Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 13
Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Fréttir 13 idir mæliker annarra md, eftir Benedikt Gestsson og Aðalheiði Borgþórsdóttur Það eni sterkar tilfinningar í mér frá uppuaxtarárunum. Ég get samt ekki bent á eitthuað eitt Ekki frekar en frá Seyðisfirði. Ég er hins uegar mikill Vestmannaeyingur í mér. því spann þetta utan á sig og ég er í fullri stöðu í dag sem tónlistarkennari. Það er mjög öflugur tónlistarskóli héma á Seyðisftrði og helmingurinn af öllum krökkum á staðnum er í tónlistarskólanum.“ „Þú hefur verið í einhverjum hljómsveitum, eða hvað?“ „Árið 1982 er ég í hljómsveit sem heitir Lóla, sem vakti töluverða athygli um allt land. Við unnum hljómsveitakeppni sem Stuðmenn stóðu fyrir í Átalvík og fengum í verðlaun að gefa út tveggja laga plötu. Við vorum alltaf með frumsamið efni, sem við unnum mjög mikið saman, þó að textar væru reyndar eftir mig. Lagið Fomaldarhugmyndir af þessari plötu fékk töluvert mikla spilun og kom mér vemlega á óvart þegar ég var að kynna nýju plötuna mína í Reykjavík að þá vom margir sem mundu eftir þessu lagi og líka hér á Austurlandi. Upp úr 1982 hætti þessi hljómsveit og við snerum okkur að öðm, en þá er ég 24 ára gömul.“ „Þetta er þegar pönkið er að ná fótfestu á Islandi?“ „Já. Við vorum svolítið villt. Það var mikið rokklíf í kringum þessa hljómsveit." „Þegar þú segir Lóla, þá er ekki laust við að maður tengi það Lóu ömmu þinni. Em einhver tengsl þama á milli.“ „Nei, nei. Það eru engin tengsl þar á milli. Nafnið á hljómsveitinni er bara nafn á lagi með Kinks. Við vomm svo miklir Kinks aðdáendur. Við vomm eingöngu með fmmsamið efni og útsetningar á lögum eftir aðra. Þessi hljómsveit vakti töluverða athygli. Lóla var svo endurreist 1985 og við áttum orðið efni í heila plötu. Á þessum tíma var mér lfka boðið að vera söngkona með hljómsveitinni Grafík, sem ég reyndar hafnaði. Þá var ég líka komin með fjölskyldu og þetta heillaði mig ekkert.“ Hægt „Kemur þá ekkert úr tónlistaræðinni?" „Ég hætti alveg að eiga við tónlist, nema að ég kenndi við tónlist- arskólann. Sjálf hætti ég eiginlega alveg að syngja nema með kirkju- kómum. Svo byrjaði ég aftur að syngja djass með Áma Isleifs í kringum 1992 og hef verið dálítið í þessum söngkonubransa síðan, meðal annars hef ég sungið inn á plömr með öðmm hérna fyrir austan. Árið 1995 var haldið upp á 100 ára afmæli Seyðisfjarðar. Þá var gefínn út geisladiskur með því sem efst var á baugi í tónlistarlífi Austurlands. Ég hafði að miklum hluta umsjón með þessari útgáfu. Þar kem ég meðal annars fram með sönghópnum „Ut úr þokunni". Við vorum þrjár og útsettum allt sjálfar. Á þeim diski átti ég líka tvö lög. Svo söng ég inn á disk með danshljómsveit Friðjóns Jóhanns- sonar, en þetta er allt annars eðlis en ég hef verið að gera sjálf.“ „Er öflugt tónlistarlíf á Austur- landj?