Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 28. október 1999
Bókvitiðr
askana
Búandhokur og afturhald
Ég vil að sjálfsögðu byrja á því að
þakka Páli fyrir áskomnina. Eins og
nærri má geta hafa bankabækurnar
mína athygli nær óskipta en ekki er
það nú samt þannig að ég sitji og lesi
þær í stómm stíl.
Þegar talað er um góðar bók-
menntir leiði ég fyrst hugann að
nóbelskáldinu okkar. Ég er svona
þokkalega lesinn í Éaxness og mínar
uppáhaldsbækur em Sjálfstætt fólk og
Gerpla. Sjálfstætt fólk er bæði merki-
leg fyrir það að með henni vildi
Laxness deila á búandhokur og aftur-
hald og beitir til þess meinhæðnum
og fyndnum stíl. Þannig kemst
lesandinn smám saman að því að
sérvitringurinn Guðbjartur Jónsson
sem allt sitt líf streitist við að vera
sjálfstæður maður, verður fyrir þær
sakir ósjálfstæðastur allra manna.
í Gerplu dregur Laxness upp
kostulega mynd af hetjum norrænna
fomsagna þar sem hann endurskrifar
Fóstbræðrasögu með sínu lagi og
dregur svo sundur og saman í háði að
vegna þess að menn em að springa af
mæði. Útgáfa þessarar bókar vakti
hörð viðbrögð á sínum tíma enda
þótti skáldið seilast býsna langt.
Einar Kárason og Djöflaeyjubækur
hans em einnig í nokkru uppáhaldi
hjá mér, þær em skrifaðar í mein-
fyndnum ýkjustíl og em lýsingar oft
all skrautlegar svo menn finna
næstum lykt upp úr textanum. Mikill
styrkur við bækur Einars er líka sú
staðreynd að hann vinnur mikla
rannsóknarvinnu fyrir verk sínar og
eru því Djöflaeyjubækumar ágætis
sagnfræðirit um eftirstríðsárin í
Reykjavík.
A náttborðinu hjá mér núna er
síðan Vopin kvödd (A farewell to
arms) eftir Hemingway sem er
nokkuð mögnuð bók um ástir og
örlög í fyrri heimstyijöldinni.
Mig langar síðan að biðja Eyvind
engu lagi er líkt. Fomköppum er lýst Steinarsson, tónlistarmann með meim
sem nautheimskum, vopn þeirra að vera bókaunnanda næstu viku.
bitlaus og aðeins nothæf sem barefli,
og hlé verður að gera á orustum
©ráfspor
Nýjustu fréttir af vitamálum í Eyjum eru nú þær helstar að
Vita- og hafnarmálaliðið, sem hefur prýtt þjóðhátíðarsvæðið
með þar til gerðu mannvirki, hefur nú boðið hafnarstjóra
Vestmannaeyja vitann til afnota þá 363 daga sem mannvirki
þeirra setur ekki svip sinn á Þjóðhátíð. Þótti þeim tilvalið að
bjóða hafnarstjóra mannvirkið til þess að setja á syðri
hafnargarðinn. Mun hafnarstjóri Vestmannaeyja lítt hafa verið
/*
hrifinn af þessu tilboði. Telja frómir menn í Eyjum að
hafnarstjóri hljóti því að tilheyra Myllugenginu sem einnig
hefur prýtt Þjóðhátíð með einu myllumannvirki og spurning
hvort unnið sé að því á bak við tjöldin að koma myllunni
þeirra fyrir á syðri garðinum.
Á kubbabíl uppi í hillu
/ síðasta blaði Frétta var grein um líf og
starf Þorsteins Þ. Víglundssonar en 100
ár voru liðin frá fæðingu hans í síðustu
viku. Höfundur greinarinnar er Jóna
Björg Guðmundsdóttir, skjaiavörður og
hún er Eyjamaður vikunnar að þessu
sinni.
Fullt nafn? Jóna Björg Guðmundsdóttir.
Fæðingardagur og ár? 26. október
1965.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Laus og liðug.
Menntun og starf? Bókasafnsfræðingur
frá Háskóla íslands.
Starfa sem upplýs-
ingabókavörður í 50%
starfi við Bókasafn
Vestmannaeyja og
héraðsskjalavörður í
Vestmannaeyjum í
50% starfi.
Laun? Gæti þegið
meira.
Bifreið? Eg á enn lítinn kubbabíl
uppi íhilluheima.
Helsti galli? Er haidin of mikilli
fullkomnunaráráttu.
Helsti kostur? Spyrjið aðra að
því.
Uppáhaldsmatur? Lambalæri að
hætti mömmu.
Versti matur? Skata.
Uppáhaldsdrykkur? Koníak og
svo auðvitað okkargóða vatn.
Uppáhaldstónlist? Tónlistin hans
Bubba Morthens.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að ferðast til
útlanda.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú gerir? Að gera ekki neitt.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti? Gætuð þið ekki hækkað þetta
upp ísvona fimm milljónir?
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri, auðvitað.
Uppáhaldsíþróttamaður? Alveg hlutlaus.
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já,
Sögufélagi Vestmannaeyja.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Breskir sakamála-
myndaflokkar.
Uppáhaldsbók? Alla bækur um sögu Vestmanna-
eyja eru í uppáhaldi hjá mér.
Hvað metur þú mest í fari annarra ? Heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Ytni.
Fallegasti staður sem þú
hefur komið á? Lake Tahoe,
á fylkismörkum Kalifornfu og
Nevada í Bandaríkjunum.
Hvaða eiginleikum þarf
skjalavörður að vera búinn?
Heyrðu mig, átti þetta ekki að
vera stutt spjall?
Er auðvelt mál eða flókið fyrir
almenning að nýta sér gögn í
skjalasafninu? Mjög auðvelt ef
farið er eftirsettum reglum.
Hverjar eru, að þínu mati,
áhugaverðustu heimildirnar í
Skjalasafni Vestmannaeyja?
Mér finnst einkaskjölin áhuga-
verðust, þ.e.a.s. skjöl sem koma
til safnsins frá einstaklingum úti
í bæ því að persónusagan er
skemmtilegasti hluti sögunnar.
Eitthvað að lokum? Góða
helgi.
Nýfædí%
estmannaeyingar
?cf
Þann 8. ágúst eignuðust Ása Ingibergsdóttir og Sigmundur R. Rafnsson
dóttur. Hún vó 16 merkur og var 51 sm að lengd. Hún fæddist á
fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Ljósmóðir var Björg
Pálsdóttir.
Drencfurj
n % ;• 'Áp'-
Þann 13. september eignuðust Dís Sigurgeirsdóttir og Jónas Jóhannsson
son. Hann vó 16 merkur og var 54 sm að lengd. Með honum á
myndinni em stóru systur hans Elín Anna og og Gabríela. Fjölskyldan
býr í Hafnarfirði.
Á dofinni t
30 og 31. oldóber Eimskip með listina til Eyja: Sýning Róðhildar Ingadóttur og Oskar Vihjólmsdótfur í gamla óhaldahúsinu. Síðasta sýningarhelgi, opið 14.00 til 18.00
28.29. og 30. okt. Heimsins minnsta bjórhótíð ó Mónabar.
30. oldóber Franskt glæsikvöld í Akóges
6. nóvember Villibróðarkvöld ó Fjörunni
13. nóvember Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja
25. nóvember Fyridestur í Rannsóknasetri Vestmannaeyja