Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 8
8
Frhttir
Fimmtudagurinn 28. október 1998
Þeir stærstu á landsvísu:
fslelfur ehf.
greiðir þriðju
hæstu meðallaun á
landinu
Fjögur l'yrirtæki í Vestmanna-
eyjum komast á lista yfir 230
stærstu fyrirtæki landsins árið
1998, samkvæmt lista í ritinu „100
stærstu“ sem Frjáis verslun gefur
út.
Þessi fyrirtæki eru Vinnslustöðin í
50. sæti, með 3.47 milljarða kr. veltu
en var í 32. sæti árið 1997. ísfélag
Vestmannaeyja er í 63. sæti með
2.63 milljarða veltu en var 1997 í 51.
sæti. Sæhamar er í 199. sæti með
618 milljón kr. veltu en var 1997 í
189. sæti. Bergur Huginn er í 201.
sæti með 600 milljón kr. veltu og
hækkar úr sæti nr. 205 árið áður.
Önnur fyrirtæki frá Vestmanna-
eyjum komast ekki inn á lista yfir
230 stærstu fyrirtækin.
I sama riti er skrá yfir þau 200
fyrirtæki sem greiða hæstu árslaun á
Islandi og þar vænkar hagur Vest-
mannaeyinga verulega. Þar er í 3.
sæti yfir landið Isleifur ehf. með 6,43
milljónir, í 6. sæti Huginn hf. með
5,565 milljónir, í 7. sæti Bergur
Huginn ehf. með 5,44 milljónir og í
17. sæti Sæhamar með 4,33
milljónir. Stðan eiga Vestmanna-
eyjar ekki fulltrúa fyrr en í 91. sæti,
þar er Vinnslustöðin með 3,1
milljón, Fiskmarkaður Vestmanna-
eyja í 118. sæti með 2,9 milljónir og
Gleraugnaþjónusta Linsunnar
verður í Miðbæ,
á morgun föstudag og
Mikið úrval af nýjum gleraugu
unsan
Góð gleraugu - Gott verð
Heilbrigðisstofnunin í Vestmanna-
eyjum í 122. sæti með 2,8 milljónir.
I 155. sæti er svo Herjólfur með 2,7
milljónir og fleiri komast ekki á blað
frá Vestmannaeyjum.
Af bæjarfélögum er Vestmanna-
eyjabær í 12. sæti með 755 milljóna
króna veltu á árinu 1998, rétt á eftir
Seltjamamesi.
Menn hafa nokkuð velt fyrir sér
stærðarhlutföllunum í fyrirtækjunum
fjómm, sem em nú að sameinast,
Vinnslustöðinni, Isfélagi Vest-
mannaeyja, Krossanesi og Óslandi.
í ritinu „100 stærstu“ má sjá hver
velta fyrirtækjanna hefur verið á
árinu 1998.
Vinnslustöðin 3.473 millj.
ísfélag Vestm. 2.632 millj.
Krossanes 746 millj.
Ósland 297 millj.
Rétt er að athuga að á þessu ári
kunna tölumar eitthvað að hafa
breyst en engu að síður ætti þetta að
gefa nokkra hugmynd um stærð
hvers um sig. Séu þessar tölur
umreiknaðar í prósenlur lítur dæmið
þannig út:
Vinnslustöðin 48,6%
ísfélag Vestm. 36,8%
Krossanes 10,4%
Ósland 4,2%
Elías Friðriksson datt í lukkupottinn:
Vann ferð til Parísar á landsleik
s
Frakka og Islendinga
Okkar maður, Hermann Hreiðarsson, tók létt dansspor fyrir
íslensku áhorfendurna.
Elías J. Friðriksson, sjúkraþjálfari,
datt heldur betur í lukkupottinn í
haust. Hann ákvað að kaupa sér
prentara við tölvuna sína, fór í
Tölvun og festi kaup á einum af
Canon-gerð. Þar með fór nafnið
hans í pott sem tvö nöfn voru
dregin úr nokkrum dögum síðar.
Ung stúlka í Reykjavík var annar
vinningshafinn en Elías hinn. Og
verðlaunin voru ferð til Parísar á
landsleik Frakka og Islendinga
þann 10. október.
„Auðvitað kom ekki annað til greina
en að fara. Eg var í haust oft búinn að
hugsa um hvað það væri nú gaman að
fara á þennan leik. Svo bara kom
þetta beint upp í hendumar á manni.
Við Kolla ákváðum að fara bæði og
keyptum farseðil fyrir hana.
Við flugum til Pansar föstudaginn 8.
október, beint flug, sérferð á leikinn,
150 manns og mikil stemmning í
vélinni. Leikurinn var svo daginn eftir
og áhorfendur um 80 þúsund. Það fór
nú ekki mikið fyrir okkur Islend-
ingunum þarna, ætli við höfum ekki
verið um 400 því talsvert kom af
íslendingum sem búa víðs vegar í
Evrópu. En þarna vom líka 50
stuðningsmenn Brentford sem komu
gagngert til að styðja sinn mann,
Hermann Hreiðarsson, og þeir vom
alveg meiriháttar.
Ég held að menn hafi verið frekar
raunsæir fyrir leikinn, það væri heldur
stór biti að ætla sér að vinna sjálfa
heimsmeistarana á heimavelli en
menn gerðu sér vonir um góð úrslit.
