Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 12. október 2000 Rússneska sunddrottningin fann ástina í Vestmannaeyjum: Austrið og vestrið Kristina frá Rússlandi og Eyjapeyinn Jobbi í það heillaga FORELDRAR Kristinu, Tatiana Belenkova og Yuryi Goremykin eru sátt við það að dóttir þeirra sest að á íslandi. Með upplausn Sovétríkjanna, falli Berlínarmúrsins og því að járntjaldið, sem skipti Evrópu í austur og vestur, heyrir nú sögunni til hefur fólki frá ríkjum sem tilheyrðu Austantjaldslöndunum svokölluðu, sem til Islands kemur fjölgað mikið. Mest eru það Pólverjar sem leita í fiskvinnu og er nú svo komið að þeir halda uppi fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum. Þessi þróun hefur ekki enn náð til Vestmannaeyja en alltaf er eitthvað um að útlendingar leiti eftir vinnu hér og hefur svo verið lengi. Einn og einn sest hér að og sumir finna hér ástina einu og sönnu og stofna fjölskyldu. Það heyrði til tíðinda þegar rússneskur borgari og íslenskur rugluðu saman reitum en í dag þykir það varla tiltökumál. Okkur langaði samt til að heyra sögu Jósefs Róbertssonar sem er borinn og barnfæddur Eyjamaður og Kristinu sem kemurfrá Volgograd í Rússlandi. Þau eiga eina dóttur, létu pússa sig saman í síðasta mánuði og eru ákveðin í að setjast að í Vestmannaeyjum. Þekkti Keikó Kristina heitir Goremykia að eftir- nafni, hún er 21 árs og kemur frá Volgograd eins og áður kemur fram en sú borg var nefnd eftir félaga Stalín meðan Sovétríkin voru og hétu. Jósef, eða Jobbi eins og hann er alltaf kall- aður, er sonur Róberts Óskarssonar sem kenndur er við Gamla spítalann og Þuríðar Georgsdóttur. „Ég fór hefðbundna leið upp skólakerfið," segir Kristina á ensku. „Eftir það fór ég í Olympicháskólann þar sem kennt er allt sem viðkemur íþróttum." Hvemig stóð á að þú komst til ís- lands? „Ég kom hingað fyrir tveimur árum til að synda fyrir 1BV,“ svarar Kristina sem vissi þó nokkuð um land og þjóð áður en hún leit fsland augum. „Ég var búin að heyra að ísland væri hreint land, hér væri rólegt og samfélagið laust við stress og hér væri hvorki heitt eða kalt.“ Þegar hún er spurð hvað hún vissi um Vestmannaeyjar kom í ljós að það var ekki mikið en eitt nafn þekkti hún. „Ég vissi um háhyminginn Keikó en það hafði verið talað um hann í sjónvarpi í Rússlandi. Þegar ég kom hingað fyrst fannst mér allt svo óskaplega lítið og spurði sjálfa mig; - hvað ertu að gera hér? En það breyttist fljótlega og nú er ég alveg sátt við að vera hér. Það er rólegt héma í Vest- mannaeyjum og maður er laus við svo mörg vandamál sem við er að glíma í Rússlandi.“ Eyjamenn tóku mér vel Kristina er einkabam og það hefur því trúlega ekki verið létt fyrir foreldra hennar að horfa á eftir dóttur sinni alla leið til íslands. „Þeim var svona um og ó,“ segir Kristina þegar hún er spurð út í þetta atriði. „En þau vom jákvæð fyrir því að ég reyndi eitthvað nýtt um leið og þau sáu möguleika á að ég kynntist einhveiju betra en því lífi sem nú er lifað í Rússlandi. Ég kvarta ekki því Vestmannaeyingar tóku mér strax mjög vel. Ég byrjaði í físki og fannst það allt í lagi og þá komst maður að því hér er bæði gott fólk og fólk sem ekki er eins gott en það er bara eins og alls staðar annars staðar," segir Kristina. Ástin kviknaði í ísfélaginu Hún vann í ísfélaginu og þar lágu leiðir hennar og Jobba saman. Þau segja að kynnin hafi byrjað með því að þau hafi kinkað kolli hvors til annars. Kristina er ekki frá því að það hafi verið ást við fyrstu sýn en Jobbi er alveg viss, hjá honum var það ást við fyrsta augnatillit. Fljótlega tók ástin öll völd og ávöxtur hennar leit dagsins ljós þann 6. september þegar dóttirin Tanya Rós fæddist. Sambandið inn- sigluðu þau svo þann 30. september þegar þau gengu í það heilaga. „Við keyptum okkur fína íbúð í Ashamr- inum og emm ákveðin í að hér ætlum við að eyða ævinni saman," segir Jobbi ákveðinn og Kristina tekur í sama streng. Stresslaust samfélag Eftir tveggja ára dvöl í Vestmanna- eyjum segist Kristina kunna orðið betur við sig hér á landi og saman- burður milli landanna er íslandi hagstæður að hennar mati. „Hér er allt svo miklu rólegrapg ekkert stress eins og ég sagði áðan. í dag er ástandið líka orðið þannig í Rússlandi að þú verður að standa klár á því að verja þig. Svo er mannmergðin svo ótrúlega mikil þar á móti því sem við þekkjum hér. Sveiflur milli sumars og vetrar em líka miklu meiri, heima í Volgograd genir hitinn farið upp í 45 gráður á sumrin en frostið getur líka orðið 35 gráður á vetuma. A móti koma miklar stillur og stormar, eins og hér era algengir, þekkjast ekki.“ Sátt við að sjá á eftir einkadótturinn til íslands Foreldrar Kristinu, Tatiana Belenkova og Yuriy Goremykin vom að sjálf- sögðu mætt til að líta dótturdóttuma augum og fylgja einkadótturinni upp að altarinu. Tatiana er forstöðumaður sjúkrahúss og Yuryi er vélaverkfræð- ingur. Þegar þau em spurð um álit sitt á ráðahagnum verður mamman fyrir svömm. ,Ég er að mörgu leyti ánægð. Kristina er hér í hreinu umhverfi, er gift inn í góða fjölskyldu og okkur líst vel á Jobba. En auðvitað er hún langt í burtu og því miður er það orðið of seint fyrir okkur að ætla okkur að elta hana.“ Foreldramir dvöldust hér í þijár vik- ur og em nú farin út aftur. Þeim leist ágætlega á sig í Eyjum en fannst ekki mikið við að vera þann tíma sem þau stoppuðu. „Þeim fannst nú skrýtnast að hafa ekki séð tengdasoninn," skýtur Kristina inn í. „En þau treysta mér og UPPSKERA rússneskrar og íslenskrar ástar, dóttirin Tanya Rós.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.