“ „Ég hygg að það sé nú öflugt þó að það gangi upp og niður eins og gengur. Við sitjum uppi með að héðan fara krakkar sextán ára í burtu í framhaldsskóla, eins og er með marga staði út á landi. Okkur vantar fólk á aldrinum 16 til 25 ára, sem er oft virkasta aldursskeiðið á tónlistar- sviðinu. Reyndar er framhaldsskóli á Egilsstöðum, svo að krakkamir fara ekki mjög langt, svo við missum þá ekki alveg. Það búa um átta hundruð manns á Seyðisftrði og íbúum hefur farið fækkandi, eftir að kvótakerfið komst á. Þið kannist líklega við fólks- fækkun í Eyjum líka.“ „Hvemig sérðu framtíðina fyrir þér varðandi búsetu á landsbyggðinni. Sporðreisist landið, ef 90 prósent þjóðarinnar flytja á suðvestur homið?“ „Við verðum að sjálfsögðu að gera eitthvað í þessu. Ég er baráttumann- eskja og frnnst að hljóti að koma að því að yfirvöld átti sig á því að þetta gengur ekki. Það þarf að vera lff á fleiri stöðum en á SV horninu. Við höfum gengið í gegnum ýmsa erfiðleika héma, en sjáum bjart fram undan núna. Ég trúi því að hér eigi eftir að fjölga fólki.“ Hratt fjörlega „En mórallinn í bænum. Erneikvæð umræða í gangi?“ „Nei, það er ríkjandi bjartsýni. Mér finnst það að minnsta kosti. Kannski er það bara vegna þess að ég er svo bjartsýn sjálf á framtíð Seyðisfjarðar. Við höfum eiginlega allt til þess að geta byggt upp blómlegan bæ. Fleira fólk myndi breyta miklu í því sambandi. Það er þessi miðstýring sem hefur farið illa með pláss eins og Seyðisíjörð og það er einhver tilhneiging í þá átt að planta eigi öllum atvinnutækifærum niður á Héraði og Egilsstöðum. Hins vegar var gerð könnun meðal ungra Seyðftrðinga sem bjuggu í Reykjavík. Þetta vom krakkar sem lokið höfðu námi. Þar kom berlega í ljós að þeir vildu koma heim ef þeir fengju atvinnu við sitt hæft. Þama liggur ákveðið vandamál sem þarf að glíma við.“ „Það hefur aldrei hvarflað að þér að axla þín skinn og flytja til Vestmannaeyja?" „Nei það hefur ekki verið. Mér hefur liðið það vel hér. Ég hugsa samt að ég gæti vel hugsað mér að búa í Eyjum. Ef ég ætlaði að flytja á annað borð, þá yrðu Eyjar skoðaðar vel og vandlega. Ég á mikið af skyldfólki þar og sterkar taugar þangað.“ „Snúum okkur aftur að diskinum. Hvaða pæling liggur að baki þessum nýja diski?“ „Eina hugsunin er að gera mústk. I rauninni var ekki farið af stað með að gera einhveija ákveðna músík, heldur bara að tjá sig við þessa texta og laglínur sem ég átti í handraðanum og búa þann búning sem mér þótti henla. Þó ég segi sjálf frá finnst mér það hafa tekist mjög vel. Það má kannski heyra ýmsa strauma og stefnur. Þetta er ekki eitthvað eitt þó kannski mega kalla það poppmúsík. Að mínu mati er þetta mjög fjölbreyttur diskur?" Ljúflega með tilfínningu „Eru einhver áhrif frá Eyjum í tónlist þinni núna?“ „Já alveg örugglega. Ég veit ekki hvemig, en ég tala mikið um til- finningar, eins og kannski má sjá á nafni disksins -BROTHÆTT-. Það eru sterkar tilfinningar í mér frá upp- vaxtarárunum. Ég get samt ekki bent á eitthvað eitt. Ekki frekar en frá Seyðisfirði. Ég er hins vegar mikill Vestmannaeyingur í mér. Nafnið á diskinum er eiginlega tilvitnun í sjálfa mig, því ég er viðkvæm og þarf ákveðna nærgætni. En að sjálfsögðu er ég að setja sjálfa mig undir mæliker annara og það er viss ögrun í því." „Mér dettur brimið í hug?