Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 4
4 FRÉTTIR Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Sjávarfang og kjúklingur Sigurmundur Einars- son skoraði á Marinó Sigursteinsson sem sælkera þessarar viku. Sigurmundur minntist á uppskrift að fiski- bollum og Marinó kannaðist við það mál._ „Ég þakka fyrir traustið. Fiski- bolluuppskriftin er nú eiginlega tengd vini mínum Guðjóni frá Látrum. Einhverju sinni var Guðjón með hópi manna úti í Hrauney og átti hann að sjá um matseld sem ekki er hans sterkasta hlið. Anna Svala hljóp undir bagga áður en haldið var út í ey og tíndi til handhægan mat sem auðvelt átti að vera að elda. Þegar bóndinn kom heim spurði hún hvemig hefði gengið í eldamennskunni. „Jú,“ sagði Gaui, „það var ekkert mál með bjúgun, ég tók bara skinnið af þeim. En það er stórhættulegt að elda þessar fiskibollur." Skýringin á því var sú að hann tók dósina, setti hana óopnaða í pott og sauð dágóða stund. Þegar hann tók svo dósina upp úr pottinum byrjaði hann á því að brenna sig á puttunum og svo tók ekki betra við því að dósin sprakk og innihaldið dreifðist um allan veiðikofann. Það tók Guðjón snöggt um lengri tíma að þrífa eftir þá eldamennsku heldur en að elda. En hér ætla ég að koma með tvær uppskriftir, aðra að forrétti og hina að bragðsterkum kjúklingarétti. Sjávarréttaforréttur, a la Hciða Björk: nokkrir humarhalar I dós skelfiskur ca. 2 hnefarrækjur slatti af sveppum 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 dl sætt sinnep salt og pipar 1 peli rjómi Smjörsteikið humar, skelfisk, rækjur, Marinó Sigursteinsson er sælkeri þessarar viku sveppi og papriku á pönnu, kryddið með salti og pipar. Hellið vökvanum af pönnunni, hellið rjómanum yfir og bætið sinnepinu út í. Látið malla á lægsta hita í nokkrar mínútur. (Það má láta ríflega af sinnepinu, rétturinn verður bara bragðmeiri við það) Sterkur kjúklingur: 1-2 kjúkiingar 1 peli rjómi (1 Vi ef notaðir em fleiri en einn kjúklingur) Sósa: 3 dl tómatsósa (ca. ein meðalstór tómatsósuflaska) 1 Vi - 3 tsk. pipar 2 -3 tsk. karrý (gæta verður þess að hafa ekki of sterkt karrý ef böm eiga að borða réttinn, alls ekki meira en 3 tsk. og ekki minna en 1 Vt. bragðsins vegna) 1 tsk. salt Hrærið öllu saman sem á að fara í sósuna. Af eigin reynslu er nóg að hafa einum fjórða meira af öllu í sósuna séu fleiri en einn kjúklingur notaðir í réttinn. Hlutið kjúklinginn í tvennt og setjið í ofnskúffu með álpappír undir. Smyrjið sósunni á kjúklinginn (ekki þó allri), setjið hann í ofninn og bakið við 200° hita í 30 mínútur. Hellið þá tjómanum yfir og bakið áfram í 30 mínútur. Rjómanum sem blandast hefur sósunni, er ausið yfir fjómm til sex sinnum á síðustu mínútunum. Berið kjúklinginn fram með sósunni í sér skál, hrísgrjónum og fersku salati. Blandið t.d. saman kínakáli eða iceberg, papriku, tómötum og gúrku. I salatsósu er gott að nota appelsínusafa (Egils djús), blandaðan með majonesi og hrært saman þannig að liturinn sé Ijósgulur. Til hátíðabrigða má blanda rjóma saman við sósuna, hún verður mýkri við það. Þessi réttur hefur verið í miklu uppáhaldi á mínu heimili um árabil og vel þess virði að prófa hann og vanda sig við matargerðina. Rétt er þó að benda á að hann er bragðmikill og því mæli ég með ís í eftirrétt. Ég ætla að skora á Sigurð Sigurðsson, betur þekktan sem Didda í Svanhól sem næsta sælkera. Honum getur tekist ágætlega upp ef hann nennir því.“ Óskar Björgvinsson Ijósmyndari hefur átt margar fallegar myndir í Fréttum á þessu ári. Aðaistarf hans er raunar að taka myndir af fólki en Óskar hefur næmt auga fyrir fegurð í náttúrunni eins og lesendur Frétta hafa fengið að kynnast. Óskar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Óskar Björgvinsson. Fæðingardagur og ár? 5. september 1942. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Steinu Fríðsteinsdóttur. Ég á einn strák og hún tvo og til samans eigum við þvíþrjú böm. Menntun og starf? Lærður Ijósmyndari og starfa sem slíkur. Laun? Misjöfn. Helsti galli? Of nákvæmur enda í meyjarmerkinu. Helsti kostur? Geðgóður Vestmannaeyingur. Uppáhaldsmatur? Ét allt sem að kjafti kemur. Versti matur? Enginn matur vondur. Uppáhaldsdrykkur? Undanrenna og mjólk dags daglega, eitthvað sterkara við mjög hátíðleg tækifæri. Uppáhaldstónlist? Eins og með matinn, alæta á allt. Hvaðer það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er starfið, ýmiss konar myndatökur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það er eiginlega ekkert leiðinlegt sem ég geri. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Borga skuldir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Það liggur enginn þeirra mjög þungt á mér þessa dagana. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég er lítill áhugamaður um íþróttir. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Kirkjukórnum og harmonikufélaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir. Uppáhaldsbók? Kiljan, sérstaklega BrekkukotsannáH. Hvað metur þú mest ífari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest ítaugarnar á þér ífari annarra? Hið gagnstæða. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þeir eru margir, t.d. Borgarfjörðurinn og að sjáifsögðu heimabyggðin, hér er mikið myndefni. Hvernig starf er að vera Ijósmyndari? Það er mjög fjölbreytt og skemmtilegt ogþarfað beita mikilli sálfræði, sérstaklega þegar börn eiga íhlut. Hvort er skemmtilegra að taka myndir af fólki eða af náttúrunni? Það er skemmtilegra að taka myndir af fólki en auðveldara að taka myndir úti í náttúrunni. Áttu þér eitthvert uppáhalds „mótrf?" Nei, ekkert sérstakt, þau koma bara upp í hendurnar á manni, oft alveg á óvart. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? ■Myndavél? Flókið tæki. ■Ljósmynd? Dýrmætt augnablik. ■Róbert i Prýði? Fínasti náungi. Eitthvað að lokum? Er ekki rétt að fólk fari að panta tímanlega í jólamyndatökurnar? Oskar Björgvinsson er Eyjamaður vikunnar ALÆTA Á MAT OG TÓNJIST Stúlka. Þann 27. september eignuðust Halldóra Svavarsdóttir og Sigurjón Ingvarsson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 54 sm að lengd. Með henni á myndinni er stóra systir Thelma Osk. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir. O r ð s p o r Golfleikarar í Vestmannaeyjum stunda sína íþrótt al[an ársins hring hvernig sem viðrar. A laugardag hófst hjá GV vetrarmót félagsins og tóku 24 þátt í því. Einn þeirra var okkar maður á Fréttum, Sigurgeir Jónsson og.voru með honum í holli þeir Olafur Kristinsson, hafnarstjóri og Magnús Sveinsson, olíukaupmaður með meiru. A 5. braut átti okkar maður gott teighögg og enn betra hö.gg inn áflöt, u.þ.b. 2 metra frá holu. í því að hann var að búa sig undir að pútta niður og ná sér [ „birdie" kom hundur þjótandi á harðaspretti inn áflötina, tók kúluna í kjaftinn, hljóp með hana eina fimmtíu metra frá flötinni og lagði hana við fætur eiganda síns sem var enginn annar en Aðalsteinn Ingvarsson, vallarstjóri hjá golfklúbbnum. I\lú var úr vöndu að ráða, samkvæmt stífustu HUSEY jct HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA reglum hefði hundurinn átt að fara með kúluna til baka á sama stað eða þá eigandi hans. Ella hefði okkar maður orðið að slá sitt þriðja högg frá nýja staðnum. Samkomulag varð þó um að okkar maður fengi að flytja kúluna á fyrri stað án vítis og var svo gert. En svo var okkar manni brugðið við þessa atburði að honum tókst að þrípútta vegalengdina sem eftir var og fékk því ekki „birdie“ heldur það sem félagar hans kölluðu „voffie." Þá er kúlu- tegund okkar manns ekki lengur kölluð Top Flite heldur „Pedigree.“ Og vart þarf að taka f[am að félögum hans tveimur, þeim Olafi og Magnúsi, stökk að sjálfsögðu ekki bros meðan á öllum þessum hamagangi stóð, né heldur hafa þeir minnst á þennan atburð síðan enda sérlega grandvarir menn og nærgætnir að eðlisfari, báðir tveir. A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Fleima- götu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Spora- fundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 19:00 og 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. A döfinni 19. nóvember UK 17, D7 tónleikar 21. nóvember lslandsmeistaramótið í vaxtarrœkt í Islensku Operunni. Styrktarmannatónleikar L V Opið hús hjá Björgunarfélaginu 28. nóvember Fjaran byrjar með jólahlaðborð Hertoginn byrjar með jólahlaðborð Bangsimon vœntanlegur á jjalirnar hjá Leikfélaginu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.