Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 1
26. árgangur • Vestmannaeyjum 28. október 1999 • 43. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 Héraðsdómur Reykjavíkur: Mál Bergs-Hugins dómtekið á fimmtudag Fimmtudaginn 4. nóvember nk. verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Bergur Huginn ehf. hefur höfðað gegn íslenska ríkinu. Forráðamenn Bergs Hugins ákváðu að höfða málið vegna þess óréttlætis sem þeir segja kvótaálag á útflutning ferskfisks vera. 20% álag er á þorsk, 15% á ufsa, ýsu, karfa og grálúðu og 10% álag á aðrar tegundir. Urslit þessa máls varða útgerð í Vestmanna- eyjum miklu þar sem héðan er mikill útflutningur á ferskum fiski. Magnús Kristinsson, framkvæmda- stjóri Bergs Hugins, segir að í sjálfu sér sé ekki óeðlilegt að álag sé á þennan útflutning. Viðurkennt sé að þessum flutningum fylgi ákveðin rýmun. „En sú rýmun nær alls ekki þessum prósentutölum, nær ekki tveggja stafa tölu og á þessu órétti viljum við fá leiðréttingu," segir Magnús. Málið verður dómtekið í Héraðsdómi í næstu viku og dóm verður að kveða upp innan þriggja vikna frá þeim tíma. Nú í vikunni hafa verið opnir dagar í Barnaskóla Vestmannaeyja og því vel við hæfi að birta mynd af þessum listfengu krökkum sem Guðmundur Sigfússon hitti á förnum vegi og festi á filmu í góða veðrinu á dögunum. Bókabúðin hefur starfsemi undir nafni Pennanns: Aukin Þjónusta oo bætt markaðsstaða -segja fulltrúar fyrirtækjanna Nú um mánaðamótin tekur gildi samstarfssamningur Bókabúðar- innar og Pennans, sem víkur að lagerhaldi og bættri þjónustu. Eignaraðild mun þó verða hin sama og áður og vildi Páll Guðmundsson, eigandi Bókabúðarinnar, að það væri ljóst að einungis væri um samstarf að ræða. Kjartan Kjartansson, forstöðumaður heiid- sölusviðs Pennans, tók í sama streng og segir hér verið að færa ritfangaverslunina út á land og jafnframt að styrkja fyrirtækið markaðslega. Páll segir samstarfið milli Bóka- búðarinnar og Pennans ekki vera einstakt í sinni röð. „Það eru fjórar búðir úti á landsbyggðinni, í Keflavík, á Akranesi, ísafirði og í Vestmanna- eyjum, sem eru að taka upp nánara samband við Pennann. Þær taka allar upp Penna-nafnið í mismunandi mynd, eftir því hvemig þær tengja nafnið við fyrra nafn.“ Þegar Páll er inntur eftir því hort hér sé um yfirtökutilburði að ræða neitar hann því að svo sé. Kjartan tekur í sama streng og þvertekur fyrir að slík keðjumyndun sé í burðarliðnum. „Upphaflega kemur þetta frá þessum verslunum," segir hann. „Það er náttúrulega verið að mynda þá keðju, að þama er verið að bjóða sam- bærilegt vöruúrval í öllum þessum verslunum,“ segir hann jafnframt en vill leggja áherslu á, líkt og Páll, að þetta samstarf sé byggt upp á sjálfstæðum einingum og að þetta sé samstarf um viðskiptin og bóka- búðimar fái leyfi til að nota nafn Pennans. Kjartan segir verslanimar á lands- byggðinni sjá sér ákveðinn ávinning með að einfalda sitt lagerhald í samstarfi við heildsölu Pennans. „Það þýðir að viðskiptavinir út um landið njóta sama vöruúrvals og er í Reykjavík, á sama verði.