Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 11
Fimmtudagur 12. október 2000 Fréttir 11 im Eyjarnar bjóða upp á Erlingur Richardsson: íþróttir skipa stóran sess í atvinnulífínu Erlingur Richardsson er íþrótta- kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, fæddur 1972. Erlingur lauk prófi frá íþrótta- kennaraskólanum árið 1997 en hann hefur einkum gert garðinn frægan í handboltanum og er einn af burðarásum handknattleiksliðs ÍBV. Er raunhœft að œtla að breyta einhverju í Eyjum ? Hefur þetta ekki allt verið á niðurleið undanfarin ár, er þetta ekki bara þróun sem ekki er hœgt að breyta? „Eg hef oft velt þessu fyrir mér og niðurstaðan er sú að við komumst lík- lega ekki öllu neðar, nú er botninum náð og leiðin liggur upp á við. Eg vil alla vega ekki trúa öðm. Auðvitað gætum við fengið einhverja skelli til viðbótar, t.d. ef við misstum frá okkur kvóta eða þess háttar, sem auðvitað væri slæmt, en á heildina litið held ég að við séum á leið upp og bjart sé framundan." I hverju liggur helsti vaxtar- broddurinn að þínu áliti? „í raun höfum við ekki haft um margt að velja. Oft hefur verið rætt um fullvinnslu sjávarafla en þar þekkja aðrir betur til en ég. Svo er það ferðamannaþjónustan. Þar er hægt að gera betur, ekki bara í því sem snýr að útlendingum heldur einnig íslend- ingum. Eyjan er náttúruperla sem hægt er að auglýsa og nýta betur. Við þurfum stutt að fara til að skoða nær alla þætti náttúrunnar, fuglalíf, sjávar- dýr og svo jarðfræðina. Við höfum allt til að geta boðið góða þjónustu. Svo þarf ekki alltaf að gera stóra eða viðamikla hluti, t.d. er nóg að skipu- leggja betur tjaldstæði og ámóta þætti þannig að fólk vilji koma hingað aftur.“ Af hverju hefur þróunin verið sú til þessa að íbúum fœkkar á lands- byggðinni og fólk flytur á suð- vesturhomið? „Eru það ekki þessi „týpisku" at- vinnutækifæri sem eiga að vera betri þar? Fólk fær frekar störf við sitt hæfi þar, a.m.k. þar sem sérstakrar mennt- unar er krafist. Og menntunin fer að miklu leyti fram í Reykjavík. Þess vegna getur það oft verið stórt skref að stíga þegar fólk hugsar til þess að snúa aftur him að námi loknu. Þess vegna er það spumingin um að bæta mennt- unina hér heima þannig að ekki þurfi endilega að sækja hana á höfuð- borgarsvæðið." Nú hefurþú lifað og hrœrst í íþróttum. Sérðu fyrir þér að íþróttirnar geti átt sinn þátt í uppbyggingu byggðar- lagsins? ,Ég vil nú meina að þær séu nú þegar stór þáttur í atvinnulífinu hér. ÍBV íþróttafélag er t.d. með milli 25 og 30 manns í vinnu, gróflega reiknað. Sú starfsemi hefur orðið til þess að fólk hefur flutt hingað, bæði útlendingar og íslendingar. Ferðaþjónustan byggist líka að verulegu leyti upp á því sem íþróttahreyfingin er að gera. Öll íþróttamótin, Shellmót, Pæjumót, Golfævintýrið og svo sjálf þjóð- hátíðin, allt er þetta í tengslum við íþróttahreyfinguna og ekki bara ferðaþjónustan sem nýtur góðs af heldur skilar þetta sér í verslun og þjónustu. Og velgengni í íþróttum leikur einnig stórt hlutverk. Ég býst t.d. við að flestir, ef ekki allir Eyja- menn, vilji helst af öllu leika með IBV. A.m.k. vó það þungt í ákvörðun okkar Vigdísar, að snúa aftur til Eyja, að við vomm bæði á fullu í hand- boltanum og sáum fram á að geta haldið því áfram með liðum í efstu deild. Blómlegt íþróttalíf er stór liður í uppbyggingu hvers staðar. Svo held ég að við eigum að skoða betur þann þátt hvemig fjármagnið myndast og hvemig við náum því. Öll þjónusta innanbæjar þarf auðvitað að vera fyrir hendi en við megum ekki festast um of í því hvemig við náum í fjármuni innanbæjar heldur beina sjónum okkar frekar að því hvemig við getum náð hingað fjármagni utan byggðarlagsins. Þá er ég ekki síst að hugsa um rekstur sem tengist hvers kyns hugbúnaði. Það þarf nefnilega ekki svo ýkja mikið til að koma slíkum fýrirtækjum á laggimar og þar er helsti vaxtarbroddurinn í dag.