Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Qupperneq 11
Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Fréttir 11 Grímur Marinó Steindórsson listamaður: Er ákveðinn í að gefa bænum listaverk -þó það verði ekki staðsett á syðri hafnargarðinum Grímur Marinó Steindórsson myndlistarmaður var í Vest- mannaeyjum í síðustu viku þar sem hann vann að sniíði skúlptúrs, sem einnig á að gegna hiutverki inn- siglingarljóss í Vestmannaeyjahöfn. Fyrirhuguð uppsetning verksins er í Skanstjörunni. Grímur segir að hafn- arstjóm hafi farið þess á leit við sig að hanna og smíða verkið. „Verkið, sem ég kalla Hörpu, er unnið úr sýmþolnu ryðfríu stáli, en hugmyndin og þemað að baki verkinu er ijögurralaufasmári, sem er gæfumerki í vitund manna. Þess vegna þótti mér við hæfi að nota form smárans. I gegnum smárann ganga svo rör, sem má reikna með að gefi frá sér hljóð í vindi. A skúlp- túmum, sem verða mun um ljögurra metra hár, verður einnig staðsettur vindmælir, loftvog og hitamælir." Grímur segir að þegar hann hafi farið að vinna að verkinu hafi hann fengið þá hugmynd að gefa verk sem hann hafði nýlokið smíði á og setja á syðri hafnargarðinn, en eins og kunnugt er gerði Grímur skúlptúrinn á nyrðri hafnargarðinum, sem einnig gegnir hlutverki innsiglingarljóss. „Mér datt í hug að gefa höfninni verkið til þess að setja í stað vitans sem nú er á syðri hafnargarðinum og orðinn mjög illa farinn. Það var búið að samþykkja þá hugmynd, þegar gerðar voru athugasemdir um að varðveita bæri vitann í núverandi mynd." Grímur segir að þessar athuga- semdir hafi komið sér á óvart, sér í lagi þar sem enginn hafði séð verkið sem hann hefði í gert og myndi einnig gegna hlutverki innsiglingarljóss. „En ef menn vilja friða vitann og gera hann upp í núverandi mynd, þá er það allt í lagi af minni hálfu. Mér skilst að þessi viti hafi nokkurt sögulegt gildi og ef sú verður niðurstaðan má hugs- anlega koma skúlptúmum, sem ég var með í huga, fyrir á öðrum stað.“ Nú átt þú verk víða um eyjuna og þar á meðal á nyrðri hafnargarðinum. Fyndist þér ekki sanngjamt að einhver annar fengi að spreyta sig, ef núverandi viti yrði rifmn á annað borð? „Ég hef þá trú að enginn myndi gera verkið í samjöfnuð við þá hug- mynd sem ég hef gert. Ég er nú fæddur í Vestmannaeyjum og þessi skúlptúr er hugsaður sem gjöf til æskustöðvanna og því ekki óeðlilegt að leitað sé til mín, eða ég gefi verk til minnar heimabyggðar. Rætumar em í Eyjum.“ Grímur segir að hugmyndin að baki skúlptúmum sem hann vill gefa höfninni og setja á syðri hafnargarðinn séu skrúfublöð úr stáli sem hann smíðar form utan um. „Þessi form em svo hugsuð sem upphafning skmfublaðanna. Verkið er um þrír og hálfur metri að hæð og hugmyndin er að nota sökkulinn sem núverandi viti hvílir á. Við hlið skúlptúrsins er svo súla með innsiglingarljósi.“ j 1 Ju llfvÁ ''' 1 ' Mtri — — J&KÍáÍr ' | Grímur Marjnó við verkið sem hann vill gefa Vestmannaey- ingum. Á efri myndinni er listamaðurinn við fjögurra- laufasmárann sem Vestmannaeyjahöfn bað hann að vinna. Haldið upp á 80 ára afmæli Björgunfélagsins I ár em liðin 80 ár frá því að menn komu saman til að stofna Björgunarfélag sem hafði það að markmiði að fá björgunarskip til Eyja. I tilefni af þessum tímamótum verður Björgunarfélagið með opið hús á laugardaginn að Faxastfg 38 auk þess verður björgunarbáturinn Þór til sýnis við Tangabryggju. Einnig verður gefið út afmælisrit sem borið verður í hús næstu daga. Það er von okkar Björgunarfélagsmanna að Vestmannaeyingar korni og skoði þau tæki og tól sem björgunarsveitarmenn hafa yfir að ráða . Til dæmis rústabjörgunarkerru og önnur tæki sem Björgunarfélaginu hafa áskotnast á síðustu ámm. Árshátíð Björgunarfélagsins verður svo haldin í Akóges um kvöldið og hefst kl. 20:00 