Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 12. október2000 Axel Ó skiptir um eigendur eftír 42 ár: Leiðsögn fyrri eigenda ætti að koma í veg fyrir stórslys -segir Magnús Steindórsson, nýr eigandi en Sigurbjörgu Axelsdóttur finnst skrýtið að kveðja reksturinn eftir öll þessi ár Innan skamms verða eigendaskipti á einu rótgrónasta verslunar- fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Þau Axel Ó. Lárusson og Sigurbjörg Axelsdóttir eru að selja verslun sína, Skóverslun Axels Ó, og kaup- endur eru þau Magnús Stein- dórsson og Bergey Eiríksdóttir, ásamt foreldrum Magnúsar, þeim Steindóri Árnasyni og Guðrúnu Báru Magnúsdóttur. Sigurbjörg segir að líklega fari eig- endaskiptin fram um næstu mánaða- mót, verið sé að ganga frá pappírum og skjölum. „Þetta kom frekar óvænt upp á,“ segir Sigurbjörg. „Við höfð- um ekkert verið í þeim hugleiðingum að hætta en svo kemur ungur maður einn góðan veðurdag og spyr hvort við viljum selja. Eftir nokkra umhugsun ákváðum viðaðlátaverðaafþví. Við erum búin að starfrækja fyrirtækið í 42 ár og kannski kominn tími til að hætta, ekki verðum við eilíf í þessu frekar en aðrir. Axel er líka orðinn heilsutæpur og dætur okkar eru á leið til Dan- merkur þar sem þær munu setja upp verslun. Því er þetta kannski bara rétti tíminn.“ Sigurbjörg segir að þessa dagana séu þau að kynna nýju eigendurna fyrir þeim aðilum sem þau hafi verslað við í Reykjavík. „Við munum líka verða þeim innan handar til að byrja með, það tekur sinn tíma að komast inn í þessa hluti hjá fólki sem ekki hefur komið nálægt svona rekstri áður.“ Þau Magnús og Bergey kaupa reksturinn í heilu lagi, húsnæði og vörubirgðir og annað sem fylgir, sömuleiðis nafnið, þannig að Axel Ó verður áfram við Vestmannabrautina. En hvemig líður Sigurbjörgu þessa dagana, að vera að kveðja starfs- vettvang nær hálfrar aldar? „Mér leið alveg bölvanlega til að byrja með, er svona aðeins að jafna mig núna, en þetta verður ábyggilega skrýtið eftir öll þessi ár. Einna verst finnst mér að nú vitum við ekki að hverju við hverfum, innan skamms verðum við ein eftir af fjölskyldunni í Vestmannaeyjum og spuming hvort við fömm þá líka. Eg veit samt ekkert um hvað verður, við tökum bara einn dag í einu og höfum engar óþarfa Sigrún Óskarsdóttir, Axel Ó. Lárusson, Sigurbjörg Axelsdóttir eru nú að yfirgefa skóbúðina við Vestmannabrautina en við taka Bára Magnúsdóttir, Magnús Árnason og Bergey Eiríksdóttir og Steindór Árnason sem var fjarverandi þegar myndin var tekin. áhyggjur af framtíðinni," sagði Sigur- björg. Langaði að breyta til Magnús Steindórsson, sem verið hefur í námi í netagerð hjá Net hf„ segir að þetta hafi ekki átt sér mjög langan aðdraganda, sig hafi einfaldlega langað til að breyta til og prófa eitthvað nýtt. „Eg hef aldrei komið nálægt svona NU taka nýir húsbændur við hjá Axel Ó. skóverslun en nafnið verður það sama. rekstri áður, þannig að þetta er manni alveg framandi,“ segir Magnús. „En ég kvíði ekki fyrir, heldur er ákveðin tilhlökkun sem fylgir því að takast á við þetta. Svo verða fyrri eigendur okkur innan handar svo að það ætti ekki að vera nein hætta á stórslysum þótt maður sé fákunnandi í þessu.