Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. mars 2000 Fréttir 19 Ingólfur Arnarson skrifar: Athugasemd við skrif um fyrsta vélbátinn í Eyjum í blaðinu Dagskrá, sem kom út 18. febrúar sl. er greint frá „Stór merku skjali“ sem komið hafði í hendur Ragnars Eyjólfssonar, frá Laugardal, og á skjal þetta að vera sönnun þess að vélbáturinn Knörr hafi komið til Vestmannaeyja 5. september 1905 og þar með verið fyrsti vélbáturinn í Eyjum. Þá er þess getið að í tímans rás hafi það verið trú manna að Unnur VE hafi verið fyrsti vélbáturinn í Eyjum og í framhaldi af því er vitnað í bókina Formannsævi í Eyjum á eftirfarandi hátt: „Hann (þ.e. vélb. Unnur) kom til Eyja 9. september 1905 að sögn eig- anda, Þorsteins Jónssonar frá Laufási. Hann segir svo frá í bók sinni For- mannsævi í Eyjum (kom út 1950). Ekki byrjaði glæsilega þegar mótor- báturinn okkar kom með gufuskipinu Laura 9. september 1905...“ Þá er sérstaklega vitnað til ummæla Þorsteins um komu Knarrar: „Þeir komu til Vestmannaeyja að mig minnir 22. september 1905.“ Hvað sem um þessa framsetningu blaðsins má segja, þá skyldu lesendur varast að draga þá ályktun að Þorsteinn í Laufási hafi verið með tilburði til að telja fólki trú um að hann og félagar hans hafi fyrstir manna komið með vélbát til útgerðar í Vestmannaeyjum. Svo vel þekki ég til Þorsteins og skrifa hans um þróun vélbátaútgerðar Eyja- manna. í árdaga hennar, að ég fullyrði að það er í hæsta máta ósanngjamt að gefa í skyn að hann haft viljað trana sér ffam á kostnað annarra. í framhaldi af því sem hér hefur komið fram vil ég minna á að í bókinni Aldahvörf í Eyjum sem kom út 1958 og er rituð af Þorsteini Jónssyni, víkur hann að ummælum sínum um komu Knarrar á bls. 120 og segir þar orðrétt: „Þeir komu hingað til Vestmannaeyja að mig minnir 22. september 1905. Þetta stendur í Formannsævi eftir mig, en hlýtur að vera rangt, því í verslunarbókum Brydesverslunar frá þessu ári sést að byrjað var að taka út ýmislegt í reikning Knarrar 13. september, en hann var hafður til vömflutninga fram eftir hausti þetta ár.“ Hvað varðar spuminguna um fyrsta vélbát í eigu Vestmannaeyinga, og grannt er skoðað, er Knörr ekki fýrsti vélbáturinn í Eyjum. Hið sama á við um Unni. Heldur er um að ræða bátinn Eros, en í hann var sett vél 1904. Um þetta má m.a. lesa í Formannsævi í Eyjum í kaflanum: „Mótorbátaút- vegurinn hefst“, bls. 109. Þar segir Þorsteinn í upphafi kaflans: „... það var á fyrstu ámm tuttugustu aldar- innar, að fréttir fóm að berast hingað um að fundnar væm upp vélar til að knýja skip og báta um sjóinn, þær brenndu olíu og væm auðveldar í meðferð. Ekki leið á löngu þangað til tilraun var gerð í Eyjum með þessa nýjung. Það var árið 1904. Þeir sem riðu á vaðið með þetta vom Agúst Gíslason frá Hlíðarhúsum, Sigurður Sigurðsson í Frydendal og Gísli J. Johnsen, sem rak mikla verslun, sem fór sífellt vaxandi. Bjami Þorkelsson var alþekktur bátasmiður við Faxaflóa Ekki leið á löngu þangað til tilraun var gerð í Eyjum með þessa nýjung. Það var árið 1904. Þeir sem riðu á vaðið með þetta voru ✓ Agúst Gíslason frá Hlíðarhúsum, Sigurður Sigurðsson í Frydendal og Gísli J. Johnsen. og víðar, smíðaði bátinn. Var hann snotur. Hann var skírður Eros. Hann hefur líklega verið 3-4 smálestir að stærð. I hann var settur fjögra hestafla tveggja sýlindra Möllempsmótor. Að sjálfsögðu hafði hvorki ég né aðrir, sem varð tíðfömlt að skoða þessar nýjungar, neitt vit á mótomum, en á bátnum hafði ég enga trú." Hvað þetta álit Þorsteins á bátnum varðar reyndist hann sannspár, en við bættist að vélin var mjög ógangviss og þess vegna reyndist báturinn svo til ónothæfur til ftskveiða. Um bátinn Knörr má segja svipaða sögu nema hvað þar réði mestu að vélarafl bátsins var alltof lítið, miðað við lag og stærð bátsins. Þau