Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 10. desember 1998 Skólakórarnir með jólatónleika Svanhíldur verslunarstjóri, sem er lengsi til vinstri á myndinni, býður viðskiptavinum K/í upp á stórbætta verslun á Tanganum. Af tækni og sálnasölu tudcqi Þriðjudaginn 15. des. kl. 20.00 verða jólatónleikar í Bæjarleikhúsinu. Þar koma fram Kórar Hamarsskóla undir stjórn Báru Grímsdóttur, Kór Barnaskólans undir stjórn Michelle R. Gaskell og sönghópur frá Rauðagerði undir stjórn Eyvindar Steinarssonar. Sungin verða skemmtileg lög. Hver kór mun syngja sérstaklega, m.a. mun Hamarsskólakórinn syngja tólf jólalög í syrpu. Allir kóramir munu síðan syngja saman. Undirleikarar em þeir Eyvindur Steinarsson og Viktor Ragnarsson. Rétt er að vekja athygli á því að á sams konar tónleikum, sem haldnir vom sl. vor, var húsfyllir og urðu margir að standa. Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að mikið var að snúast í KÁ-Tanganum um helgina. Öllum hillum og tækjum var hent út og nýtt sett í staðinn. A mánu- dagsmorguninn fengu viðskipta- vinir að sjá breytinguna sem lýsti sér í nánast nýrri búð. Svanhildur Guðlaugsdóttir, verslun- arstjóri KA í Vestmannaeyjum, segir að nýtt skipulag og nýjar hillur geri það að verkum að húsnæðið nýtist betur og verslunin hafi stækkað þrátt fyrir að grunnflöturinn sé sá sami. „Stærsta breytingin er sú að í staðinn fyrir kælirýmið em komnir kælar fyrir hvern vömllokk fyrir sig. Þá emm við með fjóra hillurekka í stað þriggja áður. Fatadeildin hefur verið stækkuð um helming og nú höfum við meira pláss fyrir vörur sem tengdar eru einstökum árstíðum eða hátíðum eins og jólum og p^dffm. Þá verðum við með barnahom og aðstöðu fyrir þá sem vilja borða heita matinn frá okkur í versluninni," sagði Svanhildur. Kjötborðið hefur tekið miklum framförum undanfarnar vikur og verður áfram lögð áhersla á að sinna þeim þætti í matvömnni. „Einnig verður bætt við í ferskvöru eins og mjólk og ostum og kjöti." Nú gæti margur haldið að verslunarplássið hafi verið stækkað en svo er alls ekki. Svanhildur segir að ástæðan sé bætt nýting með grynnri hillum og meiri skipulagningu. „Eg er mjög ánægð með hve vel hefur tekist og viðbrögð viðskiptavina eftir fyrsta daginn vom frábær. Breytingin gefur okkur kost á að auka þjónustu og vöruúrval og síðast en ekki síst er hægt að gera ýmislegt til að gleðja viðskiptavinina með uppákomum af ýmsu tagi,“ sagði Svanhildur að lokum. Sigurgeir Jónsson skrifar Á morgun, föstudag mun höf- undur hinna vinsælu Utkalls- bóka, Óttar Sveinsson, árita nýju bókina sína, Utkall - Fallið fram af fjalli. Hún hefur m.a. að geyma frásögn af því er fimm Eyjamenn voru nálægt því að drukkna við Bjarnarey í júlí á síðasta ári. Óttar verður í Bókabúðinni við Heiðarveg frá kl. 15-17 og mun ekki aðeins árita nýju bókina, sem verður á sérstöku tilboðsverði, heldur einnig eldri Útkallsbækur sem fólki er velkomið að koma með til að láta höfundinn skrifa í fyrir sig. „Eg hlakka til að koma til Vestmannaeyja og hitta fólk þar, ekki síst vegna þess að það var mjög ánægjulegt að vinna með fjölmörgum Eyjamönnum við gerð kaflans „Hringdu í tíu tuttugu og einn." Hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér því fimmmenningamir, sem komust Iífs af og þeir sem björguðu þeim voru einstaklega liprir í samstarfi eins og Eyjafólki er gjaman lagið,” sagði Öttar í samtali við Fréttir. Fimmmenningamir, sem björg- uðust, þeir Pétur Steingrímsson, Jens K.M. Jóhannesson, Björgvin Arnaldsson, Ómar Stefánsson og Gylfi Gíslason eru væntanlegir í búðina meðan Óttar verður að árita á morgun. Til ham- ingju 60 ára er í dag Esther Valdi- marsdóttir. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 12. des. að Hrauntúni 23 eftirkl. 20. Tanginn fær andlitslyfdngu „Utkalls Óttar“ áritar í Eyjum Brátt eru aldamót, ekki nema rúmt ár í það þó svo að sumir vilji halda sig við að ný öld hefjist ekki l'yrr en árið 2001. Líklega munu fleslir miða hátíðahöld við það þegar talan 2000 biilist og skrifari fylgir þeim hópi að málum, ennþá að minnsta kosti. Gífurlegar tækniframfarir hafa átt sér stað á þessari öld, þó sérstaklega síðari hluta hennar. Skrifara er til efs að á nokkm tímabili í allri veraldarsögunni hafi önnureins tæknibylting átt sér stað. Þá rifjast upp fyrir honum þegar einka- leyfaskrifstofan bandaríska hugðist loka og hætta starfsemi sinni. Hann minnir að það hafi verið árið 1936. Ástæðan var sú að forsvars- menn þeirrar ágætu skrifstofu töldu að búið væri að finna upp allt það sem hægt væri að finna upp íveröldinni. Toppnum væri náð. Ennhefurþó sín ögnin af hverju bæst við og á væntanlega enn eftir að bætast