Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Page 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 14. janúar 1999
Axel Ó. Lárusson og Sigurbjörg Axelsdóttir hafa rekið
skóverslun Axels Ó. Lárussonar í 40 ár í Vestmannaeyjum.
Axel Ó og Dadda skó, eins og þau eru þekkt í Eyjum eru
bæði Reykvíkingar en fluttu til Eyja 1959 og hófu rekstur
skóverslunar Axels Ó. Lárussonar. Verslunin hefur verið í
sama húsnæði við Vestmannabraut 23 mestan þann tíma, en
■ húsnæðið verið stækkað nokkrum sinnum á þessum árum.
Verslunin var þó fyrst á Kirkjuvegi 15, sem heitir
Einarshöfn. Upphaf verslunarinnar má rekja til Odds
Þorsteinssonar frænda Axels, en hann kom oft við á
Fjólugötu 3 í Reykjavík þar sem þau áttu heima og Axel ólst
upp. Oddur vildi selja verslun sína í Eyjum og bauð
Skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri verslunina til kaups.
Þeir vildu ekki kaupa nema Oddur yrði verslunarstjóri, en
hann var orðinn mjög heilsulaus og treysti sér ekki til þess.
VHIAxelkaupaskóbúð? Skóverslun hafði þó verið nokkur í
„Þetta var á haftatímum," segir Dadda.
„Þegar Oddur kemur að norðan spyr
mamma Axels hvort Oddur vildi ekki
selja Axel skóbúðina. Það varð úr og
við tókum við henni í janúar 1959 og
hófum reksturinn.“ Þrátt fyrir gosið
1973 náði Axel í lagerinn sem hann
átti í Eyjum á þriðja degi gossins með
hjálp góðra manna og hálfum mánuði
síðar hafði hann sett á stofn tvær litlar
skóverslanir í Reykjavík og var þar
með fyrsti „flóttamaðurinn“ sem
kemur atvinnurekstri sínum af stað í
landi, eins og sagði í frétt Vfsis
miðvikudaginn 14. febrúar 1973. Þau
voru líka með þeim fyrstu sem fluttu
heim aftur, þó hús þeirra Austurvegur
6 hafi farið undir hraun. Axel var
'einnig umboðsmaður Romika á
Islandi í sex til sjö ár og seldi þegar
mest var um 20.000 pör af skóm á
einu ári frá þeirri verksmiðju.
Dadda segir að Oddur hafi nú ekki
haft mjög mikla trú á því að þau gætu
spjarað sig í verslunarrekstri. „Við
vorum mjög ung, eða tuttugu og
• fjögurra ára og fólk hér í Eyjum hélt
að við myndum ekki reka verslunina
lengi en sú spá rættist ekki.“
Hvað búa margirí Vestmannaeyjum á
þessum tíma?
„Það er mjög svipað og nú er,“ segir
Axel. „Hins vegar var miklu fleira
fólk hér á vertíðum og fjölgunin gat
numið þessum fasta íbúafjölda og
farið í um tíu þúsund manns. Þetta var
fólk alls staðar af landinu auk þess
sem töluvert var um Færeyinga. Það
var því ansi mikið fjör og markað-
urinn mjög stór. Fæeyingamir gerðu
mikið að því að kaupa á fjölskyldur
sínar áður en þeir fóru heim. Aðal
ástæða þess held ég hafi verið hversu
erfitt var að fá gjaldeyrisyfnfærslu.
Þeir gátu ekki fengið nema hluta af
launum sínum færðan yfir í annan
gjaldeyri. Þettavom miklir haftatím-
ar, en allt þetta fólk verslaði hjá
okkur.“
Helgí Ben var stúrveldí
Axel segir að hann hafi verið svo
heppinn að eiga bróður sem rak
Skóverksmiðjuna Þór, þannig að hann
hafði betra aðgengi að skóm til sölu og
gat komið sér upp töluyerðum lager
beturen aðrir. „Þessi verksmiðja var í
Reykjavrk og framleiddi frekar tísku-
skó. Iðunn á Akureyri var alltaf með
það sem að við kölluðum fram-
sóknarskó. Það vom svona klassískir
skór og kannski ekki mjög „smart“
eins og sagt er, en ágætis vara samt.“
Eyjum fram að því að Axel og Dadda
hófu sinn verslunarreksur, en ekki þó
sem sérverslun nema hjá Oddi. „Það
var bókabúð á móti okkur við
Kirkjuveginn sem seldi líka skó. Svo
var Oddur Þorsteinsson eins og áður
sagði, en Helgi Ben í Bjarma var
mikið stórveldi áður en við komum.
Hann rak verslun og útgerð og seldi
allt mögulegt. Hann lét til dæmis
bátana sína sigla utan og gerði þá
innkaup í leiðinni.“
Fóru á shósyningar erlendis
Það var ekki mikið um innflutning á
skóm erlendis frá, enda haftaár því var
aðallega var keypt af innlendum
framleiðendum. „Það er ekki hægt að
tala um mikla breytingu fyrr en um
1964,“ segir Axel. „Og með Við-
reisnarstjórninni 1959 opnast fyrir
vörakaup, íyrst eingöngu frá Spáni, en
tveimur ámm seinna er innflutningur
gefínn frjáls. Þá fómm við að sækja
vörasýningar til Diisseldorf. Við
byrjuðum á átjándu sýningunni sem
þar var haldin og ég held að það hafi
verið áttugasta og áttunda sýningin
sem við fórum á núna síðast. Hins
vegar höfðum við sleppt úr sýningum,
en ekki mörgum.“
Er þetta mikið atriði að fara á svona
sýningar?
