Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 10. desember 1998 Tryggir pennavinir: Halda enn tengslum eftir 30 ár Þau voru ekki nema 13 ára þegar þau byrjuðu að skrifast á. Hún búsctt í Vestmanneyjum og hann í Limerick á vesturstriind Irlands. Þó nú séu liðin 30 ár og hvort um sig hali stofnað fjölskyldu hefur þráðurinn ekki slitnað. Þau hafa hist af og til í gegnum árin og nú síðast í lok nóvember þegar hann heimsótti Vestmannaeyjar nieð syni sínum. Hann heitir John J. Allen og hún Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Ein ástæðan fyrir því að samband þeirra hefur haldist er ódrcpandi áhugi hans á Islandi og öllu íslcnsku. A það ekki síst við um Vestmannaeyjar sem eru honum sérstaklega hjart- fólgnar. Hcimabær Johns J. Allcns, Limerick, er ejn stærsla borgin á vesturströnd Irlands, ekki langt frá Shannonllugvelli sem var mikilvægur í tlugsamgöngum Islcndinga fram yfír miðja öldina. Þegar Sigrún Inga er beðin um að rilja upp hvernig samband þeirra byrjaði, kemur í ljós að hún hcfur átt fjölda pennavina í gegnum tíðina. „Við John byrjuðum að skrifast á þegar ég var 13 ára og hef ég örugglega fundið nafnið lians í barnablaðinu Æskunni. Gæti ég trúað að þá halj ég verið á öðru ári í ensku. I gegnum Æskuna komst ég í samband við pcnnavinaklúbb og endaði með því að eiga 26 pcnnavini um allan heim. Eg svaraði yfírleitt lljótt öllum bréfunum og þegar mest var að gera hélt ég dagbók yfír bréfin. Eg hcimsótti eina sænska pennavin- konu mína þegar við voru 15 ára en John er eini pcnnavinurinn sem ég hef haldið samhandi við í þessi 30 ár sem liðin eru," segir Sigrún Inga. Sigrún Inga og John hittust fyrst þegar hann var 26 ára og kom hingað í brúðkaupsferð. Þá var Sigrún komin af stað mcð sína fjölskyldu og bjó í Reykjavík með manni sínum Gunnari Gunnars- syni og biirnum. Saman þeystu þau fjögur að Gulllössi og Geysi en hugur Johns stefndi til Eyja. „Aðalmálið bjá John var að komast til Vestmannacyja og fórum við saman hingað út. Þá fór ég í fyrsta og cina skiptið í skoðunarferð með Páli Helgasyni um Hcimacy. John hafði líka mikinn áhuga á að kynnast tjölskyldu minni. „Hann færði börnunum okkar gjafir og heimsótti bæði tcngdaforcldra mína og foreldra og í þessari ferð kynntist hann Guðrúnu systur sem þá var 15 ára. Hann hefur mikinn áhuga á tjölskyldu minni, spyr mikið og fylgist með hvað við erum að gera." Arið eftir bauð John Sigrúnu og Gunnari að heimsækja sig cn |)á átti Gunnar ekki heimangengt. „Það varð því úr að Guðrún systir færi með mér út. John og kona hans Margaret fóru með okkur um allan suðurhluta Irlands en hann vildi ekki fara með okkur til Norður írlands. Þá var þar mikill sprengjutími." Sigrún Inga fór aftur til Irlands árið 1993 þar sem hún sat írska JC-þingið. „Þá var John kominn nieð tvö börn og núna um daginn heimsótti hann mig og tók David son sinn með sér. Er hann ásamt fleiri Irum að nýta sér hræódýrar flugferðir til Islands í tengslum við verslunarferðir Islendinga til Irlands." Þegar talað er við John ber lítið á hefðbundnum írskum framburði nema hvað ð-hljóðið vantar og í staðinn kemur lint t. John starfar sem endurskoðandi og hefur ódrepandi á Islandi og Islend- ingum. Sem dæmi um þennan áhuga má nefna að hann hefur lesið allar Islendingasögurnar í enskri þýðingu sem Sigrún gaf honuni. Þá er hann áskrifandi að íslcnsku skattalögunum. „Mörg- um lönduni mínum fínnst þessi áhugi minn á Islandi skrýtinn," segir John í samtali við Fréttir. „Fyrir fímm árum hitti ég konu sem spurði mig að því hvað ég hefði að sækja til Islands. Eg reyndi að útskýra það fyrir henni. Síðan hef ég ekki hitt þessa konu þangað til við hittumst á Kefla- víkurflugvelli. Þannig vildi til að David uppgötvaði þegar við vorum komnir út úr vélinni að hann hafði gleymt húfunni sinni. Við snerum við til að ná í húfuna og þá hitti ég konuna sem var að koma út úr flugvélinni. Var hún að koma í sína fyrstu heimsókn til Islands." Það þykir góður kostur á Islandi að geta séð fyrir óorðna hluti og það sama gildir um Irana. Þetta er sameiginlegur arfur þessara frændþjóða og segist John hafa upplifað a.rn.k. einu sinni slíkt atvik. „Það var síðla árs árið 1972 sem mig dreymir eldsumbrot sem ég tengdi strax Vestmannaeyjum. I næsta bréfi til Sigrúnar sagði ég henni frá þessum draumi sem rættist í Heimaeyjargosinu 23. janúar 1973," sagði John að lokum. John D. flllen, David sonur hans og Sigrún Inga kveðjast á bryggjunni við brottför Herjólfs á sunnudegi eftir að beir feðgar höfðu eytt helgínni í Eyjum. Hressileg sýning Fyrir skömmu stóð Hressó fyrir uppákomu í Alþýðuhúsinu j)ar sem börn og unglingar, sem sótt hafa tíma í vetur, sýndu hvað þau höfðu lært í vetur. Um var að ræða tvo hópa, níu til tólf ára og 13 til 16 ára. í eldri flokknuin hafa 27 unglingar, þar af tveir strákar, sótt tíma í Hressó og 15 í yngri flokki þar sem krakkamir hafa lært undirstöðu í erobik og líkams- rækt. Þar var aðeins einn strákur. Auk þess var myndataka, leiðsögn í að koma fram og förðun innifalin í pakkanum hjá eldri krökkunum. Yngri krakkarnir sýndu atriði sem jreir höfðu samið sjálfir. Þeir eldri komu einnig fram með eigið atriði auk þess sem þeir sýndu föt frá Flamingo og 66. Birna Vigdís Sigurðardóttir þjálf- aði yngri hópinn og Dagmar Skúla- dóttir þann eldri. Snyrtistofan Anita sá um förðun, Hárgreiðslustofa Guð- bjargar um hárið og Halla Einars- dóttir tók myndir af krökkunum. Húsfyllir var í Aljrýðuhúsinu og mæltist sýningin vel fyrir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.