Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja: Eyjastemmning eins og hún gerist best Styrktarfélagatónleikar Lúðra- sveitar Vestmannaeyja voru haldn- ir síðastliðinn laugardag í Fé- lagsheimilinu við Heiðarveg. Efn- isskrá var fjölbreytt og hljómsveit og áheyrendur sem nánast fylltu salinn mættu á brass skónum og náðu hvorir tveggja góðu sambandi við anda lúðraþeytara fyrr og síðar. Stjórnandi Lúðrasveitar Vest- mannaeyja, Stefán Sigurjónsson, hafði góð tök á sínum mönnum og kynnti lítillega verkin milli þess sem þau voru flutt. Hann sagði meðal annars að efnisskráin væri með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir utan að nú hefði verið ákveðið að hafa meira um syrpur og færri lög en lengri. Runnu þær ljúflega og án erfiðis og öndunartækni hljómsveit- armeðlima í góðum rytma og takti við stjórnandann. Hljómsveitin hóf leik sinn á Geburtstagsmarsch, hvar mátti heyra hið góða og gilda lag, sem löngum er sungið í afmælisveislum; Hann/hún á afmæli í dag og svo framvegis. Að því loknu flutti hljómsveitn Easy Winners eftir Ragtime píanistann Scott Joplin í útsetningu Albert Loritz. Skemmtiiegar útsetningar og vel við hæfi að brassa slíka tónlist. Því næst sneri hljómsveitin sér að öðrum sálmum, nefnilega Fantasíu Disney, en tónlistin í þeirri teiknimynd er eftir ýmis þekkt klassísk tónskáld, meðal annara Bach, Tjækofskí, Purcell, Mussorgsky. Reyndi töluvert á hljóm- sveitina í þessum flutningi og komst hún vel frá því verki. Næst var flutt syrpa úr söngleiknum Show Boat eftir Jerome Kern og Java eftir Toussaint og Tyler. Síðasta verkið fyrir hlé var svo syrpa laga eftir þá Simon og Garfunkel í útsetningu Frank Bryce, hvar heyra mátti Mrs. Robinson, E1 candor pasa og Feeling groovy. Hreint ágætur llutningur og skemmti- lega óvænt að poppa upp dagskrána á þennan hátt. Eftir hlé byrjaði hljómsveitin á Lincon Legacy í útsetningu Michael Sweeney. Þetta er verk sem á sér áhrif, ætt og uppruna úr Þrælastríðinu og allt í hefðbundnum hergöngustíl. Ágætis stemmning samfara þeim flutningi, þó að undirrituðum þyki ekki mikið til koma náttúru slíkra laga, en allt um það, reffileg byijun eftir hlé. Næst komu nokkur lög af heimavelli, nefnilega lög sem kennd hafa verið við Eyjar. Fyrst var flutt lagið Sjómannasöngur frá 1947 eftir Odd- geir Kristjánsson { útsetningu Sig- ursveins D. Kristinssonar. Fann maður klassískan Eyjaþjóðemisklið fara um salinn þegar Eyjalög eru annars vegar og var sá kliður og ánægjuandrúm óslitið í næstu lögum, sem voru: Das war in Schöneberg eftir Walter Kollo, sem Eyjamenn þekkja vel sem -Manstu okkar fyrsta fund-. Þar næst var blásið lagið Fyrir austan mána frá 1938 eftir Oddgeir Kristjánsson í útsetningu Ellerts Karlssonar og Eyjamenn í salnum vel með á nótunum. Næst var flutt þjóðhátíðarlag Áma Sigfússonar frá 1978 í útsetningu Ellerts Karlssonar. Gullfallegt lag, sem mætti að ósekju heyrast oftar. Kom undirrituðum á óvart hversu lipurt það hljómaði hjá hljómsveitinni og hún í góðu formi í flutningi þessa lags. Næstsíðasta lag hljómleikanna var hið umdeilda þjóð- hátíðarlag Geinnundar Valtýssonar frá 1998 í útsetningu Birkis Freys Matthíassonar. Einhvem tíma í sumar skrifaði undirritaður grein sem hann kallaði í leit að þjóðhátíðarlaginu. Ef þetta lag er til á annað borð er ég ekki ffá því að títtnefnl þjóðhátíðarlag sé nú loksins fundið, altént hvað mig varðar. Var nú allur sauðabragur af því og búið að færa það í nokkrar djass- umbúðir, hvar útsetjarinn Birkir Freyr tók einn ágætan og vel útfærðan