tvö ár er báturinn var í Eyjum reyndist hann illa til fiskveiða og svo fór að hann var seldur til Reykjavíkur og var notaður þar sem vatns- flutningabátur í Reykjavíkurhöfn til margra ára. I sambandi við þá trú manna að vélbáturinn Unnur VE 80 hafi verið fyrsti vélbáturinn í Eyjum er sennilegt að hún hafi stafað af þeirri staðreynd að Unnur var eini báturinn af þeim þremur, sem hér hafa verið nefndir, er dugði til fiskveiða og frá fyrsta róðri bátsins, sem var 3. febrúar 1906 var aflafengurinn svo mikill að annað eins hafði ekki sést áður í Eyjum. Arið 1906 fór Unnur 84 róðra og varð aflaverðmætið slíkt að þegar búið var að greiða kaupverð bátsins að l'ullu, sem var um 4000 krónur, alla vinnu og útgerðarkostnað allan, gátu eig- endur skipt sín í rnilli 5000 krónum. Þetta góða úthald m.b. Unnar VE 80, undir dyggri stjórn Þorsteins í Laufási og meðeigenda hans, er í hugum margra eitt gæfurikasta spor í atvinnu og framfaraþróun Vestmanna- eyinga. í framhaldi af því vildu allir eignast hlut í vélbál og svo fór að 1907 voru gerðir út 20 vélbátar frá Eyjum og árið eftir voru þeir um 40 talsins. Höfundur er fyrrv. framkvœmdastjóri Utvegsbœndafélags Vestmannaeyja. ISLANDSBANKI Handbolti kvenna- Urslitakeppnin Islandsbanki býður 50 manns á leikinn gegn FH á miðvikudaginn ✓ e Styðjum IBV stelpurnar í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn Stelpunum okkar hefur gengið frábærlega í handboltanum og af því tilefni drógum við út af handahófi nöfn 25 viðskiptavina bankans og fær hver viðskiptavinur afhenta 2 miða á leik IBV og FH sem verður miðvikudaginn 22. mars nk. Það eina sem þessir viðskiptavinir þurfa að gera er að koma í útibú bankans eftir helgi og sækja miðana sína og styðja síðan stelpumar til sigurs. 1 Kristján Egilsson 2 Bergþóra Þórhallsdóttir 3 Auróra G. Friðriksdóttir 4 Kristján L. Möller 5 Viðar Einarsson 6 Jóhannes Esra Ingólfsson 7 Njáll Kolbeinsson 8 Runólfur Alfreðsson 9 Agúst Ingvarsson 10 Inga Þórarinsdóttir 11 Ester Valdimarsdóttir 12 Steingrímur Jóhannesson 13 Herdís Njálsdóttir 14 Óskar Þór Kristjánsson 15 Inga Jóna Jónsdóttir 16 Óðinn Sæbjömsson 17 Harpa Björgvinsdóttir 18 Ivar Gunnarsson 19 Agúst Einarsson 20 Eygerður A. Jónasdóttir 21 Laufey Konný Guðjónsd 22 Guðmundur Eyjólfsson 23 Guðmann Magnússon 24 Guðbjörg Sveinbjömsd. 25 Hafsteinn Guðfmnsson Bröttugötu 15 Hrauntúni 44 Kirkjubæjarbraut Austurvegi 1A Smáragötu 9 Hásteinsvegur 18 Miðstræti 9 A Stóragerði 8 Foldahraun 391 Höfðavegi 39 Vesturvegur 10 Kirkjuvegi 31 Höfðavegi 21 Foldahraun 6 Bessahraun 14 Foldahrauni 38 F Áshamar 67 Búastaðarbraut 5 Áshamar 53 Hrauntúni 15 Bröttugötu 23 Kirkjuvegi 57 Dverghamar 36 Smáragötu 32 Brimhólabraut 34 Nú mætum við öll á völlinn og hvetjum stelpurnar Áffam ÍBV Baráttukveðjur Starfsfólk Islandsbanka Vestmannaeyj um jfranslqr dagar Fijá jAmóri 6af(am í versíun við Strandveg frá 17. tií3L mars 0 ‘Riin au t£Vam,frönst<isúrcCeigs6muð sfc tBaquette/fransl(t hvítt Srauð % Croissant m/sútijýuCaði $ Croissant m/slqnJqi $ Croissant $ rrönstq vatfinetuBrauð $ fFranstiar eggjaBölqtr m/grœnmeti $ fröns/qávaytaðaba m/eggjalqem FrönsljSaFg m/ caCíe6aut súffuíaði og vaniCCuíqemi Fiskverkafólk Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja halda sameiginlegan félagsfund um samningamálin í Alþýðuhúsinu, í kvöld, fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30 Atkvæðagreiðsla verður haldin eftir fundinn um allherjarvinnustöðvun er komi til framkvæmda á miðnætti 30. mars á samningssviði félaganna. Einnig verður kosið á vinnustöðum föstudaginn 17. mars 2000 og á skrifstofu Snótar fyrir félagsmenn beggja félaga milli kl. 12.15 og 16.00 Stjómir Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Verkalýðsfélagsins Snótar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.