Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Blaðsíða 14
14
Fréttir
Fimmtudagurinn 28. október 199
Það er lygilega mikið
af einstæðu fólki á Islandi
-segir Hulda, sem rekur kynningarþjónustu fyrir fólk
Hulda: Til mín leitar fólk af báðum kynjum og öllum
stéttum, verkamenn jafnt og háskólamenn.
í áranna rás hafa
ýmsar aðferðir
verið við hafðar hjá
þeim sem eru að
leita sér að förunaut
af hinu kyninu,
bæði til frambúðar
svo og til skemmri
kynna. Hvaðelst
mun sú aðferð
forfeðra okkar sem
rotuðu konur með
kylfu og báru þær
svo heim í helli sinn.
Eftir því sem
konum óx ásmegin
kom í ljós að þessi
aðferð gagnaðist illa
og var ólíkleg til
vinsælda. Raunar
hefur á seinni árum
komið fram aðferð
ekki ósvipuð þessari
og er einkum notuð
af þeim aðilum af
sterkara kyninu
sem einhverra hluta
vegna eiga í
erfíðleikum með að
ná sér í förunaut.
Að vísu rota þeir
ekki konur með
kylfu heldur hella í
glös þeirra ólyfjan,
sem ber heitið
Rohypnol og hefur
svipaða verkun og
kylfuhögg, þ.e. að
konan man fátt sem
gerist eftir það.
Þessi aðferð er lítt
þokkuð af konum,
svipað og kylfumar
í eina tíð.
Eftir því sem tímar liðu tóku bæði
menn og konur upp öllu geð-
þekkara atferli við að finna sér
förunaut og sú aðferð sem hvað
þekktust hefur verið gegnum tíðina,
a.m.k. hin seinni ár, er að reyna að
hitta á slíkan á fjölförnum stöðum,
einkanlega skemmtistöðum. Og
þótt mörg hin ágætustu sambönd
hafi sprottið af slíkum kynnum er
því ekki að neita að margur hefur
orðið á því leiður að sækja slíka
staði enda því ekki að neita að slík
sambönd geta reynst broguð, ekki
síst ef göróttir drykkir hafa verið í
spilinu sem oft fylgir áðurnefndum
stöðum.
Því hefur þeim fjölgað hin seinni ár
sem leitað hafa annarra leiða til að
finna sér förunaut og hafa reynt leiðir
sem eru tæknilega fullkomnari. Á
Intemetinu er unnt að komast í slík
sambönd gengum aðila sem sérhæfa
sig í að leiða saman fólk og í DV er á
degi hverjum að finna álitlegt safn
auglýsinga sem hníga að hinu sama,
ýmist til skyndikynna eða til einhvers
varanlegra.
Mörg góð sambönd
hafa myndast
Á dögunum birtist ein slík auglýsing
í Fréttum og hljóðaði á þessa leið:
„Ertu einn/ein, viltu breyta því?
Hvemig væri að athuga lýsingar-
listann frá Trúnaði?
Athugaðu málið. Sími 587 0206,
netfang: vennus@simnet.is.
Með auglýsingunni fylgdi svo-
hljóðandi bréf til kynningar á Trúnaði:
Eg heiti Hulda og er í Reykjavík með
kynningarþjónustu íyrir fólk frá 18 ára
aldri sem vill kynnast öðm fólki með
vajanleg sambönd í huga.
Eg hef verið með þessa þjónustu í
nokkur ár og hefur hún gefið mjög
góða reynslu. Þjónustan byggist á því
að fólk skráir sig og ég læt lýsingar á
viðkomandi í lista.
Sé talað um konur, þá kemur fram
lýsing á konunni og hennar áhuga-
málum og óskum. Maðurinn sem fær
listann með lýsingunni, skrifar kon-
unni lítið kynningarbréf og sendir það
til Trúnaðar sem síðan sendir bréfið til
viðkomandi konu. Hún svarar þá
væntanlega manninum og þá fyrst fær
hann að vita hver hún er og þá ákveða
þau hvort þau tala meira saman eða
ekki.
