Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Side 14
14 Fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Landa- KIRKJA Kirkjustarllð í Landakirkju. Verið hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 19. nóvember: Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Öllurn opin. Kl. 17.00 TTT - kirkjustarf 10-12 ára bama. Kl. 20.30 Opið hús fyrir unglinga f KFUM&K húsinu. Nýir unglingar velkonrnir. Sunnudagur 22. nóvember: Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta með miklum söng, sögunr, leik og lofgjörð. Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Skírn. Við messulok verður kynning á áformum um byggingu minning- arkirkju kristnitökunnar í Eyjum, þjóðargjafar Norðmanna. Mola- sopi og spjall. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Þriðjudagur 24. nóvember. Kl. 16.00 Kirkjuprakkarar. Farið verður í heimsókn með jólakort og góðar kveðjur. Kl. 17.15. Litlir lærisveinar. Miðvikudagur 25. nóvember: Kl. 10. Foreldramorgunn. Sam- vera foreldra og ungra barna í safnaðarheimilinu. Kl. 12.05. Bænar- og kyrrðar- stund í Landakirkju. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Bibh'ulestur. Föstudagur Kl. 17.30 Bamastarfið frá 6-9 ára. Kl. 20.30 Unglingamir í Ijósi Biblíunnar. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamvera. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma - Trú þú á Drottin Jesú. Endur- koma hans er í nánd. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan fyrir 10- 12 ára. Hjartanlega velkomin, Jesús Kristur mætir! Aðventkirkjan Laugardagur 21. nóvember Kl. 10. Bibh'urannsókn. Allir velkomnir. Baháí sam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heittákönnunni. Biblían talar Sími 481-1585 s Ný dönsk á hljómleikumí Iþróttamiðstöðinni: Lofsamlegt ffamtak Á þriðjudagskvöldið voru haldnir tónleikar með hljómsveitinni Ný danskri í Iþróttamiðstöðinni. Tón- leikarnir voru á vegum nem- endaráðs Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í samráði við jafningjafræðsluna sem berst gegn vímuefnum og er starfandi innan Framhaldsskólans. Sambliða því að vinna að vímuefnavörnum, þá var einnig markmiðið með tónleikahaldinu að hressa upp á bæjarbraginn, eða eins og segir í fréttatilkynningu frá nemendaráði: „Það er engin launung á því að við vorum vöruð við að halda þessa tónleika, þar sem því var haldið fram að það komi aldrei nógu margir á tónleika í Eyjum, hvort sem um hljómsveitir eða kóra er að ræða.“ Góð mæting var á tónleikana eða um tvöhundruð manns og virtust skemmta sér hið besta, þó ekki verði sagt að tónleikagestir hafi farið tilfinningalegum hamförum í salnum. Ný dönsk flutti efni af nýjum geisladiski sínum, en einnig flutu eldri lög með. Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir voru mjög góðir og kom berlega í ljós að Ný danskir eru góðir lagasmiðir og húmoristar, og ágætir hljóðfæraleikarar, helst mátti finna að hljómburði, sem varð dálítið grautarlegur á stundum. Full ástæða er til að þakka Fram- haldsskólanum ogjafningjafræðslunni fyrir þetta framtak og ekki seinna vænna að óska eftir frekari fram- kvæmdum í þessa veru. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum studdu hljómleik- ana og tóksl með því að halda miðaverði í lágmarki. Það er ekki síður ástæða að hrósa skipu- leggjendum tónleikana fyrir að láta ekki neikvæðar og mannskemmandi úrtöluraddir ná tökum á sér. Megi þeir hafa lof og pn's fyrir þrautseigjuna. Vestmannaeyjar geta verið heims- kúltúrfrontur ef ágætir íbúar eyjanna varpa af sér úrtöluímyndinni. Benedikt Gestsson Basar Kvenfélag Landakikrju heldur sinn árlega basar og kaffisölu sunnudaginn 29. nóvember eftir messu f Safnaðarheimilinu. Margt góðra muna. Komið og styrkið gott málefni. Sýnishorn af munum í glugga Eyjaradíós, Skólavegi 13 Kvenfélag Landakirkju Miðvikudaginn 11. nóvember fór fram Nóvemberhraðskákmótið og voru nokkrir hressir strákar mættirtil keppni. Hausthraðskákmeistarinn var þar á meðal og var í hörkuformi. Fljótlega eftir fjórar umferðir sást hvert stefndi því þá var meistarinn með fullt hús, 8 vinninga og sá sem var næstur honum, Siggi Frans, var með 6 vinninga og Friðrik með 6 vinninga. Enda fór svo að meistarinn vann þetta með yfirburðum og gaf aðeins eitt jafntefli móti formann- inum. Björn Ivar tók á sig rögg í seinni hlutanum og náði 2. sætinu. En röð efstu manna var sem hér segir: Sigurjón Þorekelsson með 13 vinninga af 14 mögulegum. Björn Ivar Karlsson með 9 vinninga. 