Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 29. júní 2000 fréttir Svæðin vöktuð AIls voru 180 færslur í dagbók lögreglunnar í sl. viku og er það heldur meira en í vikunni á undan. M.a. stóð lögregla í ströngu við að fylgjast með þeim svæðum þar sem búast mátti við hruni eftir jarð- skjálftana þann 17. og 21. júní sl. Verða sömu svæði lokuð þangað til annað verður ákveðið. Þrjár árásir Þijár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu eftir helgina en kærur liggja ekki lyrir. Þá var kærður þjófnaður á reiðhjóli en því var stolið l'rá ísfélaginu þann 20. júní. Rúðubrot og skemmdir Sex eignaspjöll voru kærð til lög- reglu í vikunni. í fjórum tilvikum var um rúðubrot að ræða. í Bama- skólanum, Gistihúsinu Hamri, að Foldahrauni 42 og í vinnuskúr við Löngulág. Þá vom unnar skemmdir á reiðhjóli við Foldahraun 41 og skemmdir urðu á bifreið við Heimagötu þegar gijót lenti á henni. Smábrunar Tveir brunar voru tilkynntir lög- reglu í vikunni. Á miðvikudag var eldur laus í ruslageymslu við Foldahraun 42 en búið var að slökkva hann þegar lögregla kom á staðinn og urðu skemmdir litlar sem engar. Þá var tilkynnt um eld í mslafötu í Norðursundi á laugardag en litlar skemmdir urðu á öðm en fötunni. Stöðvið við Ijósin Lögregla vill rninna ökumenn, sem eiga leið um gatnamótin með umferðarljósunum við Shandveg, á að þar sem ekki er stöðvunarlína við götuvitana, ber ökumönnum að stöðva ekki nær gatnamótunum en á móts við götuvitana. Allt of oft hefur komið lyrir að ökumenn haft stöðvað nokkmm metrum innar á gatnamótunum en það þrengir þau tU muna og tmflar umferð. Bannað að leggja við Týsvöllinn Nú stendur yfir Shellmótið í knattspyrnu og fjölgar þá gestum í bænum. Mikil umferð gangandi og akandi vegfarenda er í bænum yfir mótsdagana og em ökumenn hvattir til að ftira varlega og þá sérstaklega kringum knattspymuvellina. Lög- regla vill benda ökumönnum á að bannað er að leggja ökutækjum á Hásteinsvegi við Týsvöllinn, báð- um megin. þar sem það þrengir mjög að umferð og eykur slysa- hættu, bæði hvað varðar gangandi vegfarendur og eins vegna hugs- anlegs hmns úr hlíðinni fyrir ofan Týsvöllinn. Vonar lögregla að ökumenn taki þessum tilmælum vel en lögregla verður með heit eftirlit, bæði hvað þetta varðar og eins hvað varðar íjölda farþega í biireiðum en borið hefur við að bifreiðir séu yfírhlaðnar farþegum meðan á móti stendur. 23 án aivinnu Samkvæmt upplýsingum frá At- vinnumiðlun Vestm. voru í gær 23 skráðir atvinnulausir í Eyjum. Er það sex færri en var fyrir viku. Vestmannaeyjalistinn samþykkir að auka skuldir bæjarins um 310 milljónir: Vill um leið láta kanna greiðsluþol bæjarsjóðs Á bæjarstjórnarfundi þann 20. júní lögðu fulltrúar minnihlutans fram svohljóðandi bókun vegna fundar bæjarráðs frá 13. júní: „Á þessu kjörtímabili höfum við, bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans, gagnrýnt harðlega fjármálastjóm meirihluta sjálfstæðismanna í bæjar- stjóm. Gagnrýni okkar byggist á þeirri staðreynd að fjárhagur bæjar- félagsins hefur versnað jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að í mikil óefhi stefnir verði ekkert að gert. Við höfum á undanfömum ámm lagt fram ýmsar tillögur sem miða að því að efla ljárhagsstöðu Vestmannaeyja- bæjar. Þessar tillögur snúa flestar að atvinnumálum með það fyrir augum að fjölga hér atvinnutækifærum, fjölga íbúum og þar með auka tekjur bæjarfélagsins þannig að það geti staðið undir eðlilegum rekstri og íjárfestingu án þess að þurfa sífellt að auka skuldir eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Því miður hafa þessar tillögur fæstar náð fram að ganga og teljum við það mjög til skaða fyrir bæjarfélagið. Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar samþykkjum við á þessum fundi vemlega aukningu fjárhagsskuldbindinga vegna nýs íþróttahúss. Það gemm við meðal annars í trausti þess að bæjarstjóm breyti um stefnu í þá átt sem bæjar- fulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa flutt tillögur um og stuðla m.a. að auknum tekjum bæjarfélagsins, sbr. það sem sagt er hér að framan. Við teljum einnig nauðsynlegt að fenginn verði hlutlaus aðili til þess að meta skuldaþol bæjarfélagsins og fjárhags- stöðu, sbr. tillögur okkar þar um.“ Undir þetta skrifa allir fulltrúar minnihlutans sem fyrir skömmu samþykktu smíði nýs íþróttasalar upp á 310 milljónir króna. Þá fluttu sömu aðilar tillögu um að leitað yrði til hlutlauss aðila til að meta skuldaþol bæjarins, fjárhagsstöðu og horfur í fjárhagsstöðu næstu ára. Þeim aðila yrði falið að gera tillögur um bætta fjárhagsstöðu. Eftir nokkrar umræður var tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3. Við spurðum Þorgerði Jóhannsdóttur hvort ekki fælist í því missögn að gagnrýna meirihlutann fyrir óstjóm í fjármálum og samþykkja síðan vem- legan skuldabagga til viðbótar vegna íþróttahúss. „Nei. Bygging nýs íþróttahúss hefur alltaf verið á stefnuskrá Vestmanna- eyjalistans og við viljum að bærinn standi við þær skuldbindingar sínar.