Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 28. október 1999 Hraun og menn Þrj ár síðustu höggmyndimar afhentar Síðastliðinn laugardag var mynd- listarverkefninu Hraun og menn formiega lokið, með afliendingu þriggja listaverka eftir Örn Þor- steinsson, Helga Gíslason og Hall- dór Asgeirsson. Það var blíð- skaparveður þcnnan dag og ekki annað hægt að segja en að veður- guðirnir hafí verið í góðu formi ekki síður en listgyðjan. Verk Amar Þorsteinssonar er suður á Stórhöfða, verk Halldórs úti á Nýja hrauni og verk Helga Gíslasonar er inni á Eiði og má telja mikinn feng fyrir Vestmannaeyinga að fá verk eftir þessa íslensku myndhöggvara til þess að prýða eyjuna og veita Eyja- mönnum vonandi einhverja mynd- listarlega fullnægju. Verkin þrjú taka sig vel út þar sem þeim hafa verið valdir staðir og er fengur að og aðstandendum til eins ágætis sóma, eins og myndimar frá afhendingunum bera með sér hér á síðunni. 1 lokin var gestum og listamönnunum boðið til dálítillar móttöku í Fiska- og Náttúrugripasafninu, hvar nokkrar ræður voru haldnar í tilefni af deginum. Það verður ekki annað sagt en að myndlistin hafi sett svip sinn á síðastliðið sumar í Eyjum og ef menn vilja sinna myndlistarlegu uppeldi, þá er slík framkvæmd eins og Hraun og menn fimagóð aðferð til þess. Nú ber hins vegar að hlúa að fræjunum sem sáð hefur verið. Ráðhildur Ingadóttir útskýrir myndverk sín fyrir gestum í „frjálsu falli“. Listin til Eyja með Eimskip: í frjálsu falli Listunnendur í Eyjum fóru ekki varhluta af myndlistinni um síðustu helgi, því auk þess sem síðustu þrjár höggmyndimar vom afhentar í myndlistarverkefninu Hraun og menn opnuðu Ráð- hildur Ingadóttir og Ósk Vil- hjálmsdóttir sýningu í gamla áhaldahúsinu. Sýning þeirra vakti töluverða athygli fyrir nýstárlega framsetningu og óvenjuleg efnis- tök. Sýninguna kalla þær „Fijálst fall“ og snýst hún um ferðalög í tíma og rúmi og hvemig ferðalög fólks geta átt sér margar birtingar- myndir, hvort heldur í huganum eða raunveruleikanum. Listakon- umar létu mjög vel af ferð sinni til Eyja og rómuðu mjög viðtökur gesta á sýningunni og ekki síður þá fegurð sem eyjamar skörtuðu á meðan þær dvöldu í Eyjum L J Minnsta bjór- hátíð í heimi Sigfús Guðmundsson og félagar hans á Mánabar ætla ekki að bregðast bjórunnendum og hafa því ákveðið að halda minnstu bjórhátíð í heimi dagana 28. 29. og 30. október. Sigfús segir að í október séu haldnar miklar bjórhátíðir í Þýskalandi og að bjórhátíð þeirra Mánabars- manna sé viðleitni til þess að efla bjórmenningu í Eyjum. „Við erum að stela góðum þýskum sið, ef svo mætti orða það.“ Þegar Sigfús er spurður nánar út í nafnið á hátíðinni, segir hann: „Húsnæðið býður ekki upp á þá stærstu, svo við sníðum okkur stakk eftir vexti. En við höfum ákveðið að breyta aðeins stílnum hjá okkur og setja upp langborð og bekki. Þannig að sófasettið sem veitt hefur mörgum manninum góða setu hjá okkur verður lagt til hliðar á meðan hátíðinni stendur.“ Sigfús segir að sjálfsögðu verði boðið upp á þýska týrólatónlist og öl úr alvöru líterskrúsum. „En við ætlum nú að bjóða upp á þjóðhátíðarlögin svona í bland. Einnig yrði gaman ef að einhveijir eiga týrólahatta og -buxur, ég tala nú ekki um ef einhver ætti alvöru suður þýskar „lederhosen" þá væri toppnum náð,“ sagði Sigfús, setti upp týrólahattinn sinn og var rokinn í undirbúning minnstu bjórhátíðar í heimi. Hátíðin verður sett með stæl klukkan 20.00 og opið til 01.00 á fimmtudaginn. Föstudag og laugardag verður einnig opnað kl. 20.00 en ölið teygað til klukkan 02.00. Staðurinn mun taka 40 til 50 manns í sæti og ef einhver á gítar og kann að jóðla þá verður viðkomandi heimilt að halda uppi stemmningunni. Sigurgeir Jónsson Af verkefnum við Hæfi Einn af fylgifiskum skólasetningar í framhaldsskólum eru svonefndar busavígslur. Þá eru nýnemar teknir í hóp eldri nemenda á