Maðurinn getur líka skráð sig og þá
fer lýsing á honum í sams konar lista,
sem konan getur fengið og þá getur
hún skrifað honum lítið kynningarbréf
eins og hann. En hún getur líka það
sem maðurinn getur ekki, fengið
nafnið hans og símanúmer og hringt
beint til hans.
Aftur á móti kemur aldrei fyrir að
maðurinn fái upplýsingar um hver
konan er í gegnum Trúnað. Hann
verður að skrifa til hennar til að ná
sambandi. Konan getur því verið
alveg róleg og örugg með að nafn
hennar er ekki gefið upp.
í gegnum Trúnað hafa orðið mörg
mjög góð sambönd og enn fleiri hafa
fundið sinn lífsförunaut og gengið í
hjónaband. (Því miður hef ég ekki
tölu á öllum þeim börnum sem orðið
hafa til fyrir minn tilverknað).
Það er alltaf pláss fýrir fleiri konur og
karla á listanum og því væri bara
gaman að heyra frá þeim sem hafa
orðið einir, einhverra hluta vegna og
sjá til hvort ekki finnst góður
samferðafélagi sem myndi lífga upp á
tilveruna.
Það gæti nú verið gaman íyrir konu,
sem er ein, að eiga von á bréfi frá
manni og eins fyrir hann að eiga von á
símtali frá konu, svona allt í einu.
Þetta bréf vakti nokkra forvitni okkar
á Fréttum, enda þótt flestir sem þar
starfa eigi hina ágætustu lífsförunauta
þótti okkur rétt að kanna þessa
þjónustu eilítið nánar.
Mörg mistök í upphafi
Hulda er miðaldra kona í Reykjavík
sem hefur rekið þjónustuna Trúnað
síðan 1992. Raunar er fyrirtækið
eldra, var stofnað árið 1983 af
tékkneskum manni sem bjó þá hér á
landi. En þegar hagir fólks tóku að
batna í Tékklandi, langaði hann til
ættjarðarinnar og flutti búferlum. En
hann gat ekki hugsað sér að þessi
þjónusta legðist niður og þar sem
hann var málkunnugur Huldu, varð
það úr að hún tók við fyrirtækinu og
sér um það enn í dag. Hulda vill ekki
gefa upp fullt nafn, hún segist kynna
sig sem Huldu, eftimafnið skipti ekki
máli, enda sé hún aðeins tengiliður
milli fólks. Persóna hennar sjálfrar
skipti þar minnstu máli.
„Eg gerði einhver ósköp af
mistökum í upphafi. Sumt af því var
bara heill brandari. Hver veit nema ég
skrifi einhvem tíma bók um það allt
saman. En svo komst þetta fljótlega í
lag og ég hef afskaplega gaman af
þessu,“ segir Hulda.
Hvers konar fólk leitar eftir þessari
þjónustu?
„Ekki yngra en 18 ára. Mest er af
fólki yfir þrítugt, allt upp í sjötíu ára.
Margt af þessu fólki er búið að missa
maka sinn og svo em aðrir sem em
bara einmana. Það er lygilega mikið
af einstæðu fólki á Islandi. Þegar ég
tala um einstætt fólk, þá á ég ekki við
að fólk sé án fjölskyldu eða vina.
Fólk getur átt stóra fjölskyldu en samt
verið einstætt, vantar náinn félaga til
að deila með gleði og sorgum.
Og til mín leitar fólk af báðum
kynjum og öllum stéttum, verkamenn
jafnt og háskólamenn. Háskóla-
mennimir eiga það til að vera svolítið
feimnir, finnst mér. Og svo em sumir
hálfhræddir við að tala við mig, halda
að þetta sé eitthvað í ætt við
símanúmerin sem byrja á 905 og em
auglýst í DV. En þessi þjónusta á
ekkert skylt við það.“
Mín þjónusta er á öðru sviði
En kemttr aldrei jyrir að fólk hefur
samband við þig, fólk sem er að leita
eftir slíkum skyndikynnum ?