“ „Það kann að vera. Hrikaleiki og fegurð náttúrunnar spilar þama inn í og hafa alltaf sterk áhrif á mann, þó að erfitt geti verið að finna þessari tilfinningu stað í orðum. Alltaf þegar ég kem til Eyja fer ég og hlusta á brimið. Ég sakna þess mjög mikið. Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar eru gjörólíkir að þessu leyti. Hérerlogn alla tíð í firðinum og ekkert brim, en ég sakna þess rosalega.“ „Nú hefur verið talað um ákveðna tegund laga sem kennd eru við Eyjar. Er einhver slíkur tónn á plötunni þinni?“ „Þetta er mjög ólíkt týpiskri Eyjamúsík. Hins vegar er Eyja- músíkin, sú eldri að minnsta kosti, í miklu upp áhaldi hjá mér. Amma og mamma héldu nú líka mikið upp á lög Oddgeirs til dæmis og amma spilaði þessi lög mikið. Kannski gaman að segja frá því að þegar ég fermdist héma á Seyðisfirði kom amma og við spiluðum allar þrjár í veislunni. Það var að sjálfsögðu slegið upp partíi, eins og alls staðar þar sem amma kom. En þau lög sem við sungum voru Eyjalögin.“ Eftirspil Alla hefur mjög lálið menningarlíf á Seyðisfirð til sín taka og er stjómarformaður í Skaftfelli, lista og menningarmiðstöð á Seyðisfirði. „Ég er athafnamanneskja. Yngri systir mín er líka mikil athafnamanneskja héma og í bæjarstjórn. Það er þessi Eyjakraftur í okkur, en engin lognmolla. Við vösumst því mikið í bæjarmálunum. Það er varla sett upp skemmtun eða menningarviðburður að ég sé ekki einhvers staðar með tæmar, annað hvort á sviðinu eða á bakvið.“ Benedikt Gestsson Af liuerju ekki sjáuarút- uegsskóla í VestmannaeyjumP Á fundi Árna Johnsen fyrir skömmu vakti Ólafur Lárusson, kennari og fyrrum bæjarfulltrúi, athygli á hugmyndum um að stofnaður verði einkarekinn sjáv- arútvegsskóli. Ólafur sagði að Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, hefði vakið máls á þessu á þingi samtakanna og talið eðliegt að LIÚ stæði að stofnun skólans. Hefði Kristján bent á Akureyri sem heppilegan stað fyrir skólann. Fundinn sat einnig Halldór Blöndal samgönguráðherra og spurði Ólafur hann og Áma hvort ekki væri réttast að skólinn yrði staðsettur í Vestmannaeyjum. Halldór varð fyrstur fyrir svömm og sagði að við Háskólann á Akureyri væri verið að byggja upp sjávarútvegsdeild sem gengi vel. Hann sagði einnig að í athugun væri að koma upp skipstjómar- og vélstjómarnámi í tengslum við sjávarútvegsdeildina. Sem Norðlendingur sagðist Halldór helst vilja sjá slíkan skóla fyrir norðan en fleira mælti með því að hann yrði í Reykjavík. Árni sagði þessa umræðu á fmmstigi og hún hefði komið upp hjá LÍÚ vegna minni aðsóknar í skipstjórnarnám. Hann sagði að Vestmannaeyjar hlytu að vera inni í myndinni. Benti hann m.a. á könnun sem gerð hefði verið meðal nemenda í stýrimannskólunum. „Þar kom fram að Vestmannaeyjar em efstar á lista. Ástæðurnar voru þær m.a. að hér væri umhverfið vinsamlegast mönnum í þessu námi. Þeir væra hluti af samfélaginu og ættu hvergi auðveldara með að fá vinnu með nárninu," sagði Ámi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.