Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 16. mars 2000 Eigum erindi á stærri markað -segiMljlafur Elísson sparisjóðsstjóri um útrás Sparisjóðsins upp á fastalandið Útrás Sparisjóðs Vestmannaeyja upp á fastalandið hefur vakið at- hygli því þarna er brotið blað í sögu Sparisjóðsins sem fram til þessa hefur takmarkað starfsemina við sína heimabyggð. Nýleg lagabreyt- ing gerir Sparisjóði Vestmanna- eyja þetta mögulegt en það vekur lfka athygli að með opnun Spari- sjóðs á Selfossi er verið að fara inn á nýjar brautir með samvinnu við Kaupþing hf. og SP-fjármögnun hf. Olafur Elísson, sparisjóðsstjóri, segir að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að leita sér að stærra starfsumhverfi. „Stjórn Sparisjóðsins taldi þetta nauð- synlegt. Þrátt fyrir að sparisjóðirnir hafi Sparisjóðabankann sem sterkan bakhjarl ef um stærri viðskipti er að ræða krefst aukin samkeppni á þessu sviði þess að við reynum að ná til sem flestra viðskiptavina á sem fjölbreytt- ustu sviði,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttir. „Önnur helsta ástæðan er að engan sparisjóð er að finna frá Hornafirði til Reykjavíkur nema í Vestmannaeyjum. Síðast en ekki síst þá teljum við okkur eiga erindi inn á þennan rnarkað," bætti Ólafur við. Þrátt fyrir að engan Sparisjóð sé að finna á Selfossi er þar öflug banka- sterfsemi. Eru allir höfuðbankamir með útibú á Selfossi og Landsbankinn er með þau tvö. Ólafur sagðist ekki óttast svo mjög samkeppnina. „Við förum inn á markaðinn með tveimur mjög öllugum fyrirtækjum, sem em SP-Qármögnun sem er fjármögnunar- leigufyrirtæki og Kaupþingi sem er alþjóðlegt fjáramálafyrirtæki. Við erum líka að bjóða upp á sérhæfða bankaþjónustu sem byggir á því að gera hlutina með öðrum hætti en þeir sem fyrir eru. Starfsemin takmarkast ekki við inn- og útlán heldur ætlum við að bjóða mun fjölþættari þjónustu. Má í því sambandi nefna fjármögn- unarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu auk hefðbundinna útlána. Þá verður boðið upp á sterkari þjónustu í fjárvörslu og ráðgjöf þannig að sam- eining þjónustu þessara þriggja aðila í einni fjármálastofnun nýtist viðskipta- vinunum til fulls. Markaðshlutdeild Sparisjóðanna á landinu öllu er um 25% og teljum við að með hægðinni getum við náð eðlilegri hlutdeild á nýju starfssvæði." Ólafur bendir líka á að sérstaða sparisjóðanna komi berlega í ljós nú þegar rætt er um sameiningu bank- anna í stærri einingar. „Okkar styrkur er „heimastjórn" á hverjum stað sem er nær viðskiptavininum og getur komið sér vel og mörgum finnst þægilegt. Auðvitað getur nálægðin gert mönnum erfitt fyrir en ég held að kostimir séu fleiri og þá ætlum við að nýta okkur.“ Sparisjóðurinn á Selfossi kemur til með að starfa í allt öðru umhverfi en Sparisjóður Vestmannaeyja hefur gert. I Vestmannaeyjum byggist allt á því hvemig fiskast en á Selfossi er jrað þjónusta, mikið við landbúnað og ferðamenn, sem er undirstaða at- vinnuh'fsins. „Við teljum þetta mikinn kost því þarna erum við að dreifa áhættunni. Fyrirtækjaflóran er allt önnur á Árborgarsvæðinu en í Vestmannaeyjum. Þá má geta þess að fjölgun íbúa í Árborg hefur verið hlutfallslega meiri en á höfuð- borgarsvæðinu sem styrkir okkur í þeirri trú að við séum að gera rétt,“ sagði Ólafur að lokum. Sparisjóðurinn á Selfossi verður í um 150 fm húsnæði að Austurvegi 6. Starfsmenn verða allt að fjórir og er áætlað að opna á vordögum. EINAR og Hafsteinn leiða Rauðu vonina. Nemendafélag Framhaldsskólans: Rauða vonin sigurvegari I síðustu viku voru kosningar í Nemendafélagi Framhaldsskólans um það hverjir skyldu skipa stjórn félagsins á næsta skólaári. Þrír listar voru í kjöri og urðu úrslit þau að listi, sem nefndist Rauða vonin, sigraði með nokkrum mun. Alls greiddu 100 nemendur atkvæði af um 150 sem atkvæðisrétt höfðu og þykir það ágæt kjörsókn. Rauða vonin hlaut um 50% atkvæða, hin 50 prósentin skiptust nokkuð jafnt á hin tvö framboðin og var því sigurinn ótvíræður. Stjóm Nemendafélagsins næsta vetur skipa þvfþessi: Hafsteinn D. Þorsteinsson, formaður Hrafnhildur Bjömsdóttir, gjaldkeri Einar H. Sigurðsson, meðstj. Thelma Tómasdóttir, meðstj. Sindri F. Ragnarsson, meðstj. Tveir fulltrúar nýju stjórnarinnar, þeir Hafsteinn og Einar, sögðu í viðtali við Fréttir að nafnið Rauða vonin hefði ekkert með pólitískan litarhátt að gera enda væri þetta ekki pólitískt framboð. Þeir þökkuðu þennan góða árangur því að stefnuskrá þeirra hefði verið öllum ljós. Þau hygðust halda áfram því ágæta félagslífi sem verið hefði í vetur ásamt því að brydda upp á nýmælum á næsta skólaári. Meðal þess sem ný stjóm hyggst beita sér fyrir er skólaferðalag eða öllu heldur menningarferð á næsta hausti. Þá vilja þau efla hlut menningar og lista í skólanum, endurvekja ræðu- keppni Morfi's, halda svokölluð þemaböll og stuðla að fleiri heim- sóknum framhaldsskólanema ofan af landi svo eitthvað sé nefnt. ARNAR Sigurmundsson stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja, Hafliði Kristjánsson Kaupþingi, Hjalti Kristjánsson SP-fjármögnun, Ólafur sparisjóðsstjóri, Pétur Hjaltason framkvæmdastjóri og eigendur hússins þeir Steinar Arnason og Guðmundur Sigurðsson. Myndin var tekin þegar Sparisjóðnum var afhentur sinn hluti í húsinu og um leið var kynnt að Pétur Hjaltason yrði forstöðumaður Sparisjóðsins. HÚSIÐ að Austurvegi 6. Pöbbinn í bænum Fimmtudagur Diskótek DJ-lce heldur uppi fjörínu til kl. 01:00 Föstudagur og laugardagur Víkingasveitin frábæra með Hermanni inga og Smára heidur uppi „hrilijant" stuði Höfðinn Árshátíð Hressó á Höfðanum laugardaginn 18. mars Forsala aðgöngumiða á Lundanum á kvöldin Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.00. Almennur dansleikur á eftir frá kl. 24.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.