Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 12. október 2000 Bókvitíð 'askana Nýfæddir ?<* Vestmannaeyingar Lífið er stutt, njóttu hverrar sekúndu Æska mín tilheyrir tímanum fyrir sjónvarp, samvemstundir fjölskyld- unnar einkenndust af því að hlusta á fréttir, útvarpssögur eða framhalds- leikrit. Best fannst mér þó þegar pabbi dró fram Þjóðsögur Jóns Áma- sonar og las upphátt. Draugasögur og útilegumannasögur fundust mér mest krassandi og á tímabili var ég svo myrkfælin að ég sá drauga í hverju homi og ef það vom ekki til draugar þá hlutu enn að finnast útilegumenn í hrauninu. Ég man varla eftir mér öðm vísi en hlustandi á sögur eða Iesandi bækur. Amma mín í Hafnarfirði sagði mér mörg skemmtileg ævintýri sem ég komst seinna í kynni við á bók og hétu þá Grimms œvintýri. Það var þessi sama amma sem fór með mig á bókasafnið í Hafnarfirði sem þá var til húsa í Flensborgarskólanum. Á bóka- safninu réðu ríkjum þau Magnús Ásgeirsson, ljóðskáld og þýðandi og Anna Guðmundsdóttir, kona hans. Anna var dugleg að benda mér á gimilegar bækur til lestrar og fljótlega var bamabókasafnið upplesið. Rósa Bennet hjúkmnarkona, Beverly Gray, Tom Swift, uppfinningamaðurinn ungi að ógleymdum ævintýrabókum Enidar Blyton, þetta vom dýrgripimir. Ég held að ég hafi verið komin undir fermingu þegar pabbi dró fram Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson og sagði mér undan og ofan af Sölva Helgasyni áður en ég hóf lesturinn. Saga þessa misskilda listamanns heillaði mig og alla tíð síðan er ég veik fyrir sögum sem íjalla um líf listamanna. Enginn skyldi þó halda að ég hafi legið endalaust yfir fagur- bókmenntum á unglingsámnum því inn á milli hellti ég mér í „sorglegu blöðin“ og las Eros og Sannar sögur þangað til mér lá við dmkknun í Halldóra Magnúsdóttir er bókaunnandi vikunnar táraflóðinu. Og hugsa sér, allt vom þetta sannar lífsreynslusögur!! Lestrarefni sem ég hef valið mér í gegnum tíðina er blanda af fagur- bókmenntum, fræðiritum og afþrey- ingarefni allt eftir því hvemig liggur á mér í það og það skiptið. Margar þessara bóka hafa þegar verið tíundaðar hér í bókahominu og tel ég því ekki ástæðu til að nefna þær aftur. í fyrravetur komst ég í kynni við athyglisverða bók sem heitir Nothing is impossible. Þar segir skólastjórinn Lorraine Monroe frá uppvexti sínum, lífssýn og starfi. Hún heldur því fram að til þess að nemendur geti lært þurfi að finnast gott skipulag í skólastof- unni, áhugi og lífsgleði. Hún tekur svo djúpt í árinni að segja að í allri kennslu- og uppeldisfræðiumræðu síðustu ára hafi menn á köflum gleymt megintilgangi skólans en hann sé (í lauslegri þýðingu minni) „að kenna bömunum sem koma í skól- ann, burtséð frá kynferði, kynþætti eða félagslegri stöðu, að lesa, skrifa, hugsa, reikna, meta listir, tala skýrt og haga sér á frambærilegan hátt, svo að þau geti orðið góðir og gegnir þjóð- félagsþegnar í framtíðinni“. Monroe er orðin heimsfræg fyrir hugmyndir sínar um skólastarf, hún stýrði skóla í Harlem, frá því að vera skóli þar sem nánast enginn náði nokkmm árangri, í að vera eftirsóttur toppskóli. í dag em 32 Monroe skólar starfandi í New York og í vetur á að byrja að vinna samkvæmt hug- myndum hennar í einum gmnnskóla í Gautaborg. I sumarfríinu las ég athyglisverða bók sem heitir The white Oliander eftir Janet Fitch. Þar er sögð þroska- saga ungrar stúlku sem lendir á amerískum fósturheimilum eftir að móðir hennar myrðir elskhuga sinn. Lýsingamar em svo ljóslifandi og sterkar að það hvarflar að manni að svona geti enginn skrifað nema hafa reynt á eigin skinni. Á náttborðinu núna er bókin Shadow in Tiger country, one last year of love eftir Lousie og Tim Arthur. Louise greindist með krabba- mein 27 ára gömul og lést af því meini í janúar árið 2000. í veikind- unum hóf hún að skrifa dagbók á netinu og byggir bókin á dagbókar- brotum hennar og hugleiðingum Tims út frá