Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. mars 2000 Fréttir 13 eitt á fastalandinu segir auðvelt að halda Eyjamanninum við í nýjum heimkynnum Við stígum upp í fjórhjóladrifinn Mitsubishi og höldum af stað austur á eyjuna og Raggi lætur móðan mása á meðan. Finnurðu einhvern tíma fyrir einsemd héma? „Nei aldrei. Það er fullt af fólki sem er einmana í Reykjavík. Það er meira að segja til sérstakt símanúmer sem hægt er að hringja í. Einhvers konar einsemdarsími. Eg hef aldrei þurft að hringja í þann síma. Ég hef líka alltaf nóg að gera og ef ég hef ekki nóg þá fmn ég mér einhver verkefni, en það hefur ekki komið ti! þess ennþá og ég er bara hamingjusamur með það.“ Raggi býr með Sigríði Oddnýju Stefánsdóttur og kannski óþarfí að ræða um einsemdina að því leyti en ég spyr hann hvort ákvörðunin um að sækja um ráðsmannsstarfið hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var var enginn yfirgangur í mér. Það var tekin ákvörðun um þetta á jafnréttisgrundvelli, þetta eru tvær 100% stöður. En mörgum árum áður, þegar við horfðum héma yfír Sundin vomm við búin að ræða um að gaman gæti verið að glíma við að gerast ráðsmenn í Viðey. Svo bara gerðist þetta. Sumir segja nú að allt sé fyrir- fram ákveðið í lífinu og ef einhver sér um að ákveða allt fyrir aðra, þá virðist hann hafa mjög mikið að gera. Okkur líður mjög vel héma og gætum vel hugsað okkur að vera héma fram í rauðan." Við höldum ferð okkar áfram og Raggi segir að alls staðar þar sem farið sé um eyjuna sé gríðarlega mikil saga. „Svo ég fari nú úr einu í annað, það kannski veður svolítið á mér,“ segir Raggi afsakandi. „Allur jressi staðurer saga, þó að ég þekki hana ekki alla út í hörgul sjálfur, en ég er alltaf að læra meira og meira á hana. Hér heitir til að mynda hver einasta þúfa einhverju nafni,“ og Raggi bendir á Kvenna- gönguhóla, Réttina og Paradís. „Þar er pínulítill hellir og tvær manneskjur geta komist fyrir á góðum degi og kelað þar auðvitað. Aðeins austar er laut við veginn sem heitir Keleríslaut, þeir vom svo kelnir þessir aðalkarlar í Viðey á sínum tíma. Sjálfur hef ég lagst í hana, reyndar kvenmannslaus en fann nú ekki neinar kenndir.“ Klifra en ekki síga Raggi segir að til sé félag sem kennir sig við Viðey og sé nokkurs konar átthagafélag fyrmrn íbúa Viðeyjar. bjó íjöldi fólks á sínum tíma, þar var fiskvinnsla og uppgangur í atvinnulífi. Nú hins vegar umgangast menn þessa fyrrum byggð í gegnum átthagafélög og ferðamennsku. I ljósi þróunarinnar þar sem byggð hefur verið í eyjum í kringum landið, kannski að Grímsey undanskilinni, heldurðu að slíkt eigi eftir að banka upp á hjá Vestmanna- eyingum? „Vestmannaeyjar verða alltaf út- gerðarstaður. Það em svoddan jaxlar sem búa í Vestmannaeyjum. Hér í Viðey réðu aðrir menn, pólitíkusar sem höfðu aðrar áherslur. I Viðey vom miklir framkvæmdamenn á sínum tíma og upp úr 1907 til 1914 var hér í Viðey ein stærsta verstöð landsins. Héðan vom gerðir út margir togarar og hér var mikil saga sem mér finnst rétt að halda við. Ég sé Vest- mannaeyjar aldrei koma til með að eiga sama hlutskipti og urðu örlög byggðar í Viðey. Það sem liggur að baki þessari sannfæringu minni er að Vestmannaeyingar eru ekkert venju- legt fólk. Það em svo mörg dæmi um að eitthvað annað blóð rennur í æðum þeirra en annarra, þó það kunni eitt- hvað að vera farið að blandast núna. En samanber söguna um manninn sem horfði ungur drengur á bjargsig í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 1930. Þar sem hann stendur þama sex ára gamall sér hann að líður yfir kvenfólk við hliðina á honum. Hann fer að spá í hvað sé að gerast og sér þá að það er maður sem er að klffa upp bergið, en ekki síga niður það. Mér finnst þetta Breytingar í kjölfar skilnaðar En þú fórst ífá Eyjum, hver er ástæðan fyrir því? „Það gerðist bara eins og gerist hjá mörgum öðmm; það verða breytingar í lífi manns. En meginástæðan er sú að ég skildi við yndislega konu og mér fannst ég ekki geta verið þarna og vildi bara fara út úr þessu, skoða eitt- vídeóleigu, ef einn selur fótanuddtæki, fara allir að selja fótanuddtæki, en svona er lífið, markaðurinn lítill og fáir sem þrífast.