Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Síða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvemember 1998 Ögrun að setj a sig ui Sónata nr. 1 fyrir símalínu, taltæki, tvær raddir og segulbc -Ég man eftir liuí að ég uar farin aósemja lög ellefu ára. Mamma og vinkona mín kenndu mér gítargrip og svo var madur að reyna fyrir sér sjálf, segir Alla sem nú er að gefa út sinn fyrsta geisladisk. Forspil Aðalheiður Borgþórsdóttir er fædd og uppalin í Eyjum til tólf ára aldurs, er hún fluttist til Seyðisfjarðar ásamt foreldrum sínum og systkinum. Alla, eins og Vestmannaeyingar þekkja hana, hefur búið á Seyðisfirði síðan, þar sem hún starfar sem tónlist- arkennari, auk þess að vera menn- ingarfulltrúi á staðnum, eða eins og hún segir sjálf: „Ef málin snúast um eitthvað á menningarsviðinu, ég tala nú ekki um ef það tengist tónlist, þá hef ég örugglega komið að því. Ef ég er ekki á sviðinu þá er ég alveg ömgglega í miðasölunni, ef ekki vill betur." Fimmta nóvember var svo að koma út geisladiskur sem hún nefnir ,.BROTHÆTT“ með frumsömdu efni eftir hana. Fréttir langaði að fá þessa athafnakonu í viðtal um tónlistina og lífið í Eyjum og á Seyðisfírði fyrr og nú. Það var auðsótt mál og því ljúílega tekið. Hratt fjörlega „Hvemig eigum við að byrja,“ spyr Alla, þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir á sinn hvomm enda línunnar. Því það em haf og sandar, fjöll og firðir, sem aðskilja okkur í spjallinu og allt traust sett á símalínuna. „Byrjaðu bara á því sem þú manst eftir úr Eyjum og hvernig Eyjar eru fyrir þér í æskuljómanum, ef við getum sagt sem svo.“ „Eg get byrjað á því að segja þér hvar ég fæddist," segir Alla. „Gerðu svo vel.,“ segi ég. „Eg fæddist á Brimhólabraut 16, í húsi sem foreldrar mínir byggðu. Mamma mín er Guðrún Andersen og Borgþór Árnason er faðir minn. I minningunni eru Vestmannaeyjar yndislegar. Auðvitað elst ég þar upp og þar eru ræturnar. Og það finn ég mjög sterkt þegar ég kem til Eyja. Þó að ég hafí búið lengi á Seyðisfirði, þá er alltaf tilfinningin úr fjömnni frá briminu. Eg lék mér mikið niðri í fjöru og úti í hrauni eins og allir Eyjakrakkar gera, en ég sakna þess mikið þegar ég kem til Eyja að allt svæðið sem ég lék mér á austan við Skansinn gamla er farið undir nýjahraunið, en auðvitað var maður út um allt.“ Alla segir að hún eigi skemmtilegar minningar frá ömmu sinni, Lóu Andersen á Heiðarvegi 55. „Hún átti það til að hóa saman öllum krökkunum úr hverfinu, spilaði á fótstigið orgelið og lét svo alla syngja. Einhvem tíma var hún organisti í kirkjunni og var mikið söngelsk kona. Hún kenndi okkur fullt af lögum og söng, og spilaði fyrir okkur líka. Tók út úr sér tennumar og söng „Loff mala koff'. Hún var yndisleg og var með stórt hjarta. Á jólum var líka alltaf dansað og sungið kringum jólatréð. Eg var mjög mikið hjá ömmu.“ Hægt tignarlega „Hvernig stóð á því?“ „Faðir minn var sjúklingur, en báðir foreldrar mínir voru mjög söngelskir og mamma söng í tríói sem kallaði sig Eyjadætur Við fluttum upp á Heiðar- veg 62 og bjuggum þar í tvö ár. Mamma var tvö með okkur fjögur systkinin svo að ég tengdist ömmu mjög mikið. Þegar mamma var að vinna fór maður til ömmu. Það var alltaf opið hús hjá henni. Hún var svona ekta amma. Dagfríður Finnsdóttir bekkjarkennari minn, sem kenndi mér í Barnaskólanum síðasta árið sem ég var í Eyjum var alveg yndisleg. Eg byrjaði að syngja hjá henni í fyrsta sönghópnum. Það var alltaf mikið sungið hjá henni og gott að leita til hennar og hún reyndist mér afskaplega vel, enda gekk mér mjög vel í skóla þennan vetur." „Sérðu þennan tíma í einhverjum ljúfsárum trega? Alla hlær mjög og segir: „Nei,“ og dregur seiminn. „Eg á mjög ljúfar minningar, þó að amma hafi verið skjólið og kletturinn, og sjálfsagt hefur verið mjög erfitt hjá mömmu á þessum tíma. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Samt er kannski sárast í minningunni þegar ég er að flytja frá Eyjum. Mér er nefnilega mjög minnisstætt þegar ég er tólf ára og bekkurinn sem ég er í á að fara í skólaferðalag. Þannig var að foreldrar mínir fóru til SeyðisQarðar á undan, af því að ég vildi klára skólann og komast í skólaferðalagið. En þegar ég fór og sigldi út úr höfninni grét ég og á Seyðisfirði lokaði ég mig inni í heilan mánuð og vildi ekki tala við neinn. Eg var mjög ósátt við að flytja, en foreldrar mínir ákváðu þetta og maður varð að koma með. Svo fór ég að samlagast krökkunum hérna og í dag vildi ég hvergi annars staðar vera.