Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Ahugi á íþrótt- um kviknaði í Eyjum -segir Þórhallur Einarsson sem var í s fyrsta landsliði Islands í knattspymu Þórhallur Einarsson er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1921 en flutti til Reykjavíkur árið 1930. Hann heillaðist snemma af íþróttum og knattspyrnu, og var valinn í fyrsta landslið Islendinga sem keppti á móti Dönum árið 1946 á Mela- vellinum. Reyndar segist hann hafa verið valinn í liðið sem Framari. „En það breytir því ekki að ég er fæddur Vest- mannaeyingur og tel mig Vestmannaeying. Við byrjuðum snemma að hlaupa og leika okkur í Eyjum og ég man eftir því að við fórum oftar en einu sinni út að Stórhöfða og fórum í kapphlaup í bæinn. Við vorum kannski fjórir eða fimm saman og kepptum um hver yrði fyrstur niður að Staðarfelli, en þar átti ég heima. En auð- vitað var leiksvæði okkar út um alla eyju. Og ég man eftir því og var hlegið að þegar ég var með kústskaft inni í stofu og hrópaði á pabba og mömmu: „Hará, hará!!, eða farið frá, farið frá!! Nú byrjar stangarstökkið, því það var þjóðaríþrótt í Vestmannaeyjum.“ Flaggað begar uoru æfingar Hverjir voru foreldrar þínir? „Faðir minn var Einar Runólfsson trésmiður og útgerðarmaður, en hann átti tvo báta um tíma. Móðir mín var Kristín Traustadóttir. Pabbi var fædd- ur á Syðri Hömrum í Holtum á Rangárvöllum, mamma var hins vegar fædd á Vatneyri við Patreksfjörð. Pabbi flutti til Eyja 1908 og byggði hús í Eyjum ásamt öðrum smið sem líka hét Einar og nel'ndi það Staðarfell. Eg var svo alltaf kallaður Doddi á Staðarfelli. Þetta hús stendur enn við Kirkjuveginn á móti Stakkagerðistúni þar sem við krakkamir renndum okkur á sleðum og þarna rétt hjá var svo spítalinn og Barnaskólinn." Þórhallur segist fljótt hafa fengið áhuga á fótbolta. „Aðalfótboltavöll- urinn sem var malarvöllur var á leiðinni inn í Herjólfsdal. Ef það átti að vera æfing var flaggað á einhverju háu húsi niðri í miðbæ sem ég man ekki hvar var. Eg fylgdist vel með þessu og ef flaggað var fór ég inn eftir til að fylgjast með æfingunni. Eg hafði bara svo fljótt gaman af þessu. Svo gat ég verið þarna allan daginn og kom stundum ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Pabbi og mamma höfðu hins vegar engar áhyggjur af mér, því þau vissu að ég var alltaf að fylgjast með æfingunum. Ég æfði hins vegar aldrei í Vestmannaeyjum. Elsti bróðirminn, Trausti Einarsson, hafði hins vegar önnur áhugamál. Hann var alltaf klifrandi í klettum að leita að eggjum og steinum og varð fljótt mikið fyrir náttúruna og olli foreldrum mínum meiri áhyggjum Hann varð síðar prófessor og doktor í stjömufræði, sá fyrsti á Islandi. Ég hafði hins vegar aldrei áhuga á klettaklifri og slíku.“ Beinútsendingfrá símstöðinni Þórhallur segist muna eftir því að úrvalslið úr Eyjum hafi farið til Reykjavíkur 1928 eða 1929 og að fréttir hafi borist af leiknum á símstöðinni jafnóðum og hann fór fram. „Þetta var leikur á móti Víkingi og ég man að yestmannaeyingar unnu þennan leik. Ég hafði þennan brenn- andi áhuga, en var ekki farinn að taka þátt í neinni keppni og ég held að það hafi ekki verið neitt mót fyrir krakka á þeim árum.“ Þórhallur var níu ára þegar hann flutti ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur. „Hákon bróðir minn var farinn aðeins á undan. Hann var sjómaður á bát frá Vestmannaeyjum sem var svo gerður út frá Reykjavík. I gegnum sinn kunningjahóp fór Hákon bróðir að sparka bolta í Reykjavík með Fram. Síðan kem ég suður með foreldrum mínum og geng reyndar fyrst í Glímufélag Armanns og keppti í hlaupum, en af því að Hákon var í Fram gekk ég líka í Fram og byrja að æfa í unglingaflokkunum í fótbolta tíu ára gamall. Sá sem einu sinni gengur í Fram verður alltaf Framari og ég er engin undantekning frá því. Ég lék síðan með Fram til 1951 og hætti þá alveg að spila.