Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 12. október 2000 Söngmessa í safnaðarheimilinu: Kærkomin tilbreyting í bæjarlífinu í nútímasamfélagi, með öllu sínu framboði af fjölmiðium og afþreyingu, þýðir ekki annað en að veifa öllu tiltæku til að koma sér og sínu á framfæri. Kirkjan hefur reynt að bregðast við breyttum aðstæðum með því að bjóða upp á messur þar sem hefðbundið form er brotið upp með það fyrir augum að ná til annarra en sækja að öllu jöfnu messu. I nokkur ár hafa poppmessur verið fastur liður í vetrarstarii Landakirkju og sá sem þetta ritar minnist djassmessu og þjóðlaga- messu. Allar gerðirnar hafa laðað til sín fólk og hafa á 5. hundrað manns mætt á poppmessurnar þegar best lætur. A sunnudags- kvöldið var boðið upp á enn eitt messuformið, tónlistarmessu með kaflihúsaívafi, í safnaðarheimilinu. Húsfyllir var og ekki annað að sjá en að fólk nyti stundarinnar. í fyrrihluta messunnar voru tvö börn, systkinin Margrét Björk og Grétar Þorgils Grétarsbörn og Jónu Bjarkar, skírð en sú athöfn fer ekki að öllu jöfnu fram á kaffihúsum. Skírnin var ákveðin með stuttum fyrirvara en hún féll vel að messunni og stóð upp á mínútu þann tíma sem það tók gítarleikarann í hljómsveitinni að skipta um slitinn streng í hljóðfæri sínu. Það varð því enginn var við vandræði gítarleikarans því öll athygli beindist að börnunum og séra Kristjáni Björnssyni sem skírði þau. Tónlistarflutningur var í höndum Tónsmiðaféiagsins með Osvald Guðjónsson í broddi fylkingar. Hljómsveitin samanstóð ÓSVALDUR stjórnaði sínu fólki eins og hershöfðingi. SAFNAÐARHEIMILIÐ var þétt setið og kunni fólk vel að meta það sem fram var borið. HRAFNHILDUR, Kristinn, Margrét og Ingibjörg stóðu sig með prýði. af Ósvaldi sem lék á píanó og gítar, Óðni Hilmissyni á gítar, Högna bróður hans á bassa og Grímur Gíslason í veisluþjónustunni sá um að lemja húðirnar. Ekki skal geri lítið úr hljómsveitinni, hún stóð sig með prýði, en punkturinn yfir I- inu í tónlistarflutningi kvöídsins, var öflugur söngkvartett. Hann skipa Ingibjörg Þórðardóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Kristinn Björnsson sem einnig lék á munnhörpu og Hrafnhildur Helgadóttir. Saman mynda þau sterka heild en konurnar skiptust á um að syngja einsöng. Hér verður ekki gert upp á milli þeirra en þarna eru á ferðinni konur sem við eigum vonandi eftir að sjá þenja raddböndin ennfrekar. Kristján var sjálfur á léttu nótunum í messunni, sló um sig með léttum sögum, unglingar sáu um ritningarlestur og honum til halds og trausts í predikuninni var Ólafur Jóhann Borgþórsson. Fóru þeir í gegnum helgi hvíldardagsins á léttu nótunum án þess þó held ég að særa nokkurn sem þarna var inni. I heildina var kvöldið mjög vel heppnað og rósir í hnappagöt bæði I.andakirkju og Tónsmiða- félagsins. Dagskráin var fjölbreytt, erlend og innlend Iög og textarnir á íslensku og ensku. Tónsmiðafélagið stóð undir nafni því forspilið, Sólarspor, er eftir Ósvald Guðjónsson. Þarna var líka að finna annað frumsamið lag, Lífsneistann, eftir Eyjamann, Jóhannes Agúst Stefánsson, sem lét sig ekki muna um að láta Ijóð fylgja með. Hvort tveggja er ágætt. Annars var þarna að finna þekkt lög, negrasálma, dægurlög og lög sem á einhvern hátt má tengja kristinni trú. Allt gekk upp, fiutningur, iagaval, framlag prests og ekki lágu gestir á liði sínu að klappa taktinn þegar það átti við. Þegar hlutirnir ganga eins ljúft fyrir sig og gerðist á tónlistarmessunni á sunnudagdagskvöldið hættir manni við að vanmeta þá vinnu sem að baki liggur. Það er þó ljóst að hlutur Tónsmiðafélagsins hefur kostað mikla vinnu en uppskeran er þakklæti fólks sem mætti í safnaðarheimilið á sunnudagskvöldið og upplifði kærkomna tilbreytingu í hversdagsleikanum. SKÍRNIN setti skemmtilegan svip á kvöldið, Grétar pabbi, Jóna Björk mamma, Þórunn langamma, Kristín Sólveig systir, Kristján prestur, Margrét Björk, Þorsteina anuna, Grétar Þorgils og Grétar langafi. Þess má geta að þennan dag áttu Þórunn og Grétar gullbrúðkaup, 50 ár voru frá því amman var skírð auk þess sem Páll í Þingholti, faðir Þórunnar, hefði orðið 100 ára þennan dag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.