Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 17
Fimmtudagur 12. nóvemberl998 Fréttir 17 Hafa áhuga á að fíytþ gluggaverksmiðju til Eyja: Spurning um að f inna hér hentugt húsnæði -Afsláttur á gjöldum bæjarsjóðs gerir Vestmannaeyjar að rýsilegum stað fyrir starfsemina Áhugi er á að flytja verksmiðju til Eyja sem framleitt getur glugga, svalahurðir, bflskúrshurðir og skilrúm úr plasti. Gangi áætlanir eftir og finnist hentugt húsnæði tekur verksmiðjan til starfa fljót- lega eftir áramót. Er það mat eig- cndanna að kostirnir við að koma verksmiðjunni upp í Vestmanna- eyjum séu fleiri en verði hún staðsett í Reykjavík. Þar ræður miklu afsláttur af gjöldum Vest- mannaeyjabæjar til nýrra fyrir- tækja sem ekki keppa við fyrirtæki sem fyrir eru í bænum. Eigendur verksmiðjunnar em bræð- umir og Eyjamennimir Hörður og Baldur Þór Baldvinssynir og bróð- ursonur þeirra, Guðmundur Elíasson verkfræðingur í Skipalyftunni. Verk- smiðjuna keyptu þeir í Englandi þar sem Hörður starfar. „Það er ekki búið að negla það fast að við komum með verksmiðjuna til Vestmannaeyja en við ætlum að reyna það,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttir. „Við höfum verið að skoða kosti og galla þess að koma verksmiðjunni upp hér og okkur sýnist kostimir vera fleiri. Meðal annars vegna þess að hér veitir bæjarsjóður 40% afslátt af öllum sínum gjöldum í þrjú ár. Teljum við að það vegi upp flutningskostnað til Reykjavíkur þar sem verður okkar stærsti markaður." Guðmundur segir að nú séu þeir að leita að hentugu húsnæði, 100 fm til 150 fm að stærð. Hann segir tækja- búnaðinn sem þeir keyptu mjög góðan og býður hann upp á ýmsa möguleika. „Hægt er að framleiða úr plasti glugga, svalahurðir, skilrúm sem em vinsæl í sólhús og frystihús og bílskúrshurðir. Eg vona að við finnum húsnæði í Eyjum á næstu dögum og allt verði tilbúið þegar við tökum verksmiðjuna heim í desember.“ Það kemur fram hjá Guðmundi að í Kópavogi sé verksmiðja með svipuðu sniði en hún hefur lítið framleitt af gluggum undanfarið. Og hann er ekki í vafa um gæði framleiðslunnar. „Gluggar úr plasti hafa reynst mjög vel og eru notaðir í Svíþjóð, Noregi, Englandi, Síberíu og Kanada þar sem þeir hafa reynst vel. Gluggarnir eiga því að henta vel íslenskum aðstæðum. Við höfum samið við öflugan inn- lendan aðila um samstarf við dreifmgu á framleiðslunni innanlands og um einkaleyfi á kaupum á efni frá fyrirtæki í Englandi. Okkur er því ekkert að vanbúnaði að byrja. Félagið heitir Gefjun ehf. eftir húsi við Strandveginn þar sem amma og afi áttu heima,“ sagði Guðmundur að lokum. Myndlistarsýning Trausta Traustasonar: Tvístígandi listamaður Dagana 29. október til 1. nóvember sl. hélt Trausti Traustason sýningu í stóra sal Listaskólans. Trausti lauk námi úr grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1988 og hefur starfað sem grafískur hönnuður á auglýsinga- stofunni Gott fólk í Reykjavík, en Trausti á bæði ætt og uppruna í Eyjum. Á sýningunni sýndi Trausti myndir málaðar með olíu og akrfl á striga. Verk Trausta bera með sér að hann er menntaður sem hönnuður. Er það fyrst og fremst í ljósi tækni hans og myndefnis sem hönnuðurinn skín í gegn. Þess vegna er eins og ákveðin togstreita sé á milli listamannsins og hönnuðarins og eins og einhver innri barátta eigi sér stað hjá Trausta, hvorum hann vill halda fram. Þannig virkar sýningin nokkuð samhengis- laus, sem mér virðist undirstrika tvístígandi listamannsins. Einnig má sjá að listamaðurinn hefur góða inn- sýn í marga stfla sem listasagan státar af og koma margir listamenn 20. aldarinnar upp í hugann við skoðun á myndum hans, sem hafa haft áhrif á hann. Allt frá þungum og massífum stfl Henry Moore til víðáttusúrrea- liskrar sýnar Dali, og frá kúbiskum útleggingum Picasso til myndasögu- stfls popplistamannsins Lichtensteins, jafnvel brjótast fram í sumum mynd- anna áhrif fútúrískra stórborgar- lofgjörða og kemur þá Femand Léger, frá því snemma á öldinni upp í hugann. Að framansögðu má ljóst vera að ekki er hægt að tala um mjög persónulegan stfl listamannsins, nema tvístígandin sé stfll út af fyrir sig. Það er ekki þar með sagt að listamenn geti ekki leitað í smiðju annarra listamanna, enda er kannski listasagan eitt safn af því sem áður hefur verið gert. Samt hlýtur maður að bera þá von í bijósti til listamanna að þeir hafi einhvetju persónulegu að miðla. Hitt má til