Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 20. janúar 2000 Nýr golfhermir í notkun hjá GV: Sá fullkomnasti á landinu VELUNNARAR mættu við vígslu hermisins á þriðjudaginn. Á þriðjudag var tckinn í notkun nýr golfhermir í golfskálanum. Að- dragandinn hefur verið stuttur, á aðalfundi klúbbsins í nóvember sl. haust var samþykkt að veita leyfi til að setja herminn upp í húsa- kynnum klúbbsins. Rétt fyrir jól var svo gengið frá pöntun á honum frá Bandaríkjunum enda var þá búið að ganga frá öllu í sambandi við greiðslu hans. Uppsettur kostar hermirinn 3,5 milljónir króna. Sá kostnaður er golf- klúbbnum alveg óviðkomandi þar sem hann er greiddur af nokkrum einstak- lingum og velunnurum. Golfklúbb- urinn lætur í té húsnæði fyrir herminn og sér um rekstur hans. Hermirinn er staðsettur í austurhluta salar golf- skálans og hefur tekist einkar vel að setja hann niður, rétt eins og húsnæðið hafi verið hannað með hann í huga. Þessi golfhermir er sá fullkomnasti sem völ er á í dag og byggir á nýrri tækni. Nokkrir golfhermar eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu en að sögn kunnugra komast þeir ekki í hálfkvisti við þennan. Helsti mun- urinn er í myndinni sem er ótrúlega skýr og eðiileg og auk þess bjartari en gerist í öðrum hermum. Unnt er að velja um sjö velli í myndrænu formi, allt vel þekkta úrvalsveili, sem dæmi má nefna St. Andrews og Pebble Beach en flestir kylfingar kannast við þá velli. Þá er hægt að velja 14 velli til viðbótar í tölvutæku formi. Hægt er að bæta við fleiri völlum inn í tölvukerfið ef óskað er en flestir munu sammála um að þessir sjö komi til með að fullnægja þörfum kylfinga, í bráð að minnsta kosti. Sérfræðingur í uppsetningu slíkra tækja sá um samsetningu hermisins. Sá er Bandaríkjamaður frá Utah, Rick Strout að nafni, og hafði við orð að hann ætlaði sér að koma hingað á ný í sumar, ekki til að spila í herminum heldur á vellinum sem hann hreifst mjög af. Aðalsteinn Ingvarsson, vallarstjóri GN^Éftfur haft veg og vanda af því að koma herminum upp, ásamt því sem hann sá um allar pantanir vegna hans. Þá hafa iðn- aðarmenn úr hópi kylfinga einnig komið að verkinu, Magnús Krist- leifsson sá um trésmíðavinnu og undirbyggingu og Jónas Þorsteinsson um raflagnir. Bjami Baldursson, starfsmaður GV, vann einnig að upp- setningunni ásamt Ævari Þórissyni, framkvæmdastjóra GV. Þeir sem prófað hafa að spila í herminum segja að hann sé ótrúlega líkur raunveruleikanum (einn sagði raunar að St. Andrews væri eðlilegri í herminum en hann er í raun og veru). Tölvutæknin er lyginni líkust og þama spila menn sams konar golf og þeir myndu gera við náttúrulegar aðstæður. Eini munurinn er sá að þama pútta menn á sérstöku grasteppi og ekki þarf að klæða sig eftir veðri. Menn geta notað sínar eigin kylfur en ekki verður leyft að vera á útiskóm. Æskilegast er að menn séu á innan- hússæfingaskóm en sokkaleistamir duga svo sem alveg. Klúbburinn sér um kúlur og tí. Hægt er að panta U'ma í golfskálanum í síma 481 2363. Hægt verður að panta fasta tíma og þeir sem hugsa sér slíkt ættu að hafa samband sem fyrst því þegar er aðsókn orðin mikil. Opið verður í herminn frá kl. átta á morgnana til miðnættis, alla daga vikunnar. Á virkum dögum kostar 1400 kr. á tímann á tímabilinu frá kl. 8 til kl. 16 en eftir kl. 16 og um helgar kostar klukkutíminn 1800 kr. Ákveðið hefur verið að félagar í GV fái fyrsta hálftímann ókeypis, svona meðan þeir em að læra á tækið. Mjög algengt er að tveir til fjórir taki sig saman um að leika einn hring og tekur slík spilamennska u.