Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 20
Heimtur úr helju Birgir Magnús Sveinsson kominn heim Birgir Magnús Sveinsson, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás úti í Bremerhaven 30. ágúst sl., kom heim til Eyja á fiistudaginn eftir tíu vikna sjúkrahúslegu í Brem- erhaven. Birgir segir að hann sé mjög feginn og ánægður að vera kominn heim og hann sé á góðum batavegi. „Reyndar verð ég dálítið þreyttur þegar líður á daginn, en ég er bjartsýnn og braggast með hverjum deginum." Birgir segir að hann þurfi ekki að fara í neinna endurhæfingu vegna þeirra áverka sem hann hlaut, hins vegar muni hann fara í myndatökur uppi á landi. Hann segir að þetta muni samt taka sinn tíma og hann muni verða frá vinnu að minnsta kosti næstu sex mánuðina. Veistu hvemig lögreglurannsókninni miðar úti í Bremerhaven? „Lögregla á eftir að fá skýrslu frá lækninum sem annaðist mig. Lög- reglan tók skýrslu af mér sex vikum eftir árásina og árásarmennirnir hafa verið yfirheyrðir. Þeir breyta alltaf sögu sinni, svo þeir eru orðnir margsaga. En þetta endar að öllum líkindum í málaferlum, hins vegar eiga þessir glæpamenn ekki neitt og óvíst að segja hver niðurstaðan verður. Þessir menn ganga hins vegar lausir, því það hefur ekki verið hægt að sanna neitt á þá. Þó er vitað að sá sem réðist á mig á líkamsárásaferil að baki.“ Birgir segir að ef Steini skipsfélagi hans hefði ekki bmgðist svo skjótt við sem raun ber vitni og hringt á sjúkrabíl væri hann ekki til frásagnar. „Einnig var ég heppinn að komast á sjúkrahús þar sem færustu læknar í meðhöndlun höfuðáverka starfa, en Steini reddaði þessu held ég með skjótum viðbrögðum." Birgir vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til allra í Eyjum fyrir stuðning og hlýhug í hans garð, auk áhafnarinnar á Breka og ekki síst til Steina. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttum var opnaður reikningur til styrktar Birgi í Sparisjóði Vestmannaeyja. Þeir sem vildu styrkja hann frekar geta snúið sér til Sparisjóðsins. Framsóknarmenn fyrstir Framsóknarflokkurinn á Suður- landi hefur ákveðið framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Skipan þriggja efstu sæta var á- kveðin með kosningu, en uppstilling viðhöfð í önnur sæti á listanum. Efstu sæti listans skipa 1. Guðni Ágústsson alþm., 2. ísólfur Gylfi Pálsson alþm., 3. Ólafía Ingólfsdóttir bóndi og skrifstofumær, 4. sæti skipar Ármann Höskuldsson forstöðunraður Náttúru- stofu Suðurlands og í 11. sæti er Lára Skæringsdóttir. Komnir 500 mílur suður í haf Byr VE er í fyrsta túr á túnfiskveiðum. Samkvæmt fregnum sem blaðið hefur haft af veiðunum, hafa þær gengið frcntur treglega, þ.e.a.s. afli hefur verið lítill. í fyrstu þremur lögnununt fengust þrír fiskar. Aftur á móti mun allur búnaður hafa virkað eins og til var ætlast. I gær var Byr kominn mun sunnar eða rnilli 400 og 500 sjómílur suður í haf og ætlaði að reyna fyrir sér þar. Mjög erfitt er um fjarskiptasamband á svo fjarlægar slóðir og því tókst ekki að ná sambandi við skipið til að grennslasl fyrir unt frekari allabrögð. Daghgar hrélr hmt á kmd mm er. Vóruafgreiðsl a SUIdlngangl 4 Sind 441 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavik AðaHlvfningar Höðlnsgöfu 3 Sími 581 3030 í síðustu viku var 11 ára krökkum úr Hamarsskóla boðið um borð í Vestmannaey að fræðast þar um útgerð og skipakost. Það var útgerðarfélagið Bergur-Huginn hf sem stóð fyrir þessu boði og tilefnið að nú er Ár hafsins. Þessi mynd var tekin af hópnum um borð og Ijóst að krakkarnir voru mjög hrifnir af framtakinu. Gísli Jónasson og Hjörtur Hermannsson með nýjung í atvinnulífinu: Hefja l ramleiðslu á trollkúlum Verksmiðja sem framleiðir trollkúlur úr plasti verður sett upp í Vestmannaeyjum fyrir árslok. Verksmiðjan hefur verið í rekstri í Færeyjum og er framleiðsla hennar þekkt fyrir góða vöru að því er kemur fram hjá Gísla Jónassyni sem er einn eigenda hennar. Verksmiðjan fór í skip í Færeyjum á mánudaginn og verður strax hafist handa við að koma henni upp og vonast Gísli til þess að framleiðsla hefjist fyrir jól. Með Gísla eru Hjörtur Hermannsson og Færeyingur sem átti og rak verksmiðjuna í Færeyjum. Kemur hann til að starfa með þeim meðan framleiðslan er að komast í gang. „Við keyptum Flatir 20 I af Ragnari Baldvinssyni og nú verður hafist handa við að koma upp tækjunum og tengja vatn og rafmagn. Til að byrja með verða tvö störf við framleiðsluna auk sölu og skrifstofustarfa sem ég sé um,“ segir Gísli sem rekur fyrirtkækið G. Stefánsson sem selur veiðarfæri. Sæplast á Dalvík er eina fyrirtækið á Islandi sem framleiðir trollkúlur í dag. Gísli segist hafa í mörg ár selt kúlur frá verksmiðjunni meðan hún starfaði í Færeyjum. „Trollkúlur frá verksmiðjunni eru þekktar fyrir gæði og vel þekktar meðal íslenskra skipstjóra. Eg gat alltaf selt allt það magn sem ég fékk. Kúlumar seldu sig sjálfar vegna gæðanna og ég er strax farinn að fá pantanir .“ Coctail ávextir 1/1 ds. kr. 19B 164 ds. súkkul. núggat, vanilla og jarðarberja Perur 1/1 ds. kr. 179 149 ds. kr.598 433 pk. Ferskjur 1/1 ds. kr. 164 129 ds. Emmess vanillustangir 10 stk. Ananas3/4ds. kr. 139 109 ds. kr. 482 323 pk. Ananas kurl 1/2 ds. kr. H2 87 ds. Emmess smádjæf 6 stk. kr. 364 254 pk. Duni kerti 30 stk. kr. G49 475 pk. NYTT Duni kúlukerti kr. 84 57 stk. KORTATIMABIL

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.