Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Síða 15
Fimmtudagur 14.janúar 1999 Fréttir 15 1 staðar í iyjum iglur þverbrotnar, aukin áfengisneysla og reykingar unglinga er orfa framhjá unglingadrykjunni sem er miklu meira áhyggjuefni Jón Pétursson sálfræðingur: áhyggjur af drykkiuskap „Ég verð var við aukna umræðu um að hér sé meira um unglinga í neyslu fíkniefna en verið hefur undanfarin ár,“ segir Jón Pétursson sálfræðingur sem vill fara varlega í þá umræðu. „Við vitum af ákveðnum kjama sem er í neysiu og aukin afskipti af þessum hópi gera neyslu sýnilegri. Þessir einstaklingar verða því áberandi og neysla þeirra sýnilegri. Lögreglan og sýslumannsembættið hefur farið í átak gegn þessum hópi sem heldur „veislur“ öðru hvom. Inn í þennan hóp blandast eldri böm sem fara að prófa og vart hefur verið við að neysla á fíkniefnum sé að færast niður í aldur. Það er þó langt frá því að eyjan fljóti í frkniefnum eins og einkennt hefur stundum hina óábyrgu umræðu í bænum.“ Jón segir að þama sé um það bil 40 manns að ræða og ekkert bendi til að hópurinn sé að stækka þó alltaf sé um eitthvað fikt að ræða. „Ég ætla alls ekki að gera gera lítið úr þessum vanda sem er alvarlegur en ég hef þó meiri áhyggjur af drykkju unglinga. Við megum ekki fela okkur á bak við umræðu um „aukna“ fíkniefnaneyslu á kostnað umræðu um áfengisneyslu fjölmargra unglinga og ungs fólks. Það eru mun fleiri aðilar sem em að misnota áfengi með tilheyrandi afleiðingum og við verðum að vera vakandi gagnvart því. Sú vinna sem lögregla og tollayfirvöld í Eyjum em að vinna gegn eiturlyfjum er lofsverð og auðvitað á að uppræta neyslu á fíkniefnum hér í Eyjum.“ Er það hægt? „Það er einungis spuming um peninga. Sýslumanns- embættið, lögregla og tollgæslan þurfa að fá meira íjármagn og þá er leikur einn að uppræta fíkniefni hér á eyjunni. I sambandi við smyglið sem upplýstist um helgina þá hefur verið rætt um samstarf lögreglu og tolla- yfirvalda. Hér í Eyjum hefur verið í nokkur ár gott samstarf á milli félagsmálayfirvalda, lögreglu, sýslu- mannsembættis, skóla, kirkjunnar og heilsugæslu auk annarra aðila. Stöðugt samstarf er í gangi þar sem unnið er að forvömum þó það fari ekki alltaf hátt. Ef við ætlum að stemma stigu við þessum vanda með fíkniefnin og undanskiljum þá ekki áfengið þá verða allir að leggjast á eitt og þar er hinn almenni bæjarbúi ekki undan- skilinn." segir Jón að lokum. Ólafur Lárusson formaður Kennarafélags I(m: 15 og 16 ára unglingar í meðferð Kennarar hafa eðlilega áhyggjur af þróun fíkniefnamála og kom það m.a. fram á vorþingi Kennarafélags Vestmannaeyja sem haldið var í síðustu viku. Þama mættu fjórir fyrirlesarar og meðal þeirra var Tryggvi Kr. Olafsson lögreglufulltrúi sem að sögn Olafs Lárussonar formanns félagsins íjallaði um fíkniefni, áhrif þeirra, útlit og skaðsemi. Segir hann að miklar umræður hafi orðið eftir erindi Tryggva. „Við höfum kannski ekki orðið vör við fíkniefni en kennarar hafa áhyggjur af því að geta ekki áttað sig á útliti þeirra og hegðun sem em í neyslu og hvemig tækin og tólin, sem þeir nota, líta út,“ segir Ólafur. Hann neitar því ekki að kveikjan að því að fá Tryggva á þingið sé umræða um að hér sé um aukna fíkni- efnaneyslu að ræða. „Ég skal ekkert fullyrða um hvort það er rétt eða ekki en þegar við fréttum af fólki, sem hefur nýlokið grunnskólanámi, í meðferð fer maður eðlilega að hafa áhyggjur. Sjálfur hef ég heyrt um 15 til 16 ára unglinga hér sem hafa farið í áfengis- og eiturefnameðferð.“ Auknar reykingar unglinga og brot á útivistarreglum eru Ólafi áhyggju- efni. „Ég veit ekki hvort þetta helst í hendur, auknar reykingar og notkun fíkniefna en maður sér krakka í 8. og 9. bekk sem em byrjaðir að reykja. Einnig hefur maður áhyggjur af útvist, en þar reynir mest á heimilin að sjá til þess að böm fari eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru. Að halda útivistarreglur og auka samskipti bama og foreldra eru lykillinn að því að ná tökum á þeim vanda sem uppalendur standa frammi fýrir í dag.