Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Sesiaupp tryggingum Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði hafa samþykkt að bjóða út allar tryggingar fyrir bæjarsjóð og stolnanir hans. Jafnfranrt sam- þykkir bæjarráð að fela bæjarritara að segja upp núgildandi samn- ingum um tryggingar við Vá- tryggingafélag Islands. Ragnar Óskarsson setur fyrirvara uin málið og hyggst taka afstöðu á næsta fundi bæjarstjómar. Útboð slökkiribifreíða Á fundi bæjarráðs lá fyrir bréf frá Brunabótafélagi íslands frá 18. nóvember um magnútboð nýna slökkvibifreiða. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar brunavarna- nefndtrr. Ragnar Óskarsson óskaði bókað að hann vekti sérstaka athygli á því mikilvæga hlutverki sem eignarhaldsfélag Brunabóta- félags Islands gegndi fyrir sveit- atfélögin í landinu. í framhaldi af því óskuðu Sigurður Einarsson og Elsa Valgeirsdóttir eftir að bókað yrði: „Við viljum vekja athygli á því að þeir fjármunir sem Ijallað er um t' bréfi BrunabótafélagsinS eru eign íbúa landsbyggðarinnar." Túnsamninganefnd klári sittuerk Vegna bréfs frá Gunnari Árnasyni frá 15. nóvember sl. sem lá fyrir bæjamáði varðandi túnasamninga, ítrekar bæjarráð fyrri samþykktir um að landssvæðum verði ekki út- hlutað fyrr en lokið verður úrvinnslu á skýrslu túnsamn- inganefndar. Auk þess óskaði Sig- urður Einarsson eftir því að bókuð yrðu mótmæli vegna ummæla sem Gunnar hefur eftir Sigurði í bréfinu. Ragnar Óskarsson óskaði eftir svohljóðandi bókun: „Þar sem úrvinnsla á skýrslu túnsamninga- nefndiu- hefur drcgist úr hömlu legg ég lil að Gunnar fái afnotarétt af því landi Draumbæjar sem um ræðir í bréfi hans.“ íslensktunga Ein af mörgum upplýsingaóskum Odds Júlíussonar úr bæjarkerfinu var að fá samning sem gerður var milli Free Willie Kcikó samtakanna og Vestmannaeyjabæjar. Oddur mun hafa fengið samninginn á ensku og þótti ekki fullnægjandi. Sendi hann því annað bréf og óskaði eftir að send yrði þýðing á íslensku. Mun Oddur hafa getið þess sérstaklega að þar sem fiaggað væri í Ráðhúsinu í tilefni af degi íslenskrar tungu hlyti mönnum þar á bæ að vera í lófa lagið að beita fyrir sig því ágæta tungumáli sem íslenskan væri, jafnt í ræðu sem riti. Bréf þetta frá Óddi var tekið fyrir í bæjarráði og upplýst að orðið hafi verið við bón þessari. Æsingalítíðí skammdeginu Svo virðist sem skammdegið fari ekki neitt sérlega illa í Vest- mannaeyinga og þeir haldi sálanó sinni að mestu, a.m.k. sé tekið mið af dagbók lögreglu. Færslur í síðustu viku vom alls 147 eða svipað og í vikunni á undan og telst þetta allt nokkuð normalt. Hörður Rögnvaldsson stjórnarformaður Sæbjargar ebf.: Undrast ummæli Guðna Hörður Kögnvaldsson, stjórnar- fomiaður Sæbjargar, segist undrast ummæli Guðna Ágústssonar 2. þingmanns Suðurlands í Fréttum í síðustu viku þar sem hann tjáir sig um væntanlegt frumvarp Árna Johnsen uni endurúthlutun atla- hcimilda til útgerðar Sæbjargar VE 56 sem strandaði í desember 1984. „Ég trúi því ekki að óreyndu að 2. þingmaður Suðurlands ætli að berjast gegn augljósum hagsmunum Vest- mannaeyja. Það er óneitanlega sér- kennileg staða sem komin er upp ef hann ætlar að leggjast gegn frum- varpinu á sama tíma og nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins hefur af fremsta megni reynt að greiða götu málsins og er reyndar sá sem vakti athygli okkar Vestmannaeyinga á þeim mistökum sem gerð voru að á sínum tíma. Ég hlýt að álykta sem svo að Guðni hafi ekki kynnt sér mála- vöxtu og treysti því að hann sjái eins og aðrir sem kynnt hafa sér málið að um mistök hafi verið að ræða sem kostað hafa útgerð Sæbjargar réttinn til aflahlutdeildar og að rétt sé að leiðrétta þau mistök.“ Aðspurður um þau ummæli Guðna að um væri að ræða mál sem sjávarútvegsráðherra hefði átt að leysa, sagði Hörður að það væri sannfæring eigenda Sæbjargar ehf., í ljósi þeirra lögfræðilegu álitsgerðar sem fyrir lægi í málinu að ráðherra hefði haft fulla heimild til þess að leysa málið á stjórnsýslustigi. „Það breytir því ekki að ráðherra taldi skorta lagagrundvöll til þess að leysa málið. Þess vegna leggur Ámi frum- varpið fram.“ Hörður vísar því á bug að afgreiðsla fmmvarps Áma hefði slíkt for- dæmisgildi að anddyri Alþingis fylltist af mönnum sem óskuðu eftir úthlutun aflaheimilda. „Þeir sem þetta segja eru að reyna að flýja undan rnálinu. Mál Sæbjargar er einstakt í sinni röð og ber að taka á því sérstaklega og á málefnalegan hátt, en ekki vísa í ímynduð og eðlisólík tilvik.