Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 19
19 Nissandeildin: IBV 23 - FH 20 Vandræðalaust seon FH Botnlið FH-inga sótti Eyjanienn heim, síðastliðið sunnudagskvöld, í Nissandeildinni í handknattleik. Þessi leikur átti að fara fram á föstudaginn, en vegna veðurs var honum frestað. Eyjamenn héldu uppteknum hætti á sínum sterka heimavelli, og sigruðu örugglega í leiknum, 23 - 20. Töluverð breyting varð á upp- stillingu ÍBV-liðsins í þessum leik. Daði Pálsson lék stöðu leikstjómanda og í hægra hominu lék Emil And- ersen. Júgóslavinn, Rakanovic, var látinn byija á bekknum, en hann hefur átt erfítt uppdráttar það sem af er tímabilinu. Það var ekki að sjá að þessi breyt- ing hefði mikil áhrif á spilamennsku ÍBV-liðsins. Vömin var að vísu nokkuð föst fyrir, en sóknarleikurinn var mjög óagaður og stirðbusalegur á köflum. En Eyjamenn vom alltaf skrefínu á undan gestunum og leiddu þeir leikinn í hálfleik, 10-8. Fljótlega í seinni hálfleik fór að draga í sundur með liðinum og þegar um 15 mínútur vom eftir af leiknum, höfðu Eyjamenn náð fímm marka'forystu, 20-15. FH- ingar náðu aðeins að klóra í bakkann í lokin en þriggja marka sigur ÍBV varð staðreynd, 2 3-20. Júgóslavinn, Rakanovic, náði sér vel á strik eftir að hann kom inn á snemma í fyrri hálfleik og var greinilegt að það létti pressunni af honum að vera látinn sitja á bekknum. Valgarð og Giedrius náðu frábærlega vel saman í leiknum og Sigmar Þröstur varði vel á mikilvægum augnablikum. Að lokum má geta þess að Gunnar Sigurðsson, markmaður Islands-og bikarmeistara ÍBV í knattspymu, sem hefur æft og spilað með hand- knattleiksliði IBV að undanförnu, lék kveðjuleik sinn gegn FH á sunnudaginn. Gunnar fékk að vísu ekki að spila í leiknum, en margir hefðu viljað sjá hann spreyta sig, sérstaklega þar sem hann spilaði mjög vel gegn liði Breiðabliks í bikamum, í síðustu viku, og skoraði tvö mörk Mörk ÍBV: Valgarð 6/1, Giedrius 6, Rakanovic 6, Svavar 2, Guðfinnur 2, Daði 1. Varinskot: Sigmar Þröstur 16/2. skoraði 90% af öllum mörkum liðsins. Síðan kemur að því að mitt lið spilar við þetta sterka lið og mér til mikillar undmnar þá er bara jafnt á öllum tölum. Það skrýtna var að sterki leikmaðurinn í hinu liðinu náði sér ekki á strik og varð alltaf verri og verri eftir því sem á leið leikinn. Þjálfarar í Rússlandi em mjög harðir og á endanum kallaði þjálfari liðsins frá Kiev, stelpuna útaf og spurði hana hvað væri að. Stelpan svaraði því að brjóstahaldarinn hennar hafi slitnað. „Og er það ástæðan fyrir því að þú spilar svona illa,“ spurði þjálfarinn, og fór undir treyjuna hjá stelpunni og reif niður brjóstahaldarann! Síðan sagði hann stelpunni að hunskast út á völl og spila eins og manneskja, sem hún gerði og Iiðið frá Kiev vann leikinn. Það yrði nú eitthvað sagt ef þetta yrði gert á íslandi!“ Eitthvað að lokum? „Já, aðeins þetta: „Æfingin skapar meistarann.“ Rútur Snorrason Meistaradeild kvenna: ÍBV 26 - Víkingur 31 Vantar samstóðu hjá stelpunum Eyjastúlkur fengu Víking í heimsókn í fyrstu deild kvenna á sunnudaginn. ÍBV-liðiðhafðispilað sinn besta leik á tímabilinu í leiknum á undan gegn Stjörnunni, en Eyjastúlkur náðu ekki að fylgja þeim góða leik eftir gegn Víkingi. Markmaður ÍBV, hin króatíska Lúsí, meiddist á ökkla í upphitun og gat því ekki Ieikið í byrjun, en hún kom síðan inn á þegar nokkuð var Iiðið á Ieikinn og stóð sig vel. Eyjastelpur byrjuðu leikinn á- gætlega, vömin var í góðu lagi og sóknin skilaði sínu. Víkingar vom sterkir og áttu Eyjastelpur í miklum