“ Ólafur kannaðist við að á þinginu hefðu Vestmannaeyjar verið nefndar litla Kristjanía. „Ég veit ekki hvaðan þessi nafngift er komin og hvort hún á rétt á sér. Hvort fíkniefnin, sem fund- ust um síðustu helgi, eru hluti af þessari nafngift skal ég ekki segja um,“ sagði Ólafur að endingu. Nemendur í Framhaldsskólanum: Neyslan nr ekki hundin vM unglfdlk Sæþór Orri Guðjónsson, formaður nemendaráðs Framhaldsskólans og Dröfn Sigurbjörnsdóttir, sem veitir jafningjafræðslunni í skólanum forstöðu, kannast við sögur um fíkniefnaneyslu í bænum en vara við að of mikið mark sé tekið á þeim. Þau neita þó ekki að fíkniefnaneysla er staðreynd í Vestmannaeyjum. „En þetta hlýtur að vera lokaður hópur því við verðum ekkert vör við neyslu," segja þau. „Það em alltaf í gangi sögur sem eru fljótar að verða til í Vest- mannaeyjum," segir Sæþór Orri. Dröfn segir að jafningjafræðslan hafi staðið fyrir einum vímuefnalausum tónleikum og meira er á döfinni. „Jafningjafræðslan er öflug í Reykjavík og við bíðum eftir að fá fleiri gögn frá þeim. A hveiju ári höfum við fengið fyrrverandi dópista til að segja frá reynslu sinni en ennþá hefur enginn komið á þessu skólaári,“ segir Dröfn. Hasssmyglið á Breka er dæmi um að fíkniefnaneysla í Vestmannaeyjum er staðreynd og kannski vísbending um aukna neyslu þó við verðum ekki vör við hana. Það sést líka á þessu dæmi að þetta er ekki bundið við ungt fólk. Við höfum ekki frekar en aðrir einhverjar patentlausnir á þessum vanda en við höfum ekki trú á áfengislausum böllum eins og reynt hefur verið í Reykjavík. Það hefur sýnt sig að annað hvort hella krakkamir í sig áfengi áður en þau koma inn eða fara í hassið,“ sögðu þau. Partýin varasöm „Umræðan er mikil um aukna fíkniefnaneyslu í bænum en við verðum ekki mikið vör við hana í okkar störfum,“ segir Hera Ósk Einarsdóttir félagsmálastjóri. „Fjöldinn virðist svipaður en neyslan er að færast niður í aldri eins og í áfengi og reykingum. Áhættan fyrir bömin okkar liggur í því að útivistarreglur em ekki haldnar. í samstarfi okkar við lögregluna hefur komið í ljós að 14-16 ára unglingar em í partýum með sér eldra fólki þar sem áfengis- og hugsanlega vímuefnaneysla er viðhöfð. Um það emm við sammála sem vinnum að þessum málum. Sú umræða, sem nú er í gangi um auðvelt aðgengi að fíkniefnum, vaxandi sölu og dreifingu og aukna neyslu, hefur ekki skilað sér í auknum tilkynningum til félagsþjónustunnar eða lögreglunnar, að því er ég best veit. Báðir þessir aðilar bjóða tilkynnendum upp á nafnleynd svo það á ekki að vera fyrirstaða og ég vil eindregið hvetja fólk til að koma upplýsingum á framfæri," sagði Hera. Sviðaveislan í Net HANN var þéttsetinn bckkurinn þar sem menn sátu yfir veisluborði í netagerðinni. Net hf. hélt sína árlegu sviðaveislu fóstudaginn 18. des. sl. Net hf. var stofnað árið 1963 af Júlíusi Hallgrímssyni, Finnboga Ólafs- syni og Óskari Haraldssyni. Fyrirtækið hefur haldið starfs- mönnurn sínum og velunnumm slíka veislu allt frá stofnun þess. Starfs- menn Nets hf. em 15 talsins og hefur sá íjöldi verið viðvarandi þau ár sem fyrirtækið hefur starfað. Sá starfs- maður sem lengst hefur starfað hjá Neti hf. er Sigfús Sveinsson. Hann er nú 82 ára gamall og hætti störfum fyrir hálfu öðru ári. Hann mætti þó galvaskur til veislunnar og var enginn eftirbátur annarra í mat og drykk. Það er eins með sviðaveisluna og ýmsar aðrar uppákomur í Eyjum að kvenfólki er ekki heimill aðgangur að þessari sviðahátíð, eða eins og einn góður maður orðaði það: „Þessi veisla er alveg laus við konu- fólk, þó hafa eiginkonur manna stundum fengið að kíkja inn upp úr miðnætti til þess að ná þá í eiginmenn sína.“ Mikið var skrafað og skeggrætt í veislunni bæði í gamni og alvöru. Svo tóku menn lagið við gítarundirleik Ágústs Guðmunds- sonar, útgerðarstjóra Útgerðarfélags Vestmannaeyja. Að þessu sinni var að sjálfsögðu boðið upp á svið, en þó stóð mönnum einnig til boða hangiket og tilheyrandi meðlæti. Menn gerðu næringu til líkama og sálar góð skil og héldu glaðir út í snjóhvíta nóttina. GUSTI fer fimum fingrum um strengina og nýtur aðstoðar Friðriks Más Sigurðssonar sem hefur einstaklega tæra tenórrödd.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.