trompetsóló. Góður flutningur á lagi, sem að margra áliti var ekki í lagi og ekki annað að heyra en að salurinn kynni vel að meta þessa útsetningu. Auglýstri efnisskrá tónleikana lauk svo með Big Band Favorites í útsetningu Bob Lowden. Mátti meðal annars heyra þar Rainy day og Stomping at the Soivoy. Það var góð sveifla í Lúðrasveitinni í þessari syrpu og kæmi ekki á óvart ef undirritaður gerðist styrktarfélagi sveitarinnar, ef hún helgaði sig frekari djasssveiflu. Skora hér með á sveitina að efna til slíkra tónleika sérstaklega. Að sjálfsögðu tók lúðrasveitin aukalag og fyrir valinu varð Orfeus í undirheimum eftir Offenbach. Skemmtilegt lag og greinilega fullt af kan, kan kellingum í undirheimum Offenbachs, ef mið er tekið af því ógnarfjöri sem einkenndi flutning og lag. Þótti áheyrendum ekki nóg að fá bara eitt aukalag, svo næst spilaði hljómsveitin klassískt Eyjalag, Heimaslóð eftir Alfreð Washington. Ekki þótti gestum nóg að gert, en WiijÆ'/ll m 1*5? . ■M \ P. mmm r. x Stefán stjórnandi tekur sóló á saxófóninn. hljómsveitarstjórinn tjáði gestum að aukalagalistinn væri tæmdur og varpaði út í sal hvort ekki væru einhverjar óskir hjá tónleikagestum. Óskin kom og ákveðið að flytja aftur Á heimaslóð. Lauk þessum tónleikum því í mikilli Eyjastemmningu og tónleikagestir glaðir og ánægðir með sína ágætu Lúðrasveit. Benedikt Gestsson Björgun- arfélagið 80 ára Björgunarfélag Vestmannaeyja var með opið hús í höfuðstöðvum sínum að Faxastíg 38 síðatliðinn laugardag, auk þess sem gestum gafst tækifæri til þess að skoða björgunarbátinn Þór við Tanga- bryggju. Tilefnið var 80 ára afmæli Björgunarfélagsins. Björg- unarfélagið er því elsta björg- unarsveit landsins og fyrsti vísirinn að Landhelgisgæslu. Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað 4. ágúst 1918 og til- gangur félagsins að láta byggja eða kaupa björgunar- og eftirlitsskip fyrir Vestmannaeyjar. Þetta var tíu árum áður en nokkrum kom til hugar að íslenska ríkið keypti eða gerði út íslenskt eftirlitsskip. I marsárið 1920 varð það að veruleika, þegar björgunarskipið Þór kom til Eyja og olli straumhvörfum í öryggismálum Erlingur Guðjónsson, Bjarni Halldórsson, Arnar Ingimarsson, Hannes Eiríksson og Dauíð Friðgeirsson tóku á móti gestum. sjómanna. Treg mæting var á þessu opna húsi, en síðast mun hafa verið opið hús hjá Björgunarfélaginu, þegar sameining björgunarfélaga undir nafni Landsbjargar átti sér stað. En meðal nýjunga sem fólki stóð til boða að sjá var ný rústabjörgunar- kerra, hvar í er fjölbreytt úrval tækja og tóla sem að gagni koma við björgun fólks úr rústum. Það var Landsbjörg sem stóð fyrir því að útbúa slíka kerru með stöðluðu sniði fyrir björgunarsveitir í landinu. Björgunarfélagsmenn gáfu einnig út blað sem helgað er sögu félagsins í 80 ár og eiga þar margir at- kvæðamenn í þjóðlífinu greinar og hugrenningar. Er þetta hið gagn- merkasta rit og mun verða dreift í hús í Eyjum. Var það að öllu leyti unnið uppi á landi og var ekki leitað tilboða í prentun eða aðra vinnslu hér í bæ. Sigurgeir Jónsson skrifar tudCQÍ Nokkur umræða hefur að undanfömu verið um listaverk ýmiss konar í bænum og nágrenni hans. Aðallega hefur sú umræða snúist um hvort setja skuli upp listaverk á Hring- skersgarðinum en svo heitir syðri hafnar- garðurinn. Fyrir nokkrum árum var rifið hrófatildur af Hörgeyrargarðinum (nyrðri garðinum) og sett upp verk eftir Grím Marinó Steindórsson, listamann. Það er hið ágætasta verk og þjónar auk þess vel sem innsiglingarviti. Nú vilja góðir menn fá annað listaverk