þeim skrifum. Áhrifamikil nútíma ástarsaga sem hefur að einkunnarorðum „Lífíð er stutt, njóttu hverrar sekúndu" Það læt ég vera lokaorð mín íþessum pistli og skora á Vem Björk Einarsdóttur hjúkmnar- fræðing í Hamarsskóla að skrifa næsta pistil. Forðast allt sem þarf að lesa Um síðustu helgi var haldin svonefnd söngmessa í Safnaðarheimilinu. Þar var í stóru hlutverki tónlistarhópurinn Tónsmiða- félagið en einnig kom fram sérstakur söng- hópur í messunni. Einn meðlima hópsins er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Ingibjörg Ósk Þórðardóttir. Fæðingardagur og ár? 12. apríl 1985. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum. Menntun og starf? Er í 10. bekk í Barna- skólanum. Vinn við bamapössun á Hressó. Laun? Mjögfín. Bifreið? Bara fæturnir. Helsti galli? Ég er rosalega gleymin. Helsti kostur? Æ, við skulum láta aðra um að svara því. Mér er sagt að ég syngi alveg þokkalega. Uppáhaldsmatur? Allt sem kemur úr sjopp- unum. Versti matur? Þorramatur og allt sem kemur úr sjónum. Uppáhaldsdrykkur? Allt sem flýtur. Uppáhaldstónlist? Allt mögulegt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Mér finnst gaman að syngja, vera á Hressó og vera með vinum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að vakna í skólann. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Ég er svo nísk að ég myndi leggja hana inn í banka. Uppáhaldsstjórnmálamaður? SteingrímurJ. Sigfússon, þingmaður fyrir Vinstri-græna. Uppáhaldsíþróttamaður? íslendingarnir sem voru á Olympíuleikunum. Ertu meðlimuríeinhverjum félagsskap? Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni? Allt mögulegt, t.d. teiknimyndir. Uppáhaldsbók? Eg forðast allt sem þarfað lesa. Hvað meturþú mest ífariannarra? Jákvæðni og hrein- skilni. Hvað fer mest ítaugarnar á þér ífari annarra? Baktal og óstundvísi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Sveitirnar í Englandi eru mjög fallegar. Hvað liggur að baki því að fjórar manneskjur taka upp á þvíað syngja saman opinberlega? Þetta byrjaði með því að Obbi bað mig um að koma í þetta og þar sem mér finnst gaman að syngja þá gerði ég það. Hvernig fannst þér þessi messa takast? Ótrúlega vel. Ég hélt að þetta gæti ekki orðið svona flott. Er öðruvísi að syngja á „helgum stað“ en öðrum og veraldlegri stöðum? Ég hefnú aðallega sungið við skímir og fermingar og þannig athafnir svo að ég hef ekki samanburð. Má vænta þess að heyra meira í ykkur fjórum á næstunni? Ég ætla að vona það. Eitthvað að lokum? Mér þætti gaman ef krakkar í Vestmannaeyjum fengju fleiri tækifæri til að læra að syngja en nú er. Þann 20. ágúst eignuðust son, Helena Birkis Víðisdóttir og Huginn Helgason. Hann vó 17 merkur og var 56 cm að lengd. Hann hefur fengið nafnið Helgi Birkis. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 22. júní eignuðust son í Reykjavík Jóna Guðmundsdóttir og Héðinn Svavarsson. Hann vó 13 merkur og var 51 cm að lengd. Hann hefur verið skírður og fengið nafnið Tómas Ámi. Með Tómasi Áma á myndinni em systir hans Elín Harpa og stóri bróðir Guðmundur Þór en hann fæddist þennan sama dag sjö ámm og tveimur mínútum fyrr. Fjölskyldan býr í Reykjavík Á döfmrrí— 4* Bjórhálíð á Mánabar er frestað til 19. okt. Grillveislu ÍBV íþróttafélags er frestað til 28. okt. Ráðstefnunni Eyjar 2010 er frestað til 28. okt. 12.okt. Fundur hjá Kiwnismönnum kl. 19.30 13. okt. ÍBV - Stjarnan hjá strákunum kl. 20.00 Ið.okt. Opnun Listakots kl. 14. Alþjóðleg myndlistarsýning listafólks sem búsett er í Eyjum. 15. okt. Söngtónleikar í Safnaðarheimili Landakirkju kl. 15.15 18. okt. Tölvunámskeið hefjast í Athafnaverinu 19. okt. Aðalfundur Farsæls um kvöldið á Heiðarvegi 7 19. okt. Bjórhátíð á Mánabar, stendur í þrjá daga! 28. okt. Eyjar 2010, ráðstefna ungs fólks um framtíðarsýn sína 28. okt. Grillveisla ÍBV íþróttafélags við Þórsheimilið kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.