Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 13
Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Fréttir 13 -Uið höfum trú á að nýhafið ár verði okkur farsælL Yfírlýsingar eru hó varasamar og ætlum við að láta verkin tala, segir Sighvatur. lækkuðu skuldir nokkuð á tímabilinu. Skuldastýringin hefur markvisst verið bætt og skilaði hún umtalsverðum árangri á árinu. Stjómunarkostnaður lækkaði ekki á milli ára, en nokkir starfslokasamn- ingar vom gerðir og gjaldfærðir á árinu sem leiddi til aukins kostnaðar. Einnig hækkaði sérfræðikostnaður verulega vegna úttektar á upplýs- ingakerfum fyrirtækisins og vegna skipulagsbreytinga er ráðist var í á sumarmánuðum. Endurskipulagning og skipulagsbreytingar Á árinu var rekstur bolfískdeildar og útgerðar endurskipulagður með það fyrir augum að draga úr rekstr- arkostnaði og auka þar með arðsemi fyrirtækisins. Það tókst vel en eins og fram hefur komið varð afkoma bolfiskveiða og vinnslu 252 milljónum betri en á fyrra ári. Afurðaverð hækkaði talsvert á árinu sem skilaði sér í betri afkomu en einnig jukust aflaheimildir félagsins í þorski, nokkuð sem styrkti rekstur bolfiskdeildar. Á síðasta ári lagði Sighvatur fram hugmyndir um uppstokkun á vinnutíma í fyrirtækinu. Mæltust þær ekki allt of vel fyrir en þær byggðust á því að viðvera starfsfólks á vinnustað yrði stytt en jafnframt yrðu pásur lagðar af og neysluhlé stytt umtalsvert. Þetta náði þó fram að ganga og segir Sighvatur að fyrirkomulagið hafi leitt til betri nýtingar á vinnutíma en áður og aukið framleiðni starfsfólks frá því sem áður var. „Starfsfólk fyrirtækisins hefur verið jákvætt gagnvart þessum breytingum og hefur samningurinn verið framlengdur til vors.“ En Sighvatur vill gera betur og greindi frá því að til að ná þeim árangri sem krafist er í afkomu bolfiskdeildarinnar verða ráðnir starfsmenn við lausfrystingu og pökkun er starfa frá hádegi og fram á kvöld. „Með þessu fyrirkomulagi mun okkur vonandi takast að nýta fjárfestingamar betur og auka arðsemi vinnslunnar." Aukin samkeppnishæfni í bolfiski í Vinnslustöðinni hefur nokkuð verið fjárfest í landvinnslunni til þess að auka verðmætasköpunina og er nú svo komið að stærstum hluta afurðanna er pakkað í endanlegar neytendapakkn- ingar eða pakkningar fyrir stóreldhús. „Með þessu móti teljum við að afurðaverð verði stöðugra en áður en jafnframt gerir þetta meiri kröfur en áður til skipulagningar vinnslunnar. Nokkur ár eru síðan fjárfest var að einhverju marki í landfrystingunni. Hugmyndir hafa verið uppi á liðnum árum um fjárfestingar en þeim hefur jafnan verið slegið á frest vegna slakrar afkomu í greininni. Nú þykir hinsvegar horfa til betri vegar og því ákvað stjóm félagsins að ráðast í fjárfestingar til þess að auka sam- keppnishæfni fyrirtækisins í bol- fiskvinnslunni,“ sagði Sighvatur. Skipum félagsins fækkaði um þrjú á árinu. Fyrst var togarinn Breki seldur til Útgerðarfélags Vestmanna- eyja hf. þar sem Vinnslustöðin er stærsti einstaki hluthafínn. Næst var togarinn Jón V. ÁR 111 seldur til Namibíu. í lok reikningsskilaársins var Kap VE 4 seld en skipið var keypt á árinu 1997. „Eftirsjá er í skipinu en nauðsynlegt var að selja skipið