sanns vegar færa að Trausti er góður teiknari og hefur ágætlega næmt auga fyrir mynd- skipan. Myndefni sitt sækir Trausti í hlutlægan veruleika, þar sem hann raðar aðallega saman fólki og dýmm. Myndimar sækja því viðfang sitt í brotakendan vemleika, sem raða má saman í heilsteyptar sögur, sem hverjum og einum er í lófa lagið að raða saman og túlka fyrir sig. Myndir Trausta sem hann sýnir nú em frekar litlar og áttu svolítið erfitt uppdráttar í annars skemmtilegum og víðfeðmum sýningarsal Listaskólans. Sérstaða Trausta er kannski helst fólgin í þeirri sýn sem hann hefur á Vestmannaeyjar og hann tjáir í ágæt- lega útfærðum myndum af lundum og eldgosi í Eyjum. Benedikt Gestsson Norræn bókasafnsvika: Ragnar Úskarsson las upp af innlifun og skörungsskap. Anægjuleg stund og skemmtileg í bókasafninu Á mánudaginn hófst norræn bókasafnsvika sem ber yfirskrift- ina, I ljósaskiptunum og norræn fyndni. Klukkan 18:00 á mánu- daginn var slökkt á öllum rafmagnsljósum almenningsbóka- safna á Norðurlöndum og í þeirra stað kveikt á kertum og lesið upp úr bókinni Ormur rauði eftir Erans G. Bengtsson, en það var Ragnar Óskarsson bæjar- stjórnarmaður og framhalds- skólakennari sem las úr bókinni í Bókasafni Vestmannaeyja. Frans mun vera sænskur maður og samkvæmt könnun sem gerð var í Svíþjóð var bók þessi valin ein af 10 bestu bókum sem gefín hefur verið út á öldinni í Svíþjóð, en bókin er gefín út 1946 - 1947 í tveimur bindum. Sagan af Ormi rauða og vini hans Tóka er skáldsaga í „Is- lendingasagnastfl" og minnti stundum á Gerplu Halldórs Laxness, sem kom út 1952. Efni bókarinnar minnti mjög á svo kallaðar „splatter kvikmyndir", hvar höfuð fjúka og hvers kyns viðbjóður er í hávegum hafður. Allt um það var gerður góður rómur að og þeir fáu gestir sem mættu kunnu vel að meta. Fámennið á upplestrinum verður að teljast skaði, þar sem Ragnar las af mikilli innlifun og skörungsskap, en hann las samfleytt í klukkutíma og korter. Sannkallaður maraþon- lestur. Þetta er í annað skipti sem norræn bókasafnsvika er haldin með þátttöku allra bókasafna á Norður- löndum. Vísterumþaðaðefnið var fyndið, þótt blóðugt hafí verið, drykkjur miklar og jól í höllu Jóms- víkinga. Hafi Ragnai- þökk fyrir ánægjulega stund og skemmtilega og hvarflaði að blaðamanni hvort ekki væri ástæða til að halda áfram lestrinum út vikuna. íslensk þýðing bókarinnar er eftir Friðrik Ásmunds- son Brekkan. Rétt er að hvetja Vestmanna- eyinga til að mæta á bókasafnið þessa viku. Sögustundir með nor- rænu ívafi munu verða þann 12. nóvemberkl. 11:00 og 14:00. Bóka- safn Norræna hússins hefur lánað Bókasafni Vestmannaeyja ljóðabæk- ur og bamabækur á frummálum Norðurlanda til útlána í Vestmanna- eyjum í tilefni af þessari norrænu bókasafnsviku. Einnig verður kynn- ing á íslenskum myndböndum og verða þau frítt til útleigu þess viku. Yfír vetrarmánuðina hefur Bóka- safn Vestmannaeyja verið með getraun fyrir krakka á aldrinum 9 - 12 ára og verður getraun nóv- embermánaðar helguð norrænum bókum. Að sögn Nönnu Þóm Ás- kelsdóttur er norræna bókasafns- vikan liður í að efla menningartengsl Norðurlandanna og ekki síður til að víkka sjóndeildarhring þjóðanna. „Hann er aldrei of víður,“ segir Nanna Þóra. Frá Félagi hjartasjúklinga Vestmannaeyj um Eins og fram kom í auglýsingu í síðasta blaði mun félagið halda aðalfund sinn sunnudaginn 15. nóvember. Gestur fundarins að þessu sinni er Auður Olafs- dóttir sjúkraþjálfari. Hún, ásamt Sólrúnu Óskarsdóttur sjúkraþjálfara, er yfirsjúkraþjálfari við HL stöðvamar í Reykjavík. Auður ætlar að kynna okkur starfsemi HL stöðva og mikilvægi þeirra. Hún mun skoða aðstöðuna hér í Eyjum með það fyrir augum að koma á HL stöð. Að sögn Auðar er um tuttugu manna hópur æskilegur fjöldi. Við hvetjum þá sem áhuga hafa á þessari starfsemi, sérstaklega til að mæta. Ef fundarsókn verður dræm lítum við svo á að grundvöllur til stofnunar HL stöðvar sé ekki fyrir hendi og þá ekkert við því að gera. Innan vébanda SÍBS em nú berklasjúklingar, Landssamtök hjarta- sjúklinga, Astma- og ofnæmisfélagið og Samtök lungnasjúklinga. Þótt þetta sé aðalfundur hjartasjúklinga þá em allir velkomnir sem eru í áður nefndum félögum og reyndar allir sem áhuga hafa á þessum málum. Það veit enginn hvenær hann hefur þörf fyrir aðstoð þessara samtaka. f.h. stjórnarlnnar Guðjón Ólafsson formaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.