Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 21. janúar 1999
LANDA-
KIRKJA
Fimmtudagur 21. janúar:
Kl. 17. TTT- starfið hel'st að nýju.
Afsakið ranga tilkynningu sem
send var út í síðustu viku. Verið
velkomin í ný ævintýri.
Kl. 20.30. Opið hús í unglinga-
starfinu í KFUM & K lnísinu. Nýir
félagar velkomnir. Lands-mót
framundan.
Sunnudagur 24. janúar:
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Nýjar
bækur og nýtt efni á vorönn.
Kl. 14. Almenn guðsþjónusta.
Þakkarbæn á gosafmæli. Aðal-
safnaðarfundur í safnaðarheim-
ilinu el'tir messu.
Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í
safnaðarheimilinu. Sagt frá lands-
mótinu og æskulýðsdeginum.
Þriðjudagur 26. janúar:
Kl. 16. Kirkjuprakkarar. Samvera
fyrir 7-9 ára krakka. Skemmtileg
stund.
Kl. 20.30. Biblíuleshópurinn fær-ist
yfir í safnaðarheimili Landa- kirkju.
Fimmti kafii Jóhannesar-guðspjalls.
Nýir þátttakendur velkomnir.
Miðvikudagur 27. janúar:
Kl. 10. Samverustund foreldra
ungra barna.
Kl. 18. Fundur með foreldrum
fermingarbarna.
Verið hjartanlega velkomin!
Sóknarprestur.
Hvíta-
SUNNU-
KIRKJAN
Þriðjudagur
Kl. 17:30 Krakkakirkjan
Fimmtudagur
Kl. 20.30 Biblíulestur
Föstudagur
Kl. 20:30 Unglingastarfið
I.augardagur
Kl. 17:30 Eldri krakkar frá 9 til 12
ára.
Kl. 20.30 Bænasamkoma.
Sunnudagur
Kl. 15.00 Vakningarsamkoma.
Ath. Bænastund á morgnana frá
klukkan 7 til 9.
Hjartanlega velkomin.
Jesús Kristurmætir.
Aðvent-
KIRKJAN
I.augardagur 23. janúar
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur hel-
garinnar er Finn F. Eckhoff.
Allir velkomnir.
Biblían
talar
Sími
481-1585
Kvenfélagið Líkn skemmtir
Eldri borgurum á
90 ára afmælinu
Á þessu ári eða nánar til tekið þann 14. febnáar verður Kvenfélagið Lfkn
90 ára. Guðbjörg Jónsdóttir formaður félagsins segir að félagið hafi
haldið nýársfagnað fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum allt frá 1926, en
á föstudaginn í síðustu viku var hinn árlegi nýársfagnaður því haldinn í
áttugasta og þriðja sinn í Akóges. Fagnaðurinn var ágætlega sóttur að
þessu sinni þó að heyra mætti einstaka mann segja að einhvem tíma hafi
fjörið verið meira, eða meira stuð eins og unglingum er tamara, en álitið
var að færð og veður hall aðallega sett strik í reikninginn hvað mætingu
varðar. Dagskráin hófst á nýárshugvekju séra Báru Friðriksdóttur, en
síðan var boðið upp á kaffihlaðborð sem kvenfélagskonur sáu um. Því
næst var fluttur leikþátturinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur í
leikstjórn Ásdísar Skúladóttur, en leikarar í verkinu voru Saga Jónsdóttir,
Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Þetta var léttur
spaugþáttur sem gerðist á veitingastað og fjallaði um framhjáhald og
sambúð kynjanna,. Var góður rómur gerður að verkinu og stóðu leikarar
sig frábærlega. Að lokinni sýningu steig hljómsveitin Eymenn á pall og
spilaði fyrir dansi, hvar eftir sprækir eldriborgarar stigu dansinn fram eftir
kvöldi. Veislustjóri var sú mæta kona Halla Bergsteinsdóttir og hélt hún
vel utan um dagskrána. Líknarkonur vildu að lokum koma á framfæri
kæru þakklæti til Akógesfélaga, sem lánuðu salinn, eins og þeir hafa gert
til íjölda ára.
Formaður sóknarnefndar, Jóhann Friðfínnsson, tók lén spor með séra Báru
Friðriksdóttur
B'T 1
r\ j r
Sigrún, Anna, Guðbjörg, Mínna og Jóhannes fylgjast með dansinum.
Jói og Guðbjörg formaður, Sissa og Svenní í léttri sveiflu ásamt ffeirum.
Ásta, Erla, Pálína, Bára. Vilborg, Anna og Þóra skemmtu sér vel.
LESENDABREF - Þórunn D. Oddsdóttir skrifar
A tímamótum
Heimurinn hvfiir á krossgötum. Við
dögun nýs ársþúsunds blasir við
samfélag óþekkjanlegt forfeðmm
okkar.
