Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 16. mars 2000 Raggi Sjonna, ráðsmaður í Viðey, stjórnarmaður í ÁTVR, stuðningsmaður ÍBV núm Að fara á ball í skíðaskóm Ragnar Sigurjónsson, i Raggi Sjonna eins og Eyjamenn þekkja hann, er ráðsmaður í Viðey. Ragnar er fæddur og uppalinn íVestmanna- eyjum og bjó þar lengi vel, en ræturnar við Vestmannaeyjar hafa aldrei slitnað og hann hefur verið ötull talsmaður ÁTVR og Lundanna, stuðnings- mannafélags ÍBV í knattspyrnu á fasta- landinu. Hann fluttist til Reykjavíkur og hóf störf sem Ijósmyndari hjá DV. Raggi og fyrrum sam- starfsmenn á DV hittast áfram vikulega og leika knattspyrnu sér til heilsubótar og ekki síður til að halda félags- skapnum. Raggi segir mjög auðvelt að vera Eyjamaður í Viðey, enda skiptist Viðey í þrjá hluta, Vesturey, Heimaey og Austurey. Miðað við þessi örnefni fór Ragnar kannski aldrei í burtu. íslenska ríkið gaf Reykja- víkurborg eyjuna á 200 ára afmæli borgarinnar 18. ágústárið 1986. Fréttir föluðust eftir spjalli við Ragga um lífið og tilveruna og hvernig stóð á því að hann ákvað að sækja um ráðsmanns- stöðuna í Viðey, en gera þó áfram út á átthaga- vélbátinn, ÁTVR VE/RE. Hann segir þá útgerð ganga vel, en þrátt fyrir áhuga hans sjálfs, þá verði slík útgerð aldrei öflugri en þeir aðilar sem að henni standa. Ég hitti Ragga hins vegar niðri á flotbryggjunni í Sundahöfn hvar hann beið mín og tveggja stelpna, dóttur blaðamanns, Kristrúnar Völu og vinkonu hennar, Kristrúnar Emelíu um borð í bátnum Tumás- kolli, sem Raggi fer í á milli lands og Viðeyjar. RAGGGI Sjonna: -Þegar ég kom fyrst inn í kirkjuna, fílaði ég hana rosalega vel. Mér fannst ég bara vera kominn heim og það er fyrir það að predikunarstóllinn er fyrir miðju eins og í Landakirkju. Mér finnst eiginlega allar aðrar kirkjur vera öfugar á íslandi. Menn kunna ekki að búa til kirkjur, nema í Viðey og Vestmannaeyjum. „Þegar ég kom í Viðey voru áhrifin gríðarlega sterk og engin tök á því að gleyma upprunanum,“ segir Ragnar. „Viðey er, eins og margur veit, mikil náttúruperla á Kollafirði og er um 1.7 ferkílómetrar að stærð (jafnstór og furstadæmið Mónakó). Hér er að finna elsta steinhús á íslandi, Viðeyjarstofu sem fullgerð var 1755 og byggð sem embættisbústaður Skúla Magnússonar landsfógeta. Síðan hefur margt gerst í Viðey.“ Yfirmaður minn er sr. Þórir Stephensen staðarhaldari. Hann er að undirbúa mjög merkilega klaustursýn- ingu í skólahúsinu hér austur á eyj- unni. Sýningin verður opnuð um hvítasunnuna." Lífíð svo stutt Þú sagðir áðan að lífið væri svo stutt, en dauðinn svo langur, hvað áttu við með því? „Ur því lífið er stutt en dauðinn svo langur þá er um að gera að hafa gaman af því. Maður lifir ákveðið æviskeið og persónulega hef ég engar sannanir fyrir því að maður lifi áfram. En þetta er ráðgáta og dáiítið skemmtileg. En númer eitt, þá á maður að hafa gaman af lífinu og ekki að láta hlutina svekkja sig, þó að maður hafí verið í því bíói líka. Það kemur fyrir alla að verða daprir, en það fer svo mikil orka í það. Það er miklu skemmtilegra að vera í góðu skapi og hafa gaman af öllu en að eyða orkunni í ekki neitt, það skilar engu. Kannski er þetta hluti af uppeldinu og því að vera Eyjamaður.“ Hvað er þetta að vera Eyjamaður? „Það er alveg hægt að vera Eyja- maður úti í Viðey. Meira að segja miðhluti eyjarinnar heitir Heimaey samkvæmt gamalli þrískiptingu eyjar- innar. Saga Vestmannaeyja er mjög mikil ekki síður en Viðeyjar sem nær allt aftur á tíundu öld. Vestmannaeyjar em frábær staður að alast upp á og það em forréttindi að hafa fengið það. Mér lá mikið á að komast út í lífið, og fara að vinna. Pabbi var útgerðarmaður og átti Björgvin VE í félagi við bróður sinn. Eg reri nú lítið með honum þá, en seinna þegar hann eignaðist trillu skildi maður hvað sjómennskan var.“ Að geta lesið á sjóinn Og hvað var sjómennskan? „Sjómennskan finnst mér vera karlar sem gátu lesið á sjóinn og veðrið og jafnvel botninn. Einu sinni sagði pabbi við mig þegar við vorum suður í Sundum og ég vildi fara að stíma í land vegna þess að komin var þoka. Þá sagði hann mér að vera rólegum. Við emm héma í Ólafs- holunni og hér er fískur. Eg efaðist og sagði nei. Þá drap hann á vélinni og við heyrðum í fuglinum í bjarginu. „Veistu hvað þetta er, þetta er Suður- ey,“ sagði hann. Svo bara siglum við í land þegar við viljum, það liggur ekkert á, hinir eru allir famir. Og auðvitað mokfiskuðum við.