til þess að lækka skuldir fyrirtækisins og auka arðsemi útgerðarinnar. Floti fyrirtæk- isins er nú vel sniðinn að þeim aflaheimildum sem fyrirtækið hefur til umráða og vænst er aukinnar arðsemi flotans á nýhöfnu reikningsskilaári." Vinnslustöðin hefur lagt mikla áherslu á veiðar á físki utan k' óta á síðustu ámm og hefur náð vemlegum árangri á því sviði. „Benda má á að fyrirtækið hefur stundað veiðar á gulllaxi nær óslitið frá árinu 1993. Skip félagsins hafa jafnan sótt í þennan fisk sem unninn hefur verið til manneldis í frystihúsi félagsins. Mikil vinna hefur verið lögð í þróunarstarf í vinnslunni sem skilaði sér loks árið 1997 og í dag er afkoma veiða og vinnslu á gulllaxi með ágæturn. Haustið 1997 hófust veiðar á litla karfa en forsenda veiðanna var að sjávarútvegsráðherra stuðlaði að því að litli karfi, sem sannanlega er sérstofn, væri ekki tekinn með sem karfí til kvóta. Áður hafði þessum fiski verið hent af sjómönnum. Mikil vinna var lögð í veiðar, vinnslu og markaðssetningu á fiskinum sem mun skila sér á komandi ámm.“ Einnig nefndi Sighvatur veiðar á norsk-íslensku síldinni og kolmunna sem stundaðar vom á síðasta rekstrar- ári en á liðnum ámm hefur kol- munninn bæst við. Sést nú loks árangur af kolmunnaveiðunum sem á síðasta ári stóðu undir sér. Nýtt skipulag í nýju skipulagi er starfsemi fyrir- tækisins skipt upp í þrjú svið, útgerðarsviðið, framleiðslusvið og fiskimjölsverksmiðju. Síðan eru stoðdeildir við afkomueiningamar en þær em fjármálasvið, gæða- og þró- unarsvið, markaðssvið og tæknisvið. „Fyrirtækið er nú markaðsdrifið, þ.e.a.s. markaðurinn ræður þeirri stefnu sem tekin er hverju sinni. Má þar nefna ráðstöfun afla, áherslur í framleiðslu o.s.frv. Skipulagsbreytingamar leiddu til nokkurrar uppstokkunar í starfs- mannamálum fyrirtækisins. Við teljum að hið nýja stjómskipulag henti fyrirtækinu vel í þeirri stöðu sem það er í nú,“ sagði Sighvatur nefndi líka að endurskipulaging á efnahag og efnahagsreikningi væri að skila sér. „Fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins er orðinn mikill enda nauðsynlegt að styrkja stoðimar með framtíðina í huga. Eiginfjárhlutfallið hefur aldrei verið hærra en nú og benda má á að bókfærðar aflaheimildir sem hlutfall af heildareignum hafa lækkað vem- lega á árinu.“ Útlit og horfur Næst gerði Sighvatur væntingar til nýhafins rekstrarárs að umtalsefni og sagði þær að venju talsverðar. „En blikur eru á lofti í efnahagskerfi heimsins og ómögulegt er að segja fyrir um hvað kann að gerast. Á- standið í Rússlandi olli því að ákveðið var að framleiða enga síld í haust. Japansmarkaður skiptir okkur veru- legu máli en þar hefur ástandið verið afar ótryggt. Eftirspum eftir loðnu er þó mjög góð sem stendur á Japansmarkaði en hafa ber í huga að gengi japanska yensins hefur lækkað mikið á árinu, en það stendur nú í 0,59 gagnvart íslensku krónunni, en gengi yensins á vetrarvertíð 1994 var um 0,67. Eftirspurn eftir frystum afurðum er mikil sem stendur og verð er hátt. Líkur eru á því að uppsveillunni sé lokið en tímabil stöðugleika er væntanlega framundan. En ástandið í Asíu og Rússlandi getur þó haft veruleg áhrif á framhaldið. Saltfiskmarkaðimir