“ Hægt dramatískt „Segðu mér frá pabba þínum." „Hann er Vestmannaeyingur í húð og hár. Hann er sonur Aðalheiðar og Áma sem áttu heima í Stóra Hvammi. Pabbi var geðklofasjúklingur og á þeim tíma var engin lækning við þessum sjúkdómi. Það var mjög erfitt að búa við þennan sjúkdóm og vegna hans skildu foreldrar mínir. I dag væri tekið öðru vísi á þessum sjúkdómi. En pabbi er nú á sjúkrahúsi í Hveragerði. En hann er mjög ljúfur og hjartahlýr maður og ég hef mikið samband við hann.“ „Hvemig var að eiga föður með svona alvarlegan sjúkdóm í samfélagi eins og Eyjum?“ „Þetta þótti skömm og auðvitað voru fordómar gagnvart þessum sjúk- dómi. Hins vegar var ekkert talað um þetta svo að ég heyrði. Þetta var samt sárt.“ „En viðhorf krakkanna?“ „Það var aldrei talað um þetta. Ég man ekki eftir því og fann aldrei fyrir neinum leiðindum gagnvart því og á mjög góðar minningar með mínum vinkonum og held smá sambandi við sumar þeirra enn þá. Að minnsta kosti jólakortasambandi." „Hvemig eru aðstæður þínar núna á Seyðisfirði?" „Þær eru mjög góðar. Ég er gift góðum manni og á þrjú börn. Reyndar erum við systur héma sem erum giftar bræðmm, þannig að það má segja að við höfum sameinast einni fjölskyldu héma.“ „En segðu mér hvemig var að missa sambandið við ömmu þína. Komstu regluiega til Eyja eftir að þú fluttir til Seyðisíjarðar?" „Nei ekki mikið fyrstu árin. Það var ekki fyrr en unglingsárin vom liðin hjá og ég komin með íjölskyldu." „Nú ertu tónlistarkona. Hvemig er bakgmnni þínum háttað í tónlistinni?“ „Ég var tvo vetur í tónlistamámi í Reykjavík og svo héma á Seyðisfirði hjá konu sem heitir Kristrún. Ég kláraði fimmta stigið hjá henni á þverflautu. Ég lærði líka á píanó og má segja að ég hafi verið á kafi í hljóðfæranámi. Ég er með álíka menntun og tónlistarkennari í dag og kannski víðara svið, sem hentar mjög vel héma, því að það em svo fáir nemendur á hvert hljóðfæri. Ég er hins vegar ekki með kennararéttindi.“ Gáskafullt „Þú ert ekki með fótstigið orgel hjá þér og hóar saman krökkunum á Seyðisfirði til tónleikahalds svipað og amma þín gerði.“ „Sko, ég er með píanó, en ég er ekki enn þá komin á þennan ömmualdur. Ég er hins vegar viss um að ég á eftir að gera það, því að amma er mín fyrirmynd og ef mig langar að líkjast einhverjum þá væri það amma Lóa. Ég stefndi að því að diskurinn kæmi út 2. nóvember, sem er fæðingardagur ömmu, en það tókst nú ekki svo hann kom út þremur dögum seinna.“ „Hvenær ferðu að semja tónlist. Hefur tónlistarsköpunin verið sam- ferða þér jafnhliða tónlistamáminu?“ „Já ég hef alltaf verið mjög hug- myndarík og viljað spinna svolítið. Ég man eftir því að ég var farin að semja lög ellefu ára. Mamma og vinkona mín kenndu mér gítargrip og svo var maður að reyna fyrir sér sjálfur. Og svo ég segi nú aftur frá ömmu Lóu, því minningar mínar frá Eyjum tengjast henni mjög mikið. Seinna var hún með orgelið upp á lofti hjá sér og þar sat maður og samdi sjálfsagt heilu tónverkin. Spilaði og spilaði þó ég kynni ekki nótur. Þetta hefur íylgt mér alla tíð.“ Hægt með trega „En hvemig er þinn bakgrunnur að öðm leyti?“ „Þetta var ekki mjög glæsilegt líf sem beið manns fyrst eftir að ég flutti austur og í nokkuð mörg ár var þetta afskaplegt volæði. Vegna þessa fer ég mjög ung að heiman og það hafði geysileg áhrif. Ég lenti líka í óreglu, en vann mig upp úr því sjálf og er bindindismanneskja í dag, og hef komist að því að það er líf eftir sukkið. Ég hætti öllu mgli fyrir tíu árum og þá kom músíkin aftur, en í mglinu hættir maður að þroskast og verður að aumingja. Ég hef nú unnið ýmis störf. Ég hef unnið verkamannavinnu. verið hjá Pósti og síma. Ég lærði líka raf- suðu og logsuðu í skipasmíðastöðinni á Seyðisfirði og vann við það í ein þrjú ár. Kennslan kom hins vegar þannig til að það vantaði gítarkennara fyrir tvo eða þrjá nemendur og ég var spurð að því hvort ég treysti mér til að kenna þeim. Mér fannst það reyndar alveg út í hött, en lét til leiðast. I framhaldi af

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.