Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 12. október 2000 Eyjar 2010: Ungt fólk búsett í Eyjum tekið tali: Vill nýta þau tækifæri sc Vegna ýmissa aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta ráðstefnunni Eyjar 2010 um hálfan mánuð. Fyrirhugað var að hún yrði haldin nk. laugardag, 14. október, en hún verður haldin laugardaginn 28. október nk. í Týsheimilinu. Henni er ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta og hugmynda ungs fólks, hverjum augum það lítur framtíðina í Vestmannaeyjum á nýrri öld. Undirbúningshópar eru starfandi, bæði hér heima og í Reykjavík. I síðasta blaði var rætt við þrjá Vestmannaeyinga í námi og starfi á höfuðborgarsvæðinu og að þessu sinni er rætt við þrjá heimamenn, allt fólk sem á það sameiginlegt að hafa lokið framhaldsnámi uppi á landi en snúið til starfa í Eyjum. Þessi þrjú hafa öll tekið þátt í undirbúningsstarfi fyrir ráðstefnuna Eyjar 2010 og eru staðráðin í því að leggja sitt af mörkum til að hún megi takast sem best til eflingar mannlífi í Eyjum. H ■ pBB.. i-v ■— f—~7'rr |«ti ini. 11 .fe: Kostir Vestmannaeyja felast einkum í stuttum vegalengdum milli staða, fjölskyiduvænu umhverfi og nálægð við náttúruna. Þessa möguleika eigum við að nýta okkur betur þegar litið er til framtíðarinnar. -Bergþóra Þórhallsdóttir: Flöggum betur því sem við eigum Bergþóra Þórhallsdóttir er fædd 1964, kennari við Hamarsskóla. Hún útskrifaðist úr Kennara- háskóla Islands árið 1986 og hefur starfað við Hamarsskóla síðan, þrjú ár í stjórnunarstörfum en er nú komin í kennarastarfið á ný. Hefur þú trú á að hœgt sé að koma á einhverjum breytingum í Eyjum, segjum fyrir árið 2010? , Já, annars væmm við varla að koma á ráðstefnu sem þessari. En ég tel að við þurfum ekki svo miklu að breyta heldur flagga betur því sem við höfum. Við búum t.d. við íjölskyldu- vænt umhverfi og öflugt og gott mannlíf. Þá er samstaða einkennandi fyrir Vestmannaeyinga, okkur tekst það sem við tökum okkur fyrir hendur. Þá er heilmikil sérstaða í því fólgin að búa á eyju sem státar af jafn fagurri náttúm. Allt þetta er til staðar og þetta eigum við að nýta okkur betur.“ Nú hefur íbúum fœkkað í Eyjum hin síðustu ár en aftur á móti stendur fjöldi nemenda í grunnskólunum því sem nœst í stað. Hvað segirþað okkur umíbúaþróunina ? „Ut úr því hlýtur að mega lesa að hér býr ungt fólk, bamafólk. Þeir sem héðan flytja em annaðhvort ekki komnir í barneign eða þá komnir úr bameign, þ.e. skólafólk og svo þeir sem búnir eru að skila sínu hlutverki. Þetta fólk er greinilega í meirihluta brottflluttra." Hvernig sérðufyrir þér að skólamir geti átt sinn þátt í því að bœta ástandið? „Allt innra starf gmnnskólanna er í mjög örri þróun og spumingin er hvert við viljum stefna. Ég tel að við eigum að einbeita okkur að því sem okkur er næst, rannsóknum á náttúmnni. Við eigum að nýta okkur möguleikana sem felast í ijamárm og aukinni tölvu- notkun. Við erum í nánum tengslum við náttúruna og eigum möguleika á nánum tengslum við umheiminn með tölvum. Ég sé fyrir mér aukningu á þessu og við eigum m.a. að einbeita okkur að því. Við emm líka öflug á íþróttasviðinu og eigum að rækta þann þátt betur, koma honum meira inn í skólana, meira en nú er. Við gætum t.d. hæg- lega rekið íþróttaskóla á sumrin, ekki bara fyrir okkar böm, heldur fyrir allt landið. Þama er ég ekki að tala um íþróttamót, á borð við Shellmót og Golfævintýri, heldur lengri tíma, hálfan mánuð til þijár vikur. Slfkt skólahald yrði mjög atvinnuskapandi fyrir nú utan það að þama fengju bömin lausn frá stressinu á höfuð- borgarsvæðinu.“ Hvað segir þú um það sem oft heyrist, að gott sé að ala upp böm í Eyjutn en síðan flytur fólk í burtu. Eiga Vest- mannaeyjar að vera einhvers konar útungunarstöð fyrir Reykjavíkur- svœðið? „Það er rétt að það er gott að ala upp böm hér. Fólk sem flytur héðan sér fljótt hve barnvænt umhverfíð er í Eyjum. Hér er stutt milli staða og fólk getur óhikað sent böm gangandi í sendiferðir eða í íþróttir. Slrkt er ekki hægt á höfuðborgarsvæðinu, þar þarf helst tvo bíla á hvert heimili og svo tíma og þolinmæði til að sitja í bflnum. Sérstaða Vestmannaeyja er m.a. í þessu fólgin. Ég hef þá trú að þróunin eigi eftir að snúast við, það verði ekki í framtíðinni jafnmikið keppikefli að flytja á suðvesturhomið, heldur muni fólk í auknum mæli finna kostina við að búa á stöðum eins og Vestmannaeyjum. Mér finnst við líka standa á tíma- mótum í menntunarmálum, við þurfum að staldra við og skoða þau mál gaumgæfilega, ekki síst með tilliti til þeirra möguleika sem ljós- leiðarakerfið býður upp á. Tækni nútímans er komin inn í skólana og við verðum að leggja áherslu á þann þátt. Helst vildi ég fá eina tölvu á hvern nemanda í unglingadeild. Við verðum einnig að tryggja að hæfir og vel menntaðir kennarar fáist til starfa og kunnátta þeirra á tækin þarf að vera meiri en nemendanna. Við höfum ekki hlúð nógu vel að þeim sem hafa fæmi og menntun á því sviði, þar er fólk sem við megum ekki missa.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.