þ.b. þrjár klst. Reynslan hefur sýnt að þar sem golfhermar hafa verið settir upp, hefur áhugi vaxið fyrir golfi sem hefur skilað sér í fleiri áhugasömum kylfingum. Forráðamenn GV binda vonir við að sú verði einnig á raunin hér. Þó svo að golfvöllurinn í Vest- mannaeyjum sé í leikhæfu ástandi lengur en flestir aðrir vellir á landinu, þá koma þó yfir vetrartímann kaflar þegar veðráttan kemur í veg fyrir golfleik. Þá er gott að geta bmgðið sér í golf þar sem vindar og veður hafa ekki áhrif á sveifluna. JAKOBÍNA Guðlaugsdóttir fékk að taka upphafshöggið þegar golfhermirinn var vígður. Sigurgeir Jónsson ÆL m* a ■ a tdcqi Af spádómum íslendingar em undarleg þjóð. Að vísu finnst þeim það sjaldnast sjálfum en annarra þjóða fólk hefur oft lýst þeirri skoðun sinni. Kannski er það eitt út af fyrir sig nóg að láta sér detta í hug að halda úti sjálfstæðu apparati á alþjóða- mælikvarða með mannskap sem telur álíka marga hausa og sæmileg borg annars staðar. Þetta lýsir þrjósku og þrjóska er eitt af einkennum Islendinga. Annað sem fylgt hefur okkur gegnum tíðina, allt frá landnámi og heiðni, er trú á alls kyns hindurvitni; hjátrú, forlagatrú og löngun til að sjá fyrir óorðna hluti. Sú löngun kemur einkanlega fram um áramót þegar sérfrótt fólk er fengið til að spá fyrir um atburði á nýju ári. Skrifari hefur fyrir satt að fyrsta tölublað Vikunnar á hverju ári sé prentað í vemlega hærra upplagi en venjulega. Og ástæðan? í því blaði er ævinlega birt völvuspá ársins og svo að sjá sem marga þyrsti í að kynna sér þann boðskap. Fréttir eiga einnig sína „völvu“ sem notar raunar aðrar aðferðir við sínttr spár en völva Vikunnar. Ekki er skrifara þó kunnugt um að prenta hafi þurft „spádómsblað" Frétta í stærra upplagi en venjulega. Aftur á móti veit skrifari að lesendur Frétta bíða margir í ofvæni eftir að fá spána, rétt eins og landsmenn rífa í sig það sem segir í Vikunni um næstu mánuði. Og þetta sýnir og sannar að enn emm við ekki langt frá því sem kallað hefur verið fordæðuskapur heiðninnar. Aðrar þjóðir hins vestræna heims em að mestu lausar við þessa ásókn í spádóma, a.m.k. í þeim mæli sem ríkir á íslandi. Kannski er ein ástæða þess sú að á miðöldum tók kirkjan mjög strangt á slíku athæfi og bar eld að þeim sem uppvísir urðu að slíku kukli. Sá frægasti allra spámanna, sjálfur Nostradamus, gat ekki sett sína speki fram á venjulegu máli, þá hefði hann umsvifalaust verið gerður höfðinu styttri, heldur varð að vefa spádóma sína í huliðsvef sem er svo torskilinn að margar útgáfur em til af skýringum á honum. íslendingar tóku aftur á móti öldum saman mátulegt mark á fyrirskipunum geistlegra yfir- valda og fóm sínu fram, þar á meðal í spá- dómsfræðum, spáðu meira að segja í kindagamir um veðurfar og fleira. Enda vom mun færri brenndir hér á landi fyrir galdra