“ Má segja að þú hafir farið frá Eyjum hnugginn í huga? „Já, það má segja það og það er handónýtt að skilja, eða eins og vinur minn sagði: „Að skilja er eins og að slíta handlegginn af fólki." En svo RAGGI og Sigríður Oddný una sér vel í Viðey. í Keleríslaut með Kristrúnu Emelíu og Kristrúnu Völu. RAGNAR með gömlum félögum sínum á DV og þar má þekkja meðal annars Gunnar V. Andrésson og Einar Olason sem standa sinn hvoru megin við Ragga. „Örlygur Hálfdánarson er formaður Viðeyingafélagsins, en í félaginu em um hundrað og þrjátíu manns, sem halda tryggð við eyjuna og koma hingað nokkuð reglulega." í framhaldi af tali okkar um átthaga- félög finnst mér ekki úr vegi að spyija Ragga hvort hann óttist um framtíð Vestmannaeyja vegna þess að í Viðey lýsa Vestmannaeyingum. Þeir þurfa ekki að síga, heldur klifra þeir upp. Þeir fara það sem þeir ætla sér og þeir hafa alltaf verið mjög duglegir til vinnu, en Vestmannaeyjar em töff heimur og þú veist það sjálfur. Það er salt í blóði þeirra. Mér finnst almennt ekki vera uppgjafartónn í þeim, þó að eitthvað kvótavesen sé í gangi núna.“ hvað annað og sjá hvað heimurinn byði upp á. Vestmannaeyjar em þrátt fyrir allt ekki nafli alheimsins, hins vegar er rosalega sterk taug við þann nafla sem er þar. Við rákum tísku- vömverslun Eyjum, sem gekk ágæt- lega, en eins og oft er á litlum stöðum vilja allir vera í sama bíóinu. Ef einn opnar vídeóleigu þá opna allir kemst maður yfir þetta eins og annað. Með þessari konu á ég tvær frábærar dætur, Selmu og Guðbjörgu. Þær hafa gefið mér hvor sinn afasoninn. En við vorum að tala um átthagafélög og þú hefur komið mjög við sögu Atthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík. „Ekki ætla ég að neita því að ég hafi ekki verið að skipta mér af því.“ Ansi var þetta hógværlega sagt. Segðu mér frá starfsemi átthagafélagsins. „Átthagafélagið er félag brottfluttra Vestmannaeyinga á Islandi, eða á höfðuðborgarsvæðinu, skammstafað ÁTVR og nú er aðalfundurinn fram- undan. Þetta er mjög friðsamur félags- skapur finnst mér. Gildi félagsins er fólgið í því að Eyjamenn geti hitt landa sína og bullað eitthvað í þeim, en eins og maður myndi segja héðan séð, þá eru Vestmannaeyingar mjög sjaldgæf tegund. En það má segja að félagið leggi upp með þrennt. Það er sumarferð, sem er farin annaðhvort í Viðey eða Heiðmörk, árshátíð sem haldin er í október og bjórkvöld um mánaðamótin nóvember-desember. Svo tengist félagið líka ÍBV. Ég hef alltaf í gegnum árin fylgt þessu liði, en þegar átthagafélagið var stofnað, reyndum við að skerpa meira á þessu og tengja það fótboltanum og má segja að stuðningsmannafélagið Lundamir, eins og ég vil kalla það, sé undirdeild í ÁTVR, og gott að nefna það hér því þá er það orðið skjalfest þegar þetta birtist í Fréttum. En ástæðan fyrir því að ég fór að skipta mér af þessu og taka að mér stjómina er sú að mér fannst okkar áhorfendur vera með svo mikinn kjaft á vellinum. Þeir voru að hreyta ónotum í dómara, línuverði, leikmenn og allt hvað heiti hefur. Nú, ég bannaði það og lagði upp með að menn segðu til dæmis frekar: „Ég elska þig dómari." Sumsé ekkert niðrandi um neinn, því þetta er fyrst og fremst skemmtun og því megum við aldrei gleyma. Stundum hef ég líka stjómað andstæðingunum, ef mér finnst vera mikill kjaftur á þeim. En eins og ég sagði áðan fer svo mikil orka til spillis í leiðindin. Þannig að ég er alltaf að verða meira fullnuma í því að hafa skemmtilegt í lífinu, vegna þess að lílið er svo stutt og maður er svo lengi dauður.“ Raggi hefur aldrei reykt eða dmkkið, að eigin sögn svo ég spyr hann með rödd þess manns sem efast, hvort eitthvað sé til í því. „Ég get náttúrulega sagt hvað sem er við þig,“ segir hann og hlær. , Jafn- aldrar mínir og leikfélagar reykja og drekka, en það var aldrei áhugi fyrir því hjá mér, kannski fikt eins og tíðkast hjá krökkum, en ekki meira en það. Og eftir því sem maður þroskast meira í þessu. segi ég alltaf. Heitir þetta að skemmta sér, þegar menn eru að veltast um göturnar. Ég þekki það ekki. Það er rekin heil stofnun uppi í Grafarvogi sem sér um svona fólk sem getur ekki skemmt sér rétt.“ Er til eitthvað sem heitir að skemmta sér „rétt“? „Það er kannski spurning. Það er eins og einn vinur minn í Eyjurn sagði. „Ég drekk til þess að vera skemmti- legur en ekki til að vera leiðinlegur. Mér fannst það dálítið smart þegar hann sagði þetta fyrir mörgum árum. Ég hef oft spáð í það að margir sem drekka finna einhverjar ástæður fyrir því, það féll á þá víxill, eða konan keyrði á og svo framvegis. En til hvers, spyr ég. Af hverju ekki að horfast á við lífið eins og það er og takast á við það. Hafa gaman af því, hitt er orkusóun, fyrir utan kostnaðinn sem þjóðfélagið ber af þessu veseni. En eins og maðurinn sagði. Það eru bara svo margir í þessu bíói og margir sem vilja aðalhlutverkið, ég tala nú ekki um þegar þeir eru komnir í glas, en þá eru þeir bara eins og skíðaskór á balli og passa ekkert þama inn. Það er nóg af sjónarhomum í lífinu, það er bara að sjá þau. Margir sjá þau ekki, vegna þess að þeir em í vitlausu bíói.“ Em Vestmannaeyingar í vitlausu bíói? „Nei, ég held að þeir séu í ágætis bíói.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.