3-5 Stefán Gíslason, Sigurður Frans og Friðrik Vigfússonmeð7 vinninga og aðrir með minna. Fimmtudaginn 12. nóvember héldu nokkrir skákmenn úr Eyjum á vit ævinýranna í höfuðborginni. Ætlanin var að taka þátt t' Deildarkeppni Skáksambands Islands. Héðan fóru Sigurjón Þorkelsson, Stefán Gíslason, Ágúst Örn Gíslason og Björn Ivar Karlsson. í hópinn bættist svo á í framhjáhlaupi laugardeginum Einar B Guðlaugsson. Og f Reykjavík vom þeir Stefán Þór Sigurjónsson . Sigurjón Jónsson og Ágúst Óniar Einarsson. Andstæðingar okkar voru Selfyssingar og endaði sú viðureign með 2 vinningum gegn 4. Tvö jafntefli og einn sigur. Formaðutinn sýndi gott fordæmi með því að leggja andstæðing sinn. Stefán Þór og Ágúst Ómar gerðu jafntefli. Önnur umferð var svo telld kl. 10 næsta morgun og voru menn í hefndarhug eftir ófarimar dagin áður. Þá voru andstæðingarnir Skáksam- band Austurlands. Og fór svo að henni lauk með jafntefli. 3 - 3. Nú var hvílt til kl. 17 en þá liófst 3. umferð. Og voru þá andstæðingar okkar UMSE-b og vom menn að vonum svekktir eftir tvær síðustu umferðir og var dag- skipunin sigur og ekkeit annað. Einnig bættust nú í hópinn Sigurjón Jónsson og Einar B Guðlaugsson enda var barist af hörku á öllum borðum og engutn hlíft. Fór svo að 5 skákir unnust í þessari umferð og hefði sigurinn auðveldlega getað verið fullt hús því fonnaðurinn varð fyrir því óláni að tapa unnu tafli í tímahraki. Nú var hvílt til kl. 10 á sunnudag. En þá bættist þingmaðurinn Lúðvík Bergvinsson í hópinn og Stefán Gísla hvíldi. Teflt var við Skákfélag Sel- tjarnarness og unnum við með 3 */z - 2/2 sem var mjög gott því þetta er með sterkari liðunum í 3. deildinni. Við fengum óvæntan félaga til liðs við okkur sem hefur ekki keppt kappskák í 25 ár. En var (er) góður skákmaður fyrr á árum og var Vestmannaeyjameistari 4 ár í röð. Þetta er Einar B Guðlaugsson og var einkar ánægjulegt að fá hann aftur t' okkar raðir. Um árangur einstakra manna er fátt að segja nema að Björn Ivar sannaði það einu sinni enn að hann er sífellt að bæta sig. Árangur á einstökum borðum. 1. borð Stefán Þ Sigurjónsson 2 vinningar af 4. 2. borð Sigurjón Þorkelsson 2 V2 v. af4. Loksins sáust há skor Fjórða umferð hópaleiks IBV og Frétta var háð síðasta laugardag og virtust tipparamir vera búnir að jafna sig eftir slakt gengi um síðustu helgi. Þótt Liverpool tapaði enn á ný þá virtist það ekki koma tippurunum í opna skjöldu því flestir þeirra em löngu hættir að tippa á Liverpool. Nokkrir hópar náðu 9 réttum og þar á meðal Haukur á Reykjum og Hjörleifur í H.H. flokknum og virðast þeir félagar á miklu skriði um þessar mundir. Staðan er annars eftirfarandi: A-riðill: Mandarínugott 30, Mamm'ans Drésa og Rauðu djöfl- arnir, Austurbæjargengið, Flug- eldur og Frosti feiti 25, Einar jaxl og Reftmir 24, Hænumar 23, H 50 og VSV 22 og Munda 20. B-riðiIl: Vinstri bræðingur 30, Rauða-gengið og Rúblan 27, Allra bestu vinir Ottós og JóJó 24, Bæjarins bestu, Doddarnir, Heba og Hrossagaukamir 23, E.R. 22, Gleraugnaglámar21 og Baukamir 17. C-riðill: Bláa-Ladan og Kóngamir 29, Mariner 27, Scrabblarar 26, Klaki, Reynistaður og Stína og Tóta 23, Bing- Brothers, Gaukshreiðrið og Klapparar 22, Pömpiltar 19 og Staukamir 18. D-riðill: H.H. flokkur 29, Don Revie 25, Húskross 24, Dumb and Durnber, Hanamir, Skódinn og Veltingurinn 23, Klúsó 22, Sein- heppnir og Tottaramir 21 og Villta-vestrið 19. Fyrsta húskerfí vetrarins var um helgina og gekk það svona sæmilega og fengust 11 réttir. Þeir sem keyptu hlut í því geta komið niður í Týsheimili og fengið borgað sinn hlut. Monrad- leikurinn hófst nú loksins um síðustu helgi og vegna anna verða stöðublöðin í leiknum í Týsheimilinu á laugardögum. Nýtt húskerfí verður til sölu og verður það selt í Týsheimilinu á laugardögum og einnig geta áhugasamir hringt í síma 481- 2671 og tekið þátt. 3. borð Bjöm I Karlsson 3 v. af 4. 4. borð Einar B Guðlaugsson 1 '/2 v. af 3 og Ágúst Ó Einarsson '/2 v. af 1 5. borð Stefán Gíslason '/2 v. af 2, Sigurjón Jónsson 1 v af 1 og Lúðvik Bergvinsson '/2 v. af 1. 6. borð Ágúst Ö Gíslason 2 v. af 4. Þegar Deildarkeppnin er háifnuð emm við í 3. sæti með 13 V2 vinninga sem er ekki svo afleitt. Röðin er annars þessi: 1. sæti Hellir með 17 'A vinning. 2. sæti Sf. Seltjarnamess með 15 V2 vinning. 3. sæti Tf. Vestmannaeyja með 13 'A vinning. 4. sæti Selfoss og nágrenni með 13 vinninga. 5-6. sæti Ss Austurlands með 12 vinninga. 5-6. sæti TR.- g með 12 vinninga. 7. sæti SA. - c með 9 vinninga. 8. sæti UMSE - b með 3 V2 vinning. I seinni umferðinni eigum við eftir að tefla við Helli og síðan eigum við botnliðin eftir svo þetta lítur bærilega út. Með Skákkveðju Stebbi Gilla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.