Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Page 12
12 Fréttir Fimmtudagur 12. nóvenrber 1998 Ármann Höskuldsson í fjórða sæti hjá Framsókn: Eránægðurmeðhlut Eyjamanna á llstanum Gjafir 01 Landakirkju lenda í geymslum og skápum -Vanvirding, segirgefandi, hefndargjafir segir staðarhaldari Þann 12. desember 1991 barst Landakirkju veggteppi að gjöf. Gefandinn var Einara Sigurð- ardóttir og var tcppið getíð í minn- ingu foreldra hennar frá Hruna. Þessi gjöf er nú vafln á kefli og í geymslu inni í skáp eins og íleiri slíkar gjafir. Einara segir að sér hafi áskotnast teppið og hafi hún ákveðið að gefa það annað hvort Betelsöfnuðinum eða Landakirkju að gjöf. Fyrir um tveimur mánuðum kom kunningja- kona hennar í kirkjuna og sá hvergi teppið. Þegar kunningjakonan og Einara fóru að spyrjast lyrir um afdrif teppisins gekk þeim illa að fá upp- lýsingar. Enginn var til að svara í kirkjunni, presturinn hefði ekkert vitað um málið. Hún segir að teppið hafi verið gefið með góðum hug og finnst þetta vera vanvirðing. Staðarhaldari, Halldór Hallgríms- son, sagði, þegar grennslast var um málið, að teppið væri einhvers staðar í geymslu og að slíkar gjafir væru hálfgerðar hefndargjafir fyrir kirkjuna. Kirkjan ætti t.d. fullt af myndum því alltaf væri verið að gefa. Sóknamefnd hefði beðið fólk um að vera ekki að gefa kirkjunni slíkar gjafir. Það gangi ekki að taka endalaust við. Sóknarnefnd sér um viðtöku lil kirkjunnar. Ekki náðist í formann hennar, en Guðbjörg Matthíasdóttir sagði fyrir hönd safnaðamefndarinnar að kirkjan væri yfirfull. Vegna plássleysis væri ekki hægt að hengja upp allar þær gjafir sem bæmst kirkjunni og því vildi hún að fram- kvæmdanefnd kirkjunnar tæki upp þá stefnu, sem m.a. hefur verið tekin upp í Dómkirkjunni, að taka ekki við öðmm gjöfum en peningagjöfum til viðhalds kirkjunnar og gjöfum í fullu samráði við sóknamefnd. Það á t.d. við um gjafir frá Kvenfélagi Landa- kirkju, sem taka mið af þörfum kirkjunnar á hverjum tíma. Guðbjörg sagðist skilja það að litið væri á meðferð gjafanna sem vanvirðingu en sagði að með fullri virðingu fyrir gjöfmni væri lítið annað hægt að gera en skila henni aftur ef óskað væri eftir því. Það væri erfitt að þiggja svona gjafir, safnaðarheimilið væri notað lil tónleikahalds og fyrir myndlistar- sýningar fyrir utan athafnir sem tengjast kirkjulegum atburðum. Þar væri ekkert hengt upp án samþykkis og í samráði við arkitekt. Enn hefur ekki verið mótuð nein stefna í þessum málum og þess vegna hefur verið tekið við öllum gjöfum. Nýir prestar komu til starfa við söfnuðinn 1. september sl. Sóknar- presturinn, Kristján Bjömsson, tók á móti kunningjakonu Einöm í umrætt sinn og tók að sér að kanna málið. Talað var um að þær hefðu samband síðar, en síðan hefur hann ekki heyrt frá þeim. Árniann Höskuldsson forstöðu- niaður Náttúrustofu Suðurlands mun verða í fjórða sæti á lista Franisóknartlokksins á Suðurlandi vegna Alþingiskosninganna næsta vor og Lára Skæringsdóttir mun verða 11. sæti listans. Að sögn Ármanns var einhugur um röðun á listann. „Það var kosið um þrjú efstu sætin, en viðhöfð uppstilling í öll sæti þar fyrir neðan. Reyndar var ég ekki á kjördæmisþinginu, sem haldið var um síðustu helgi, vegna anna við vinnu, en ég hef verið starfandi í Fram- sóknarflokknum í 18 ár fyrir utan þau níu ár sem ég var í námi erlendis. Auk þess hef ég verið í stjórn FUF og í miðstjórn flokksins. Eg tek að sjálfsögðu að mér þetta sæti, þó ég hafi ekki verið með í ráðum hvar á listanum ég lenti." Þó segir Ármann að það hafi komið sér á óvart að verða þetta ofarlega á listanum. „Ég er hins vegar mjög á- nægður með að það skuli vera tveir fulltrúar á listanum sem búa í Vest- mannaeyjum. „Vestmannaeyjar eru nú annað stærsta byggðarlag á Suð- urlandi og nauðsynlegt að hagsmuna þeirra sé gætt innan flokksins og á Alþingi." Ármann segist þó ekki ganga með ÁrmannHöskuldsson. þingmann í maganum. „Kosn- ingastarfið er nú ekki farið af stað enn þá. Það er fyrst og fremst verið að raða mönnum á lista og skipuleggja starfið. Það verður haldið flokksþing 20. til 22. nóvember og þá ættu málin að skýrast varðandi áherslur í kosningunum sjálfum.