Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 9
Fimmtudagur 19nóvember 1998 Fréttir 9 3Úið, þó starfsævinni ljúki erlendar. Það var aldrei ætlunin að fara út í neina framleiðslu á þessu. Ég var aðallega að búa þetta til, til að hafa eitthvað fyrir stafni og fá útrás fyrir þessa dútl áráttu mína, og gaf þetta börnum og bamabömum. Svo spurðist þetta út og fólk fór að hnýsast í þetta hjá mér. Eftir það fór þetta að aukast og fólk var að kaupa þetta af mér til að gefa vinum og vandamönnum í tækifærisgjafir.“ Einar segir að það sé að ýmsu að hyggja í sambandi við pennasmíðina. „Ég þarf að kaupa inn efnið í þá, það er bæði viðinn og þá málmhluti sem eru í petinum, en hann er húðaður með fjórtán eða tuttugu og fjögurra karata gulli. Þegar ég er búinn að renna viðinn, er þetta spuming um samsetninguna, en þetta er töluverð nákvæmnisvinna. Svo verður að vera samræmi í lit og æðunum í viðnum. þannig allt falli í rétt saman.“ Selurðu þessa hluti í verslanir, eða héma heima? „Bæði og. Hún Kata í Viðey óskaði eftir að fá að selja í búðinni hjá sér þessa hluti sem ég hef verið að smfða. Ég lét til leiðast með það. Hún er því bæði með penna og piparstaukana í umboðssölu. Stund- um hef ég þó fengið sérpantanir og ég hef reynt að koma til móts við slíkar óskir. Þetta hefur gengið þokkalega og ég er ánægður ef ég kem á sléttu út úr þessu, eða þetta gerir í blóðið sitt eins og sagt er.“ Einar segir að þessi smíðavinna hjá sér sé að mestu leyti bundin við veturinn. „Ég hef það mörg önnur áhugamál sem ég stunda yfir sumarið að það er lítill tími til að sinna smíðunum. Ég stunda mikið golf og fer í úteyjar í lunda og slíkt á sumrin. Mér finnst vanta eitthvað í árið ef ég kemst ekki í útey á sumrin. Smíðamar em því aðallega stundaðar í svartasta skammdeginu og þegar vont er veður." Þér fellur þá aldrei verk úr hendi? „Ég veit að minnsta kosti ekki hvað það er að láta sér leiðast, en ég held að það hjóti að vera gífurlega leiðinlegt að láta sér leiðast. Ég hef alveg nóg fyrir stafni og stundum hvarflar að mér að ég hafi aldrei haft svona mikið að gera þegar ég var til sjós eins og nú eftir að ég er kominn í land. Það er allur dagurinn bókaður. Það er hins vegar gott að geta stjómað sínum tíma sjálfur og hafa möguleika á því að breyta til.“ Einar segir að að sé að ýmsu að hyggja í sambandi uið pennasmíðina. „Ég Harf að kaupa inn efnið í bá hað er bæði uiðinn og bá málmhluti sem eru í pennum. en beir eru húðaðir með f jórtán eða tuttugu og fjögurra karata gulli. Fiddi segist aldrei hafa komið nálægt smíðum áður, þó geti hann kannski ekki svarið það af sér að hafa komið nálægt smíði þriggja húsa um ævina, auk þess að hafa dyttað að ýmsu heima hjá sér. „Ég hef hins vegarengin próf í smíðum. Ég lærði til málara á sínum tíma, en kláraði það aldrei, aftur á móti hef ég ferskfisk- saltfisk- og síldarmatsréttindi og skipstjómarréttindi.“ En snúum okkur aftur að því sem verður til í rennibekknum hjá þér. Úr hvað viði smíðar þú? „Aðallega hef ég gert skálamar og kertastjakana úr mahogny og hef líka smiðað úr límtré, sem er eingöngu fura. En þetta þarf allt sinn tfma áður en farið er að smíða úr þessu, því að þetta er lifandi efni og verður að vera orðið vel þurrt, svo það springi ekki.“ Og Fiddi sýnir mér ýmsar stærðir og gerðir af óunnum viði ásamt skálum og stjökum. Hann bendir mér líka á skáp- ana sem eru á öllum veggjum og hver og einn númeraður. „Þetta er bara hluti af prógamminu og skipulaginu eins og sagt er. Það eiga allir hlutir sinn stað og tíma og það er nauðsynlegt að vita hvar er hægt að ganga að þeim. Ég veit hvar i allir hlutir eru og skipulegg allt hér í l samræmi við það sem hentar mér. Svo er þessi rennibekkur mjög fullkominn og að sama skapi dýr, en hann hentar gömlum manni eins og mér ágætlega. Til dæmis er patrónan í bekknum svo kölluð kanadísk patróna, sem þarf ekkert vesen við. Ég verð að eiga allar græjurnar sjálfur, því ég nenni ekki að hlaupa með einhverja hluti út um allan bæ og biðja aðra um að gera eitthvert smotterí fyrir mig. Ég vil vera sjálfum mér nógur um alla hluti. Að minnsta kosti flesta hluti.