Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Frábærir tónleikar Á flmnrtudaginn í síðustu viku koniu góðir gestir til Eyja. Það voru þau Gunnar Kvaran, selióteikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Tilefni heimsóknar þeirra er liður í tónlistarverkefninu „Tónlist fyrir alla" sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytis með stuðningi Norðmanna og er markmiðið að efla tónlistarlegan gír grunn- skólabarna á landinu og annarra þeirra sem áhuga hafa á því að styrkja tónlistarlegan þroska sinn. Gunnar og Selma spiluðu fyrir grunnskólabörn í Vestmanna- eyjum bæði fimmtudag og föstudag og luku síðan heimsókn sinni með almennum tónlcikum í Safnaðarheimili Landakirkju síðastliðið föstudagskvöld. Gunnai' og Selma sögðu að þau hafi gert mjög ánægjulega ferð í grunn- skólana í Eyjum. „Við kynntum hljóðfærin og sögðum frá í tali og tón- um. Reyndar var nokkuð léttara pró- gram hjá þeim heldur en við vorum með á tónleikunum. Það er alltaf gaman að hitta skólaæskuna, en börn eru nú alltaf börn og þurfa kannski að vera meira á hreyfingu, en þeir fullorðnu." Aðspurður sagði Gunnar að Vest- mannaeyingar byggju við svipaða möguleika og aðrir landsmenn hvað varðar tónlistarkennslu, en hins vegar séu tækifærin heldur færri til tónleikahalds en gerist á fastalandinu. „Þó vantar kennslu á strengjahljóðfæri hér í Eyjum, sem mér finnst að sjálfsögðu miður, en vonandi stendur það til bóta.“ Til þess að tónleikamir fæm nú ekki framhjá fólki fengu grunnskólabömin tilkynningu með sér heim um að hvetja foreldra til að mæta á tón- leikana. Það er skemmst frá því að segja að ekki virtust Vestmanna- eyingar eiga heimangengt þetta kvöld því einungis mættu um tjörutíu manns á tónleikana. Þótti undirrituðum það slæleg mæting og kom nokkuð á óvart, þar sem Eyjamenn eru annálaðir áhugamenn um tónlist, eins og sést vel á virku starfi Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Gunnar Kvaran er löngu lands- þekktur fyrir sellóleik sinn og tón- listarkennslu og hefur komið fram Gunnar og Selma á tónleikunum í safnaðarheimilinu. sem einleikari og í kammertónlist víða um heim. Gunnar er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og kennir þar. Hann hefur og leikið intt á hljómdiska, meðal annars ásamt Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Selma Guðmundsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleikaraprófi, en hélt síðan til framhaldsnáms í Þýskalandi. Selma hefur haldið fjölda ein- leikstónleika hér heima og erlendis, auk þess að leika kammertónlist og einleik með hljómsveit. Hún hefur og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvaip, auk þess að leika inn á hljómdiska. Selma starfar nú meðfram tónleika- haldi sem píanókennari við Tón- listarskólann í Reykjavík. Tónleikarnir í Safnaðarheimilinu voru einstaklega vel heppnaðir og ein mikil skrautfjöður í hatt þeitra sem að stóðu. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Vivaldi, Beethoven og Schumann auk nokkurra smáverka; Ave Maria eftir Bach-Gounod, Rondó eftir Boccerini, Svaninum úr hátíð dýranna eftir Saint Saéns, Tarantella eftir Henry Squire og Vocalise eftir Rachmaninoff. Undirritaður hefur löngum verið aðdáandi Vivaldi og barroksins, en á tónleikunum var flutt sónata nr. 5 í e- moll fyrir selló og pínaó Flutningur þessarar sónötu lyfti brúninni og leik- urinn náði dramatísku hástigi í síðari largo kaflanum. Seinna verkið sem flutt var fyrir hlé var sónata op 69. í a- dúr fyrir selló og píanó. Það var góð samstilling milli píanósins og sellósins í flutningi Gunnars og Selmu, enda talið að eftir því sem leið á slíkar tónsmíðar hjá Beethoven hafi hvomgt hljóðfærið hallað á hitt. Mjög virkt sæði fyrir hlustimar. Eftir hlé voru flutt fimm smáverk eftir ýmsa höfunda. Var hvert verkið öðru fallegra og vel flutt af þessunt miklu og góðu flytjendum. Tónleik- unum lauk svo á Fantasiestúcke op. 73 eftir Schumann sem skannaði tilfinn- ingaflóruna af miklum krafti. Tónleikagestir klöppuðu listamönn- unum lof í lófa og uppskáru aukalag, Ceceliene eftir Mariu Theresu Van Pamasse, sem var listilega fiutt og tónleikagestir gengu því mettir á sálinni út í haustkvöldið. Benedikt Gestsson Sýningin í íslandsbanka Eins og menn rekur minni til efndi íslandsbanki til mikillar teiknisamkeppni fyrir gmnn- og leikskólabörn í Eyjum í tengslum við ferðir sem Islandsbanki bauð bömunum í að kví Keikós í haust. Þema keppninnar var Georg og Keikó, en alls bámst um 300 myndir í keppnina. Islandsbanki hefur nú rammað inn og hengt upp verðlaunamyndimar í afgreiðslu bankans ásamt öðmm myndum sem bárust í keppnina. Óhætt er að vekja athygli fólks á sýningunni, því þar má sjá margar skemmtilegar upplifanir bamanna af heimsókninni til Keikós. Að sögn Sigurðar Más Friðriksson þjónustustjóra bankans mun myndunum verða skipt út reglulega svo allir fái nú að njóta þess að hafa tekið þátt í keppninni og sjá afraksturinn á sýningu. Á myndinni má sjá verkin sem fengu verðlaun í samkeppninni. F.v. Elsa, Guðjón, Sigrún Inga og Þorgerður. Þrjár konur í bæjarráði Það var trúlega tímamótafundur hjá bæjarráði síðastliðinn mánudag, vegna þess að að fundinn sátu þrjár konur. Það voru Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, sem sat fundinn sem varamaður Sigurðar Einarssonar og Þorgerður Jóhannsdóttir sem sátu þennan tímamótafund. Guðjón Hjörleifsson sat hins vegar fundinn sem bæjarstjóri eins og hann gerir ævinlega. Ekki er vitað til að slíkt kvennaríki hafi áður átt sér stað í bæjarráði Vestmannaeyja, enda hefur verið karlaveldi á þessum fundum allt fram undir 1980. Hugsanlega má færa þetta til bókar á landsvísu, það er þó nefnt hér án ábyrgðar. Sigurgeir Jónsson skrifar uftmtudcgi Af fréttum og fyrirspumum í síðusta blaði Frétta las skrifari fremur kynduga frétt. Sú var ættuð úr bæjarráði og venjulega eru fréttir af þeim vettvangi ekki mjög kyndugar í sjálfu sér, oftar þurrar og bragðdaufar þótt þær séu náttúrlega oftast hinar merkilegustu. En það sem skrifara þótti hvað kyndugast við fréttina, sem tekin var orðrétt úr bókun bæjarráðs, var að þar var bæjarfulltrúa V-listans bent á að heimsækja einn af góðborgurum þessa bæjar, Odd Júlíusson, til að afla sér upplýsinga um ýmislegt sem viðkemur bæjarfélaginu og rekstri þess. Skrifari hélt í sakleysi sínu að bæjarfulltrúar, allir sem einn, hvort sem þeir tilheyra meirihluta eða minnihluta, ættu þess kost að fá að ganga í þá pappíra sem heyra bæjarfélaginu til. Nú er honum ljóst að svo er ekki heldur þurfa fulltrúar, alla vega þeir sem eru í minnihluta, að banka upp á úti í bæ, vilji þeir fylgjast með afgreiðslu mála. Þarna mun vera um nýskipan mála að ræða og veit skrifari ekki til að slíkt sé stundað hjá öðrum bæjarfélögum en er sjálfsagt mjög til bóta og gæti