við. Hugviti manna virðast engin takmörk sett. Það sem okkur þóttu stórkostlegar uppgötvanir fyrir nokkmm ámm, þykir okkur svo sjálfsagður hlutur í dag að vart tekur því að minnast á það. Skrifari man þegar fyrstu vasareiknamir komu á markað og leystu af hólmi reiknistokkinn og hugareikninginn. Skrifari eignaðist sinn fyrsta vasareikni árið 1974 og gat sá, auk alls almenns reiknings, einnig fundið kvaðratrót og prósentur. Þessi vasatölva þætti ekki ýkja merkileg í dag en fyrir 25 ámm jaðraði hún við byltingu. Hverjum skyldi líka hafa dottið í hug á þeim tíma að unnt yrði að senda bæði texta og myndir símleiðis milli landa. I dag finnst mönnum svo sjálfsagt að senda slfkt á faxi eða á neti að sú tækni ristir ekki dýpra en sjálfvirka kaffikannan í eldhúsinu sem öllum finnst löngu sjálfsögð. Hverjum skyldi líka hafa dottið í hug að menn gætu verið að tala í síma á öllum hugsanlegum stöðum, í bílnum, úti í sjó, á göngu úti á götu, á klósettinu o.s.frv. Aðalgallinn við alla þessa tækni er sá að hún er háð orku sem nefnist rafmagn. Ef rafmagnið dettur út, hvort sem er frá rafveitu eða frá raf- hlöðu, þá fer allt í kerfi og ekkert gengur upp fyrr en búið er að gera við eða endumýja batterí. Hver kannast ekki við þá örvæntingu sem um sig grípur í þjóðfélaginu ef rafmagnið dettur út? Allt lamast, greiðslukerfi í verslunum og bönkum, og ekkert hægt að gera fyiT en straum- ur er kominn á að nýju. Svo til ekkert er unnt að gera handvirkt í dag, svo háð emm við hinni nýju tækni. Skrifari veltir því oft fyrir sér hvað muni koma næst í tæknivæðingunni. Eflaust verður kerfið þannig í framtíðinni að ekkert þarf að óttast þótt rafmagn detti út, nýir orkugjafar eða örgjörvar munu sjá til þess. Óg skrifari þykist þess fullviss að flutningatækni framtíðarinnar verði með öðmm hætti en við nú þekkjum, bæði í vöm- og farþegaflutningi. Hann er þess allavega fullviss að einkaleyfastofur munu halda áfram að taka á móti nýjum uppfinningum til að gera okkur lífið léttara. Allt atvinnumynstur hefur líka gjörbreyst á síðustu ámm. Æ færri vinna við það sem kalla má erfiðisvinnu og alltaf Ijölgar þeim sem starfa við hvers kyns þjónustu. Æ fleiri möguleikar em líka í boði fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt á sem hagkvæmastan máta. Það em ekki mörg ár síðan eini möguleikinn fyrir almenning var að leggja aurana sína inn á bankabók og bíða þess að einhverjir vextir kæmu ofan á þá, nú eða þá að verðbólgan æti þá upp eins og algengara var. Stundum fréttist af vafasömum mönnum í útlandinu sem höfðu það að atvinnu að kaupa og selja hlutabréf og lifðu góðu lífi. Sú atvinnu- grein var oftar en ekki kölluð spákaupmennska og flestum sem þótti eitthvað óheiðarlegt við hana. Nú er öldin önnur. Almenningi gefst nú nær ótakmarkaður kostur á að leggja fé sitt í hvers kyns ávöxtunartækifæri og æ fleiri sem nýta sér það. Hið nýjasta á hlutabréfamarkaðinum er svokallaður kennitölubisness. Undanfama daga hafa tvö af stærstu fjármáIafyrirtækjum landsins keppst við að fá lánaðar kennitölur fólks til kaupa á hlutabréfum. Ef marka má frásagnir í blöðum er hægt að hagnast ágætlega á slíkri greiðasemi. Gegnum tíðina hafa menn alltaf verið að selja eitthvað af sjálfum.sér í von um ábata. í Biblíunni segir frá því þegar Esaú seldi frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk og taldi sig hagnast á því. Þegar kom fram á miðaldir vom uppi sögur um að menn seldu sál sína þeim í neðra og hlutu að launum einhver veraldleg gæði. Og á síðustu ámm hafa komið upp tilfelli þar sem fjármálasnillingar í Afríku vilja fá lánaða bankareikninga Islendinga gegn vænum fúlgum. Þetta nýjasta kennitölufár minnir skrifara um margt á þessa fomu og nýju gjöminga. Skrifari er búinn að hafa sína kenni- tölu í allmörg ár og hún er orðinn fastur liður í hans persónuleika. I öllum viðskiptum er hann mun oftar spurður um kennitöluna en það nafn sem honum var gefið fyrir rúmri hálfri öld og það styrkir hann mjög í þeirri trú að kennitalan sé á leið með að verða hluti af sálarlífi hans. Af þeim sökum er hann mjög ófús til að lána þennan part af sjálfum sér, jafnvel þótt gull og grænir skógar séu í boði. Slíka vændismennsku vill hann ekki stunda. Kannski er þetta bara vottur um mikla íhaldssemi en skrifari er íhaldssamur, hefur alltaf verið það og mun líklega alltaf verða það. Og honum finnst íhaldssemi í meðalhófi vera dyggð. Aftur á móti finnst honum afturhaldssemi löstur. Skrifari hefur sem sé ekki hugsað sér að selja sál sína að sinni, hvorki skoðanir sínar né annað sem sálartötrinu fylgir. Og þar er kennitalan meðtalin. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.