„Það var það, en nú hefur orðið
mikil breyting á verslunarháttum.
Fólk fer mikið í innkaupaferðir til
Reykjavíkur og utan líka, “ segir Axel.
„En fyrir okkur hefur það mikið að
segja,“ segir Dadda. „Þó að maður
kaupi ekki rosalega mikið, þá sér
maður nokkuð fram í tímann hvað
fólk er að veðja á og hvemig straumar
liggja í tísku og þess háttar."
Rekið þið einu skóversluninina í
Vestmannaeyjum á einhverju tíma-
bili?
„Það hafa nú alltaf einhveijir verið
að selja skó, sem hafa svo hætt því.
Margar verslanir hafa staðið við í
svona tvö eða þijú ár, en þær hafa ekki
verið margar eingöngu með skó.
Kaupfélagið seldi alltaf skó, Angantýr
Elíasson seldi héma skó um nokkurt
skeið og verslunin Skóey var líka til
hér um tíma. En við rákum einnig
skóverslunina Axel Ó. á Laugavegi 11
í Reykjavík. Óskar Axel sonur okkar
tók síðan við henni og rak áfram.“
En var skóverslun, eða verslun
almennt ekki háð einkaumboðum að
einhverju leyti hér áðurfyrr?
„Jú það var og menn höfðu
einkaumboð fyrir ákveðin vöm-
Axel og Dadda heima hjá sér í Hátúninu
merki,“ segir Axel. „Bróðir minn
seldi náttúmlega engum öðmm hér í
Vestmannaeyjum en okkur, einnig
Skógerðin sem pabbi minn átti. Iðunn
á Akureyri seldi svo að sjálfsögðu
Kaupfélaginu, en okkur reyndar líka.
Kaupfélagið seldi vefnaðarvöm, bús-
áhöld og skó, þar sem nú er verslunin
Mozart.“
Breyttur tlðarandi
Dadda segir að þau hafi ekki almennt
verið með einkaumboð. „Fólk sem
traust viðskipti sköpuðust við, var
ekkert að selja öðmm. Þetta er það
lítill bær að það hefur ekkert upp á sig
að vera að selja mörgum smásölu-
aðilum. Þá selja þeir bara allir lítið.
Nú er tfðarandinn þannig að eftir að
við fómm að vera með sportvömna
em komnir nýir menn í innflutninginn.
Þeir hafa að sjálfsögðu misjafnar
áherslur, en flestir sem við höfum
verslað við hafa verið ánægðir með
okkur.“
Nú hefur orðið mikil breyting á
undanfömum árum í merkjavöm
hvort sem það eru íþróttaskór eða
sportfatnaður. „Við seldum að sjálf-
sögðu sportskó sem vom bara
tékkneskir strigaskór hér í gamla
daga," segir Axel. „En svo fóru að
koma góðir íþróttaskór. Þá vildu
framleiðendur þeirra merkja að við
tækjum fatnað þeirra líka.“
Óg Dadda bætir við: „Þannig byij-
uðum við fyrst af öllum. Flestir
skókaupmenn treystu sér ekki í það og
vildu bara vera með skó og það kom
þeim frekar í koll en hitt. Hjá okkur
hefur gengið ágætlega að hafa skó og
sportvöm saman.“
„Við rákum í þrjú ár sér sport-
vömbúð," segir Axel. ,,En hún skilaði
tapi þann tíma sem hún var í rekstri.
Sú verslun var við Vestmannabraut
30.“
„Að vera með verslun á tveimur
stöðum er samt tvöfaldur kostnaður,"
segir Dadda. „Ös skapar ös. Ef fáir
em inni og lítil hreyfing á fólki koma
fáir inn. Þess vegna er betra að vera á
einum stað og hafa fjölbreytnina
meiri. Það endaði með því að við
lokuðum þessari verslun og vomm
mikið fegin þegar við gátum selt
húsnæðið, en það var í sölu í að
minnsta kosti í þijú ár. Núna emm við
með þetta allt undir einu þaki og emm
með þær íþróttavömr sem tengjast
helstu íþróttagreinum sem stundaðar
em í Vestmannaeyjum og reynum að
vera vel inni í fatnaði sem tengist þeim
greinum. Við emm þó mjög
takmörkuð, því hér fara menn ekld á
skíði, takmarkað á skauta og ekki
hægt að selja veiðivömr og skotvopn.
Að þessu leyti emm við verr sett en
verslanir á höfuðborgarsvæðinu."
„A tímabili sem stóð yfir í tíu til
fimmtán ár fómm við fjórar ferðir til
Frá fyrstu dögum skóbúðar Axels Ú á Vestmannabraut 23. Dadda og Axel.