vandræðum með Höllu Maríu Helgadóttup, sem skoraði 12 mörk í leiknum. í seinni hálfleik virtist allt hrynja hjá Eyjaliðinu, vömin galopnaðist og ekkert gekk upp í sókninni. Gestimir höfðu því betur í leiknum og sigmðu með fímm marka mun, 26-31. Jennie, sænska stelpan í liði ÍBV, átti mjög góðan leik fyrir heimamenn, Amela var sterk og Lúsí varði oft á tíðum mjög vel. Það geta flestir verið sammála um það að lið ÍBV hefur á að skipa einum sterkasta leik- mannahópi í deildinni, en ef þessir sterku einstaklingar ætla að leika hver í sínu homi, eins og þeir gerðu í þessum leik, þá er voðinn vís. Margar hverjar höfðu ekki nokkra ánægju af því sem þær voru að gera inni á vellinum og það sem er alveg óþolandi og niðurdrepandi fyrir leikmenn og ekki síður áhorfendur, er að horfa upp á sömu tvær mann- eskjumar rífast allan leikinn, hvort sem var í sókn eða vöm. Sænski þjálfarinn, Marie, þatf heldur betur að fara að taka sig saman í andlitinu, ef hún ætlar sér ekki að missa þennan góða mannskap út úr höndunum. Það sama gildir með aðra leikmenn liðsins að hver og ein verður að líta í eigin barm og leggja sitt af mörkum „Við verðum virkilega að fara að stilla saman strengi okkar og spila sem ein heild. Vörnin var ágæt í fyrri hálfleik en hræðileg í þeim seinni. Mér fannst sóknin í góðu lagi og það er mjög gott að skora 26 mörk gegn liði eins og Víkingi. Það var mikill pirringur í okkur í seinni hálfleik og við fórunt að spila sem einstaklingar og því fór sem fór,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, í leikslok. Mörk ÍBV: Amela 8, Marie 7, Jennie 5, Ingibjörg 4, Elísa 1, Eyrún 1. Meó tilboð Steingrímur Jóhannesson, marka- hrókur ÍBV í knattspyrnu. kom frá Svíþjóð í vikunni og er með tilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu, Elfsborg, í vasanum. Steingrímur æfði í vikutíma hjá sænska félaginu og vilja forráðamenn félagsins, ólmir fá hann í sínar raðir. Steingrímur mun íliuga tilboðið næstu daga og ntun hann væntanlega gera upp hug sinn eftir helgi. Steingrímur gerði 16 mörk fyrir ÍBV í sumar og yrði það mikill missir fyrir ÍBV ef hann færi frá félaginu. ívar skoraði ívar Ingimarsson, leikmaður ÍBV í knattspymu, sem nú dvelur hjá enska B-deildarliðinu, Watford, skoraði sigurínark varaliðsins í síðustu viku. Það mun skýrast á næstu dögum, hvort félagið gerir samning við ívar. Upphitun Getr^unaleikur ÍB V og Frétta: Ovænt úrslit um helgina rugluou Til þess að trekkja að og fá fleiri áhorfendur í leikinn á föstudag verður upphitun fyrir leikinn í Týsheimilinu og hefst hún klukkan 18:30. Þess má til gamans geta að karlalið ÍBV í handbolta og fótbolta hafa ekki lapað leik á heimavelli í marga mánuði. í liði Gróttu/KR eru tveir gamalgrónir Eyjamenn. þeir Zoltán Belányi, hornamaðurinn knái, og Gylfi Birgisson, stórskyttan mikla, sem lék með Eyjamönnum um árabil. Framundan Föstudagur 13. nóvember Kl. 20:00 mfl.ka ÍBV-KR/Grótta Laugardagur 14. nóvember Kl. 15:00 mfl.kv Fram-ÍBV. Þriðja vika hópleiks ÍBV og Frétta var háð um helgina og var greinilegt á skorinu að úrslitin vom mjög óvænt. Var lægsta skorið 2 réttir og verða nöfn þeirra hópa sem fengu 2 rétta ekki gefin upp til að vemda viðkomandi aðila. Flestir hópamir vom annars með 4-6 rétta en hóp- urinn Frosti feiti var með 7 rétta. En það vom tipprefimir Haukur á Reykjum og Hjörleifur Jensson í H.H. flokknum sem fengu flesta rétta eða 8. Vel gert hjá þeim félögum. Annars er staðan þannig: A-riðill: Mandarínugott 23, Aust- urbæjargengið, Einar Jaxl, Mamm 