Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Aðalfundur Vinnslutöðvarinnar fyrir starfsárið 1997lil 1998: Hófleg bjartsýni um framtíðina -Bætt staða í bolfisvinnslunni bætir upp minni tekjur í síld og loðnu Geir Magnússon stjórnarformaður: Efdr stendur öflugra fyrirtæki -sem skuldar verulega minna en áður og befur meiri möguleika á að skila betri arðsemi segir Geir um þær breytingar sem gerðar bafa verið í rekstrinum Geir Magnússon í ræðustól á aðalfundinum. „Á síðasta aöalfundi lýstum við yfir hóflegri bjartsýni með rekstur félagsins á því rekstrarári sem lauk þann 31. ágúst síðastliðinn. Vonir okkar um góðan rekstur gengu því miður ekki eftir, en eins og kunnugt er brugðust veiðar og vinnsla á tveimur af mikilvægustu fiskistofnum okkar, þ.e.a.s. loðnu og sfld. Atkoma félagsins hefur verið mjög háð góðu gengi þessara fisktegunda, cn sökum crfiðleika í veiðum á sfld varð afkoma haustmánaðanna mjög slæm og síðan brást loðnufrystingin. Afkoma félagsins að loknum sex mánaða rekstri varð því slæm cða tap upp á 337 milljónir af reglulegri starfsemi,“ sagði Geir Magnússon í skýrslu sinni á aöalfundi Vinnslustöðvarinnar á laugardaginn. Af þessu má marka að staðan var ekki góð fyrri helming rekstrarársins en þegar kom fram á sumarið snerist dæmið við. „Bolfiskvinnslan skilaði mun betri afkomu en á fyrra ári en auk þess gengu veiðar og vinnsla á humar betur en áður. Niðurstaða síðustu sex mánaðanna vekur með okkur vonir um að reksturinn ntuni skila betri árangri á komandi rekstr- arári." Geir tíundaði það helsta sem gert var til að styrkja stöðu Vinnslu- stöðvarinnar. Nefndi hann breyt- ingar á bolfiskvinnslunni og stjórn- skipulagi sem miða að því að auka arðsemi fyrirtækisins. Auk þess tiltók hann söluna á Breka VE, Jóni V. ÁR og Kap VE. „Vissulega er eftirsjá í þessum skipum og þeim afiaheimildum sem fylgdu með í sölu skipanna. En eftir stendur öflugra fyrirtæki sem skuldar verulega minna en áður og hefur meiri möguleika á að skila betri arð- semi. Við höfum náð þeim mark- miðum sem við höfðurn sett okkur í skuldalækkun félagsins." Annars er tónninn jákvæður í skýrslu Geirs sem kemur m.a. fram í því að efnahagsreikningur félagsins í lok ágúst var orðinn mjög sterkur, eiginfjárhlutfall orðið gott, veltuljár- hlutfall viðunandi og ef litið er á skuldir að frádregnum veltuljármun- um kernur í ljós að þær eru um 60% af tekjum en höfðu verið ríflega 100% á fyrra ári. „Þetta hlutfall er orðið svipað og hjá best reknu fyrirtækjum á markaðnum og teljum við að skuldastaða fyrirtækisins sé komin í ásættanlegt horf.“ Geir sagði útlit fyrir komandi rekstrarár gefa vonir um bætta afkomu. „Afurðaverð í bolfiski eru með því hæsta sem sést hefur um nokkurt skeið en rétt er að geta þess að ómögulegt er að segja hvaða áhrif sú efnahagskreppa sem nú geisar víða um heint kemur til með að hafa á íslenskan sjávarútveg. Svo virðist sem afurðaverð í bolfisk- afurðum hafi náð hámarki. Hvað mjöl og lýsi varðar er almennt talið að verðlag ntuni fara lækkandi, sérstaklega á mjöli. Útlit á mörk- uðum fyrir frystar loðnuafurðir er blendið, eftirspurn er sterk á Jap- ansmarkaði en eifitt er að segja til um hvaða stefnu gengi japanska yensins mun taka á næstu mánuðum. Aðrir markaðir fyrir frysta loðnu verða afar erfiðir vegna efnahagslægðarinnar. Eg flyt stjórn og starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar sérstakar þakkir f yrir vel unnin störf á liðnu ári með óskum um góðan árangur á nýhöfnu rekstrarári,1' sagði Geir að lokum. Aðalfundurinn var haldinn í Akógeshúsinu og var salurinn hénsetinn. Væntingar tii nýhaf ins rekstrarárs talsverðar -en blikur eru á lofti í efnahagskerfi heimsins og ómögulegt er að segja fyrir um hvað kann að gerast, segir Sighvatur Bjarnason í skýrslu sinni Heildarrekstrartekjur Vinnslustöðvarinnar hf. á nýliðnu rekstrarári, sem lauk 31. ágúst sl. námu alls 4.336 milljónum króna samanborið við 4.451 milljónir króna á fyrra ári og munar þar 115 milljónum. Rekstrartekjur að frádregnum afla til eigin vinnslu námu nú 3.473 milljónum króna