“ „Maður reynir alltaf að bæta sig í þjónustunni," segir Páll og bætir við að sameiginlega markaðsstarfið skipti miklu í því tilliti, hægt sé að bjóða betri tilboð til viðskiptavina. „Þegar upp er staðið höfum við þessar litlu verslanir úti á landi, miklu meiri aðgang að allri þekkingu í sambandi við framsetningar í verslunum og allt það nýjasta sem er að gerast en við verslum náttúmlega meira hjá Pennanum í staðinn,“ segir hann. Þegar Kjartan er inntur eftir því hvaða ávinning Penninn sjái í slíku samstarfi segir hann ýmsa kosti við það. „Við emm að færa okkar vöm nær viðskiptavinum úti á landi,“ segir hann. „Við störfum með traustum verslunum á hverjum stað sem hafa samið við heildverslun okkar um að vera með okkar vömr. Þetta verður sterkara markaðslega séð.“ Hann segir alla aðila koma vel út úr slíku samstarfi því „þegar við [Penninn] auglýsum vöm þá fæst hún í Pennanum um allt land, á sama verði eða svipuðu, það er verið að auka hagkvæmnina fyrir landsbyggðina." Hann bætir við að varan verði til á staðnum og er það samræmt þjón- ustuhliðinni og því er hægt að veita bæði vöm og þjónustu á staðnum. Hann segir þetta einnig þýða sterkari ímynd fyrir Pennann í heild. Páll svarar með semingi spumingunni um hvort bág staða hafi verið ástæða samstarfsins. „Allir, held ég, sem em í þessum bransa hafa verið að berjast eftir að bókasalan breyttist fyrir mörgum ámm,“ segir hann. Hins vegar segir hann ritfangaverslun hafi frekar haldið sínu. Hann greinir frá því að það sé erfitt að reka litla verslun úti á landi í bókaflóðinu, slík verslun sé eins og „einn lítill karl sem enginn nennir að hlusta á.“ Ársreikningar Vinnslustöðvar lagðir fram: Tap upp ð 850 milljóuir Hefur ekki áhrif á stöðu starfsfólks Tap Vinnslustöðvarinnar nam á síðasta rekstrarári 850 milljón- um króna. Þar af er tap á reglulegri starfsemi 610 milljón- ir. Tapið, frá milliuppgjöri í febrúarlok, nemur 250 milljón- um þar af eru 137 milljónir af rekstri. Þessar tölur vom birtar opinberlega í gær og ollu tals- verðum óróa á hlutabréfa- markaðinum enda um háar tölur að ræða. Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, var spurður hvort þetta væri í samræmi við það sem stjómendur fyrirtækisins hefðu reiknað með. „Sjálf rekstramiðurstaðan er í samræmi við það sem búist var við. En óreglulegu liðirnir koma lakar út, t.d. Hafnarmjöl í Þorlákshöfn og Gulldrangur í Færeyjum.“ Hefur þessi niðurstaða einhver áhrif í sameiningarmálum Vinnslu- stöðvarinnar við önnur fyrirtæki: „A þessari stundu get ég ekki gefið mér það. Ég reikna ekki með að þetta hafi afgerandi áhrif á þau mál. Sigurgeir Brynjar segir að þessi afkoma hafi engin áhrif á starfs- mannahald fyrirtækisins. „Þau mál vorum við búnir að afgreiða og það verður óbreytt þrátt fyrir þessa niðurstöðu og starfsfólk okkar þarf ekki að hafa áhyggjur af sinni atvinnu," sagði Sigurgeir Brynjar. „Ég hef í rauninni ekki mikið um þetta að segja,“ sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins. „Menn gerðu ráð fyrir taprekstri eins og kemur í ljós. Við verðum bara að vona að þetta verði betra í framtíðinni. Ég á ekki von á að þetta breyti miklu í sameiningarmálum fyrir- tækjanna. En þetta sýnir að við eigum erfiða baráttu fyrir höndum,“ sagði Sigurður Einarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.