en hefðu átt það skilið. Skortur á eldiviði átti og sinn þátt í því, mönnum var meira í mun að ylja kalda fingur við eld af hrísi og rekavið en offra því á ótíndan galdralýð. Því héldu menn og konur á íslandi ótrauð áfram sínu spádómskukli um aldir og gera enn. Kirkjan varar enn við slíkum spádómum og margir safnaðarhirðar telja allt slíkt af hinu illa. Er það í rauninni furðulegt þar sem fáar bækur em jafngegnsýrðar af spádómum og sjálf Biblían. Aftur á móti munu spámenn þeirrar ágætu bókar hafa talað og skrifað fyrir munn hins eina og alvalda, gagnstætt þeim sem síðar fóm að föndra við þessa hluti og nota til þess kindagamir, kaffibolla, kristalkúlur og tarotspil. Slík hjálpartæki em hvergi nefnd í bókinni góðu og gætu því allt eins verið hin varasömustu. Skrifari verður að játa að hann hefur af því lúmskt gaman að lesa slíka spádóma þótt hann taki mátulega mikið mark á þeim. Að vísu nær sú forvitni hans ekki svo langt að hann kaupi íyrsta tölublað Vikunnar en hann hefur gaman af spádómum Matthildar í Fréttum enda rætist sumt af því sem hún spáir fyrir um. Skrifari hefur ekki enn ieitað til íslenskra spákvenna, sem em margar og auglýsa jafnvei í blöðum að þær spái í spil og kaffikorg. Aftur á móti kíkti hann fyrir margt löngu inn í tjald hjá spákonu af sígaunakyni á breskri gmnd. Sú sagði honum, með hjálp iófaiesturs og kristalkúlu, ýmislegt um liðna tíð og ókomna. Hvað merkilegast þótti skrifara í þeim fyrirlestri hve vel hún virtist þekkja til fjölskyldulífs hans uppi á Islandi, ásamt atvinnumálum. Þá hefur og sumt af því sem hún sagði fyrir um framtíðina ræst, annað ekki, kannsld á það bara eftir að rætast. In memoriam Látinn er, langt um aldur fram, í Serbíu, Islandsvinurinn Zeljko Raznatovic, oftast nefndur Arkan. Arkan heitinn ólst upp við óblíð kjör en braust áfram til metorða af óbilandi dugnaði og komst í góð efni. Líf hans var markað erfiðleikum og hann fékk að kynnast mótlæti lífsins, ekki síst frá samlöndum sínum sem ekki kunnu allir að meta dug hans og áræði. Arkan heitinn var mikill knattspymuunnandi og fengu knattspymumenn frá Vestmannaeyjum vel að kynnast gestrisni hans er þeir sóttu hann og lið hans heim ssumarið 1998. Þar nutu sín mannkostir hans og gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að gera Islendingunum dvölina sem eftirminnilegasta. M.a. minnast vinir hans þess er hann lagði sig í stórhættu og ók yfir á rauðum ljósum til að för þeirra seinkaði ekki. Mun það ekki í fyrsta sinn sem hann lagði sig í hættu fýrir vini sína. Verður þeim þessi ferð ógleymanleg og þá ekki síst kynnin af Arkan heitnum. Arkan var kvæntur Irinu, hinni ágætustu konu og lifir hún mann sinn. Var hjónaband þeirra ástríkt og sár harmur að henni kveðinn við hið skyndilega fráfall ástkærs eiginmanns. Þeim varð ekki bama auðið en vinir þeirra komu þeim í bama stað. Með Jtessum fátæklegu orðum vill skrifari kveðja Islandsvininn Arkan. Hans skarð verður vandfyllt en verk hans munu standa. Hinum fjölmörgu vinum hans vill skrifari votta sína innilegustu samúð, í von þess að minningin um þennan góða dreng megi ylja þeim um ókomnar stundir. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.