samanborið við 3.602 milljónir á fyrra ári. Er lækkunin 129 inilljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 433 niilljónum en til samanburðar nam þessi upphæð 422 milljónum króna á fyrra ári og er hækkunin 11 milljónir. Afskriftir hækkuðu um 14 milljónir, námu nú 479 milljónum cn til samanburðar námu þær 465 miiljónum á fyrra ári. Hrein fjármagnsgjöld ársins nárnu nú 94 milljónum en á fyrra ári voru fjármagnsgjöldin alls 240 niilljónir króna. Hafa þau því lækkað um 146 milljónir á milli ára. Betri afkoma af reglulegri starfsemi Þetta kom fram í skýrslu Sighvats Bjamasonar framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. á aðalfundi félagsins á laugardaginn. Þar kom fram að tap af reglulegri starfsemi nam nú 146 milljónum en tapið á fyrra rekstrarári nam 283 milljón króna. Söluhagnaður eigna og aðrar tekjur og gjöld nántu á árinu 167 milljónum króna en á fyrra ári alls 382 milljónum króna. Söluhagnaður ársins er aðallega tilkominn vegna sölu á Breka VE 61 með þeim veiðiheimildum er seldar voru, vegna sölu á Kap VE og síðan sölu á hlutabréfum. Hagnaður ársins nam nú 21 milljón króna en hagnaður fyrra árs nam 99 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam nú 216 milljónum króna samanborið við 93,5 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Sighvatur sagði að afkoma ársins af reglulegri starfsemi sé talsvert betri en á fyrra ári en afkoman olli engu að síður töluverðum vonbrigðum. „Fyrri hluti rekstrarársins gekk afieitlega og var aðallega um að kenna hruni í síldveiðum sem og breyttu hegðun- armynstri loðnunnar á vetrarvertíðinni miðað við undanfarin ár. Seinni hluti rekstrarársins gekk hinsvegar vel og kom þar til gott gengi í bolfiskveiðum og vinnslu. Humarvertíðin tókst vel eftir nokkurra ára lægð og veiðar og vinnsla uppsjávarfisks gekk vel yfir tímabilið. Jákvæð teikn voru á lofti yfir sumarmánuðina, en fyrirtækið hefur undanfarin ár ekki verið rekið með hagnaði af reglulegri starfsemi yfir sumartímann, enda sumarið jafnan verið afar erfiður tími í rekstri," sagði Sighvatur. Síld og loðna brugðust Næst rakti Sighvatur helstu ástæður fyrir því að ekki náðist að reka fyrirtækið með hagnaði á árinu. Voru þær, segir hann, einkum að náttúm- legar aðstæður urðu þess valdandi að veiðar og vinnsla á síld og loðnu gengu afar illa. „Síldveiðamar haustið 1997 gengu afleitlega sem varð þess valdandi að afkoma útgerðar og vinnslu varð afar slæm, og gerði það að verkum að afkoma haustsins varð ntiklu lakari en ráð hafði verið fyrir gert. Loðnuvertíðin hófst mun seinna en áður hefur þekkst síðastliðna tvo áratugi og hófst frysting á loðnu ekki fyrr en 26. febrúar en þá er að öllu jöfnu frystingu að Ijúka. Hegðun loðnunnar var með allt öðmm hætti en undanfarin ár er leiddi til þess að frysting loðnu fyrir Japansmarkað varð lítil. Jafnframt var loðnan smærri en áður og gæðin minni. Verkföll sjómanna á vetrarvertíð settu einnig strik í reikninginn, sérstaklega hið síðara og kostaði það fyrirtækið nokkra fjármuni á árinu. Sökum alls þessa barst um 30.000 tonnum minna af hráefni til bræðslu hjá fyrirtækinu en á fyrra ári. Lauslega má áætla að veltutapið hafi því numið um 360 til 400 milljónum króna. Áætla má að erfiðleikar við veiðar og vinnslu á loðnu og sfld hafi valdið því að afkoma fyrirtækisins varð um 240 milljónum lakari en á fyrra ári.“ Viðsnúningur í bolfiski Þvert á það sem verið hefur undan- farin ár em bolfiskvinnsla og veiðar helstu vaxtarbroddar Vinnslustöðvar- innar. Em það ntikil umskipti og nant afkomubati veiða og vinnslu um 245 milljónum frá fyrra ári og munar þar mestu urn betri afkomu saltfiskvinnslu sem og útgerðar. Bolfiskfrystingin skilaði betri afkomu en áður en stefnt er að betri árangri á nýhöfnu rekstr- arári. Humarvinnslan skilaði loks þokkalegri afkomu eftir humarveiði- brest liðinna ára og varð afkoman vel ásættanleg á árinu. Fjármagnskostnaður lækkaði vemlega á milli ára vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar en einnig

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.