,Jú, það er oft spurt um slfkt. En
þeim get ég ekki hjálpað, mín
þjónusta er á öðm sviði. Eins hefur
verið vandamál með samkynhneigt
fólk. Það hefur haft samband við mig
en verið hrætt við að gefa upplýsingar,
einhverra hluta vegna. En það þarf
enginn að óttast það, nafnið á
fyrirtækinu er Trúnaður og það lýsir
kannski best því sem fram fer hér.“
Hvemig er dœmigerð lýsing, t.d. á
konu sem vill ná sambandi við
karlmann?
„Hún gæti t.d. verið svona: 36 ára
fráskilin verkakona, 170 cm á hæð, 70
kg á þyngd, dökkhærð og brúneyg,
með tvö böm, átta og tíu ára,
áhugamál fjallaferðir, reykir ekki. Býr
á Suðurlandi.Vill kynnast traustum
manni á svipuðum aldri.
Konur leita að traustum
mönnum
Koma fram sérstakar óskir, t.d. um
reglusemi, ákveðna líkamsbyggingu
eða þess háttar?
„Konur leita fyrst og fremst að
traustum mönnum. Og það er
áberandi að þeir mega ekki vera í
mikilli drykkju eða eiga við áfengis-
vandamál að stríða. Og í rauninni er
svipað uppi á teningnum hjá
körlunum, þeirra óskir em ekki svo
frábrugðnar."
Erumargir á lista hjá þér?
„Eg er með lista yfir konur og á
honum em um 350 lýsingar. Karla-
listinn er ekki jafnstór, eitthvað um 80
lýsingar."
Hvað kostar svo þessi þjónusta ?
„Karlar borga 2000 krónur fyrir að
komast á lista en konur borga ekkert.
Ástæðan er sú að karlamir em yfirleitt
betur stæðir fjárhagslega og eiga
auðveldara með þetta. Og karlmaður,
sem vill fá lista yfir konumar, greiðir
2800 krónur fyrir hann. Samsvarandi
listi yfir karla, sem konur geta fengið
sendan, kostar 500 krónur."
Hefur þú þitt lifibrauð af þessari
þjónustu?
„Nei, það geri ég ekki. Eg dunda við
fleira, t.d. tek ég að mér að strekkja
dúka fyrir fólk og eins tek ég að mér
að passa bamabömin. Eg næ svona
nokkum veginn að borga reikningana
með þessu.“
Karlamir voru
stundum ágengir
Nú geta konur hringt í karlmenn, sem
þeim líst á en karlar ekki hringt í
konur. Hvers vegna er kynjunum mis-
munað?
„Eg hef orðið ágæta reynslu af þessu
og því miður gekk það bara ekki upp
að gefa körlunum upp símanúmer.
Það var prófað en gekk ekki.
Einhverjir þeirra áttu það til að vera
ágengir, svo að þessi háttur var tekinn
upp."
En hafa konur þá aldrei misnotað
aðstöðu sína?
„Sjálfsagt hefur það gerst. En það er
í svo litlum mæli að ekki hefur verið
til vandræða. Það hefur gengið mjög
vel að hafa þennan hátt á. Ég er ekki
að mismuna kynjunum með þessu,
það er bara staðreynd að konumar em
yfir heildina þroskaðri, ef hægt er að
nota það orð yfir þetta.“
Fylgist þú með hvemig þetta hefur
gengið hjáfólki sem náð hefur saman
fyrir þitt tilstilli?
„Ekki þannig að ég haldi uppi
njósnum um fólk, það geri ég ekki.
En ánægt fólk hefur haft samband við
mig og ég veit að fjöldinn allur af
konum og körlum hefur fundið sér
lífsfömnaut með minni aðstoð og það
er mér gleðiefni," segir Hulda að
lokum.
Sigurg.