Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. desember 1998 Fréttir 21 Eins og á ættarmóti að mæta á bjórkvöld ÁTVR í Reykjavík Átthagafélag Vestmannaeyja á Stórreykjavíkursvæðinu (ÁTVR) hélt eina mikla samkomu á Rauða Ljóninu, helgasta véi dyggra KR-inga föstudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Þaðerekki að spyrja að því þegar Vestmannaeyingar koma saman, þá er ekki slegið slöku við og ekki að sjá, né heyra að KR-ingar væru harmi slegnir þó að Vestmannaeyingar væru allt um lykjandi og hefðu kannski bókstaflega hertekið þetta helga vé. Allt um það, á Sexbaujunni hafði ár- gangur 48 komið sér vel fyrir og skemmti sér við ræðuhöld, snæðing og sjálfsánægju, auk þess að leika og syngja Eyjalög sem þeim einum er lagið, svo undirtók í Vesturbænum við undirleik Víkingasveitarinnar. Undir- ritaður mætti um klukkan tíu, til þess að vera alveg örugglega kominn á staðinn áður en herlegheitin byijuðu. Eins og Eyjamanna er háttur mættu þeir ekki fyrr en klukkan að ganga tólf á miðnætti fyrir utan 48 árganginn. Ég hefði að sjálfsögðu átt að vita þetta, en í grandaleysi mínu hélt ég að Vestmannaeyingar væru öðruvísi í Reykjavík en í Vestmannaeyjum, svo mér er svolítil vorkunn. Eftir að hafa reynt að komast að því hver væri formaður ATVR nú um stundir greip ég hana í spjall ásamt fráfarandi formanni Kristínu Astgeirsdóttur frá 1994 til 1998 þegar núverandi for- maður, Sara Hafsteinsdóttir sem starf- ar sem sjúkraliði í höfuðborg^ fasta- landsins, tók við formennsku í ÁTVR. „Þrýstu þér upp að okkur og við getum átt gott spjall," segja báðar í einum kór, svo fremi sem tveir geta verið kór. Ákveðið að stofna félag Ég kem mér notalega fyrir á milli þeirra og spyr þær um fortíð ÁTVR. „Ég var lengi búin að velta því fyrir mér að gaman væri að ná saman fólki úr mínum árgangi," segir Kristín. „Auk þess að fá fólk, eldra og yngra til þess að halda ball. Ég hóaði síðan saman fólki og þegar við hittumst kom upp hugmynd hjá Emu Olsen unt að stofna félag. Það tóku allir undir það og vildu athuga með grundvöllinn fyrir því að stofna félag Vestmanna- eyinga á höfuðborgarsvæðinu. Við ákváðum svo að boða fólk hingað á Rauða Ljónið og það ntun hafa verið í byrjun desember 1993. Við auglýst- um og verkefnið gekk frá manni til manns og endaði með rokna mætingu og þar með fór boltinn að velta. Við tókum þá stefnu í upphafi að vera ekki að gera allt of mikið og ætluðum bara að halda bjórkvöld og aðalfund, grill- veislu og árshátíð. Þetta hefur gengið nokkuð eftir síðan, nema á þessum fyrsta fundi, nefndi Einar Gylfi að stuðningurinn við ÍBV væri orðinn nokkuð dapur. Allir voru sammála um það og ákveðið að gera eitthvað í því máli. í framhaldi af því varð til spjaldskrá upp á fimmhundruð manns, þar sem hægt var að halda utan um starfið. Að sjálfsögðu fór svo vegur IBV að vænkast. Þannig má segja að þetta hangi nokkuð saman við IBV og við reynt að aðstoða við þann stuðning." „Þetta er svona undimefnd,'1 segir Sara. „Stuðningsmannafélagið er eiginlega undirnefnd innan ÁTVR. Hún kemur alltaf á aðalfundi og gefur skýrslu um hvað hefur gerst yfir árið. Þannig vinna þessi tvö batterí saman og njóta góðs hvert af öðru. IBV stuðningurinn hefur kannski tekið mikla orku, en um leið haldið fé- lagsskapnum saman.“ „Það hefur verið svo mikið að gerast í kringum IBV,“ segir Kristín. „Og í raun held ég að ekkert íþróttafélag á Islandi eigin annan eins stuðning fjarri heimavelli eins og ÍBV.