“ Fiddi stendur upp og sýnir mér blásara sem hann útbjó. „Þetta er bara mix,“ segir hann. „Spaðinn er úr gömlum Hillman Hunter, sem varensk bíltegund, svo setti ég svona trekt framan á og spjald, þannig að ég get beint blæstrinum í þá átt sem ég vil." Fiddi segist ekki hafa margt annað fyrir stafni, nema ræktunarstörf og slíkt, en það sé ekki til umræðu núna og tekur fram stóra breddu úr skáp númer þrjú. „Þetta er gömul sveðja sem ég nota á rabarbarann. Hún brotnaði einu sinni, en ég lét sjóða hana saman aftur og hún er góð í rabarbarann. Héma í skáp númer sex er svo afgangurinn frá því í veiðiferðinni í sumar, það getur verið gott að eiga eitthvað slíkt þegar stekkur á mann hrollur," segir Fiddi glað- hlakkalegur að lokum. m i m Helga: Það getur uerið að Vestmannaeyingar séu heldur feimnir uið að koma suona í heímahús í uerslunarerindum. En betta er að breytast held ég. Þó að fólk kaupi ekkert bá er alltaf hægt að kíkja í kaffi og skoða. Kynslóðimar mætast í handverkinu -segir Helga Tómasdóttir sem sem framleiðir minjagripi Ein er sú lítil vinnustofa sem ekki lætur mikið yfir sér. Það er lítið forstofuherbergi, Lundaholan á Heiðarveginum, hvar ræður ríkjum Helga Tómasdóttir ásamt dætrum sínuni Irisi Sæmundsdóttur og Evu Hreinsdóttur. Helga hefur rekið Lundaholuna á annað ár, en þar hefur hún verið að föndra og srníða ýmsa smáhluti, að hafa ofan af fyrir sér. Reyndar vinnur Helga ennþá hálfan daginn í Isfélaginu, en samt sem áður hefur hún einhverja þörf fyrir að búa eitthvað til í hönd- unum. Það er sterkur ilmur af kerti sem fyllir vitin þegar ég kem inn og Helga og íris bjóða mig velkominn í Lundaholuna. „Eg er enginn lista- maður," segir Helga. „Iris er miklu flinkari í höndunum. Við erum hins vegar alveg á byrjunarreit og ekki gott að segja hvernig þróunin verður í þessu hjá okkur. Við ætlum þó ekkert að gefast upp.“ Helga segist hafa byrjað auglýsa Lundaholuna úti á stétt í fyrrasumar. „Þá var lítil hreyfing á hlutunum, en í sumar hefur þetta verið mun betra. Sérstaklega hafa útlendingarnir verið duglegir að líta inn. Vestmanna- eyingar hafa verið eitthvað feimnari. Ég byrjaði á því að prjóna lopapeysur og bjóða til sölu en ég hef alltaf prjónað og peysurnar ganga alltaf úl. Ég hef líka prjónað dúkkuföt og fékk kort og heimboð frá einum við- skiptavini sem kom hingað í sumar. Síðan fór ég út í það að hanna minjagripi, sem væru sérstaklega einkennandi fyrir Eyjar og þá er nú lundinn nærtækastur, en Keikó er mættur og kemur líklega til með að setja mark sitt á Eyjar. Enda lagði jólasveinninn inn pöntun á dögunum og bað mig um að búa til brjóstnælur með mynd af Keikó til að setja t' skóinn, en Iris hefur verið mjög iðin við þetta líka.“ Þær mæðgur segjast hafa nóg af hugmyndum til þess að vinna úr, en það taki dálítinn tíma að koma sér af stað. „En við mætumst héma í föndr- inu. Reyndar eru dæturnar meira í hlutum sem íslenskir ferðamenn hafa meiri áhuga á. Ég aftur á móti hef gert meira sem útlendingar hafa sýnt áhuga og er reyndar alltaf jafn hissa á því. En það er mjög gaman að fá útlendingana hingað inn, því þeir eru svo óþvingaðir og alltaf til í að spjalla. Ég hef látið liggja hérna frammi ljósmyndir úr gosinu og þær vekja alltaf mikla hrifningu útlendinganna." Þær segjast ekki hafa lært eilt né neitt í sambandi við svona tóm- stundaföndur, þó fóru þær báðar á kántrý námskeið, sem þær segja að haft verið mjög vinsæl í Eyjum. „Það er mjög gaman að hitta annað fólk sem er að skapa eitthvað sjálft. Við tókum líka þátt í handverksmarkaði sem var í desember í fyrra og verður aftur núna fram að jólum. Það er mjög góð stemmning ylir þeim markaði og við vonum að hún verði ekki síðri í ár. Það er líka ætlunin að opna fyrr, til þess að fólk sem vill senda vinum og vandamönnum í útlöndum eitthvað fyrir jólin, haft tímann fyrir sér." En hvernig hafa Vestmannaeyingar sjálfir tekið þessu framtaki að eiga þess kost að versla ýmiss konar smíðisgripi í heimahúsi? „Það getur verið að Vest- mannaeyingar séu heldur feimnir við að koma svona í heimahús í verslunarerindum. En þetta er að breytast held ég. Þó að fólk kaupi ekkert þá er alltaf hægt að kíkja í kaffi og skoða. Það er líka hluti af stemmningunni að skoða það sem í boði er. Stundum kvikna ýmsar hugmyndir í tengslum við þetta. Því fólk kemur kannski með séróskir, sem við reynum þá að bjarga.“ Iris vinnur í Oddinum og keppir og þjálfar hjá ÍBV. „Nú fer stór hluti af tómstundunum í að búa eilthvað til og láta sér detta eitthvað í hug sem hægt væri að nýta í sköpunina. Það er að minnsta kosti lítið horft á sjónvarp. Það getur verið hættulegt að hætta og maður verður að vera vakandi í þessu. Annars hefur það ekki verið til vandræða hingað til. Maður gleymir sér í þessu þegar maður er byrjaður, þó við höfum verið frekar rólegar nú í haust.“ Sérðu þig í anda íris, gamla konu sitjandi við handverk hérna í Lundaholunni? „Já, engin spurning. Ég tala ekki um ef Heimir gefur mér borvél í jólagjöf. Ég er alla vega ekkert á því að hætta þessu," sc. ir Iris og Helga tekur undir með henni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.