hafa verið góðir enda hefur afkoma félagsins í saltfiski batnað um á annað hundrað milljónir frá fyrra ári. Útlit fyrir sölu saltfisk- afurða er gott en þó gæti kreppa í Brasilíu sett strik í reikninginn. Búist er við lækkun á markaðsverði fiskimjöls á árinu eftir gríðarlegar hækkanir hin síðari ár. Hins vegar teljum við að lýsisverð muni síga en verða stöðugt. Ástandið í Rússlandi hefur sín áhrif á þetta en þó aðallega góð uppskera á sojabaunum í framleiðslulöndunum en sojabauna- mjöl er ein helsta samkeppnisvara fiskimjöls í dag. Eins og lesa má af þessu hafa heimsmálin umtalsverð áhrif á rekstrarhorfur Vinnslustöðvarinnar hf. enda er meginþorri afurða fyrirtæk- isins seldur á erlendum mörkuðum. Við höfum trú á að nýhafið ár verði okkur farsælt. Yfirlýsingar em þó varasamar og ætlum við að láta verkin tala,“ sagði Sighvatur. Starfsfólk Starfsfólki fyrirtækisins fækkaði nokkuð á árinu að því er kom fram hjá Sighvati. „Alls vom unnin 332 ársverk samanborið við 382 ársverk á fyrra ári. Alls komust 860 manns á launaskrá samanborið við 827 manns á fyrra ári. Heildarlaunakostnaður með launatengdum gjöldum nam 1.131 milljón króna samanborið við 1.185 milljónir á fyrra ári. í vor var samið við verkalýðsfélögin í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum um breyttan vinnutíma eins og áður hefur verið vikið að. Gekk sú tilraun afar vel á árinu og varð mikil sátt um fyrirkomulagið. Tilraunin reyndist báðum aðilum hagstæð og hefur nú verið skrifað undir framlengingu á samningnum til vors 1999. Áfram var unnið að endurbótum á húsnæði félagsins og aðstöðu starfsfólks og verður því starfi haldið áfram á næstu árum þar til markmiðum er náð," sagði Sighvatur. Umhverfismál Að lokum kom Sighvatur inn á um- hverfismálin. „Áfram er unnið að því að bæta umgengnina unt umhverfið eins og kostur er. Fyrirtækið notar eins umhverílsvæna olíu á skip sín eins og kostur er. Einnig er rétt að benda á að færri skip í rekstri leiða til minni mengunaren ella. Stjóm félagsins ákvað að fjárfesta í ozon kerfi fyrir nótaskipið Sighvat Bjarnason sem leiðir til heilnæmari aftirða og dregur úr mengun. Á árinu verður haldið áfram að betrumbæta nánasta umhverfi fyrir- tækisins en unnið hefur verið að því markvisst á liðnum árum að bæta umhverfi félagsins í Vestmannaeyjum sem og í Þorlákshöfn,“ sagði Sighvatur að lokum. Hátt í 60 konur á námskeiði í konfektgerð Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldið námskeið í kon- fektgerð í Snótarsalnum. Það var Halldór Kr. Sigurðsson konditor og bakari, sem hafði veg og vanda af námskeiðinu í samstarfi við Húsasmiðjuna /Húsey og Danól heildverslun og fullyrti hann að hátt í sextíu konur í Vestmannaeyjum hafi mætt á námskeiðið. Halldór segir hugmyndina hafa kviknað að slíku námskeiðahaldi fyrir um þremur árum og í fyrra hafi hann látið til skarar skríða. „Þetta er nýjung hér á landi að því leyti að ég held námskeið í heimahúsum, félagsamtökum, vinnustöðum, saumaklúbbum og ncfndu það, enda hef ég varla undan. Það var hlegið að mér þegar ég opinberaði þessa hugmynd, en sá hlátur hefur þagnað núna. Eg hugsa að um þrjú hundruð konur hafi komið á námskeiðin hjá mér það sem af er þessu hausti, en þetta er hluti af því að efla jólastemmn- inguna.