Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudaeur21. ianúar 1999
Hefurgengistundlr
níu læknisaðgerðir
Úsvald Salberg, sem fæddist á
Landspítalanum bann 19. ágúst sl.
og er sonur hjónanna Salbjargar
Ágústsdóttur og Ósualds Thors-
hamars hefur án við alvarleg
veikindi að stríða frá fæðingu.
Hann hefur frá fæðingu dvalið á
sjúkrahúsi enda hefur hann án við
míkil veikindi að stríða. „Hann er
með hjartagalla, maginn starfar
ekki og annað nýrað er ónýtr
segir faðir hans í samtali við
Fréttir. „Frá buí hann fæddist hefur
hann gengist undir níu læknis-
aðgerðir og á eftír að fara í annað
eins. í hessum hreng-ingum okkar
höfum við notið ómetanlegrar
aðstoðar fólks og viljum við koma
á framfæri kæru bakklæti til allra
sem hafa lagt okkur lið,“ sagði
Úsvaldaðlokum.
StyikurUlSam-
kórsins„ekkifrén“
I áttafréttum Ríkissjónvarpsins á
mánudaginn var sagt frá því að
Samkór Vestmannaeyja hefði
fengið úthlutað styrk frá Norður-
landaráði að upphæð 540 þúsund.
Styrkinn átti kórinn að nota til
tónleikahalds og dansmenntar.
Kom það mönnun nokkuð í opna
skjöldu að Samkórinn ætlaði að
fara að leggja fyrir sig dans.
Bára Grímsdóttir stjórnandi Sam-
kórsins taldi að hér væri um einhvem
miskilning að ræða og fréttastofa
sjónvarps verið helst til fljót að ætla
styrkinn Samkór Vestmannaeyja.
Hins vegar mun vera til í Færeyjum
eitthvað sem heitir Vestmanna
(sam)kór, hvar sungið er og dansað.
Bára sagði hins vegar að innan
Samkórs Vestmannaeyja hefð verið
rætt um að sækja um styrk til starfsins,
en ekki orðið af því og hún vissi ekki
til þess að nokkur hefði sótt um styrk
fyrir kórinn að honum forspurðum.
„Vissulega hefðu 540 þúsund komið
sér vel fyrir kórinn, en því miður, við
sóttum ekki um“ sagði Bára að
lokum.
Vestmannaeyjar verða mikillvettvangur myndlistar á liessu ári
Þróunarfélagið:
Hraun og fólk
Vikurnar 15. júlí til 15. ágúst er
gert ráð fyrir að fram fari mikið
myndlistarverkefni í Vestmanna-
eyjum undir heitinu Hraun og fólk,
með þátttöku myndhöggvara frá
öllum Norðurlöndum auk Græn-
lands, Alandseyja og Færeyja.
Að sögn Bjarka Brynjarssonar
framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins
er hugmyndin að þessu verkefni
upphaflega komin frá Ama Johnsen.
„Þróunarfélagið sótti síðan um styrki
til verkefnisins fyrir hönd Vestmanna-
eyjabæjar til Norræna menningar-
sjóðsins, Norrænu stofnunarinnar á
Grænlandi og einkaaðila. Svörun var
það góð að ákveðið hefur verið að
hrinda verkefninu í framkvæmd."
Verkefnið miðar að því að auka
samskipti ólíkra menningarsvæða á
Norðurlöndum og þá sérstaklega
minni sjávarsamfélaga. „I þessu tilliti
er markmiðið að kynna það sem efst
er á baugi í list og menningu þessara
samfélaga. Það er líka áhugavert að fá
til samstarfs listamenn sem vinna út
frá hugmyndum sem tengjast norrænu
landslagi og sjónum.“
Bjarki segir að auk þess að skapa
myndlist munu listamennirnir hafa
möguleika á því að þróa hugmyndir
sínar, kynnast nýrri tækni og efla
nánara samstarf sín á milli. „Lista-
mennimir munu einnig mynda
umræðuhópa þar sem rædd verða
áhugaverð mál er snúa að listinni.
Sem dæmi má nefna „Hvemig fær
ungt fólk áhuga á list“ og „Hvaða sess
skipa listir og menning í upplýsinga-
samfélaginu" og svo framvegis."
Verkefnið mun verða kynnt í
fjölmiðlum, auk þess sem útbúnir
verða bæklingar og vinna lista-
mannanna tekin upp á myndband.
Sérstök áhersla verður lögð á að
kynna verkefnið í grunnskólum Norð-
urlandanna með það að markmiði að
efla menningarlegan áhuga og sam-
starf milli þeirra.
Þeir íslensku listamenn, sem boðin
hefur verið þátttaka, eru meðal
annarra: Guðbjöm Gunnarsson,
Halldór Asgeirsson, Hulda Hákonar-
dóttir, Magnús Tómasson, Páll
Guðmundsson, Sólveig Baldursdóttir
og Öm Þorsteinsson.
Sigurgeir Jónsson
skrifar
Af aristókratíi
Á skólaárum sínum í Reykjavík bjó skrifari í
vesturbænum. Þó svo að hann haft aldrei verið
ýkja hrifinn af höfuðborginni leið honum þó
takk bærilega þau fjögur ár en hafði ekki áhuga
á áframhaldandi dvöl þar og hefur ekki enn.
