Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 12. október2000 Sveiflur á gengi, hrá- efnisverði og afurðum Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva: -valda óvissu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja AÐALFUNDURINN fór fram í Skíðaskálanum í Hveradölum og var hann fjölsóttur. ARNAR Sigurmundsson formaður og Gunnar Tómasson vara- formaður samtakanna. Samtök fiskvinnslustöðva héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru tekin fyrir hclstu mál sem lúta að íslenskum sjávarútvegi í dag. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru flutt crindi um stöðu mála í greininni og í lokin var pallborð um Evrópumálin. Meðal frummælenda voru Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðaherra, Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings og í pallborði tóku þátt þeir Gunnar Tómasson stjómar- formaður Þorbjamarins, Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnsl- unnar, Róbert Guðfinnsson stjómar- formaður SH og Þormóðs ramma- Sæbergs hf., Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Vilhjálm- ur Egilsson alþingismaður og for- maður efnahags- og viðskiptanefndar. Amar Sigurmundsson las skýrslu stjómar, sem Amar flutti, kom margt athyglisvert fram og verður farið hér í nokkur atriði hennar sem snúa beint að Vestmannaeyjum. Heildaraflinn nálægt 2 milljónum tonna Það kom fram hjá Amari að heildar- fiskafli á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst sl. er áætlaður 1.906 þúsund tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. „Loðnuatlinn er áætlaður 881 þúsund tonn og hafði aukist um 98 jiúsund tonn á milli fiskveiðiára. Síldveiðar innan og utan lögsögu voru alls 271 þúsund tonn og höfðu minnkað um 26 þúsund tonn. Veiðar á kolmunna vora tæp 212 þúsund tonn og höfðu aukist um 86 þúsund tonn. Veiðar á loðnu, síld og kolmunna námu samtals 1.364 þúsund tonnum Þorskatli innan lögsögunnar varð um 259 þúsund tonn upp úr sjó sem er nær sami heildarafli og árið áður. Annar botnfiskafli er áætlaður 237 þúsund tonn og hafði dregist saman um 20 þúsund tonn,“ sagði Amar. Botnfiskur upp uppsjávarfiskur niður Hann gerði sveiflur á verðlagi sjávar- afurða á síðasta fiskveiðiári að um- talsefni. Verðlag á landfrystum afurð- um hækkaði um 5% og verð á saltfiski er áætlað tæplega 6% hærra í lok tímabilsins. „Ef útreikningar Þjóð- hagsstofnunar era skoðaðir tvö ár aftur í tímann koma verðsveiflur mun betur í ljós. Verð á mjöl og lýsi er nú um 40% lægra en fyrir lækkunina sem hófst fyrir tæpum tveimur áram, en þá hafði heimsmarkaðsverð verið mjög hátt um tíma og verð á mjöl- og lýsisafurðum í sögulegu hámarki. Verð á landfrystum afurðum, saltfiski og skelflettri rækju hefur sveiflast mun minna á þessu tveggja ára tíma- bili.“ Gengissveiflur hafa áhrif Gengissveiflur síðustu 12 mánuði era veralegar, en gengi evrannar hefur lækkað um rúm 5%, japanska jenið hefur hækkað um tæp 15% og sama gildir um bandaríkjadollar. Á 24 mánuðum hefur jenið hækkað um tæp 27%, bandaríkjadollar um tæp 20%, en evran hefur lækkað um liðlega 10%. „Þessar miklu sveiflur á gengi gjaldmiðla koma mjög misjafnlega niður á útflutningsgreinum, en ljóst er þó að gengislækkun evrannar kemur langverst niður á saltfiskinum, sem nær allur er seldur til evralanda." Hráefnisverð Hráefnisverð á þorski hefur hækkað um liðlega 5%, ýsan um tæp 8%, ufsinn hefur lækkað um tæp 15% og verð á karfa er nær óbreytt. Saman- vegið hráefnisverð á síld innan og utan lögsögu hefúr hækkað um tæp 5%, en loðnan hefur lækkað um liðlega 11% frá meðalverði fískveiðiársins 1998/99. „Sveiflur hafa verið mjög miklar á hráefnisverði á loðnu undan- farin ár og má nefna að loðnuverðið lækkaði um 34% í fyrra en hækkaði um liðlega 30% árið þar á undan,“ sagði Amar. Ráðstöfun botnfiskafla Heildarbotnfískaflinn hefur verið nálægt 500 þúsund tonnum upp úr sjó á undanfömum árum og hefur breyst lítið þrátt fyrir aukinn þorskafla á allra síðustu áram. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er áætlað að um 62% hafi farið til vinnslu hér á landi. Hlutdeild vinnslu- skipa hefur verið að meðaltali 25 - 30% á síðustu þremur áram en var 30% á síðasta ári og er hún áætluð sú sama fyrstu sjö mánuði þessa árs. „Hlutfall gámafisks og siglinga fiski- skipa á erlendan markað náði 18% um miðjan síðasta áratug en síðan tók hlutfallið að lækka og fór niður í 7% fýrir þremur áram. og nú er hlutfallið áætlað 6% af heildarbotnfiskaflanum fyrstu sjö mánuði þessa árs.