Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 10
10 Fréttir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Á leiksviði í móðurkviði Helga Thorberg, leikari, útvarpskona, kaupmaður og kvenréttindakona rifjar upp árin í Vestmannaeyjum og það sem á daga hennar hefur drifið Helga Thorberg er fædd í Vest- mannaeyjum árið 1950, en flutti frá Eyjum þriggja ára gömul. Foreldrar hennar fluttu til Eyja 1946 en fluttu aftur til Reykja- víkur 1953. Fjölskyldan bjó að Heimagötu 3 a, þar sem Helga fæddist en það hús fór undir hraun í gosinu 1973. Helgaervel kunn fyrir bækur sinar, leiklistarstarfsemi, útvarpsþætti, sjónvarpsþætti og kvenréttindabaráttu, en hún hefur lagt gjörva hönd á margt og henni er ekkert óviðkomandi. Núna rekur hún blómabúðina Blómálfínn við Vesturgötuna í Reykjavík og hefur gert í nærri sex ár, en þar höfum við mælt okkur mót. Reyndar þuri'ti hún aðeins að bregða sér l'rá og er ekki á staðnum þegar ég kom, hins vegar er starfsmaður hennar Petra í búðinni og við sökkvum okkur í blómahafið á meðan. Helga kemur svo að vörmu spori og býður mér inn á kaffistofuna á bakvið, en það er ein vinalegasta kaffistofa sem ég komið í og einhvern veginn finnst mér andrúmsloftið eiga vel við Helgu. Hún býður mér að setjast á þriggja þrepa tröppu, hvaðan ég hef góða yfirsýn yfir fermetrana. Sjálf fer hún að huga að kaffi og meðlæti og fer strax að tala um Eyjar. „Það er ntjög gott að geta sagt í dag að húsið sem maður fæddist í hafi farið undir hraun, sérstaklega frá sjón- arhóli sögunnar, eða frásagnarinnar. Það er betri saga. Eitt af því sem gerir Vestmannaeyjar að sögulegum stað í dag er eldgosið sem varð í byggðinni og svo auðvitað Keikó núna.“ Þú átt þó ekki við að Keikó sé seinni tíma hamfarir, eins og gjaman er sagt um gosið? Vestmannaeyjar stórmerkílegurstaður Helga hlær kröftuglega og segir það mín orð. „Það sem ég á við er að Vestmannaeyjar eru stórmerkilegur staður og margt þar að finna. Eitt af sérkennum Vestmannaeyja er Eld- fellið og nýja hraunið, þannig að fólk verður að koma aftur til að sjá breytingamar sem orðið hafa og nú hefur Keikó bæst við.“ Hvemig er Thorberg nafnið komið til? „Afi minn var Magnús Thorberg og ég á bréf frá 1914, þar sem segir að afa mínum sé veitt einkaleyfi á að taka þetta nafn upp sem ættamafn. Þá gat fólk keypt sér ættarnöfn, en þetta var nú bara Þorbergsson í Danmörku að læra til prests, en Dönum gekk ekki vel að segja Þorbergsson." Helga segir að hún muni nú ekki mjög mikið frá tíma sínum í Eyjum, hins vegar haft brottför Ijölskyldunnar verið mjög dramatísk á sínum tíma. „Karl faðir minn var póstmeistari í Vestmannaeyjum, þá ungur maður. Þeim var afskaplega vel tekið af sam- félaginu. Það fagnaði þessari nýju fjölskyldu sent kom til Eyja ásamt tveimur dætmm. Þetta var heillandi fólk, fallegt og skemmtilegt. Móðir mín lók strax þátt í Leikfélaginu og félagsstarfmu í plássinu af miklum eldmóði og ég vil meina að þetta hafi verið mikil búbót fyrir plássið. Svo gerist það að faðir minn, sem var ekki reglusamur maður, hafði ekki reiður á fjármálum póstsins, svo það varð sjóðþurð hjá póstinum. Þau fluttu því burt og allt selt sem þau áttu. í framhaldi af því skildu þau og fluttu upp á land og móðir inín með bömin þrjú. Þetta varð mjög dramatískt, ekki síst fyrir Vestmannaeyjar að missa þessa fimm manna fjölskyldu. Þegar húsbúnaður og annað var selt hafði fólk á orði þegar það kom til þess að kaupa það sem upp var boðið, að það hefði lengi langað til þess að koma þama inn, til þess að sjá hvemig þau byggju. Líklega vegna þess að pabbi var líka umboðsmaður Loftleiða og hafði þess vegna sambönd við flug- menn. Þess vegna fengum við oft ávexti og ýmislegt sem ekki var algengt í húsum í þá tíð, ólfkt því sem er í dag, þegar allir geta verslað allt í Elkó, Ikea og Bónus.“ Á sviði mánuði áður en húm leithennanheim Fékkstu leiklistarbakteríuna með móðurmjólkinni? „Meira en það, því að mamma var komin átta mánuði á leið þegar hún lék Höllu í Fjalla-Eyvindi hjá Leik- félagi Vestmannaeyja." Þú hefur verið á sviði í móðurkviði? , Já það er alveg óhætt að segja það. Það var mjög skemmtilegt því mamma var mjög mikið í leihús- og félagslífmu og reyndar pabbi líka, því hann skrifaði revíur sem voru settar upp. Pabbi var afskaplega hnyttinn og skemmtilegur. Seinna kláraði ég að skrifa bók sem mamma hafði verið byrjuð á um eigið líf. Vegna þess kom ég til Eyja til þess að safna efni um það tímabil í lífi hennar sem hún var í Eyjum og klára að skrifa sögu hennar, en þetta mun hafa verið 1987 til 1988.“ Helga segir að faðir hennar hafi flutt inn á heimilið í lengri eða skemmri tíma í heimsókn eftir að foreldrar hennar skildu og þau fluttu til Reykjavíkur. „Hann var auðvitað eini maðurinn sem móðir mín elskaði. en hún var lærð hárgreiðslukona og fór að vinna við það og rak sínar eigin stofur, því hún var með þrjár, þegar best lét. Mamma vann því mjög mikið, en sumarfríin vom löng og ég var því send til Vestmannaeyja til Sínu og Alla á Hólagötunni, sumarið sem

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.