“ Halldór segist hafa lært konfektgerð í kóngsins Kaupmannahöfn þar sem mikil og löng hefð er fyrir konfektgerð. ,,Eg fór í þetta í hálfgerðu ilippi. Eg var giftur og ákvað í fram- haldi af skilnaði að bregða mér til útlanda, en ég starfaði sem bakari. Ég þekkti nokkra sem höfðu lært konfektgerð, en þannig var að ég labbaði mig inn á svona nammiverkstæði á Strikinu og falaðist eftir vinnu. Það vildi svo vel til, eða illa eftir atvikum að konfektmeistarinn var í slæmu skapi og var eitthvað pirraður út í einn starfsmann sinn, svo hann sagði hcnni upp á staðnum og réði mig í staðinn. Þannig Ienti ég í súkkulaðinu og það hefur átt hug minn síðan.“ Blaðamaður brá sér á námskeiðið hjá Halldóri, en þar voru saman komnar 15 konur, sem Halldór kallaði alltaf stelpur, sem fylgdust með því sem Halldór hafði að segja og að tileinka sér fagleg konfektvinnubrögð. Það var mikið hlegið og brandararnir blönduðust súkkulaðinu. ,Jæja stelpur hérna erum við með hundrað og einn dahnatíu- hund,“ segir Halldór. „Eða við ætlum að fá sarna litinn, þó að þeir verði kannski svolítið drappaðir.“ Svo möndlaði Halldór með form, súkkulaði, marsipan, núgat, líkjöra, koníak og cssensa, eftir kúnstarinnar reglum og talaði og talaði. Stelpurnar, hlustuðu og hlógu. „Ég var með kynningu í Keflavík á laugar- dagskvöldið,“ segir Halldór. „Og það var svolítið skondið. Sú sem hafði beðið um námskeiðið var líklega aðeins komin í annan fótinn og þegar ég kem upp stigann, hrópar hún: „Nei kemur ekki súkkulaðigæinn.“ Ég var auðvitað ánægður með það og fer að taka dótið til og konurnar að tínast inn. Svo byrja ég mína kennslu, þangað til þær fara að spyrja hvenær ég ætli úr fötunum. Ég gantast eitthvað við þær og er að hella súkkúlaði í form, þegar ein segir: „Ætlarðu ekki að hella þessu yfir þig. Við skulum svo sleikja það af. Það varð nú ekkert af því, enda er hún SiIIa mín prýðis kona. En þetta er nú svona dæmi um uppákomur sem maður getur lent í hjá hressum steipum í konfektgerð.“ Halldór segir að einungis ljórir karlmenn hati mætt á námskeið hjá sér. „Það er einn sem kom á námskeið sérstaklega til að læra þetta, en hinir voru Ijósmynd- arar. Ég er dálítið vinsæll hjá ljósmyndurum, enda myndast ég vel,“ segir Halldór og snýr piparkökusöngnum upp á konfektið. „Fáum við ekkert að smakka,“ segir ein stelpan. „Nei þið fáið bara að sjá,“ segir Halldór. „Segir þú þetta ekki á öllum námskeiðunum,“ spyr hún. „Nei, nei, ég hef aldrei sagt þetta áður," segir Halldór „Við bíðum eftir því að þú hjúpir þig," segja allar í kór. „Svo við getum afhjúpað þig á eftir," segir ein stelpnanna og það verður general hlátur. ,Jú, jú, þið fáið að gera eitthvað líka," segir Halldór. Síðan er talað um mjúkt og hart, glans og matt, áferð og allt sem þarf að hafa í huga þcgar konfekt er annars vegar. Blaða- maður þakkar fyrir sig og yfir- gefur þennan hressa hóp, sem ætlar að cigin sögn að koma eiginmönnum á óvart þegar nær dregur jólum. Kannski verður hjartalagaður dalmantíu- konfektmoli á koddanum hjá honum, þegar hann vaknar einhvern morguninn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.