“ Amar sagði fyrir lægju upplýsingar um útflutning á ísuðum fiski með gámum og í siglingum á síðusta fisk- veiðiári og hefðu þær verið bomar saman við sama tímabil á undan- fömum íjóram áram. „Þessar tölur, sem allar era miðaðar við fisk upp úr sjó, leiða í ljós að umtalsverð aukning hefur orðið í útflutningi á ísuðum þorski miðað við sama tímabil í fyrra, mun minna hefúr verið flutt út af ýsu, en útflutningur á ufsa og karfa. er nær óbreyttur á milli fiskveiðiára. Ef heild- armagn á ísfiski er skoðað síðustu fimm fiskveiðiár kemur í ljós að magnið hefur verið frá 21 þúsund tonnum upp í 28 þúsund tonn. Aftur á móti hefur útflutningur á þorski aukist mjög á tímabilinu og var hann tæplega 10 þúsund upp úr sjó á síðasta fiskveiðiári eða tæp 4% af þorsk- aflanum. Lækkun á 20% kvótaálagi á þorski í 17%, sem tók gildi við upphaf síðasta fiskveiðiárs, skýrir að nokkra aukinn útflutning. Kvótaálag á ýsu lækkaði úr 15% í 10% ffá sama tíma, en útflutningur á ýsu minnkaði engu að síður um rúm 30% á milli fisk- veiðiára. Verð á þessum fisktegundum hefur verið mjög hagstætt fyrir fiskseljendur á innlendum fiskmörk- uðum og ætti því að vera fýsilegt að selja fiskinn innanlands. Þetta hefur gengið eftir í ýsunni, en ekki í þorskinum. Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins mun allur ísfiskur, sem fluttur er út, bera 10% kvótaálag eftir tvö ár. Kvótaálagi er ætlað að mæta rýrnun í flutningi á erlendan markað þar sem vigtun fer ffam.“ Rússlandsmarkaður opnast „Á þeirri síldarvertíð sem nú er nýhafin era söluhorfur á frystri síld nokkuð óvissar eins og oft áður. Eftirspum eftir síld hefur aukist í Rússlandi, en bágborið efnahags- ástand þar á síðustu áram hefur rýrt getu almennings til kaupa á innfluttum matvælum. Verðlag á frystri síld er áætlað svipað eða heldur lægra en í fyrra, vegna veikrar stöðu nokkurra Evrópumynta. Á síldarvertíðinni, sem nú er að hefjast, þarf ekki að búast við sama slag um hráefnið og fyrir nokkram áram, en þá gátu bræðsl- umar greitt hátt verð fyrir síldina vegna hins háa afurðaverðs sem þá var greitt fyrir mjöl og lýsi. Helstu kaupendur á frystri síld era í Frakk- landi, Þýskalandi, Bretlandi, Póllandi, Japan og nú bætist Rússland í hópinn á ný.“ Heildarskuldir 151 milljarður Mikil skuldaaukning í sjávarútvegi hefur verið mikið í umræðunni undan- farið en þær vora tæplega 151 millj- arður króna í árslok 1999. Þar af námu skuldir við lánastofnanir liðlega 127 milljörðum króna og skuldir utan lánastofnana tæplega 24 milljörðum króna. „Á síðustu fimm áram hafa heildarskuldir aukist mun meira en útflutningstekjur sjávarafurða og er það áhyggjuefni. Samhliða þessu hefur eiginfjárhlutfall í sjávarútvegi farið lækkandi. Aftur á móti er hlutfall eiginfjár í sjávarútvegi nú áætlað svipað og það var árið 1988, en þá hófst tímabilið sem skýringamyndin nær yfir.“ Að mati Seðlabankans hafa heildar- skuldir sjávarútvegs aukist um 9 milljarða frá ársbyijun fram í lok júlí á þessu ári og hafi þá samkvæmt spá bankans numið um 160 milljörðum króna. Útflutningsverðmætið 100 milljarðar Útflutningsverðmæti sjávarafurða var á síðasta ári rúmlega 99 milljarðar króna. Afurðir landfrystingar vora tæplega 37 milljarðar, sjófrystingar rúmlega 18 milljarðar, útflutnings- verðmæti saltfisks var rúmir 20 milljarðar, ísfiskur, þ.e. flugfiskur, gámar og siglingar tæpir 11 milljarðar, mjöl og lýsi rúmlega 11 milljarðar og annað, mest lagmeti og hertir þorsk- hausar, rúmlega 2 milljarðar króna. „Útlit er fyrir að útflutningsverðmæti sjávarafurða sé svipað á þessu ári og námu útflutningstekjur sjávarafurða fýrstu átta mánuði þessa árs rúmlega 64 milljörðum króna. Hlutur sjávar- afurða í vöraútflutningi landsmanna fýrstu átta mánuði ársins var liðlega 66%, sem er nokkra lægra en í fýrra.“ Hruní sj ávarútvegsskólunum Hran blasir við menntun fyrir störf tengd sjávarútvegi að því er kom fram hjá Amari. Vegna lítillar aðsóknar í Fiskvinnsluskólann vora ekki teknir inn nýir nemendur nú skólann í haust. „Nú eru eingöngu sjö nemendur sem stunda nám við skólann og ljúka þeir námi í vor. Sama vandamál blasir við öðra sjávarútvegsnámi hér á landi. Aðsókn í Stýrimannaskólann hefur á síðustu áram einnig farið minnkandi. Vélskólinn hefur staðið sig betur, enda eiga nemendur þar að námi loknu fleiri tækifæri á framhaldsnámi og fjölbreyttari atvinnumöguleika. Framtíð Fiskvinnsluskólans er í nokkurri óvissu og hefur húsnæði skólans verið auglýst til sölu.“ Starfsgreinaráð sjávarútvegsins vinnur nú að tillögum um endurskipu- lagningu náms í skólanum og sjávarútvegsgreinum. Munu tillögur um framtíðarskipan þessara mála verða lagðar fýrir menntamálaráðherra eftir næstu áramót,“ sagði Amar Sigurmundsson að lokum sem var endurkjörinn formaður samtakanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.