart varð fyrsta verslunin sem sinnti öðmm þörfum en munni og maga. „Þegar við byrjuðum vantaði allt af öllu og við vomm t.d. bæði með ritföng og leikföng þetta haust. Seldum við mikið af leikföngum fyrir jólin 1973 enda vomm við nánast eina búðin.“ Fljótlega fjölgaði verslununt og Marý og Kolli fóru inn á þá braut í verslun sinni sem þau hafa haldið sig við síðan. „Auðvitað höfum við gert smábreytingar í takt við tímann. Þær em ekki ýkja miklar en svona hefur þetta rúllað í öll þessi ár. Við seljum mikið af gardínuefnum í efnasölunni. Rúmföt og sængurver em alltaf vinsæl Sigrún innan um stranga í verslun sinni. Magni og Sigrún í Undir nálinni: Kominn tími á jólaföndrið Magni Rósenbergsson og Sigrún Magnúsdóttir hafa í fjögur ár rekið verslunina Undir nálinni sem eins og nafnið bendir til er fyrst fremst hannyrðaverslun. Magni og Sigrún byrjuðu verslunarrekstur við Bámstíginn en nú eru þau á mótum Kirkjuvegar og Miðstrætis. „Núna í nóvember em fjögur á síðan við byrjuðum," segir Magni sem varð fyrir svömm þegar blaðamaður leit við hjá þeint á laugardaginn. „Höfum við allan tímann lagt áherslu á vefnaðarvöm, föndur og hannyrðir,“ bætir hann við. Þeir sem hafa hug á fatasaum, gardínusaum eða útsaum eiga að fá eitthvað við sitt hæfi við hjá Magna og Sigrúnu í Undir nálinni. „Við bjóðunt upp á fataefni, tvinna, tölur, dúka, púða og púðafyllingar." segir Sigrún. Auk þess hafa þau frá upphafi selt Husqvama saumavélar sem hafa selst vel. „Jólin koma alltaf snemma hjá okkur enda fer nú föndurtíminn fyrir þau að komast í fullan gang. Verður eitthvað tengt jólunum á Sprönguskellinum hjá okkur,“ sagði Sigrún að lokum. en við seljum ekki eins mikið af fatnaði og áður. Reyndar selst ung- barnafatnaðurinn mjög vel hjá okkur og svo erum við með föt á konur en sáralítið á táningana," segir Marý. Marý segist strax hafa eignast hóp tryggra viðskiptavina sem eðlilega hafi breyst með árunum. „Það hefur verið okkar lán að eiga okkar föstu viðskiptavini sem hafa haldið ti-yggð við okkur. Það ásamt frábæru starfsfólki hefur verið kjölfestan í þessu hjá okkur.“ Þó Mozart haft haldið sínu striki hafa verslun og verslunarhættir Vestmannaeyinga og íslendinga í heild breyst mikið. Marý segir að þetta lýsi sér helst í minni heimaverslun. „Það er aðallega vegna þess að fólk ferðast það mikið. Það fer kannski tvær ferðir til útlanda og oft til Reykjavíkur á hverju ári. Þetta er þróun í þjóðfélaginu sem lítið verður gert við.“ Ekki vill Marý viðurkenna að kröfur viðskiptavinanna haft aukist með árunum, þær hafi alltaf verið til staðar. „Hafa ekki alltaf verið gerðar kröfur um að eiga sem mest vöruúrval?" spyr Marý sem segist þó alls ekki vera að kvarta. „Mér líkar óskaplega vel við þennan hóp sem kemur til mín. Hann sýnir mér bara allt þaðjákvæða.“ Eins og kemur fram hér á undan hafa Marý og Kolli áhuga á að breyta til og hafa auglýst verslunina og húsnæðið að Bárustíg 6 til sölu. „Ég er mjög sátt þegar ég lít til baka yfir þessi 25 ár. Ég hef staðið innan við búðarborð frá ég var stelpa. Ég var ekki nema 15 ára þegar ég byrjaði í Apótekinu. Það er því kominn tími til að breyta til.“ Marý segir að fólk hafi verið að skoða en ennþá hafa engin tilboð borist. „En þau koma, ég er ekki hrædd um það. Það er örugglega til fólk sem er tilbúið að drífa sig í rekstur eins og þennan. Það er vel hægt að bjarga sér og hafa lífsviðurværi af verslun eins og Mozart í Vestmanna- eyjum,“ segir Marý að lokum. Marý: -Mér líkar óskapiega vel uið pennan hóp sem kemur til mín. Hann sýnir mér bara allt pað jákvæða. Helga Dís í Róma: Rómantískt skal það vera Það gat ekki í'arið öðru vísi fyrst Helga Dís Gísladóttir ætlaði sér að opna búð, en að það yrði gert með stæl. I mörg ár rak hún tískuvöru- verslunina Kósý sem þá var ein skemmtilegasta verslun landsins í þessum geira. Nú hefur Helga Dís snúið sér að verslun með húsgögn, búsáhöld, gjafavöru og fleira í verslun sinni Rónia við Heiðarveg. Rónia ber þess merki að Helga Dís ræður þar ríkjum og útkoman er í einu orði sagt frábær og hefur verslunin Róma vakið athygli fólks sem heimsækir Eyjar. Helga Dís opnaði Róma 3. maí sl. vor og var versluninni strax mjög vel tekið. Þegar hún er spurð að því hvað hún leggi helst áherslu á stendur ekki á svarinu: „Vörunar sem ég er með eru „rómó“. Það er sú lína sem ég legg upp með,“ segir Helga Dís og bendir í kringum sig þar sem má sjá húsgögn og aðrar vörur í gömlum og um leið suðrænum stíl. Sé farið fljótt yftr sögu býður Róma upp á húsgögn, gjafavöru, þýsk matarstell, glös af öllum gerð- um frá Ameríku og ítölsk hnífapör, Heimaeyjarkerti, nýju línuna, mjög sérstaka gjafavöm og það nýjasta em stimplar til kortagerðar svo eitthvað sé nefnt. Helga segir að margir haft orðið til þess að draga úr henni kjarkinn þegar hún ákvað að opna verslun með þessu sniði í Vestmannaeyjum. „En -Suo má pað koma fram að við pökkum öllum okkar uörum inn, sagði Helga Dís um leið og hún leit upp frá puí að pakka inn. viðtökumar hafa verið meiriháttar og koma og þau verða gyllt og „rómó“ svartsýnisraddimar hafa þagnað. Ég hjá okkur,“ segir Helga Dís Gísla- verð með eitthvað spennandi á dóttir að lokum. Sprönguskellinum en svo em jólin að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.