Hvenær bjóðast betri l'æri til sóknarog
framfara en við mót tveggja
árþúsunda? Hvemig viljum við nýta
þessi tímamót? Hverjar eru okkar
áherslur?
Upplýsíngarog
menntun
Engar framfarir í sögunni hafa átt sér
stað með jafnmiklum hraða og
upplýsinga- og tölvubylting síðustu
áratuga. Islendingar standa nú þegar
framarlega á þessu sviði og verður að
vinna hart að því að færa okkur enn
framar. Almennt tölvulæsi hlýtur að
vera ofarlega á stefnu stjómar sem ber
hag sinnar þjóðar fyrir brjósti. I
þjóðfélagi sem hefur byggt sína
velmegun að stórum hluta á einni
auðlind verður að grípa öll tækifæri
sem aðrir vaxtarbroddar bjóða, svo
sem í upplýsingatækni og ferða-
þjónustu. I heimi harðnandi sam-
keppni má í engu til spara við að
skapa Islendingum tækifæri til sóknar.
Mikilvægt er þó að gæta sín á þeim
hugsunarhætti að rikisvaldið sé upphaf
og endir skapandi mannlífs. Á
mörgum sviðum gerir ríkið mest gagn
með því að halda að sér höndum.
Hugmyndir og athafnir spretta hjá
einstaklingum og verður að gæta þess
að nægilegt svigrúm sé til að vinna
hugmyndum okkar brautargengi.
Ungt fólk verður að finna að
skilningur sé til staðar hjá okkur sem
eldri eru fyrir þeim breytingum sem
eiga sér stað á sviði upplýsinga- og
tölvumála. Engin þjóð hefur efni á að
vanrækja menntamál og mikilvægt að
hori't sé til fleiri átta en hingað til hefur
verið gert.
Nútímatækni auðveldareflingu fjar-
náms og uppbyggingu æðri mennta-
stigs þannig að góð menntun sé ekki
bundin við stærstu þéttbýliskjarna
landsins. Þessa tækni verður að nýta.
Ferðamálog
samgöngur
Auk umbyltinga á upplýsingasviðinu
hefur hérlend þróun í ferðamálum
ekki farið framhjá neinum. Sérstaða
landsins er sífellt fleirum kunn og
mikilvægt að veita þeim málallokki
brautargengi. Samgöngur eru for-
senda vaxtar, bættra ferðamála og
búsetuskilyrða. Fyrir íbúa Suðurlands
væri svo kallaður suðurstrandarvegur
sem tengir þann landshluta við
Reykjanes sannkölluð vítamínsprauta
fyrir ferðamál, atvinnulíf og búsetu.
Suðurland býður uppá öflugt
umhverfi fyrir fyrirtæki með mannafla
sínum. dugnaði og nálægð við höfuð-
borgarsvæðið.
Flest okkar könnumst við timamót
full fyrirheita um betri tíð með blóm í
haga sem síðar breytast í arfa, bundinn
sem klafi á orð og athafnir. Slíkt má
þó aldrei hindra okkur í að horfa fram
á við björtum augum. Aldrei áður
höfum við haft jafnmörg nýtanleg
tækifæri og jafnmikla hæfileika til að
nýta þau. Með opinni og víðsýnni
stjóm getum við tiyggt Islandi
veglegan sess meðal fremstu þjóða
heims og þannig komið í veg fyrir að
við steinrennum sem tröll í dögun
nýrrar aldar.
Höfundur erframbjóðandi í prófkjöri
Sjálfstœðisflokksins á Suðurlandi
Æfingaleikir aö
byrja
íslands-og bikarmeistarar ÍBV leika
sinn fyrsta æfingaleik um helgina.
Leikið verður í Reykjavík, gegn
Val. Það verður nóg að gera hjá
Eyjamönnum á næstunni, því þann
12. febrúar mun liðið fara í
æfingaferð til Bandaríkjanna og
dvelja þar við æfingar og keppni í
10 daga. I framhaldi af því taka svo
við æfingaleikir og leikir í
deildarbikíunum. Þann 24. mars
mun liðið síðan fara í æfingaferð til
Portúgal, ásamt kvennaliði IBV. og
verður dvalið þar í 8 daga. Þannig
að karla- og kvennalið IBV ættu að
koma vel undirbúin til leiks í vor.
ívar puttabrotinn
Leikmaður íslands- og bikar-
meistara ÍBV, ívar Bjarklind,
lingurbrotnaði á æfingu í síðustu
viku og gat því ekki leikið með ÍBV
á Islandsmótinu innanhúss. Ivar
verður, sem betur fer, ekki lengi frá
og getur hafið æfingar eftir næstu
helgi.