“ Álagningaskrá lögaðila 1998: Flest fyrirtæki auka veltu á milli ára Álagningarskrá á lögaðila hefur nýlega verið lögð fram. Þar er að finna ýmsar fróðlegar upplýsingar að venju. Að þessu Fyrirtæki Áhaldaleigan Ásar þvottastöð Bifr.verkstæði Harðar og Matta Bílaverkst. Bragginn Bílverk s.f. Brandur/Amigo Álagður eign- arsk. 1998 0 8.869 41.400 22.967 0 27.600 Markaðsgj. 1.416 2.080 991 Álagt mark- aðsgj.1998 1.659 1.092 2.670 1.851 1.133 2.843 Ársvelta 1997 11.061.067 7.280.703 17.801.718 12.341.191 7.554.062 18.955.162 Ársvelta 1996 9.440.911 13.868.005 10.307.661 6.607.304 10.381.001 Brimnes h.f. 333.632 7.380 7.487 49.918.150 49.204.748 sinni fóru Fréttir Dala-Rafn ehf. 0 29.749 30.281 201.892.814 198.345.805 þá leið að taka Drangur ehf. 0 2.960 19.735.238 17.261.665 tilvil janaúrtak úr Eyjaradíó ehf. 231 3.190 4.613 30.756.301 21.268.719 skránni, Einar og Guðjón sf. 172.980 2.390 3.956 26.375.878 15.934.871 athugaður var Eyjaprent ehf. 64.69/ 3.876 3.961 26.342.542 25.842.494 eignarskattur Eyrún ehf. 0 1.739 1.863 12.421.199 11.594.452 ýmissa fyrirtækja Flugfélag Vestmannaeyja ehf. 104.229 4.846 1.806 12.041.162 32.309.784 og einnig álagt markaðsgjald. Útfrá Fiskmarkaður Vestmannaeyja 31.457 11.792 78.620.920 72.927.036 Faxi ehf. 134.967 11.746 11.750 78.340.893 78.314.223 Fjölverk ehf. 34.235 2.838 18.921.826 24.442.358 Gísli og Ragnarsf. 69.000 1.083 692 4.613.779 7.220.697 markaðsgjaldinu Goðaland/Vilberg 0 5.423 36.156.822 36.583.529 var síðan reiknuð H. Sigurmundsson hf. 0 24.133 23.425 156.181.737 160.902.192 ársvelta Hellugerðin 0 518 3.453.667 9.747.607 fyrirtækjanna Hertoginn 0 1.672 1.581 10.541.017 11.147.742 árið 1997 og Húsey ehf. 0 10.506 10.645 70.973.515 70.046.759 samanburður á ísleifur ehf. 464.755 36.306 33.625 224.188.299 242.063.357 ársveltu einnig Hressó 0 1.393 1.930 12.867.908 9.287.563 reiknaður út frá markaðsgjaldi þess árs. Ljósmyndastofa Höllu 0 1.065 7.100.685 880.084 Miðbærs.f. 38.165 1.562 1.703 11.354.429 10.414.338 Miðstöðin sf. 90.752 6.538 9.456 63.046.083 43.590.873 Reynistaður ehf. 69.000 7.678 7.724 51.498.302 51.191.606 Markaðsgjald er Skipalyftan ehf. 394.035 34.062 33.437 222.934.844 227.101.913 0.015% af veltu Steini og Olli ehf. 0 10.259 7.878 52.525.068 68.399.933 fyrirtækjanna. Steypustöð Vestmannaeyja 310.588 3.013 20.088.605 29.202.817 Svanberg ehf. Sæfell ehf. Tréverk ehf. Tölvun ehf. 5.318 27.600 140.733 27.600 1.325 2.583 4.866 6.321 1.167 I. 982 4.899 II. 170 7.780.751 13.214.608 32.663.152 74.473.853 8.834.186 17.221.662 32.443.130 42.144.067 Veitingaskálinn 0 12.679 8.809 58.732.334 84.534.823 Flamingo ehf. 0 1.855 2.749 18.328.435 12.367.860 Vélaverkstæðið Þór ehf. 345.222 12.170 11.109 74.067.147 81.141.163 Vöruval ehf. 64.090 33.304 37.075 247.190.518 222.048.092 2Þ ehf. 86.566 132 7.448 49.658.125 41.597.347 Ungliðahreyftng Lions - LEO: Böm með geðræn vandamál þarfnast aðstoðar Næstu helgi munu Leoklúbbar á öllum Norðurlöndum selja kerti til styrktar ákveðnu málefni og mun pakkinn með 10 kertum kosta 500 kr. Leoklúbburinn Plútó sem er starfræktur hér í Eyjum ætlar að taka þátt í þessu samnorræna verkefni og munu íslenskir Leoklúbbar láta ágóðann renna til tækjakaupa fyrir bömin sem dvelja á bamageðdeildinni að Dalbraut 12 í Reykjavík. Talið er að eitt af hverjum fimm börnum sé með geðræn vandamál. Þessi vandamál geta verið misalvarleg og ýmiss konar svo sem hegðunartruflanir, of- virkni, þunglyndi, áráttuhegðun, truflað raunveruleikaskyn og fleira. Því miður fá mörg böm með geðræn vandamál ekki þá hjálp sem þau þarfnast. Þörfin fyrir bamageðdeildina er mikil og eru langir biðlistar af bömum sem bíða eftir plássi. Þessi mála- flokkur hefur viljað gleymast hjá þjóðfélaginu. Leofélagar töldu því að tími væri komin til að styrkja börn með geðræn vanda- mál. Leoklúbburinn Plútó er ný- stofnaður og em meðlimir 19 talsins. Við vinnum með Lions- klúbbi Vestmannaeyja og viljum láta gott af okkur leiða til líknar- mála, forvama og fleiri mála. Með von um góðar viðtökur f.b. stjórnar Ólafur Jóhann Borgþórsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.