“ Að lokum sagði Hörður: „Guðni Ágústsson segir fmmvarp Áma vera pólitískt leikrit. Guðni veit betur, því eins og ég og hann og allir Sunn- lendingar vita hefur Árni barist ötul- lega fyrir hagsmunum kjördæmisins. Verður það sama ekki sagt um alla þingmenn Suðurlands. Fmmvarp Áma kemst næst því að vera pólitískt leikrit, ef fram fer sem horfir með þátt vinar míns Guðna - málið verður að pólitískum harmleik." Neyðarblys á lofti: Granur um gabb Fyrsta töluumálið í Eyjumsemkemur til kasta lögreglu Óvenjulegur þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni, svonefndur netþjófnaður. Farið hafði verið inn á internet- svæði án heimildar og vitneskju þess sem hafði áskrift að svæðinu. Þetla er fyrsta mál sinnar tegundar í Vest- mannaeyjum en mörg slík mál hafa þegar komið upp á höfuðborgar- svæðinu. Lögreglan segir að búast megi við fleiri slíkum málum í framtíðinni vegna aukinnar tölvunotkunar. Talið er nokkuð öruggt að sá sem þama var að verki sé búsettur á höfuð- borgarsvæðinu, þarna hafi sem sagt verið um aðkomumann að ræða. Tilkynnt var til lögreglu um neyðarblys sem sást á lofti kl 17:12 á þriðjudaginn. Að sögn lögreglu voru 12 aðilar sem sáu blysið á lofti norðan við Helgafcll og létu vita. Lögregla hafði strax samband við loftskeytastöðina og fengust upplýs- ingar urn að ekki væri vitað til að neinir smábátar væru á sjó. Jón Vída- lín ÁR var fyrir austan Eyjar og fór hann á svæðið, auk þess sem Björgunarfélagið var kallað út og leitað á svæðinu ásamt lögreglu. Ekkert benti til þess að menn væru í háska staddir og að sögn lögreglu bendir allt til þess að einhverjir hafi verið að „leika sér“ með blys. Lítur lögreglan það mjög alvarlegum augum ef menn gera það „að leik" sínum að skjóta neyðarblysum á loft. Ef svo er biður lögregla menn um að hugsa sig um tvisvar. Halldór hefur aldrei sambvkkt útboð Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, segist aldrei halá samþykkt þá bugmynd Vegagerðarinnar að bjóða út reksturinn á Herjólfi. Þetta kom fram á fundi sem Ámi Johnsen stóð fyrir. Sagðist Halldór ætla að kanna þetta mál frekar en eins og kunnugt er rennur rekstrar- samningur Vegagerðarinnar og Herjólfs hf. út á næsta ári. IAI Wtó 1 i fcji j / fi/ J Fyrir skömmu kíktu krakkar úr TTT, tíu til tólf ára í unglingastarfi Landakirkju, við á Fréttum. Tilgangurinn var að sjá hvernig blað verður til og prentsmiðja lítur út. Æstirmenná öldurhúsum Þrátt fyrir almenn rólegheit var ekki alveg átakalaust um helgina. Gestur á einu öldurhúsa bæjarins vildi ekki fara þaðan út með góðu og réðst á dyravörð hússins. Ekki hlaut dyravörðurinn alvarlega áverka af árásinni en kærði hana engu að síður. Þá var og annar gestur kærður en sá hafði unnið spjöll á húsmunum, skeytti m.a. skapi sínu á borði og gítar. Úfrómtathæfiá sunnudegi Alla jafna eru sunnudagar taldir þeir dagar sem menn skyldu hvað helst ásjunda gott og dyggðugt lífemi. Á því em þó misbrestir og á sunnudag voru þrír þjófnaðir kærðir til lögreglu. I tveimur tilvikanna var unt að ræða þjófnað á peningum og voru bæði þau mál upplýst og hlutu farsælan endi. Þá var og tilkynnt um þjófnað á reiðhjóli frá Skólavegi 45. Raunar var þá liðinn hálfúr mánuður frá því að hjólinu var stolið en það mun hafa gerst sunnudaginn 8. nóv- ember. Hjólið er af gerðinni DBS með 21 gír og óskar lögregla eftir upplýsingunt frá þeim sem eitthvað vita um brotthvarf þess. Tveirstútarog stungiðaf Alls vom sjö umferðarlagabrot skráð hjá lögreglu f vikunni. Tveir vom teknir fyrir hraðakstur og tveir fyrir ölvunarakstur. Virðast menn seint ætla að átta sig á því að akstur og áfengi fara ekki saman. Þar með er tala stútanna komin upp í tæpa þrjá tugi á árinu og er það von lögreglu að nú láti menn staðar numið í því athæfi. Þá komu þrjú mál til kasta lögreglu þar sem ökumenn höfðu stungið af frá árekstrum án þess að tilkynna um þá. Raunar upplýstist eitt þeiira en þar hafði ökumaður ekið utan í og ekki orðið var við áreksturinn. En hin málin tvö em óupplýst og óskar lögregla upplýsinga um þau. Á miðvikudag í síðustu viku var ekið utan í bil'reið á stæðinu við Reynistað og á laugardag var ekið utan í bfl við veitingastaðinn Kaffi Maria. BjórkvöldÁTVR Fréttatilkynning frá ÁTVR. Nú er kontið að hinu árlega bjórkvöldi ÁTVR sem haldið verður nk föstudag 27. nóvember á Rauða Ljóninu. Taktu daginn frá og mætum öll með góða skapið eins og vanalega og endilega ef þið eigið gítar, eða annað instrúment þá kippið því endilega með.. Sjáumst sern flest á því Rauða ........ Stjórn ÁTVR Jóladagatöl Lions Hin árlega jóladagatalasala Lions fer fram dagana 26. til 29. nóvember nk. Fréttatilkynning (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.