“ Hefur velgengni ÍBV eflt ÁTVR? „Það er ekki spurning," segir Kristín. „Þetta hefur eflt félagsandann mjög mikið og gefið okkur mörg færi á að hittast." Breyttar áherslur Tekur þú við blómlegu búi Sara? „Við skulum vona það. Við höfum reyndar aðeins verið að breyta áherslunum með því að halda böll. Það gekk nú svona og svona, en við emm komin í samkmll með Vestmannaeyingafélaginu á Suður- nesjum og Kvenfélaginu Heimaey að halda lundaball á haustin. Áður var alltaf ball á Suðumesjum alveg frá gosi. Svo fór eitthvað að daprast hjá þeim og kannski okkur að kenna, en undanfarin tvö ár höfum við haldið sameiginlegt lundaball og stefnir í áframhald á því. Hversu oft kemur þú til Eyja á ári? „Það fer nú svolítið eftir jarðar- fömm og fermingum og slíku,“ segir Sara og kímir. „Ég var þó í sumar á Shellmóti og á goslokahátíðinni í sumar og átti mjög bágt, ef svo má segja.“ Kristín segir hins vegar að hún fari allt of sjaldan til Eyja. „Ég held að ég hafi farið tvisvar á þessu ári. Um páska og á Þjóðhátíð.“ Hlutiafpersónleikanum Ég spyr fólk iðulega að því hvað það sé að vera Eyjamaður. Sara, vildir þú svara því? „Ég hef kannski ekki neina beina skilgreiningu á því. Hins vegar er þetta eitthvað sem maður losnar aldrei við. Ég held að ef maður er fæddur á svona stað, þá losni maður ekkert við þetta. Þú verður að athuga að fram að gosi er allt annað líf í Eyjunt en nú er. Samgöngur vom strjálli og Eyjamenn urðu að gera allt sjálfir, auk þess sem allir þekktu alla. Þess vegna var líka mjög mikil gróska í menningarlífi eyjanna. Uppeldið og náttúran gera það að verkum að það er ekki hægt að komast frá þessum uppruna." „Ef ég yrði beðin um að lýsa sjálfri mér,“ segir Kristín. „Myndi ég segja að ég væri Vestmannaeyingur og það er hluti af persónuleika manns að eiga þennan uppmna. Þetta mannlíf sem er svo mótað af sjónum og baráttunni við Þær heílsuðust innilega, Marta Hallgrímsdóttir og Bjartey Sigurðardóttir hegar hær hittust á bjórkuöldinu. Svanbjörg Oddsdóttir fylgist með. Helgi Hermanns og Friðrik Óskars sáu um undirleik. Hér má sjá mörg bekkt andlít frá Eyjum. Árgangur 48 kom sterkur til leiks. hafið og öllu sem því fylgir.“ Er þetta ekki einhver rómantísk glýja, sem oft einkennir flóttamenn? „Það má kannski segja jxið að vissu leyti,“ segir Kristín. „En við sem fór- um til þess að mennta okkur höfum fæst átt afturkvæmt vegna þess að við fengum ekki störf við hæfi.“ „Þegar við eruni að alast upp er enginn framhaldskóli í Eyjum," segir Sara. „Viðurðumaðfaraaðheimaní framhaldsnám og smám saman varð sú útlegð lengri en til stóð.“ Nú fer að óma öflugur kór og 48 árgangurinn er að koma ofan af Sexbaujunni. „Já, sjómennskan er ekkert gnn....“ svo undir tekur í húsinu, þegar þau ganga fylktu liði niður tröppumar. „Við verðum að fara að drífa okkur,“ segja þær og em famar að iða við hlið mér. SendiherraEyjanna „Samt vil ég segja það,“ segir Sara. „Ég er nú sjúkraliði og ef ég veit af einhverjum Eyjamanni veikum á þvf sjúkrahúsi sem ég vinn á, þó að hann sé ekki á minni deild, finnst mér alltaf að ég eigi að heimsækja hann. Ég er kannski svona sendiherra Eyjanna innan sjúkrahússins." Kannski segir þetta allt um hvað það er að vera Eyjamaður? Með það stökkva þær í fjörið. Ég lít í kringum mig og velti þessu geimi fyrir mér. Sé stelpu sem ég þekki frá því í gamla daga. Hún er þar í fylgd með vinkonu sinni úr Eyjum. Ég spyr hana hvernig henni finnist þessi samkoma. Hún hugsar sig um dálitla stund og segir svo. „Þetta er eiginlega ekki eins og skemmtun hjá átt- hagafélagi. Þetta er miklu líkara ættarmóti." Svo brosir hún sínu dularfulla brosi og við hverfum í fjörið. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.