“ Fyrstí landsleikurinn Þórhallur segir lið Fram hafi farið til Danmerkur árið 1939 og í tengslum við þá heimsókn komust á góð sambönd milli félagsins og danskra knattspymuforkólfa „I framhaldi af þessari heimsókn okkar til Danmerkur áttu Danir heimboð til íslands árið 1940, en það féll niður vegna stríðsins. Danir höfðu svo samband 1946 og spurðu hvort heimboðið stæði enn. Það var ekkert því til fyrirstöðu. Að vísu stóð til að Fram stæði fyrir heimsókninni, en Iþróttasambandið lagðist gegn því að eitt félag stæði að komu Dananna, vegna þess að um milliríkjakeppni var að ræða, þá fyrstu í sögu lýðveldins." Þórhallur er 25 ára gamall, þegar hann er valinn í landsliðið og hann segir að það hafi verið mjög skemmtilegt fyrir ungan mann. „Ég var að sjálfsögðu mjög spenntur og kannski montinn," segir Þórhallur og hlær. „Ég var valinn í liðið sem Framari, en það breytir því ekki að ég er Vestmannaeyingur. Við lékum þrjá leiki við danska landsliðið hér heima. Einn landsleikur, leikur Islands- meistara Fram og einn leikur úrvals Reykjavfkurliða. Þetta var eini landsleikurinn sem ég spilaði og lék reyndar ekki allan leikinn, kannski 30 mínútur, vegna þess að ég fann til lasleika. Ég veit ekki hvort það stafaði af taugaspennu, en ég fann til einhvers máttleysis og missti allan kraft." TÖPUðU Þórhallur segir að þessi landsleikur hafi farið 3-0 fyrir Dani. „Nokkrum dögum síðar kepptu Islandsmeistarar Fram við Danina og töpuðu 5-0. Það var ekkert svo slæmur leikur. Það segir í umsögn unt þann leik að Fram hafi jafnvel staðið sig betur en landsliðið. I leik Reykjavíkurúrvalsins var þetta allt komið í jafnvægi og við unnum Dani 4 - 1 og þótti sætur sigur.“ Hvernig er þessi landsleikur við Dani í minningunni? „Hann þótti nú ekki góður. Ég held að leikurinn hafi einkennst af taugaóstyrk íslensku leikmannanna. Það voru um tólf þúsund áhorfendur á Melavellinum og ég held að það hafi aldrei verið eins margt á leik þar á þessum árum. Fólk var spennt fyrir landsleik við Dani, en leikurinn sem úrvalið spilaði vakti mikla lukku. Það var sagt að áhorfendur hefðu hent höttum sínum og húfum í háaloft og mikil stemmning á vellinum.“ Þórhallur segir rnikinn áhuga á knattspymunni í fjölskyldunni og að synir hans hafi æft og keppt. „Einar Þórhallsson, sem nú er læknir í Svíþjóð, spilaði með Breiðablik, KA á Akureyri og Skövde í Svíþjóð. Hann lék líka einn leik með íslenska lands- liðinu. Hinrik, sem er íþróttakennari á Akureyri, lék tvo landsleiki með ung- lingalandsliðinu, Breiðabliki, Víkingi og KA. Þórarinn, sem er yngstur, spilaði með KA og yngri flokkunum í Breiðabliki. Synir Einars og Hinriks hafa líka haft mikinn áhuga á fótbolta og hefur Þórhallur Einarsson leikið með unglingaliði Öster í Svíþjóð og Þórhallur Hinriksson lék bæði með drengja- og unglingalandsliðinu, meistaraflokki KA og Breiðabliks og síðastliðið sumar lék hann með KR og mun gera áfram í sumar," segir hin aldna fótboltakempa og er hreykinn af fjölskyldunni og sætum sigrum á leikferlinum. f/UUD L íffik j > r a WMi Ww I ■ks íHk^ Jm Námskeiðið fór fram á Lundanum og uar liátttaka miög góð. Á myndinni eru nýútskrifaðir dyraverðír ásami lelðbeinendum. Góð aðsókn að nám- skeiði fyrir dyraverði Fyrr í mánuðinum var haldið námskeið fyrir dyraverði vínveitingahúsa í Vestmannaeyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið utan Reykjvaíkur. Námskeiðið var haldið að frumkvæði Péturs Steingrímssonar, víneftirlitsmanns í Eyjum, en Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjvík sá um kennslu á námskeiðinu. Hann segir að 1. júlí síðastliðinn hafi lögum um vínveitingahús verið breytt. I framhaldi af því verða svo lögreglustjórar á hverjum stað að samþykkja viðkomandi í starfið. „ Þó að reglugerðin sé ekki tilbúin enn, þá mun samkvæmt þessari lagabreytingu verða gerð krafa um að dyraverðir hafi lokið svona námskeiði. Á námskeiðinu er farið yfir lög um rekstur vínveitingahúsa, auk þess sem menn eru upplýstir um mannleg og almenn samskipti manna í milli." Það var 21 sem sótti námskeiðið og luku því allir með sóma. „Fjöldinn kom mér nokkuð á óvart, miðað við fjölda vínveitingastaða í Eyjum. En þetta voru vandaðir og valinkunnir menn, sem stóðu sig vel. Það er og mitt mat að þeir sem reka vínveitingahús eigi að ráða menn sem hafa lokið námskeiðinu. Það mun lyfta þjónustustiginu hjá rekstaraðilum þessara staða, öllum til hagsbóta."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.