eftir sama listamann og setja upp á Hringskersgarði. Þessar umræður hafa vakið mikla úlfúð manna, sérstaklega þeirra sem vilja vemda allt sem komið er til ára sinna. Hafa þeir bent á að farið hafi verið offari á undanfömum ámm við að rífa og fjarlægja gamlar minjar og oft sögulegar, bæði í formi húsa og annars. Nú er skrifari mjög sammála verndunar- mönnum í mörgum tilvikum. En svo langt má vemdunarstefna ekki ganga að hún beinist að söfnun og varðveislu á msli. Á sínum tíma vom innsiglingarljósin á hafnargörðunum sett upp af vanefnum og meira hugsað um notagildi þeirra en listræna fegurð. Aftur á móti er eins og þau hafi öðlast listrænt gildi með árunum. Hefðu þessi ljós aldrei verið til staðar og nú ætti að fara að setja þau upp í fyrsta sinn, myndi það kalla á áköf mótmæli væm þau hugsuð í sama stíl og nú einkennir þau. Skrifari sá lítið eftir því mónúmenti sem um áratugi hafði staðið á Hörgeyrargarði. Hann myndi heldur ekki telja það með skaða sínum þótt kolryðguð undirstaða ljóssins á Hring- skersgarði hyrfi svo og steypuhlunkurinn undir henni. Hann hefur aldrei séð nokkum skapaðan hlut listrænan við þetta mannvirki, stundaði þó sjó um árabil og hafði því mannvirkin oft í sjónmáli. Hitt er svo annað mál hvort ekki væri rétt að fá fleiri listhaga menn til að spreyta sig á gerð nýs mannvirkis undir innsiglingarljósið. Nú hefur skrifari ekki neitt á móti Grími Marinó Stein- dórssyni sem listamanni. En honum fmnst að fleiri megi líka láta Ijós sitt skína. í síðustu Fréttum var rætt við Grím Marinó og kom þar listaverkum fram að hann er með tvö verk klár, annað á hafnargarðinn og hitt ekki fjarri honum. Aðeins er beðið eftir leyfi réttra aðila og þá er hægt að drífa verkin upp. Skrifari mælir með að fleiri fái að viðra hugmyndir sínar. Grímur Marinó á þegar tvö verk í Vestmannaeyjum, súlumar á Hörgeyr- argarði og svo sjálfstæðisfálkann í Djúpadal, gegnt flugstöðinni, þannig að hann má vel við sinn hlut una sem listamaður. Raunar skilur skrifari ekki alveg hvemig á því stóð að flokkstákn Sjálfstæðisflokksins var sett upp við flugstöðina né heldur hverjir þar um véluðu og völdu því þann stað. Kannski þarf ekkert leyfi fyrir listaverkum suður á eyju, bara á hafnarsvæðinu. Samanber þau dýrðarinnar lista- verk í formi sveifarása sem tróna a.m.k. á tveimur stöðum úti á eyju og munu sett upp af landslagsarkitekt bæjarins sem einnig á heiðurinn af margs konar hólum og hæðum, gijóthnullungum og bugðóttum göngustígum á opnum svæðum í bænum og hafa vakið nokkra athygli gestkomandi. Skrifari hefði sem sagt gaman af að vita hvers vegna áðumefndum fálka var valinn áður- nefndur staður og hverjir réðu staðarvalinu. Einhver hvíslaði því að honum á dögunum að Halldór Blöndal, samgönguráðherra, hefði þar lagt hönd á plóg og viljað minna á hver hans hlutur væri búinn að vera ásamt þingmanni sjálfstæðismanna úr Eyjum í bættum flugsamgöngum á kjörtímabilinu. Því væri eðlilegt að fálkinn yrði til að minna fólk á hvaðan góðir hlutir kæmu. Þetta gæti orðið hið besta mál og öðmm til eftirbreytni. Ef t.d. Össur yrði nú samgönguráðherra í næstu ríkisstjóm, gæti hann fengið Grím Marinó til að búa til kratarós sem kæmi við hlið fálkans. Og ef Hjörleifur Gutt yrði samgönguráðherra þá gæti hann látið gera góða mynd af hamri og sigð. Þetta gæti orðið hin athyglisverðasta samsýning á pólitískum listaverkum og mætti líka setja tvo til þijá sveifarása með til að auka á fjölbreytnina. Nóg er plássið suður í Djúpadal. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.