“ Magnús segir að þau Bergey muni verða í fullu starfi við verslunina. Ætlunin sé að halda áfram á svipaðri braut og verið hefur, alla vega til að byija með. „Svo þegar tímar líða er aldrei að vita nema bryddað verði upp á einhveiju nýju. En þetta er spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ sagði Magnús. Af matarlykt Eitt af því sem nútímafólki í dag er boðið upp á, er grenndarkynning. Sjálfsagt hefði afi skrifara hváð við því orði og ekki skilið það, hvað þá að honum hefði þótt nauðsyn á slíkum uppá- komum. f gamla daga var nefnilega ekki til siðs að vera að spyrja fávísan almenning um skoð- anir hans á hinu og þessu. Þá voru menn kosnir til þess að stjóma bænum (oftast nær einhvrjir sem eitthvað áttu undir sér og höfðu meiri bein í nefinu en aðrir) og þeir fóm oftast sínu fram hvað sem tautaði og raulaði. Þeir hefðu sennilega ekki bara hváð við orði á borð við grenndarkynningu heldur fussað líka yfir svoleiðis vitleysu. Enn eigum við slíka menn, menn sem fussa yfir orðum á borð við skipulag og grenndarkynningar og fara bara sínu fram. Sumir komast meira að segja upp með það. En nú á dögum þykir við hæfi að sækja um leyfi til ákveðinna nefnda og leita álits hjá nágrönnum ætli menn sér að fara í einhveijar stórframkvæmdir eða breytingar. Til að mynda ef menn ætla sér að brjóta niður löngu óþarfan skorstein af húsi sínu ellegar að brjóta sér leið inn í enn óþarfari bmnn og setja dyraumbúnað og hurð í gatið. Álit bygginganefndar og fegurðarsmekkur nágranna kann að ráða úrslitum um hvort slíkt athæfi verður leyft. í guðs eigin landi vestan hafa var grenndar- kynning lengi vel á því hástigi að litarháttur væntanlegra íbúa skipti höfuðmáli. Ætlaði fólk, dekkra á hörund en gengur og gerist, að flytja inn í ákveðin hverfi, þá var því oftlega settur stóll fyrir þær dyr og tilkynnt að ekki væri óskað eftir nærvem þeirra í hverfinu. Talið var að ljóslitaðir íbúar hverfisins gætu beðið af nokkurt sálartjón ef dekkra fólki væri hleypt svo nálægt þeim, svo að ekki sé nú talað um að fast- eignaverð kynni að hríðfalla, yrði af slíku. Nú hefur svipað vandamál skotið upp kollinum í Vestmannaeyjum. Sárasaklausir íbúar í vönd- uðu og góðu hverfi hafa óforvarendis fengið yfir sig hroðalegan vágest. Vondir menn og illa þenkjandi hafa ákveðið að koma upp í næsta nágrenni byggingu sem á að hýsa bæði ráð- stefnur og veitingasölu og auk þess verður eitthvað föndrað við matvæli þar. Telja sumir íbúa hverfisins, og ekki að ósekju, að þar með sé úti um þá friðsæld sem einkennt hefur hverfið fram til þessa, þar sem íbúar hafa gengið einkar hljóðlega um eftir að rökkva tekur og gætt þess vandlega að skella ekki hurðum eða hafa aðra háreisti til að tmfla ekki nágranna sína. Þó er eitt hvað alvarlegast sem á eftir að fylgja þessum friðarspilli hverfisins. Það er ekki hávaði eða erill og ekki heldur sú hætta að fast- eignir kunni að lækka í verði. Það er sú hætta að matarlykt kunni að finnast í hverfinu. Ut af fyrir sig þykir skrifara það eitt nægileg ástæða til að skipa væntanlegum húsbyggjendum að hypja sig sem snarast á braut. Ymislegt er hægt að fyrirgefa mönnum, bæði hávaða og eril, en matarlykt er ólíðandi í vönduðum og friðsælum íbúðahverfum. Slíkt gæti hæglega haft ámóta áhrif á sálarlíf íbúanna og óheft og opinbert kynsvall á sama stað, nema hvað matarlyktin er enn verri. Skrifari hefur fram til þessa verið heldur hlynntur áðumefndri húsbyggingu (enda býr hann ekki í hverfinu) og talið að unnt sé að íyrirgefa margt, svo sem eril og ónæði. En hann skilur vel bræði íbúanna, nú þegar í ljós hefur komið að matarlykt á eftir að íýlgja húsinu. Það er með öllu ólíðandi að matarlykt finnist í íbúðarhverfum, ekki síst vönduðum og frið- sælum íbúðarhverfum. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.