Hann komst fljótlega að því að talsverður munur
var á því að búa vestan lækjar eða austan í
Reykjavík. Góðborgarar bæjarins bjuggu flestir
vestan lækjar og öll helstu ættarveldin áttu sínar
æskustöðvar þar. Flestir afkomenda þeirra sátu
og þar. Kjósendur stærsta stjórnmálaflokks
þjóðarinnar voru þama í miklum meirihluta eins
og geta má nærri. Að vísu fyrirfundust einnig
vinstri menn í vesturbænum en þeir voru
aðallega í þeim hópi sem kallaðist stofukommar
eða rauðvínskommar, vom einkar menningar-
lega sinnaðir og bjuggu í gömlum húsum, oftast
nálægtTjöminni.
Raunar lá um tíma við menningarsjokki þegar
farið var að byggja verkamannabústaði í
vesturbænum og margir úr aristókratíinu sem
kunnu því illa enda svipað og lýðurinn úr East
End í London hefði látið sér detta í hug að fara
að setjast að í Wimbledon eða öðrum
fíniríishverfum þar ytra.
Enda sá skrifari fljótlega að hann var á
skólaárunum í einkar vönduðum félagsskap þó
svo að hann byggi ekki í miðju aristókratíinu
heldur í blokk sem starfsmenn símans reistu á
sínum tfma. I vesturbænum var mikið um góða
og dýra bíla, flesta ameríska og svo þýska
eðalvagna. Eigendur þeirra glæsivagna vom og
virðulega klæddir virka daga jafnt sem helga.
Skrifari kynntist fæstum þeirra mjög náið enda
af allt öðrum kalíber, var hvorki virðulega
klæddur né heldur átti hann glæsivagn. Hann
komst hvað næst þessum stórmennum vestur-
bæjarins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en
þar vom margir þeirra mættir.
Vesturbæingar vom á þeim tíma, og em líklega
enn, mjög vandir að virðingu sinni. Þeir vom
upp til hópa íhaldssamir og lítt gefnir fyrir
breytingar sem út af fyrir sig er dyggð. I
Velvakanda Morgunblaðsins átti nokkuð fast
sæti „húsmóðir úr vesturbænum" sem jafnan
kvartaði sáran yfir kommúnistum sem hvarvetna
vom að reyna að ota sínum tota, ekki hvað síst í
skólum borgarinnar.
Siðgæðisstigið var hátt í vesturbænum (skrifari
býr enn að því), hvers kyns lausung litin óhým
auga og veitinga- og skemmtistaðir vom í hærri
klassa en austan lækjar, menningarlegir staðir á
borð við Naustið og Hótel Sögu.
Það segir sig einnig nokkuð sjálft að skólasetur
vesturbæinga vom talin öðmm æðri, sama hvort
vom bamaskólar, gagnfræðaskólar eða mennta-
skólar. Melaskólinn, Hagaskólinn og Mennta-
skólinn í Reykjavík þóttu afburðastofnanir og
stjómuðust af hæfilegri íhaldssemi og höfðu að
meginmarkmiði að skila frá sér góðum og
nýtum þjóðfélagsþegnunt, helst ekki róttæk-
lingum.
Nú er góður þriðjungur aldar liðinn síðan
skrifari átti búsetu á þessum slóðum og skrifari
hefur tekið eftir því að margt hefur breyst til hins
verri vegar á þeim tíma. Til að mynda er
húsmóðir úr vesturbænum steinhætt að skrifa í
Velvakanda, annaðhvort er hún farin á vit
feðranna eða þá að ástandið hefur fengið svo á
hana að hún má hvorki mæla né skrifa, ofbýður
orðið.
Til marks um þá stórbreytingu, sem orðið hefur
á ekki lengri tíma, má nefna að á fyrri tímum
hefði því verið jafnað við náttúruhamfarir hefði
fundist lús í skólum á svæðinu. I þeim örfáum
tilfellum sem slíkt gerðist var þá um að ræða
fólk nýflutt í vesturbæinn og þá með búsetu í
verkamannabústöðum. Og gagnfræðaskólinn í
vesturbænum. Hagaskólinn, var líkast til virtasti
gagnfræðaskóli á landinu, þekktur að ströngum
aga og góðri kunnáttu nemenda.
En nú hefur ógæfan dunið yfir aristókratíið
vestan lækjar. I haust herjaði lús á þrjá skóla
höfuðborgarsvæðisins og allir voru þeir á því
svæði. Og enn er flestum í minni sú óöld sem
geisaði í Hagaskóla eftir áramót þegar líf og
limir nemenda og kennara voru í stórhættu
vegna sprenginga í skólanum. Nú er húsmóðir
úr vesturbænum illa fjarri með sín góðu skrif og
kenningar. Fyrir rúmum þijátíu árum voru það
kommúnistar sem vom undirrót alls ills sem upp
kom í vesturbænum og skrifari er ekki í vafa um
að svo er enn. Þeir hafa náð að planta óvæm í
bamaskólana, þeir lauma inn terroristum í
Hagaskóla og kynda undir hvers konar lausung,
til að mynda em nektarsýningarstaðir komnir
hættulega nálægt vesturbænum. Þá hefur og
heyrst af búsetu samkynhneigðra í vesturbænum
en slíkt hefði verið nánast óhugsandi fyrir þrjátíu
ámm. Og enn eitt dæmið um niðursveiflu
vestan lækjar er að knattspymuliðið svart- og
hvítröndótta, hið eina og sanna, sem nú er raunar
orðið að hlutafélagi, hefur ekki unnið titil frá því
að skrifari flutti af svæðinu.
Skrifara finnst það þyngra en táram taki hver
niðurlæging er orðin þessa rótgróna bæjarhluta
sem hann eitt sinn tilheyrði og hann þakkar
almættinu íyrir að þurfa ekki að taka þátt í henni.
Sigurg.