eftirminnilegan og oft táknrænan hátt. Elstu fyrirmyndir busavígslna munu vera manndóms- vígslur hjá frumstæðum þjóðum. Eftirmyndir slíkra athafna rötuðu síðan til Evrópu, þar sem þær voru apaðar eftir í skólum, einkum á Bretlandi og Þýskalandi. Þaðan mun svo siðurinn hafa borist hingað til lands. Lengi vel var það aðeins einn skóli sem hafði sérstaka busavígslu. Það var Menntaskólinn í Reykjavík og þar voru nýnemar tolleraðir á fyrsta skóladegi. Aðrir skólar tóku svo upp ýmsa siði við móttöku nýnema. Fljótlega tók að bera á því að móttaka í sumum skólum hefði á sér nokkuð annað yfirbragð en var hjá MR og einhverjum þóttu siðirnir einkum taka mið af drottnunargirni eldri nemenda og jafnvel duldum kvalalosta. Stundum voru aðfarirnar þess eðlis að stjómendur skólanna tóku í taumana og sögðu hingað og ekki lengra, þegar lífi og limum fólks var búin hætta af athöfninni. Sumir skólar tóku allt annan pól í hæðina, t.d. var einn framhaldsskóli í Reykjavík þar sem eldri nemendur buðu nýnemum í kaffi og með því á fyrsta skóladegi og þótti ágætur siður. í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum, meðan hann var og hét, fór busavígsla þannig fram að nemendur 2. stigs buðu nemendum 1. stigs í rútuferð um Heimaey með leiðsögu- manni. Það þótti líka ágætur siður. Á hverju ári hafa orðið nokkrar umræður um busavígslu Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum. Fyrir nokkrum misserum þóttu þær ganga heldur langt í óþverrahætti og hafa síðan verið nokkurn veginn innan þeirra marka sem ætlast er til af fólki sem gengur andlega heilt til skógar. Enn er þó talsverð uppfinningasemi á ferðinni og sem fyrr gengur athöfnin út á lítillækkun nýnema og upphafningu þeirra sem eldri eru að árum. Skrifari var um tíma mjög mótfallinn busavígslum af þessari tegund, þótti þær að mörgu leyti afturhvarf til vondrar fortíðar, á sama tíma og skólamir reyndu í hvívetna að mæta nýjum tímum með nýjum og opnari vinnubrögðum. En skrifara hefur snúist hugur í busavígslumálum. í skólanámskrám segir að skólinn skuli leitast við að fínna verkefni við hæfi hvers og eins. Nú er það svo að í öllum skólum er jafnan hópur fólks sem á erfitt með mörg þau verkefni sem á að vinna. Þau höfða einhverra hluta vegna ekki til þess, ýmist nennir fólk ekki að vinna þau eða getur það ekki. Þetta sama fólk þreytist skiljanlega, þegar illa gengur, á það til að mæta seint á morgnana og jafnvel sofna í tímum. Af skiljanlegum ástæðum skarar það sjaldnast fram úr í námi, fyllist oft vanmáttarkennd og finnst það einskis nýtt. Sálfræðingar hafa oft reynt að skilgreina þennan vanda og benda á leiðir til úrbóta. Þær leiðir hafa þó reynst misjafnlega. En í busavígsluvikunni er eins og lífið hafi á ný öðlast tilgang hjá mörgum. Fólk sem áður átti í erfiðleikum með verkefni, á það ekki lengur. Undirbúningur að vígslunni krefst vinnu og tíma og útsjónarsemi og öll vandamál eru leyst. Svefnleysi hrjáir ekki lengur fólk, sumir mæta talsvert fyrir kl. átta á morgnana til undir- búnings, léttir í spori, með bros á vör. Skrifari er ekki frá því að sumir nýnemanna hafi fundið íyrir þessari sönnu gleði og útgeislun eldri nemendanna, samglaðst þeim yfir því að hafa fundið sér verkefni við hæfi, og undir- gengist athöfnina, glaðir í bragði yfir að geta orðið að liði við framkvæmd þessa verkefnis, jafnvel þótt því fylgdi nokkur sóðaskapur, óþægindi og lítillækkun. Fólk er nefnilega svo oft reiðubúið til að láta gott af sér leiða í þágu annarra, reyna að hjálpa þeim sem erfitt eiga, jafnvel þótt það kosti stundum einhverjar fómir. Skrifari velkist ekki í vafa um að busavígslur em eitthvert besta ráðið til að framfylgja því atriði námskrárinnar að hver nemandi skuli fá verkefni við hæfi. Það er bara verst að erfitt er að láta fólk taka próf í slíkum verkefnum. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.