“ Rut Áslaugsdóttir: Möguleikarnir eru óteemandi Rut Ásiaugsdóttir er líffræðingur, fædd 1965, og vinnur hjá Rann- sóknastofnun ílskiðnaðarins í Vestmannaeyjum. Hún er með BS- próf í líffræði frá Háskóla ísiands en því námi lauk hún 1994. Rut hefur búið í Vestmannaeyjum í tíu ár. Hverjir eru helstu kostir Vestmanna- eyja sem byggðarlags og þá einnig gallar? „Kostimir em mýmargir. Hér er stutt að fara í allt, ekki vegalengdir eins og á höfuðborgarsvæðinu. Gott að ala upp böm, rólegur bær, sumir segja of rólegur. Og svo er það ná- lægðin við náttúmna. Helstu gallamir tengjast samgöngum, það getur verið erfitt að komast héðan og hingað. Þá em fáir kostir í atvinnulífinu, ekki síst fyrir sérmenntað fólk. Ef við tökum mig sem dæmi þá er aðeins um þijá kosti fýrir mig, sem líffræðing, að velja atvinnulega hér; við kennslu, á sjúkrahúsinu og svo hér hjá Rann- sóknastofnuninni. Á Reykjavíkur- svæðinu em atvinnumöguleikamir mun fleiri." Líkar þér jajhvel að búa hér og þegar þú komst hingaðfyrir tíu ánun? , Já, mér hefur alltaf líkað vel í Vest- mannaeyjum. Reyndar var ég nokkuð lengi að kynnast Vestmannaeyingum, við stofnuðum t.d. AKP-sauma- klúbbinn, nokkrar aðkomukonur, skömmu eftir að við fluttum hingað. En hér býr gott fólk sem ég ætla alls ekki að fara að setja út á.“ Er sú starfsemi, sem fram fer í Hvíta húsinu við Strandveg, til góðs fyrir byggðarlagið? „Tvímælalaust. Ég starfa aðallega við efnarannsóknir fyrir Isfélagið og Vinnslustöðina en hér fara fram margs konar rannsóknir þó að bæði Há- skólinn og Hafrannsóknastofnun séu mun stærri í sniðum í þeim efnum en við. En ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir því hve mörg fyrirtæki em í húsinu og hve mikil starfsemi fer þar fram. Ef nægilegt fjármagn væri fyrir hendi væri bæði hægt að stórauka rannsóknir og fjölga starfsliði. En peningaskortur háir okkur, ennþá að minnsta kosti." Nú tengist þú einnigferðaþjónustunni talsven. Hverjir eru framtíðar- möguleikamir þar? „Ferðaþjónustan í Eyjum hefur lítið breyst frá því að Páll Helgason byijaði hér með útsýnisferðir á sjó og landi. Auðvitað em möguleikamir miklu fjölbreyttari en í útsýnisferðum. Það sem kannski er merkilegast við þetta RUT: Stór hluti íslendinga hefur aldrei komið til Eyja, við þurfum iíka að vinna að ferðamálum á innanlandsmarkaði. er að allir tala um þá möguleika, allir kvæmdina vantar. Kannski aðallega em með hugmyndir en fram- vegna þess að fjármagnið vantar. Mér iiggur við að segja að möguleikamir séu ótæmandi. Þeir sem hafa kafað við Eyjar segja t.d. að hvergi sé fall- egra neðansjávar en hér. Þarna er aðeins einn möguleiki af svo mörgum sem unnt væri að bjóða upp á, köfun er óhemjuvinsælt sport víða um heim og gæti átt mikla framtið fyrir sér í Vestmannaeyjum. Svo skulum við ekki gleyma því að stór hluti fslendinga hefur aldrei komið til Eyja, við þurfum líka að vinna að ferðamálum á innanlandsmarkaði. Allir em sammála um að á síðustu ámm hefur verið fólksflótti héðan. Og af hverju? Af því að fólk hefur ekki vinnu. Og af hverju hefur fólk ekki vinnu? Vegna þess að í þessu eitt sinn stærsta sjávarplássi á íslandi hafa veiðar og vinnsla minnkað og sam- eining fýrirtækja hefúr þýtt samdrátt í atvinnu. Til þess að fá fólk hingað verður atvinna að vera fyrir hendi. Hingað flytur enginn nema hafa von um atvinnu, sama hversu mikil náttúmfegurðin er eða umhverfið fjölskylduvænt. Svo einfalt er það. Ökkar mestu möguleikar í atvinnu- málum felast áfram í sjávarútvegi og svo í ferðamennsku. Málið er hvemig við nýtum þá möguleika." Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.