“ Er nútíma sjómennska ekki afskaplega hallærisleg í ljósi þessarar sögu? „Sem betur fer er fullt af mönnum í dag sem hafa sans fyrir náttúrunni, þrátt fyrir tæknivæðingu nútíma fisk- veiða. Annars væmm við bara ónýt. En það er líka fullt af mönnum sem em að reyna að eyðileggja náttúmna. Til dæmis Eyjabakkana, því miður. Við fáum þá aldrei aftur ef þeir hverfa. Það er hægt að taka þá upp á mynd- band og endurspila, en ef þeir verða þurrkaðir út verða þeir aldrei spilaðir aftur. Þetta er allt of stórt dæmi til þess að einhverjir karlar fari að skemma það fyrir okkur. Ég er hins vegar ekki pólitískur maður og afstaða mín byggist ekki á pólitík. Við megum ekki skemma þessa náttúra sem við eigum. Eftir að ég flutti út í Viðey held ég að vitund mín gagnvart náttúmnni hafi orðið skýrari. Ég geng mikið um héma og kemst ekki hjá því að spá í þessa hluti.“ Valin úr 57 pörum Raggi segir að ástæða þess að þau hjónin ákváðu að sækja um ráðs- mannsstarfið í Viðey hafi verið lítil auglýsing í Mogganum. „Borgin óskaði eftir ráðsmönnum og við ákváðum að sækja um. Við þekktum reyndar aðeins ráðsmannshjónin sem voru héma áður, en ég held að það hafi nú ekki haft úrslitaþýðingu fyrir það að við fengum starfið, þrátt fyrir að fimmtíu og sjö pör hafi sótt um. En við vorum valin svo við hljótum að vera best. 1 ráðsmannsstarfmu þarf að taka fullt af ákvörðunum sem bjóða upp á lítinn eða engan umhugsunar- frest. Það var bara staður og stund til að sækja um og þá var ákveðið að gera það. Ég er held að ég sé mjög athugull í mér og þarf að skoða allt, og spái rosalega mikið í hlutina og fóik. Ég er líka mikið náttúmbam og fugla- áhugamaður, sem er ekki síður mikilvægt.“ Ráðsmaður í Viðey hefur margt á sinni könnu. hann er bæði lögregla og þegn, og hann er eini maðurinn sem er með lögheimili í Viðey, ásamt konu sinni að sjálfsögðu, en hvemig er að lifa þessu lífi beggja vegna borðsins? „Það er bara mjög skemmtilegt. Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur. Ég get ácveðið þegar ég kem út á morgnana hvað ég ætla að vera þann daginn, lögga eða bófi, skip- stjóri, eða traktorsstjóri. Til dæmis eins og tíðin hefur verið undanfarið hef ég verið dálítið í hlutverki ýtu- stjóra, þannig að þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf. En fyrst og fremst er hlutverk ráðsmanns að gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar sem á eyjuna og eignir sem tilheyra henni, þó ég segi nú að allir Islendingar eigi Viðey og iíka Vestmannaeyingar," segir Raggi og hlær. Að fíla kirkju „Þetta em gersemar sem þjóðin á. Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja em það samofin sögu þjóðarinnar. Þegar ég kom fyrst inn í kirkjuna, fflaði ég hana rosaiega vel. Mér fannst ég bara vera kominn heim og það er fyrir það að predikunarstóllinn er fyrir miðju eins og í Landakirkju. Mér finnst eiginlega allar aðrar kirkjur vera öfugar á íslandi. Menn kunna ekki að búa til kirkjur, nema í Viðey og Vestmannaeyjum. Þetta er bara alvöru fólk sem hefur smíðað báðar þessar kirkjur. Ég hef kannski ekki séð mjög margar kirkjur, en mér finnst bara frá því ég var krakki að þetta eigi að vera svona. Þama er bara prestur sem messar yfir sínum söfnuði og er efstur uppi.“ Þó að sagan sé nálæg í Viðey, segir Raggi að nútíminn eigi samt greiðan aðgang þar að. „Við viljum hins vegar líka gera nútímann sýniiegri héma og fá fleira fólk hingað yfir. Það er fullt af fólki sem aldrei hefur komið í Viðey og nú ert þú búinn að koma tvisvar sama daginn," segir Raggi og glottir út í annað og við spjöllum lítillega um þá tæknilegu örðugleika sem ég stóð frammi fyrir, sem kostaði aðra ferð í land og niður í miðbæ Reykjavíkur. En nóg um það að sinni, við skulum heldur koma í smábfltúr,“ segir Raggi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.