létt ýmiss konar kvabbi og leið- indum af bæjarfulltrúum og embættismönnum. Nóg hafa þeir nú á sinni könnu fyrir. Ekki er skrifari alveg með á hreinu hvers vegna bæjarfulltrúa minnihlutans var bent á Odd Júlíusson sérstaklega vegna upplýsingaöflunar. Nú veit skrifari hins vegar að Óddur Júlíusson er starfsmaður bæjarins og hefur verið um alllangt skeið. Tæplega er sú þó skýringin og nærtækari sú að Oddur hefur unt langt tímabil verið öðmm iðnari við að senda fyrirspumir til bæjarráðs og krefjast upplýsinga um hin aðskiljanlegustu mál er snerta bæjarfélagið. Kom enda fram í áðurnefndri frétt að Oddur mun eiga 99% af þeim svömm sem send hafa verið út vegna fyrir- spurna um mál á vegum bæjarins. (Nógu væri nú gaman að vita hver eða hverjir em þetta eina prósent). Þar með er lfkast til komin skýringin á því að fólki er bent á að banka upp á hjá Oddi Júlíus- syni, samkvæmt þessu er hann sá sem hvað best er öllum hnútum kunnugur hjá bænum, hefur svör við öllum spumingum á takteinum og því óþarfi að vera að ónáða önnum kafna bæjar- fulltrúa og embættismenn. Þá kom einnig fram í fréttinni frá bæjarráði að þessi upplýsingaaustur (sem 99% er vegna Odds Júlíussonar) kostaði bæinn hundruð þúsunda á ári. Nú hefði skrifari gjaman viljað fá nánari sundurgreiningu á þeim kostnaði, til að mynda hver skipting hans er í póstburðargjöld, ljósritun, faxsendingar og vinnulaun svo að eitthvað sé nefnt. Kannski fáum við að sjá það í ársuppgjöri þegar þar að kemur. Þá er talan „nokkur- hundmð þúsund“ ekki par nákvæm. Samkvæmt skilningi skrifara getur hún leikið á bilinu 300 þúsund til 900 þúsund, kannski mitt á milli eða eitthvað nálægt 600 þúsundum. Það gerir í kringum fimmtíu þúsundir á mánuði og er nokkuð drjúgt, sérstaklega ef haft er í huga hve fáir aðilar njóta þessarar þjónustu. Raunar einn aðili sem nýtur 99% af þjónustunni. Nú má fastlega reikna með að fleiri komi til með að vilja nýta sér þessa þjónustu og þá hlýtur kostnaðurinn að aukast. Hingað til hefur bæjarritari séð um að dreifa umbeðnum upplýsingum en sýnt þykir að hann muni vart anna því lengur, bætist fleiri í hópinn sem vantar upplýsingar, samanber bókun meirihluta bæjan'áðs um að fólk leiti upplýsinga hjá Oddi Júlíussyni. í fljótu bragði sér skrifari ekki aðra leið í stöðunni en að bæta við svo sem einu stöðugildi hjá bæjarskrifstofum. Raunar væri einnig sá möguleiki að Oddur Júlíusson tæki við sem bæjarfulltrúi, hann myndi örugglega ekki telja eftir sér að veita upplýsingar. Það yrði þó væntanlega að gerast í kosningum og því fulllangt þess að bíða. Þá yrði einnig að tryggja honum sæti í meirihluta bæjarstjómar og gæti orðið enn lengra að bíða þess. En skrifari sér aðra lausn á málinu og hana mun einfaldari og nærtækari. Ef bæta þarf við stöðugildi hjá bæn- um þykir skrifara það einfalt mál að færa Odd Júlíusson til í starfi og gera hann að upp- lýsingafulltrúa bæjarins. Þar með myndi Oddur hverfa frá fyrra starfi, sem hann hefur sinnt með ágætum, og taka við nýju starfi sem skrifari er viss um að hann myndi einnig sinna af mikilli kostgæfni enda orðinn málum þar vel kunnugur. Vart er líka hægt að hugsa sér betri meðmæli en þau að meirihluti bæjarstjómar skuli vísa beint á hann þegar einhvers þarf að spyrja. Skrifari mælir því eindregið með því að upplýsingamál bæjarins verði leyst á þennan hátt. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.