'ans Drésa og Rauðu djöflamir 19, Flug-eldur. Frosti feiti og Refimir 18, H 50 16, Hænumar, Munda og VSV 15 B-riðill: Vinstri bræðingur 23, Rauða-gengið og Rúblan 19, JóJó 18, Hrossagaukamir 17, Allra bestu vinir Ottós, Bæjarins bestu, E.R. og Gleraugnaglámar 16, Doddamir 15, Heba 14 og Baukamir 12 C-riðill: Bláa-Ladan og Kóngamir 21, Scrabblarar 20, Mariner og Reynistaðurl8, Stína og Tóta 17, Bing-Brothers og Klaki 16, Klapparar 15, Gaukshreiðrið 14, Pömpiltar og Staukamir 13 D-riðill: H.H. flokkur 20, Don Revie, Dumb and Dumber og Veltingurinn 17, Hanamir, Sein-heppnir og Skódinn 16, Húskross og Tottaramir 15, Klúsó og Villta-Vestrið 14 Við viljum minna á að stöðublöðin liggja í Tvistinum og em þau komin þangað á laugardagskvöldum. Um næstu helgi verður selt hús- kerfið skemmtilega. Einnig hafst Monrad-leikurinn um næstu helgi en hann hefur ekki komist í gang vegna ónógrar þátttöku og nú síðast vegna óviðráðanlegra orsaka. Viljum við biðjast velvirðingar á þessu. Þannig að ennþá er tækifæri til þess að taka þátt í Monrad-leiknum. Nissandeildin: IBV mætir Gróttu-KR annað kvöld Mcð sóðum stuðninsi áhorfcnda vcrða Bdló 03 félagar léttur biti Á föstudaginn kl 20:00 mun meistaraflokkur ÍBV í hand- knattleik fá Gróttu-KR í heimsókn í Nissandcildinni. ÍBV hefur staðið sig mjög vel á heimavelli það sem af er keppnistímabilinu og má gera ráð fyrir hörkuleik í íþrótta- miðstöðinni á fóstudagskvöldið. Liðið er með fullt hús stiga á heimavelli og eitt stig á útivelli, sem sýnir hversu mikilvægir og megn- ugir öflugir stuðningsmenn geta verið. Liðið er í góðu formi núna eins og kom í ljós í leiknum gegn FH á dögunum, þar sem IBV sigraði með glæsibrag. Vörnin hefur staðið sig vel og leikmennirnir lagt sig alla fram, enda er ágætis breidd hjá ÍBV Iiðinu og þeir eiga að geta unnið leikinn við Gróttu- KR ef rétt er á málum haldið og stuðningsmenn mæta fflefldir á Ieikinn til þess að efla þrek þeirra og koma upp góðri stemmningu. IBV á því góða möguleika á því að komast í toppslaginn. í liði Gróttu-KR eru tveir kunnir leikmenn sem léku eitt sinn með ÍBV, en það em þeir Zoltan Beláni og Gylfi Birgisson. Þeir hafa farið hamfömm með Gróttu-KR undanfarið og ljóst að þeir búa þar að reynslu sinni með IBV, en Zoltan lék með ÍBV í ein sjö ár og er nú markahæstur leikmanna Nissandeildarinnar. Gylli er hins vegar Eyjapeyi í húð og hár, þannig að segja má að í vissum skilningi séu þeir að leika á heimavelli gegn sínu gamla liði. Það verður gaman að fylgjast með þessum hörkuleik og sjá hvernig strákamir munu spjara sig gegn sterku liði Gróttu-KR. Þess vegna er hér með sent út almennt hvatningar og herútboð til allra Vestmannaeyinga um að fjölmenna á völlinn til þess að stappa stálinu í ÍBV strákana, sem ætla ekki svo auðveldlega að lúta í parket fyrir Gróttu-KR liðinu. Til þess að peppa upp baráttuþrekið munu stuðningsmenn IBV liðsins hita upp fyrir leikinn í Týsheimilinu kl 18:30 á föstudaginn. Með hljóðnemann á vellinum mun verða fullhuginn og hinn andlegi tækl- ari Elliði Vignisson, sem getið hefur sér góðan orðstír með hljóðkerfí um allar Vestmannaeyjar og þó víðar væri leitað. Haft er fyrir satt að Omar muni verða leyniáhorfandi á vellinum og munda þar sína haukfránu linsu til þess að festa á filmu hina ódauðlegu stemmningu. ÁFRAM IBV. MÆTUM NÚ ÖLL OG HVETJUM STRÁKANA OKKAR!!!! Valgarð Thoroddsen, sem hér er að störfum í Rannsóknasetrínu, hefur allt öðrum hnöppum að hneppaáföstudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.