“ Er þetta ekki svipað og foreldri sem ávítar bam sitt fyrir eyðslusemi og endar svo ávítumar á því að bœta við vasapeningana? „Álls ekki. Við teljum þetta for- gangsverkefhi og afla verði peninga til þess annars staðar frá.“ Voruð þið undir þrýstingi frá íþrótta- forystunni með að samþykkja þetta? „Nei. Það hefur alltaf verið stefna Vestmannaeyjalistans að byggja nýtt íþróttahús og enginn þrýstingur vegna þess frá einum eða neinum. Aftur á móti höfum við gagnrýnt hvemig staðið hefur verið að þessum málum, m.a. þann mikla hönnunarkostnað sem lagt var í. Okkar upphafstillögur hefðu haft mun minni kostnað í för með sér.“ Nú leggið þið til að hlutlaus aðili verði fenginn til að meta fjárhags- stöðu bœjarins. Hefði ekki verið eðlilegt aðfá það samþykkt áður en þið samþykktuð byggingu íþrótta- hússins? „Eins og ég hef áður bent á, þá hefur þessi framkvæmd forgang og það er vilji okkar að byggja nýtt íþróttahús. Aftur á móti höfum við margoft lagt til að fá hlutlausan aðila til að kanna fjárhagsstöðu bæjarins og teljum það nauðsynlegt til þess að geta staðið við skuldbindingar okkar þó svo að meirihlutinn vilji það ekki.“ Er fiski hent í stórum stíl? -Sjómenn sverja slíkt athæfi af sér en grunar að slíkf sé stundað Fiski er hent í stórum stfl á íslandsmiðum ef marka má umræðu síðustu daga. Sjómenn fuiiyrða að fiski, aðallega þorski, sé hent og magnið skipti tugum þúsunda tonna á ári. En auðvitað kannast menn ekki við slíkt, aðspurðir. Eða eins og einn úr hópi sjómanna sagði: „Það er vitað mál að kókaínneytendur skipta hundr- uðum, ef ekki þúsundum á Islandi. En prófaðu að ganga á línuna og spyrja hvort menn neyti kókaíns. Það væri virkilega ruglaður maður sem svaraði þeirri spurningu játandi.“ Við slógum á þráðinn til nokkurra starfandi sjómanna og í stað þess að spyrja þá hinna venjubundnu spuminga um aflabrögð og veður spurðum við þá hvort þeir væm að henda miklum fiski. Gústaf Sigurlásson, Frá VE: „Nei, við gemm það nú ekki. Það er lítið að hafa eins og er, við emm að toga í bræluskít við Péturseyna og það litla sem kemur inn fer allt ofan í lest.“ Magnús Ríkharðsson, Drangavík VE: „Nei, við þurfum þess ekki, við höfum svo rúmar aflaheimildir. En ég er ekki í vafa um að miklu er hent af fiski. Það er ekki af góðu gert, menn em bara nauðbeygðir til þess, kerfið er þannig." Jarl Sigurgeirsson, Björgu VE: „Alla vega ekki þessa stundina, við liggjum við bryggju og bíðum þess að brælan gangi niður. En fiski er hent í stómm stfl. Þegar Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra var hann spurður hvort hann teldi að sjómenn hentu fiski. Þá svaraði hann: „Það er bannað að henda fiski.“ Hans skiln- ingur var sá að þar með gæti ekki verið að slrkt væri gert fyrst það var bannað. Svo fyrir ekki löngu hringdi fjögurra ára gamall sonur kunningja míns í föður sinn út í sjó og spurði hvort þeir væm að fiska. Jú, faðirinn sagði að þeir væm að fiska ufsa og ýsu en mættu ekki veiða þorsk. „En pabbi hvað gerið þið þá við þorskinn," spurði þá drengurinn. Þama skildi íjögurra ára bam hvað var að gerast en sjálfur ráðherrann skildi það ekki eða vildi ekki skilja það.“ Sigurður Sigurjónsson, Smáey VE: „Það er alltaf pláss fyrir aflann um borð í Smáey, hér er engu hent. Við höfum aldrei fiskað svo mikið að við höfum þurft að henda fiski. Ég man aldrei eftir að hafa hent fiski nema á loðnu- og sfldveiðum þegar köstin vom svo stór að búið var að fylla Lýst eftir vitnum Lögreglan lýsir eftir vitnum að tveimur líkamsárásum. Átti önnur þeirra sér stað fyrir utan veitingastaðinn Lundann aðfaranótt 26. maí sl. en þar var ráðist á mann og m.a. sparkað í höfuð hans. Munu einhverjir hafa komið honum til aðstoðar og er þess óskað að þeir hafi samband við lögreglu. Hin árásin átti sér stað á sjómannadansleik í Týsheimilinu, aðfaranótt 4. júní. Þar var kona slegin og féll í gólfið. Mun þetta hafa gerst á móts við barinn. Lögregla óskar eftir því að þeir sem gætu gefið upplýsingar um þessa árás hafi samband. skipið, þá urðu menn að láta restina það sagt hvort slíkt er stundað en mig gossa í sjóinn. Ég get því ekkert um gmnar að svo sé.“ KONUR í Vestmannaeyjum léti sig ekki vanta í Kvennahlaupið 2000. Að aflokinni upphitun þutu þær þvers og kruss um Heimaey sem aldrei fyrr. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.