Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 21. janúar 1999
Eyj amenn eru s
-en þetta er traust og gott fólk, allt hresst og skemmtilegt en samt er talað dálítið mikið um náun
síns Sighvats Bjamasonar, námsárum í Danmörku, dvöl í Frakklandi og kynnum sínum a
Hún var einstæð tveggja bama móðir og hann átján
ára handboltakappi þegar þau kynntust á fþróttaleik í
Reykjavík. Ástin blómstraði og örlögin leiddu þau á
flakk til Evrópu. Þau dvöldust í þrjú ár í Danmörku
og síðan í þrjú ár í Frakklandi áður en leiðin lá til
/
bemskuslóða hans í Vestmannaeyjum. A ferðum
sínum hefur hún meðal annars aðstoðað nunnur við
bamakennslu og gert tilraunir með gómsæta kart-
öflurétti þegar þröngt var í búi á námsárunum. Þegar
Ragnhildur Gottskálksdóttir flutti til Vestmannaeyja
með eiginmanni sínum og börnum fyrir sex árum
síðan var heimshomaflakki fjölskyldunnar lokið.
Hún segir aðlögun sína að samfélaginu í
Vestmannaeyjum hafa verið auðvelda enda séu
Vestmannaeyingar með hjartað á réttum stað.
Þrír nemar í hagnýtri fjölmiðlun sóttu
Ragnhildi heim og ræddu við hana um
ferðalögin, fjölskylduna og líf hennar
í Vestmannaeyjum.
Þegar við berjum dyra hjá
Ragnhildi á Brekkugötu taka þrír
forvitnir fjölskyldumeðlimir á móti
okkur; synir hennar, Bjami og Eggerl
Rafn, og heimilishundurinn Lady, sem
hefur fylgt fjölskyldunni alla leiðina
frá Frakklandi. Skömmu síðar birtist
húsmóðirin sjálf og býður okkur
velkomnar. Þessi grannvaxna, rauð-
hærða kona vísar okkur til stofu, ber
fram kaffi og virðist lítt uppnæm yfir
svefngalsa yngsta sonar síns, sem
færist allur í aukana við gestakomuna.
Pelinn hans Gottskálks
var upphafíð
Ragnhildur er fædd í Reykjavík en
ólst upp að mestu leyti á Seltjarnar-
nesi. Faðir hennar, Gottskálk Eggerts-
son á Harðviðarval í Reykjavík og hún
segist því hafa alist upp í fyrir-
tækjarekstri frá fyrstu tíð. Móðir
hennar er Guðrún Einarsdóttir Sjálf
vann hún hins vegar sem snyrti-
fræðingur eflir nám í snyrtifræðum.
Ragnhildur giftist ung og átti sitt
fyrstabarn I9áragömul. Sambandið
entist ekki og hún stóð uppi einstæð
með tvö börn, rúmlega tvítug að aldri.
Tilviljun réði fyrstu fundum hennar og
Sighvats Bjarnasonar sem síðar átti
eftir að verða eiginmaður hennar.
Aðspurð um þeirra fyrstu kynni brosir
Ragnhildur og segist hafa verið að
horfa á handboltaleik. „Sighvatur var
að spila og yngri strákurinn minn,
Gottskálk, missti pelann sinn inn á
völlinn. Sighvatur rétti mér hann upp
á áhorfendapallinn og seinna hittumst
við í Hollywood sem þá var aðal-
staðurinn.“ Ragnhildur var 24 ára en
Sighvatur aðeins 18 þegar ástir tókust
með þeim. Hún segir þó aldursmun
þeirra hjóna aldrei hafa valdið neinunt
erfiðleikum. „Þetta var vissulega
svolítið öðruvísi fyrir 18 árum. Eg
hefði alveg skilið það ef móður hans
hefði verið brugðið við þessar fréttir.
Ég fann hins vegar aldrei fyrir neinu
og í fyrsta skiptið sem við heimsóttum
foreldra hans tók faðir Sighvats hann á
beinið og sagði honum að úr því að
hann væri kominn með konu með tvö
börn væri eins gott fyrir hann að
standa sig. Og það hefur hann alltaf
gert. En það var sjálfsagt eitthvað
talað um þetta á sínum tíma,“ segir
Ragnhildur og hlær.
Yndislegur tími en lítil
auraráð
Þórður, elsti sonur Ragnhildar, var sex
ára gamall þegar Sighvatur kom til
sögunnar. Hann er nú í námi í
viðskiptafræði í Suður Karólínu í
Bandaríkjunum. Þar dvelur hann með
fjölskyldu sinni, Raghildi Eddu sem er
augasteinn ömmu sinnar og sambýlis-
konu sinni sem heitir Guðrún
Gísladóttir. Þórður er eini fjölskyldu-
meðlimurinn sem ekki hefur búið í
Vestmannaeyjum. Gottskálk var að-
eins ársgamall þegar hann leiddi
móður sína og Sighvat saman á hand-
boltaleiknum. Ragnhildur segir hann
líta algerlega á Sighvat sem föður sinn
og að mörgum þyki sterkur svipur
með þeim feðgum.