Með kveðju. Björgunarfélag Vestmannaeyja. Fréttatilkynning Kristinn R. með nýja bók Kristinn R. Ólafsson skáld og fjölmiðlungur er Vestmanna- eyingum að góðu kunnur, enda maðurinn fæddur í Eyjum og hefur löngum haldið tengslum við sína heimabyggð, þótt hann hafi dvalið langdvölum á suðrænum slóðum. Þann 12. nóvember kom út skáld- sagan Pósthólf dauðans eftir Kristin. Kristinn sagði í stuttu spjalli að sagan segði frá öldruðum Spánverja sem finnst látinn á heimili sínu í Madríd haustið 1992. „Öll ummerki bera vitni um óvenjulegan dauðdaga, líklega morð. Sá gamli reynist hafa verið vopnabróðir Hermanns B. Hermannssonar, Islendings nokkurs er barðist í spænsku borgara- styrjöldinni á fjórða áratug aldarinnar. Hermann þessi gaf á sínum tíma út bók um reynslu sína í stríðinu og nefnir þar þennan félaga sinn á nafn og kallar hann vin sinn og lífsbjargarmann. Ljósrit af þessari löngu ófáanlegu bók hefur rekið á fjörur íslensks útvarpsfréttaritara í Madríd. Hann leitar uppi Spán- verjann og hefur verið að taka við hann viðtöl þegar morðið er framið. Fréttaritarinn liggur því undir grun lögreglu og um leið nokkurs konar ásókn hins myrta svo að hann verður að fara á stúfana og reyna að leysa morðgátuna, og skrifa sig frá gamla manninum. Kristinn segir þetta spennandi sögu þar sem nýstárleg efnistök og stílgaldur höfundar breyti lestrinum í nautn. Pósthólf dauðans er önnur skáld- saga höfundar en sú fyrsta, Fjölmóðs saga föðurbetrungs, kom út hjá Ormstungu 1996. Árið 1979 birtist ljóðabókin Inní skóginn, rituð undir pennanafninu Krói. Nokkrar smá- sögur eftir Kristin hafa birst í blöðum og tímaritum eða verið lesnar í útvarp. Þrjár spænskar skáldsögur hafa komið út í þýðingu hans:Paskval Dvarte og hyski hans (1988) og Býkúpan (1991), báðar eftir Nóbelsskáldið Camilo José Cela, og Refskák eða Bríkin frá Flandri (1996) eftir metsölu- höfundinn Arturo Pérez-Reverte. Kristinn hefur og íslenskað ýmsar smásögur og Ijóð úr spænsku. Auk þessa hefur hann þýtt smásögur og ljóð úr íslensku á spænsku. Pósthólf dauðans, sem er 254 bls., er prentuð hjá Steinholti og Flatey annaðist bókband. Verð er 3.490 krónur. Utgefandi er Ormstunga. Styrktartónleikar Lúðrasveitarinnar Eitt af því sem er nokkuð óbrigðult í tilveru okkar Vestmannaeyinga eru árlegir styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, en LV hefur nú í hartnær 60 ár haldið tónleika fyrir styrktarfélaga sína á hverju hausti. Tónleikar þessir eru hápunktur starfsemi LV á hverju ári og er ávallt mikið í lagt að þeir heppnist sem best. Næstkomandi laugardag, 21. nóv. kl. 16.00, verða tónleikamir í Félags- heimilinu við Heiðarveg. Samkvæmt venju er reynt að hafa efnisskrána sem ljölbreytilegasta, þannig að sem llestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið er upp á að þessu sinni má benda á „The Easy Winners“ eftir Scott Joplin, syrpu af lögum eftir Simon og Garfunkel, syrpu af swing lögum, ásamt lögum eftir Oddgeir Kristjánsson, svo fátt eitt sétalið. Það er von LV að sem flestir bæjarbúar, bæði styrktarfélagar og aðrir, sjái sér fært að mæta á hljómleikana og skemmta sér með okkur þessa síðdegisstund. Stjómandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, eins og undanfarin ár, er Stefán Sigurjónsson, en hann er jafnframt kynnir á tónleikunum. Aðgangseyrir fyrir þá sem ekki em styrktarfélagar er 800 krónur. Fréttatilkynning I minningu Guðrúnar Scheving Kveðja frá vinkonu Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum ef fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Didda mín, þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér. Ég kveð þig með einu orði sem við skiljum báðar. Jósifína. Guð geymi þig. Þín Sigríður Kristín (Sirrý)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.