En staðan var ekki beint gæfuleg í
hálfleik, tveimur mörkum undir og
fátt sem benti til þess að úr myndi
rætast, Frakkamir höfðu verið mun
sterkari í fyrri hálfleiknum og maður
var satt að segja ekkert of bjartsýnn
þegar blásið var til seinni hálfleiks.
Svo þegar 11 mínútur voru liðnar af
seinni hálfleik var staðan allt í einu
orðin jöfn, 2-2. Það hafði verið
feiknaleg stemmning hjá frönskum
áhorfendum í fyrri hálfleik en svo
þegar jöfnunarmarkið kom þá sló
þögn á mannskapinn, ég segi ekki að
það hefði mátt heyra saumnál detta en
það lá við. Þetta var eins og vatnsgusa
framan í þá, því að Frakkar urðu að
vinna leikinn til að vera öruggir áfram.
Og það er varla hægt að lýsa stemmn-
ingunni hjá íslensku áhorfendunum
þegar jöfnunarmarkið kom, það varð
hreinlega allt vitlaust.
En svo tókst þeim að skora
sigurmarkið og maður fann hvað þeim
létti þegar flautað var til leiksloka,
ekki síst þar sem úrslit urðu þeim
hagstæð í leik Rússa og Ukraínu-
manna. En það er ekki oft sem allir
áhorfendur ganga af leikvelli með
bros á vör eins og þarna var. Frakk-
amir anægðir með að komast áfram
og Islendingamir ánægðir með
einhverja bestu frammistöðu sem
íslenskt landslið hefur náð, naumt tap
fyrir sjálfum heimsmeistumnum á
heimavelli þeirra.
Fulltrúar okkar Vestmannaeyinga í
landsliðinu stóðu sig með prýði,
Birkir var góður í markinu eins og
alltaf og eftir rólegan fyrri hálfleik hjá
Hermanni átti hann frábæran seinni
hálfleik. Hennann, Eyjólfur og Rúnar
vom bestir íslendinganna í þessum
leik.
Ég held að þetta sé einhver eftir-
minnilegasti knattspymuleikur sem ég
hef séð, það var alveg frábært að vera
þama og maður fór bæði glaður og
ánægður heim.“
Sigurg.
Franskt kynningarkvöld
-kossheldir varalitir og eðalvín
Snyrtistofan Farðinn stendur fyrir frönsku kvöldi í
Akógeshúsinu laugardagskvöldið 30. október þar sem
kynntar verða Guerlain snyrtivörur, eðalvín, bflar og
aðrar franskar vörur. AUir eru velkomnir svo lengi sem
húsrúm leyfir, að sögn Ragnheiðar Borgþórsdóttur,
húð- og förðunarfræðings og eiganda Farðans, og
verða allir leystir út með gjöfum frá Farðanum og
Guerlain.
Ragnheiður er nýbyrjuð að vera með Guerlain vörur og
er uppákoman í Akóges haldin til að kynna vömmar.
„Guerlain vömr komu fyrst á markaðinn fyrir síðustu
aldamót. Fyrirtækið er með mjög breiða línu sem hentar
bæði fyrir ungar konur og eldri. Gott er að vinna með
vörumar og er úrvalið mjög fjölbreytt en Guerlain hefur
kremlínu, förðunarlínu og ilmlínu og innan hennar er
baðlína. Vömmar em mjög drjúgar,“ segir Ragnheiður,
„og em varalitimir t.d. mjög kossheldir og haldast á allan
daginn."
Kynningin hefst klukkan 21.00 og verður gestum boðið
upp á Coriolan og Samsara ilm við innganginn. Þá fá
gestimir Pinot noir rauðvín, Pinot blanco hvítvín og Perrier
ölkelduvatn. Einnig verða á boðstólnum léttar veitingar í
boði Farðans, veitingahússins Fjömnnar og Magnúsar-
bakaris. Fimm módel á öllum aldri sýna förðun og að því
loknu verður tískusýning þar sem föt ungs fatahönnuðar,
Selmu Ragnarsdóttur sem er frá Eyjum, verða kynnt. Síðan
verður gestum boðið upp á kaffi, desertvínið Pinetau des
charentes, Uni Cognac og Valrona súkkulaði. Kynning
verður á Issima kremlínunni og Blue Voyage frá Guerlain.
Tvö módel sýna nýja gull- og silfurlínu sem er jólalfnan í
förðun frá Guerlain. Að lokum fá allir gestir gjafir frá
Farðanum og Guerlain.
„Þetta er einstakt tækifæri því þetta kvöld verður ekki
endurtekið," segir Ragnheiður. Hún hefur áður staðið fyrir
kynningarkvöldum af svipuðu tagi og kallað konukvöld og
hafa konurnar þá þurft að borga aðgangseyri. Að þessu
Ragnheiður í Farðanum, tilbúin í allt franskt.
sinni er kvöldið ætlað báðum kynjum og aðgangur ókeypis.
Fulltrúi Guerlain á Norðurlöndunum var mjög hrifinn af
hugmynd Ragnheiðar að halda kynningu á frönskum
vömm í Vestmannaeyjum og gaf Guerlain Farðanum því
350 gjafir sem koma beint frá París.
Frönsk stemmning mun ríkja í Akógeshúsinu á
laugardagskvöld því frönsk tónlist verður leikin, sýnd verða
brot úr frönskum bíómyndum, Gilbert Krebs verslunar-
fulltrúi franska sendiráðsins verður á staðnum og fyrir
framan húsið verða Renault bflar til sýnis.