Sighvatur var hálfnaður með nám í
viðskiptafræði við Háskóla Islands
þegar fjölskyldan flutti búferlum til
Arósa í Danmörku. Þar lauk hann
viðskiptafræðináminu og bætti við sig
hagfræði. Ragnhildur minnist dvalar-
innar í Árósum með hlýju. „Við
bjuggum á stúdentagarði í Árósum
eins og margir aðrir íslenskir náms-
menn og eignuðumst þar okkar bestu
vini. Við áttum oft varla fyrir mat og
seldunt flöskur í búðinni til að kaupa
kartöflur. Þetta var samt yndislegur
tími þrátt fyrir auraleysið. Við urðum
til dæmis sérfræðingar í góðum
kartöfluréttum fyrir vikið,“ segir hún
og tekur Eggert í fang sér. „Það var
kannski óðs manns æði að rjúka svona
til útlanda með lítil böm en mér fannst
þetta ekkert mál. Danmörk er
bamvænt samfélag og þama var mikið
af íslenskunt börnum og bamafólki."
Ragnhildur og Sighvatur bjuggu í
Árósum í þrjú ár og þar fæddust þeirn
RAGNHILDUR GOTTSKÁLKSDÓTTIR byrjaði sinn búskap á Seltjarnarnesinu. Þaðan lá leiðin
til Danmerkur, aftur á Seltjarnarnesið, þá tóku við þrjú ár í Frakklandi og loks flutti fjölskyldan
til Vestmannaeyja þar sem hún hefur búið sl. sex ár.
tvö börn, Dóra Dúna og Bjami, sem
nú em 14 og II ára. „Við fómm út
með tvö böm og komum heim með
fjögur," segir Ragnhildur brosandi.
„Það var alveg nóg að gera, svo ekki
sé meira sagt.“ Eggert, yngsti sonur-
inn, fæddist síðan í Vestmannaeyjum
fyrir þremur ámm.
Dagmamma í eitt ár
Fjölskyldan var búsett á Seltjamamesi
í þrjú ár eftir komuna frá Danmörku
en Sighvatur vann þá eitt ár hjá
Útflutningsráði áður en hann hóf störf
hjá Sölusambandi íslenskra fiskfram-
leiðenda. Ragnhildur sjálf vann hins
vegar sem dagmóðir í eitt ár með
dyggri aðstoð Sighvats. „Ég passaði
tíu börn frá klukkan átta á morgnana
til sex á kvöldin. Þetta var erfitt starf
en líka mjög skemmtilegt,“ segir
Ragnhildur. „Sighvatur hjálpaði mér
mikið. Hann kom til dæmis heim úr
vinnunni í hádeginu til að hjálpa mér
að gefa liðinu að borða og það var oft
mikill handagangur í öskjunni við að
mata mannskapinn.“
Ragnhildur ber ekki á móti því að
vera mikil bamakona. I dag er hún
fimm barna móðir og amma og hefur
auk dagmóðurstarfsins unnið sjálf-
boðaliðavinnu í frönskum bamaskóla
og í afleysingum á leikskóla í
Vestmannaeyjum. Því kemur ekki á
óvart að með henni hefur alltaf
blundað löngun til að verða ljósmóðir.
„Ég held að það hljóti að vera
merkilegt starf,“ segir Ragnhildur
dreymin á svip. „Bömin mín ganga
auðvitað fyrir ... en það er aldrei að
vita hvað maður gerir seinna meir.“
Til Frakklands
Fyrir átta árum flutti fjölskyldan enn
búferlum og nú til bæjarins Royan í
Frakklandi sem er skammt frá
borginni Bordeaux. „Sighvatur vann
hjá SIF á þessum tíma,“ segir Ragn-
hildur. „Hann var beðinn um að
stjóma Nord Morue verksmiðju fé-
lagsins í bænum Royan á suðvestur-
strönd Frakklands og það var
óneitanlega stór ákvörðun fyrir
fjölskylduna að flytja út á nýjan leik.
Royan er sumardvalarstaður þannig að
vetri til er aðeins búið í þriðja hverju
húsi. Sighvatur ferðaðist mikið vegna
vinnunnar og var því lítið heima við,“
segir Ragnhildur og kveðst óneitan-
lega hafa fundið fyrir töluverðri
einangmn, einkum vegna tungumála-
erfiðleika. „Ég talaði enga frönsku til
að byrja með. Frakkamir em leiðin-
legir að þessu leyti, þeir tala bara
frönsku þótt þeir skilji ensku ágætlega.
Svo er verið að segja að Islenuingar
séu lokaðir og leiðinlegir!" Ragnhildi
fannst erfitt að stofna til kynna við
franska nágranna sína og segir þá
mjög ólíka Dönum sem taki líftnu
með miklu jafnaðargeði.
Sjálfboðaliðsvinna hjá
nunnunum
Þrátt fyrir einangrunina kveðst hún
ekki sjá eftir Érakklandsdvölinni.
„Þetta var auðvitað mikil lífsreynsla
en til þess var leikurinn gerður.
Bömin vom fljótt farin að tala eins og
innfæddir og Sighvatur náði einnig
góðum tökum á málinu. Mig vantaði
þó nokkuð upp á og fór því á frönsku-
námskeið. Auk þess vann ég sjálf-